Morgunblaðið - 31.12.1958, Side 15
MifWíVtiílagur 31. des. 1958
MORCTiym 4ÐIÐ
39
Iðnaðarmáiin 1958
eftir Braga Hannesson framkvæ^da-
sljóra Landssambands iðnaðarmanna
ÞEGAR litið er á þróun iðnaðar-
ins árið 1958, gætir auðsjáanlega
samdráttar, einkum í smærri iðn-
greinum. Þó hefur átt sér stað
mikill samdráttur í einstaka
stærri iðngreinum eins og t. d. í
nýsmíði í skipasmíðaiðnaði og
járniðnaði. f byggingariðnaði hef-
Ur atvinna verið bezt, þótt nokk-
uð hafi dregið úr henni frá því
sem áður var. Mestar hafa bygg-
ingaframkvæmdirnar verið í
Reykjavík, þar sem lokið hefur
verið við smíði um 900 íbúða á
árinu og um 1100 eru í smíðum.
Mikið hefur verið byggt af stór-
um sambýlishúsum í seinni tíð,
enda eru slíkar byggingar mjög
hagkvæmar bæði er lýtur að því
að þétta byggðina og draga úr
byggingarkostnaði.
í sumar kom á markaðinn ís-
lenzkt sement, og hefur það
reynst mjög vel. Þar með er orð-
in að veruleika sú ósk iðnaðar-
manna að byggja hús úr íslenzku
efni.
Afkoma iðnaðarmanna hefur
yfirleitt verið sæmileg. Hins veg-
ar hefur afkoma iðnfyrirtækja
verið lakari. Veldur þar margt
um, þótt orsakanna sé einkum að
leita í verðlagshækkunum og
auknum álögum. Jafnframt hefur
reynst erfitf að afla lánsfjár, því
að bankarnir hafa dregið úr út-
lánum og ranglát skattalög koma
í veg fyrir fjármagnsmyndun hjá
fyrirtækjum. Innheimta opin-
berra gjalda eins og söluskatts
óg útflutningssjóðsgjalds hefur
reynst mörgum fyrirtækjum
þungur baggi og leitt til mikillar
mismununar, þar sem sumir
sleppa við þessa skattheimtu, en
aðrir ekki. í ofanálag verður senn
farið að innheimta hinn svo-
nefnda stóreignaskatt, sem í
réttu lagi ætti að heita skattur
á atvinnuvegina, því að hann
lendir með öllum sínum þunga
á atvinnufyrirtækin, sem bera
mestu gjaldabyrðarnar.
Verði sömu stefnu fylgt og ver-
ið hefur í skattlagningu fyrir-
tækja er fyrirsjáanlegt, að þau
muni draga saman seglin og
fækka starfsfólki. Mun atvinna
þannig minnka og þjóðartekjurn-
ar í heild.
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir helztu hagsmuna- og bar-
áttumálum iðnaðarmanna, sem
unnið hefur verið að á síðastliðnu
bandsins, tilnefndur. Nú fyrir
nokkrum dögum barst tilkynning
frá Iðnaðarmálaráðuneytinu, þar
sem segir, að ráðherra hafi skipað
nefndina. Eiga sæti í henni auk
Björgvins Frederiksen þeir Þór
Sandholt, skólastjóri, tilnefndur
af Iðnskólanum í Reykjavík, Ósk-
ar Hallgrímsson, rafvirki, til-
nefndur af Iðnfræðsluráði og Sig-
urður Ingimundarson, verkfræð-
ingur, tilnefndur af ráðherra.
Iðnaðarmenn fagna því, að
þessi nefnd skuli hafa verið skip-
uð og vænta mikils af störfum
hennar, enda er þýðingarmikið
fyrir frekari framkvæmd máls-
ins, að vel takist til.
Á síðastliðnum vetri tóku til
starfa í Iðnskólanum í Reykjavík
tvær deildir fyrir verklega
kennslu í prentiðnum og raf-
magnsiðnum. Með þessu hófst nýr
þáttur í iðnkennslu, sem væntan-
lega verður vísir að verknáms-
skóla. Hins vegar skortir nú al-
gjörlega húsnæði til þess að unnt
sé að hefja almenna verknáms
kennslu í ýmsum öðrum iðngrein-
um.
