Morgunblaðið - 31.12.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 31.12.1958, Síða 16
40 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. des. 1938 Viðgerð á skipi. landbúnaðar veita þeim atvinnu- vegum. Hefur þetta borið þann árang- ur, að á fjárlögum 1957 var sam- þykkt að hækka fjárveitingu til Iðnlánasjóðs upp í kr. 1.450.000,00 og hefur sú fjárveiting staðið óbreytt síðan. Nú hafa alþingismennirnir Jó- hann Hafstein og Magnús Jóns- son lagt fram á Alþingi enn á ný frumvarp um Iðnlánasjóð, þar sem gert er ráð fyrir því. að til sjóðsins renni helmingur gjalds af innlendum tollvörutegundum, sem síðan sé ráðstafað til stofn- lána. Frumvarp þetta hefur verið tekið til fyrstu umræðu í neðri deild, en var síðan vísað til fjár- hagsnefndar sömu deildar. Mun verða fylgst með meðferð þess á Alþingi, því að augljóst mál er, að þær kr. 1.450.000,00, sem Iðnlánasjóði er ætlað á fjár- lögum ársins 1959, mun hrökkva skammt eins og verðlag er nú orðið í landinu. Fái Iðnlánasjóður hins vegar helming gjalds af inn- lendum tollvörutegundum, ætti hlutur hans að verða 5 til 6 millj. á ári. 20. Iðnþing íslendinga Iðnþing var háð á ísafirði dag- ana 9. til 13. júlí, og var það hið 20. í röðinni. Á málaskrá voru þessi mál: Upptaka nýrra sam- bandsfélaga, nýjar iðngreinar, iðn fræðsla og iðnskólar, efling Iðn- lánasjóðs, skatta og tollamál, iðn- skýrsiur, söluskattur og útflutn- ingssjóðsgjald, Iðnaðarbankinn og sýningamál. Voru gerðar samþykktir í þess- um málum, sem síðan voru send- ar hlutaðeigandi aðilum. Forseti Landssambands iðnaðar manna, Björgvin Frederiksen, minntist þess sérstaklega í þing- setningarræðu sinni, að tveir menn hefðu satið öll Iðnþing frá byrjun, en það eru þeir Helgi H. Eiríksson, fyrrv. forseti Lands sambandsins og Guðjón Magnús- son, núverandi form. Iðnaðar- mannafélags Hafnarfjarðar. Iðnþingið samþykkti að sæma Marzelíus Bernharðsson, skipa- smíðameistara, ísafirði og Vigfús Jónsson, trésmíðameistara, Sandi, Snæfellsnesi, heiðursmerkjum iðnaðarmanna í silfri. Úr stjórn Landssambands iðn- aðarmanna áttu að ganga Guð- mundur Halldórsson, húsasmíða- meistari og Vigfús Sigurðsson, húsasmíðameistari, en þeir voru báðir einróma endurkjörnir. Aðr- ir í stjórn eru: Björgvin Freder- iksen, vélvm., forseti, Einar Gíslason, málaram., varaforseti, og Tómas Vigfússon, húsasmíða- meistari. Iðnskýrslur Á síðastliðnu vori fóru við- skiptafræðingarnir Guðlaugur Þorvaldsson, Guðm. H. Garðars- son og Svavar Páisson, löggiltur endurskoðandi til Noregs og Þýzkalands til þess að kynna sér söfnun og sammngu iðaskýrslna. Tildrögin að þessari för voru þau, að á undanförnum árum hafa verið gerðar margar til raunir til þess að safna skýrslum um iðnaðarframleiðslu lands- manna. Þessar tilraunir höfðu að miklu leyti mistekist og var því forráðamönnum iðnaðarins ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Var nú hafist handa og stofnað til samvinnu milli Hagstofu ís- lands, Iðnaðarmálastofnunar ís- lands, Fél. ísl. iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna til þess að þrautreyna, hvort ekki yrði unnt að skipa þessum málum hér á þann veg, sem tíðkast hjá nágrönnum okkar. Sendinefndin mun væntanlega skýra frá athugunum sinum á næstunni og gera tillögur um betri tilhögun á útgáfu og söfnun iðnskýrslna. En þá er komið að iðnaðar- mönnum og iðnrekendum. Mikil- vægt er, að þeir geri sér grein fyrir þvi, hve þýðingarmikið mál er hér á ferð. Gildi iðnaðarins fyrir þjóðarbúið verður að koma sem skýrast fram, og það verður ekki, fyrr en iðnaðarmenn hafa lagt gögnin á borðið. Iðnaðarbankinn Iðnaðarbankinn hefur starfað í fimm ár. Hann var stofnaður fyrir forgöngu Landssambands iðnaðarmanna og Fél. ísl. iðnrek- enda til þess að efla íslenzkan iðnað og leysa úr brýnum láns- fjárskorti hans. Hefur bankanum orðið verulega ágengt í þessum efnum, þótt á hafi skort, að bank- inn