Morgunblaðið - 31.12.1958, Page 10
o*± MUKUUiyBLAVlÐ Miðvik'udagur 31. des. 1958
Framferði Breta í algjörðri mótsögn við
grundvalIarreglur og tilgang S.þ.
Ræða Thor Thors sendiherra, flutt á
allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna
Thor Thors
Herra forseti:
Eins og okkur öllum er kunn-
ugt tókst ekki á ráðstefnunnj í
Genf, um réttarreglur á hafinu,
að ná samkomulagi um víðáttu
landhelgi og fiskveiðilögsögu. Það
vantar grundvcllinn undir marg-
ar þeirra mikiívægu ákvarðana,
sem teknar voiu í Genf unz náðst
hefur samkornulag um þessi hin
þýðingarmestu atriði.
íslenzka sendinefndin hafði tek
ið þá stefnu frá upphafi allsherj-
arþingsins um miðjan september,
að þetta þing gæti og bæri að
finna alþjóðiega lausn á þessurn
málum, og að laganefnd þingsins
hefði fullkominn rétt til þess og
væri algjörlega hæf til þess að
fjalla um þetta mál með það fyrir
augum að leysa það réttlátlega.
Utanríkisráðherra íslands
skýrði þessa afstöðu ákveðið og
augljóst í ræðu á allsherjarþing-
inu hinn 25. september. Þegar
það síðar kom í Ijós, að þessi
lausn var ekki þóknanleg flestum
sendinefndum hér og naut mjög
lítils stuðnings, þá lítum við, að
æskilegasta og líklegasta meðferð
málsins væri sú, að vísa því til
næsta allsherjarþings. Chile, E1
Salvador, Ecuador, Indland, Irac,
Mexico og Venezuela, báru fram
tillögu í þessa átt í laganefndinni.
Við greiddum því atkvæði með
þessari leið. Þegar við ákváðum
að hafa þessa aðferð, þá byggð-
um við þá ákvörðun á þeim grund
velli að næsta allsherjarþing
mundi gjörla rannsaka þetta mál
sem forgangsmál á dagskránni og
að efnishlið málsins yrði tekin til
meðferðar á því þingi í laganefnd
inni, og leitazt yrði við til hins
ítrasta að ná samkomulagi þar
og þá. Laganefndin hafnaði þess-
ari málsmeðferð, en aðeins með
eins atkvæðis mun. Það voru 37
atkvæði með þessari leið en 38
á móti. Laganefndin samþykkti
síðan ályktun um að halda sér-
staka ráðstefnu í þeim tilgangi
að rannsaka nánar reglur um víð-
áttu landhelgi og fiskveiðilög-
sögu. Það virðist því svo, nú á
þessari stundu, að við eigum í
vændum nýja ráðstefnu í júlí eða
ágúst í Genf.
Afstaða íslenzku sendinefnd-
arinnar hefur verið skýr og ein-
beitt við alla meðferð þessa máls.
Við höfum álitið og álítum enn,
að laganefnd allsherjarþingsinssé
líklegri til að ná sanngjarnri og
ráttlátri lausn á þessu máli held-
ur en sérstök ráðstefna, og það
megi alveg sérstaklega vænta, að
laganefndin sé réttlátlega samsett
og að hún hafi meiri tilhneigingu
en sérstök ráðstefna til að vernda
réttindi strandríkja og alveg sér-
staklega að gæta þessara mikii-
vægustu hagsmuna ýmissa smá-
ríkja.
Þrátt fyrir þessi sjónarmið þá
vildum við ekki gjörast því and-
vígir, að ráðstefnan yrði kvödd
saman, og það enda þótt að
eins lítill meirihluti nefndarinnar
hefði «kki viljað aðhyllast þá
lausn, sem við töldum aðgengi-
legasta. Það var þess vegna, sem
við sátum hjá við atkvæðagreiðsl
una um nýja ráðstefnu. Við vild-
um ekki vísa frá þeirri tilraun
til að ná lausn, þar sem við treyst
um sanngirni og góðum ásetningi
nær allra þeirra ríkja, sem mæltu
með þessari leið.
Nú í þessum svifum ber það
til tíðinda, að ný breytingartillaga
er lögð fyrir allsherjarþingið, og
er þar lagt til, að ráðstefnan komi
ekki saman fyrr en í marz eða
apríl 1960. Flutningsmenn þessar-
ar tillögu eru: Chile, Ecuador,
E1 Salvador, Indland, Iraq, Mexi
co og Venezuela. Það er að segja
ríkin, sem báru fram þá lausn
í laganefndinni, sem við viljum
aðhyllast. Við erum auðvitað
alveg sannfaerðir um það, að þessi
tillaga er fram borin í góðum
ásetningi og með þeirri röksemd,
að þessi fr«stun eigi að fagna
samþykki n*er allra þeirra ríkja,
sem töldu að ráðstefna væri lík-
legasta leiðin- í þessu máli til þess
að ná allsherjar samkomulagi.