Forseti Landssambands iðnaðar-
manna, Björgvin Frederiksen,
gerði grein fyrir þessum málum
í ræðu á síðasta iðnþingi og
mælti m. a. á þessa leið:
Það er vitað mál, að iðnfræðslu
hæfar tillögur um úrbætur á
skatta og útsvarslögunum. Seinna
bættist í hópinn Fél. ísl. stórkaup-
manna.
Skattamálanefnd atvinnuveg-
anna, en svo hefur nefnd þessi
verið kölluð, hefur starfað síðan
og ýmsar tillögur gert, sem því
miður hefur verið minni gaumur
gefinn en skyldi.
Á síðastliðnum vetri lagði ríkis
stjórnin fyrir Alþingi frv. til laga
um breytingu á skattalögunum,
þar sem gert var ráð fyrir því, að
tekjuskattur félaga skyldi vera
ákveðinn hundraðshluti tekna
eða 25% í hvaða formi sem félög-
in væru. Ennfremur var gert ráð
fyrir því, að frádráttur, sem til
þessa hefur mátt nema 5% af
hlutafé eða stofnfé, hækki upp
í 8%, ef upphæðinni er úthlutað
sem arði.
Skatiamálanefnd lýsti yfir
stuðningi sínum við þetta frum-
varp sem spor í rétta átt. Hins
vegar taldi nefndin augljósa
hættu á því, að skattalækkun sú,
sem sum fyrirtæki nytu af þess-
ari lagabreytingu, yrði af þeim
tekin, ef útsvarslögunum yrði
ekki breytt um leið.
Nefndin gerði því nokkrar
breytingartillögur við frumvarp-
ið og sendi ríkisstjórninni þær.
Var m. a. lagt til, að heimilað
yrði að umreikna nafnverð hluta-
bréfa í samræmi við verðrýrnun
krónunnar, áður en 8% frádráttur
vegna arðs af hlutafé yrði reikn-
aður.
á milli að fá hingað til lands sér-
fræðing á sviði efnahagsmála til
þess að framkvæma fræðilega og
hlutlausa rannsókn á skattlagn-
ingu íslenzkra fyrirtækja. Sér-
fræðingur þessi var próf. Nils
Vásthagen frá Stokkhólmi, og
dvaldi hann hér um eins mánaðar
skeið. Að rannsókn sinni lokinni,
samdi próf. Vásthagen ítarlega
skýrslu um niðurstöður hennar.
Hefur skýrslan verið birt og mik-
ið rætt rnanna á milli, enda er
hún í senn ítarleg og auðskilin.
f skýrslu próf. Vásthagen segir
m. a.:
Þegar til lengdar lætur, er ekki
unnt að bæta efnahagsafkomu
heillar þjóðar, nema með því að
auka framleiðni atvinnuveganna.
Skilyrði fyrir aukinni framleiðni
er, að fyrirtækin hafi til ráðstöf
unar nægilegt fé til fjármuna-
myndunar. í fyrsta lagi verður
að gera fyrirtækjunum kleift að
halda eftir til ráðstöfunar nægu
fé til endurnýjunar á hrörnuðum
og úreltum byggingum og vélum,
til endurkaupa seldra og notaðra
vörubirgða o. s. frv., þannig að
fyrirtækin geti þrátt fyrir rýrn-
andi peningagildi viðhaldið af-
kastagetu eða raunhæfum kaup-
i mætti virkra eigna fyrirtækisins.
j Auk þess verður að tryggja fyrir-
tækjunum nægilegt nýtt fjár-
magn til þeirrar fjármunamynd-
j unar, sem æskileg framleiðslu-
aukning krefst.
Og ennfremur segir: Endur-
skipulagning á íslenzkum skatta-
Fjölbýlishús í Reykjavík.
Iðnfræðsla
Á undanfarandi iðnþingum hef-
ur iðnfræðsla verið á málaskrá,
og margar merkar samþykktir
verið gerðar þar að lútandi. Ýms-
um þeirra hefur síðan tekizt að
hrinda í framkvæmd, en aðrar
hafa orðið að bíða betri tíma.
Á 19. Iðnþingi íslendinga, sem
háð var á árinu 1957, var sam-
þykkt ítarleg ályktun um fram-
haldsnám iðnaðarmanna og meist
arapróf. Þar var m. a. skorað á
iðnaðarmálaráðherra að láta sem
fyrst koma til framkvæmda á-
kvæði IV. kafla iðnskólalaganna
um framhaldskennslu við Iðn-
skólann í Reykjavík til undir-
búnings meistaraprófi. Var lagt
til, að skipuð yrði nefnd hæfra
manna til þess að semja reglu-
gerð um meistarapróf, að tekin
yrði upp í fjárlög ársins 1958
nægileg fjárveiting til þess að
kennsla gæti hafist þegar á næsta
hausti.
