Morgunblaðið - 31.12.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 31.12.1958, Síða 8
32 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 31. des. 1958 Audrey Hepurn sem systir Lúkas. * KVIKMYNDIR Audrey Hepburn sem „Nunnan" FYRIR jólin kom hér út bókin Nunnan í þýðingu séra Sveins Víkings. Þetta er sönn saga, byggð á reynzlu belgískrar hjúkr unarsystur. Árið 1944 starfaði bandarísk hjúkrunarkona Kathr- in Hulme að nafni, í flóttamanna búðum í Þýzkalandi. Hún dáðist af ósérplægni og gæsku einnar starfssystur sinnar og sagði við hana: „Þú ert hreinasti dýrðling- ur“. „Segðu þetta aldrei framar við mig“, sagði hin hjúkrunar- konan, sem eftir 17 ára klausturs líf hafði ekki talið sig eiga til nægilega auðmýkt til að halda áfram að lifa innan klausturs- múranna. Þetta var systir Lucas, öðru nafríi Gabrielle van der Mal. Og hún sagði hinni amerísku starfssystur sinni sögu sína. Þó Kathryn Hulme starfaði þarna sem hjúkrunarkona, var hún líka rithöfundur, og hún skrifaði ævi- sögu „nunnunnar". Bókin hef- ur síðan verið þýdd á mörg tungumál og hvarvetna selzt vel. í sumar var svo ráðist í að kvik mynda „Nunnuna", og lék Audrey Hepburn titilhlutverkið. Myndin var að mestu tekin við Kongófljót, en systir Lukas starf aði einmitt lengi í Belgíska- Kongó. Þar var kvikmyndað í kæfandi hita, sem alveg ætlaði að gera út af við leikarana. , Og á næturnar gátu hvorki Audrey né kvikmyndastjórinn, Fred Zinnemann, sofið fyrir trumbuslætti hinna innfæddu, sem í sífellu héldu hátíð til að fagna komu hvítu mannanna. Zinneman átti lika í brösum með að fá hina innfæddu til að vinna fyrir sig. Hann bauð þeim doll- ara, en þeir sögðu bara „nægur fiskur í Kongó, þurfum ekki pen- inga“, og svo héldu þeir áfram að veiða í soðið. Loks varð hann að borga töframönnum ættbálks- ins stórar fúlgur til að meðlimir hans tækju í mál að vinna fyrir kvikmyndaflokkinn. Að lokum tókst þó að Ijúka þeim hluta myndarinnar, sem gerðist í Kongó, og flokkurinn hélt til Ítalíu, þar sem tekin voru atriði úr klaustrinu og geðveikraspít- alanum, þar sem systir Lukas starfaði lengst af. Myndin er, eins og sagan, byggð á lífsreynslu þessarar belgísku nunnu, sem 17 ára göm- ul gekk í klaustur og í 17 ár reyndi að samlagast klausturlíf- inu, en gafst loks upp og brautzt undan þessum sífellda aga. Hún gefur okkur tækifæri til að skyggnast ofurlítið inn í störf og daglegar venjur systranna í klaustrunum, og kynnast atburð- um úr lífi þeirra. Nú starfar Gabriella van der Mal við hrjúkr un í Bandaríkjunum og hefur aftur tekið upp sitt fýrra nafn. Kvikmyndin um hana hefur fengið góða dóma erlendis. Von- andi líður ekki á löngu áður en við fáum að sjá hana hér. Frá myndatökunni við Kongófljót. i&öLiecýt nýár Kjötverzlunin Búrfell amlagningarvélar Eigum fyrirliggjundi: Rheinmetall handknúnar eða rafknúnar, Hafa tvö glugga. Annar sýnir hvað er stimplað inn, hinn summuna jafnóðum. — Taka að 100 millj. í útkomu. Kreditsaldo. — ASTRA hand- og vélknúin. — Tekuff að 10 millj- örðum (9.999.999.999.99) í útkomu. Kred- itsaldo. Mjög hraðgeng. Er talin ein traust- asta samlagningarvélin sem hér er fáanleg. T riumphator margföldunarvélair. Einnar handar vél, mjög sterkbyggð. Rafmagnsritvélar 32 cm. vals. Borgorfell hf. Klapparstíg 26 — Simi 11372

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.