Þar sem islenzka sendinefndin
sat hjá við atkvæðagreiðsluna í
laganefndinni um það megin-
atriði, hvort kalla ætti saman ráð
stefnu, þá erum við neyddir til
þess að láta talsmenn ráðstefn-
unnar sjálfa ráða því hvaða tími
sé heppilegastur til að kalla ráð-
stefnuna saman, og við verðum
þess vegna einnig nú á allsherjar
þinginu að sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna um þessa breytingartil
lögu. Við eigum einskis annars
útkosta.
Leyfið mér, herra forseti, nú
að skýra í fáum atriðum frá því
hvers Island væntir af nýrri ráð-
stefnu, og hvernig við lítum á
þær aðstæður, sem nú ríkja, þeg-
ar við hefjum undirbúning að
nýrri ráðstefnu. Aðstæðurnar,
sem nú ráða á þessu sviði eru að
okkar áliti mjög þýðingarmiklar
og þær geta jafnvel ráðið úrslit-
um um það, hvort við óskum eða
óskum ekki að taka þátt í hinni
væntanlegu ráðstefnu.
Eins og nú er orðið víða kunn-
ugt, er fjárhagslíf íslands háð fisk
veiðum meira en með nokkurri
annarri þjóð í heiminum. Við eig-
um nær engar aðrar auðlindir en
fiskveiðarnar. 97% af verðmæti
útflutnings okkar kemur þaðan
og það fjármagn verðum við að
nota til að greiða til annarra
landa fyrir flestar lífsnauðsynjar
okkar, sem við þurfum að flytja
inn. Fiskimiðin við ísland eru
okkar dýrmætustu auðæfi. Þau
gefa okkur hið daglega brauð.
Þaðan kemur fjármagnið til að
veita okkur sæmilega lífsafkomu,
og þaðan kemur afl þeirra hluta,
sem gjörir þjóð okkar sjálfstæða
menningarþjóð. Fiskimiðin eru
þjóðlífi okkar mun þýðingar-
meiri en kaffitrén eru fyrir
Brazilíu, E1 Salvador og Colom-
bíu, eða sykurekrurnar fyrir
Kúba, sauðféð og nautpeningur-
inn fyrir Uruguay og Argentínu,
eða bifreiðaframleiðslan fyrir
Detroit og olían fyrir Texas. Við
verðum þess vegna með fyrir-
hyggju og alúð að vernda og varð
veita þessi auðæfi, þar sem fram-
tíð þjóðarinnar er í veði.
Herra forseti, það var orðið aug
Ijóst mál, að það vofði yfir sú
mikla hætta, að fiskistofninn
eyddist og yrði uppurinn. Frá því
í byrjun 20. aldarinnar hefir heil
hersing erlendra togara, aðallega
frá Bretlandi, skafið hafsbotninn
á fiskimiðum okkar alveg upp að
ströndum landsins með slíkri
nærtækni, að algjör eyðilegging
mátti vera fyrirsjáanleg. Það var
því óhugsandi, að við gætum
horft á þetta aðgerðarlausir. Frá
því árið 1949 höfum við beitt
allri okkar viðleitni að því, alls-
staðar á viðeigandi alþjóðlegum
vettvangi, þar á meðal innan
Sameinuðu þjóðanna, að fá kom-
ið á hagkvæmum reglum til skyn
samlegra takmarkana á nýtingu
fiskimiða. En Sameinuðu þjóð-
irnar hafa farið sér hægt í þessu
efni. Eftir að Bretland mótmælti
grunnlínum Norðmanna, og eftir
að aðgjörðir Norðmanna höfðu
hlotið staðfestingu hins alþjóð-
lega dómstóls árið 1951, þegar
Bretar töpuðu málinu fyrir dóm-
stólnum, þá fórum við að dæmi
Norðmanna árið 1952. Þetta lík-
aði eigi öllum þjóðum alls kostar
í upphafi, en aðeins ein, Bretland,
sem við höfum aiia tíð átt hina
vingjarnlegustu sambúð við og
stóðum með og studdum í heims-
styrjöldinni — aðeins þeir gripu
til þess að beita gagnráðstöfunum
til að reyna að knýja fram vilja
sinn gegn þjóð vorri. Ráðamenn
í Hull og Grimsby skelltu þá á
banni gegn löndun á íslenzkum
fiski um allt Bretland. Það hlýtur
að -hafa verið markmið þeirra,
mér þykir leitt að verða að segja
það — að svelta okkur til hlýðni
við sig. En þessir menn þekkja
lítið til sjálfstæðis og þolgæðis
íslenzku þjóðarinnar. En margir
hlutir fara á annan veg en ætlað
er í þessum heimi. Bann Breta
snerist okkur til góðs, þar sem
við fundum og jukum nýja mark-
aði með öðrum þjóðum, sem
reyndust okkur vinsamlegar og
Bretar neyddust til þess að falla
frá löndunarbanninU eftir þýðing
arlausar tilraunir í 4 ár.