Fjárveiting þessi fékkst ekki,
en hins vegar óskaði iðnaðar-
málaráðherra þess, að Landssam-
band iðnaðarmanna tilnefndi af
sinni hálfu fulltrúa í nefnd þá,
sem óskað var eftir í ályktuninni.
Var það gert í haust og Björgvin
Frederiksen, forseti Landssam-
hefur í nokkrum iðngreinum
stórhrakað hin síðari ár, sérstak-
lega eftir að iðnfyrirtækin fóru
að stækka, því að nemendur eru
þá ekki eins og var undir hand-
leiðslu meistara síns, heldur starf
andi með ýmsum mönnum, sem
hvorki hafa áhuga fyrir að kenna
né heldur, að þeir telji það skyldu
sina, en svo má þetta eigi lengur
ganga. Þessi öfugþróun er þekkt
fyrirbæri í öllum öðrum löndum
með stækkandi fyrirtækjum, þar
til ráðin var bót á þessum málum
í nágrannalöndunum með til-
komu verknámsskóla. Með stækk
andi fyrirtækjum í ýmsum iðn-
greinum á íslandi, mun það verða
krafa tímans, að kenna iðnnám
að einhverju leyti í verknáms-
skólum. Þess vegna er það tíma-
bært, að þetta iðnþing geri það
að sínu máli að benda á nauðsyn
þess, að byggður verði verknáms-
skóli í sambandi við Iðnskólann
í Reykjavík.
Skatta- og útsvarsmál
Fyrri hluta árs 1956 hófst sam-
starf milli Landssambands iðn-
aðarmanna, Fél. ísl. iðnrekenda,
Verzlunarráðs íslands, Vinnuveit
endasambands íslands og Sam-
bands smásöluverzlana um skip-
un nefndar til þess að gera raun-
Þessi tillaga var ekki tekin til
greina, en frumvarp ríkisstjórn-
arinnar samþykkt og hefur tekið
gildi sem lög.
ítrekaðar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að fá veltuútsvör
gerð frádráttarbær við ákvörðun
skattskyldra tekna, en ekki tek-
ist. Hafa forráðamenn Reykja-
víkurbæjar sýnt þessu máli skiln-
ing, en Alþingi hefur ekki enn
ljáð því stuðning.
Nú hefur Björn Ólafsson, alþm.
flutt á Alþingi enn á ný frumvarp
til laga um veltuútsvör, þar sem
m. a. er lagt til, að þeim skuli
sett ákveðið hámark, mest 3%
af veltu, en annars skuli þau
vera misjöfn eftir tegund at-
vinnu. Jafnframt er gert ráð fyrir
því, að veltuútsvörin skuli ekki
talin með tekjum gjaldenda við
ákvörðun tekjuskatts og útsvars,
og að gjaldana skuli heimilt að
taka tillit til þeirra í verðreikn-
ingum sínum.
Mun verða fylgst með af-
greiðslu þessa frumvarps, enda
hlítur að verða úr því skorið nú,
hvort Alþingi ætlar að gera
nokkrar breytingar á þessum
málum til bóta.
Skattmálanefnd atvinnuveg-
anna og Iðnaðarmálastofnun ís-
lands höfðu um það samvinnu sín
reglum virðist veranauðsynlegtil
þess í fyrsta lagi að gera fyrir-
tækjunum kleift að halda eftir
sanngjörnum hluta af eigin tekj-
um til nauðsynlegra endurnýjun-
ar og aukninga, og í öðru lagi að
tryggja aðstreymi nýs fjármagns
til atvinnuveganna.
Söluskattur
Á undanförnum Iðnþingum
hafa verið samþykktar ályktanir
til þess að mótmæla söluskatti.
Síðan héfur verið reynt að fá
mestu agnúa á þessum skatti
sniðna af, en ekki tekist. Þó virð-
ist ráðamönnum þjóðarinnar
vera ljóst, að söluskatturinn er
orsök á miklu misrétti þjóðfélags
þegnanna og hindrar í mörgum
tilfellum æskilega þróun fyrir-
tækja.