Eftir að það kom í ljós, að ráð-
stefnan í Genf gat ekki náð sam-
komulagi um víðáttu landhelgi
né um fiskveiðilögsögu, vorum
við að nýju neyddir til að færa út
fiskveiðilögsöguna. Við höfðum
tilkynnt það fyrir löngu, að það
væri ætlun okkar að færa út fisk-
veiðitakmörkin upp að 12 mílum.
Þetta gjörðum vjð að nýju heyrin
kunnugt í Genf, en samt sem áður
biðum við með að framkvæma
þessa ákvörðun fram til 1. sept-
ember, svo að okkur gæfist tæki-
færi til að skýra fyrir öðrum þjóð
um hverja nauðsyn bar til þess
að grípa til þessara ráðstafana, og
þess vegna áttum við miklar og
langar viðræður við ýmsar aðrar
þjóðir um þetta efni, en ekkert
samkomulag virtist hugsanlegt.
Nokkrar þjóðir hafa mótmælt
þessum aðgjörðum okkar. Okkur
er sagt það, að 12 mílna takmörk-
in eigi sér ekkj stoð í alþjóðarétti.
Við því viljum við þá svara, að
það gildi engin alþjóðalög um
víðáttu landhelgi né um réttindi
strandríkis. Það er nú almennt
viðurkennt, að 3ja mílna reglan
er dauður bókstafur í skjalasafni
alþjóðáréttarins. — Samkvæmt
skýrslu þjóðréttarsérfræðingaeru
nú þegar meira en 30 þjóðir, sem
hafa ákveðið landhelgi sína frá
3 til 12 mílum. Hin alþjóðlega
laganefnd Sameinuðu þjóðanna
sagði svo í skýrslu sinni frá 25.
október 1956 „Alþjóðalög leyfa
ekki útfærslu landhelgi út fyrir
12 mílur.“ Á ráðstefnunni í Genf
óx þeirri stefnu stöðugt fylgi að
ákveða 12 mílna fiskveiðilögsögu.
Ég verð að leyfa mér að leggja
áherzlu á það hér, að ísland hefir
aðeins fært út fiskveiðilögsöguna,
en ekki landhelgi, en það er mál,
sem hefir miklu víðtækari þýð-
ingu og frekari afleiðingar. Á
ráðstefnunni í Genf höfðu 36
þjóðir greitt atkvæði með tillögu
frá Kanada þess efnis, að sérhver
þjóð skuli hafa eiuhliða fiskveiði-
réttindi innan 12 mílna. Og 45
þjóðir greiddu atkvæði með til-
lögu, sem Bandaríkin báru fram
um 6 mílna landhelgi og 6 mílna
fiskveiðilögsögu til viðbótar.
Enda þótt það hafi verið óað-
gengilegar takmarkanir á rétti
strandríkis samkvæmt tillögu
Bandaríkjanna, þá var það samt
sem áður grundvallarreglan um
12 mílna fiskveiðilögsögu, sem
Bandaríkin gjörðu að tillögu
sinni. Hinar 45 sendinefndir, sem
greiddu atkvæði með 12 mílna
grundvallarreglunni voru full-
trúar fyrir geysilegum meiri-
hluta mannkynsins. Þessar stað-
reyndir ættu glögglega og nægi-
lega að sanna það, að 12 mílna
fiskveiðireglan er ekkert, sem af
ósanngirni var fundið upp af ís-
landi. Með þeim röksemdum, sem
ég hefi nú fram borið staðhæfum
við, að þessi ákvörðun okkar brýt
ur ekki i bág við alþjóðlegan
rétt, enda eru þessar reglur sam-
þykktar og framkvæmdar af fjöl-
mörgum þjóðum.
Þá er sagt við okkur: Þið meg-
ið ekki gjöra þetta upp á ykkar
eindæmi, en ég spyr af hverju?