Bersýnilega komu annmarkar
söluskattsins fram í dómi hæsta-
réttar fyrri hluta þessa árs. Rétt-
urinn komst að þeirri niðurstöðu
í máli einu að greiða skyldi 3%
söluskatt af efnivöru eða einstök-
um hlutum, þar á meðal varahlut
um, ef iðnaðarmenn eða iðnfyrir-
tæki útvegi þessa hluti. Hins veg-
ar þarf ekki að greiða söluskatt,
ef verkkaupandi kaupir sjálfur
sömu vöru í smásölu.
Kemur þetta mjög hart niður
Bragi Hannesson.
á iðnaðarmönnum í ýmsum iðn-
greinum, sem selja sjálfir efni til
vinnu sinnar.
Nú fyrir skömmu var lagt fram
á Alþingi stjórnarfrumvarp um
framlengingu á ákvæðum laga nr.
100 frá 1948 um dýrtíðarráðstaf-
anir vegna atvinnuveganna og er
í því gert ráð fyrir óbreyttu fyrir-
komulagi í álagningu söluskatts.
Þar með hafa þær vonir iðnaðar-
manna brugðist að vænta mætti
einhverra breytinga á þessum ill-
ræmda skatti.
Norrænt Iðnþing
í október sl. var háð í Osló 12.
Norræna Iðnþingið. Var það hald
ið að forgöngu Norræna iðnsam-
bandsins, sem Landssamband iðn
aðarmanna er aðili að. Eru iðn-
þing háð þriðja hvert ár í höfuð-
borgum meðlimaríkjanna til skipt
is. Var norrænt iðnþing haldið í
Reykjavík 1952. Á þinginu í Osló
mætti Sveinbjörn Jónsson, for-
stjóri, fyrir Landssamband iðn-
aðarmanna.
Samvinna norrænu iðnsam-
bandanna á rætur sínar að rekja
til fundar forystumanna iðnaðar-
ins í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð í Kristianstad árið 1912. Var
á þeim fundi ákveðið að efna til
norrænna iðnþinga með þriggja
ára millibili. Hefur sá háttur ver-
ið hafður á síðan, að undantekn-
um stríðsárunum, en þá lögðust
iðnþing niður. Árið 1924 tók Finn
land fyrst þátt í norrænu iðnþingi
og 1934 bættist ísland í hópinn.
Var það iðnþing háð í Kaup-
mannahöfn og mætti þar Helgi H.
Eiríksson, forseti Landssambands
iðnaðarmanna, og sótti hann síð-
an jafnan norræn iðnþing, þar
til Björgvin Frederiksen tók við
sem forseti Landssambandsins
fyrir sex árum, en frá þeim tíma
hefur hann sótt norræn iðnþing.
Á iðnþinginu í Osló voru eink-
um tveir málaflokkar til um-
ræðu, fríverzlunarmálin og iðn-
fræðsla. Fluttir voru athyglis-
verðir fyrirlestrar um hvort
tveggja og ennfremur voru um-
ræður um þessi mál.
í ávarpi, sem iðnaðarmálaráð-
herra Noregs, Gustav Sjaastad,
flutti iðnþinginu, gat hann um
þá viðleitni iðnaðarmanna allra
tíma að afla sér þekkingar og
kynna sér nýjungar annarra
landa í iðnaði.
Þessi orð lýsa vel því mark-
miði, sem norrænir iðnaðarmenn
kepptu að, þegar þeir stofnuðu
til samvinnu iðnaðarsambanda
Norðurlanda. fslendingar hafa
orðið margs vísari vegna þessa
samstarfs, enda eru iðnaðarvörur
Norðurlandaþjóðanna mjög eftir-
sóttar af öðrum þjóðum.
Stjórn Norræna iðnsambands-
ins er skipuð formönnum iðnsam-
banda Norðurlandanna fimm, en
þeir eru: Stig Stefanson, Svíþjóð,
formaður, Trygve Fredriksen,
Noregi, Poul Person, Danmörku,
Lauri Viljanen, Finnlandi og
Björgvin Frederiksen, íslandi.
Efling Iðnlánasjóðs
Efling Iðnlánasjóðs er eitt
helzta baráttumál iðnaðarmanna.
Hafa verið gerðar samþykktir og
áskoranir til Alþingis á undan-
förnum iðnþingum þess efnis, að
Iðnlánasjóður verði efldur, svo
að hann geti veitt svipaða fyrir-
greiðslu til stofnframkvæmda og
stofnlánasjóðir sjávarútvegs og