Ef 30 þjóðir hafa fram til dagsins
í dag gjört þetta sama upp á sitt
eindæmi. Hvernig er þá hægt að
ætlást til þess, að við einir ætt-
um að bíða eftir allsherjar sam-
komulagi. Ég sagði áðan, að
nokkrar þjóðir hefðu mótmælt
þessum aðgjörðum okkar. Allar
lögðu þær fram mótmælin á
diplomatískan og kurteisan hátt,
sem sæmir viðskiptum milli
þjóða, sem virða sjálfstæði hverr-
ar annarrar. Allar nema ein. Að-
eins ein — Bretar aftur — lítil-
lækkuðu sig með framferði, sem
brýtur í bág við stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna. Eitt af grund-
vallaratriðum sáttmála vors er að
finna í 2. grein, 4. lið, þar sem
segir: „Öll ríki S.þ. eiga í alþjóð-
legum viðskiptum sínum að forð-
ast að hóta valdbeitingu eða beita
valdi gegn landfræðilegum yfir-
ráðum og pólitísku sjálfstæði
annars ríkis“. Það er freklegt
brot á sáttmála hinna Sameinuðu
þjóða, er hin konunglegu brezku
herskip miða fallbyssum sínum á
okkur litlu varðskip í landhelgi
vorri við íslandsstrendur, og það
er gjört í algjörðri mótsögn við
grundvallarreglur og tilgang sátt
málans, mótsögn við þær hug-
sjónir, sem við heyrum svo oft
hátíðlega haldið á loft í ræðum
okkar hér. Ef brezku herskipin
eru komin upp að íslandsströnd
um til þess að halda uppi al-
þjóðarétti og reglum á úthafinu,
eins og þeir sjálfir segja, þá vil
ég spyrja, hvers vegna senda
Bretar ekki konunglegan flota
sinn inn fyrir 12 mílna takmörk
in við strendur Rússlands? Eða
yfirleitt inn fyrir landhelgis-
mörk sérhverra hinna 30 þjóða,
sem komið hafa á frá 3—12 mílna
landhelgi? Er það svo, að nú-
verandi ríkisstjórn Bretlands
hafi tVenns konar mælikvarða
varðandi framkomu sína í alþjóð-
legum viðskiptum, einn fyrir
stórveldin og önnur lönd, sem
brezka Ijónið óttast að einhverju
leyti, en annan fyrir hinar
smæstu þjóðir, þaðan, sem það
væntir engrar mótspyrnu. Satt
er það, að við höfum engin vopn
til að gæta réttar okkar. Við get-
um ekki rekið flota Henn-
ar hátignar á brott úr okkar land
helgi. En það er innan hennar,
já, jafnvel innan hinna viður-
kenndu og óumdeilanlegu 3ja
mílna takmarka, sem herskip
þeirra miða byssum sínum á sjó-
mennina á varðskipum okkar,
sem eru að framkvæma lagalegan
rétt og leitast við að halda uppi
lögregluvaldi gegn sökudólgum,
sem eru staðnir að afbrotum.
í sambandi við þennan tvö-
falda mælikvarða, má ég leyfa
mér að minna allsherjarþingið á
það, sem hinn virðulegi utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, Mr.
Dulles, varaði alla, sem hlut eiga
að máli við í ræðu, sem hann
flutti hér í Allsherjarþinginu
hinn 18. september sl. Þar sagði
utanríkisráðherrann orðrétt:
„Samkvæmt þessu er engin sam-
ræmd regla um hollustu við sátt-
mála okkar eða framkvæmd. Það
eru tveir mismunandi mælikvarð
ar fyrir framkomu ríkja. Banda-
ríkin álíta, að þessi tvöfaldi mæli
kvarði sé ósamræmanlegur
grundvallartilgangi Sameinuðu
þjóðanna, og að hann sé ógnun
við stofnun okkar, og við verðum
að beita okkur gegn þessu.“ Þetta
voru orð utanríkisráðherra
Bandaríkj anna.
Það hefir verið minnzt á, að
þessi deila eigi að leggjast fyrir
hinn Alþjóðlega dómstól, en ég
spyr, herra forseti, er það ekki
alveg einstætt og fáheyrt réttar-
far að miða byssu á mann og
bjóða honum um leið að leggja
málið fyrir dómstól.
Þetta brezka ævintýri er orð-
ið grátbroslegt. Brezkir togarar
hafa fyrirskipanir um að fiska
innan landhelgi okkar. Fyrst var
þeim fyrirskipað að vera þar í
3 daga, en núna sleppa þeir með
2 daga, hvort sem nokkur veiði
er eða ekki. Hin broslega hlið
málsins skemmtir mönnum víða
um heim. En frá okkar sjónar-
miði er þetta hryggilegt. Herskip
in hafa í hótunum við landhelg-
isgæzlu okkar og sjómenn. En
samt sem áður kennum við í
brjósti um Bretana. Það er okk-
ur ekkert gleðiefni að sjá fyrr-
verandi vini okkar vera leidda á
slíkar villigötur af þröngsýnum
og síngjörnum ráðunautum og
að þeir skuli þess vegna verða
sér til athlægis hjá andstæðing-
um þeirra. Það er einnig, að
þessi hernaður, ef nota má svo
alvarlegt orð um svo gáleysis-
Frh. á bls. 16