hefði yfir nægu fjármagni að ráða til þess að fullnægja sívax- andi þörf iðnaðarins fyrir rekst- ursfé. Þess ber að gæta, að Iðn- aðarbankinn hefur ekki fengið annað fjármagn til starfsemi sinn ar, auk stofnfjárinnlaga nema sparifjárlögin ein. Námu þau í ársbyrjun um 60 millj. króna og munu um þessi áramót nema um 68 millj. króna. Frá því að Iðnaðarbankinn tók til starfa, hefur hann verið í leigu húsnæði, sem er í senn óhentugt og ófullnægjandi. Hins vegar á bankinn lóðina nr. 10B við Lækj- argötu, en ekki hefur verið unnt að hefja byggingarframkvæmdir vegna þess, að fjárfestingaryfir- völdin hafa ekki veitt leyfi til þess. Þótt ráðamenn þjóðarinnar hafi ekki ennþá búið Iðnaðar- bankanum sömu starfsaðstöðu og lánastofnunum landbúnaðar og sjávarútvegs, þá hefur bankinn dafnað vel og sýnt, að hann er trausts verður. Skipasmíði Það er nauðsynlegt fyrir eins mikla fiskveiðiþjóð og íslend- inga að eiga á að skipa hæfum skipasmiðum. Þeir annast við- gerðir, viðhald og margs konar aðra þjónustu, sem ekki er unnt að sækja annað. En sé þessi nauð syn borin saman við þann að- búnað, sem þessi iðn hefur orðið að búa við, þá mætti «etla, að bún vseri þarflitil. Fyrirsvarsmenn skipasmíða- stöðva landsins hafa marg sinnis bent á þá staðreynd, að til þess að unnt væri að annast viðhald bátaflotans, þyrftu skipasmíða- stöðvarnar að hafa nýsmíði með höndum. Þetta stafar af því, að viðgerðir báta eru tímabundnar og alger rekstrarstöðvun ákveð- inn tíma árs orsakar það, að menn fást ekki til þess að leggja fyrir sig svo ótrygga vinnu. Hef- ur þetta komið víða í ljós nú, enda hefur nýsmíði verið mjög lítil á síðastliðnu ári. Á undanförnum tveim árum hefur dregið verulega úr ný- smíði, eins og sést af eftirfarandi yfirliti: Rúml. Tala brúttó Bátar smíðaðir 1956 18 732 Bátar smíðaðir 1957 15 428 Bátar smíðaðir 1958 5 ca. 200 Af þessum 5 bátum, sem smíð- aðir hafa verið á árinu 1958, hafa tveir verið smíðaðir á ísafirði, um 60 rúml. brúttó hvor, og einn í Hafnarfirði af sömu stærð. Auk þess hefur verið smíðaður bátur í Vestmannaeyjum, sem er um 14 rúml. brúttó og annar á Akur- eyri, sem er um 9 rúml. brúttó. Auk þessa, sem nú hefur verið talið, hafa verið smíðaðir nokkr- ir nótabátar. Nú eru í smíðum tveir bátar. Annar er í Neskaupstað og verð- ur um 70 rúml. brúttó, en hinn er á Akureyri og verður um 65 rúml. brúttó. Sú nýjung hefur rutt sér til rúms að búa nótabáta til úrplasti, og hafa þeir reynzt vel. Ennfrem- ur er hafinn undirbúningur að því að setja plaststýrishús á bát, sem er um 40 rúml. brúttó að stærð. Unnið hefur verið að því á undanförnum árum að tryggja skipasmíðastöðvunum fé til þess að þær gætu byggt skip fyrir eigin reikning. Fyrsta skrefið í þessu máli var stigið 1957, en þá var tekin upp í fjárlög heimild til handa ríkisstjórninni til þess að ábyrgjast allt að 4 millj. kr. lán fyrir innlendar skipasmíða- stöðvar til bátasmíða innanlands. Heimild þessi hefur síðan verið í fjárlögum, en lítið notuð. Nú mun hins vegar ekki verða hjá því komizt að sannreyna, hvaða stuðningur felst í þessu ákvæði fjárlaganna fyrir skipasmíða stöðvarnar. Lokaorð Það getur ekki hjá því farið, að menn horfi með nokkrum ugg til komandi árs. Verðbólguþró- un undanfarandi ára hefur haft mjög óheillavænleg áhrif á þró- un iðnaðar, enda er nú svo kom- ið að stöðvun blasir við hjá ýms um iðngreinum verði ekkert að gert. Iðnaðarmönnum er það mikil nauðsyn, að framleiðslukostnaði sé stillt í hóf. Þeir þurfa margir að selja vörur sinar í samkeppni við erlendar iðnaðarvörur, sem framleiddar eru við mun hag- stæðari rekstrarskilyrði en hér eru. Má heita furðulegt, að ís lenzkur iðnaður skuli fram að þessu hafa staðizt svo ójafna sam keppni, en það færir mönnum heim sanninn um, hve iðnaður er lífvænlegur í landinu, og hve mikilvægt er að búa honum betri vaxtarskilyrði. Sagt hefur verið, að sjávarút vegurinn afli gjaldeyrisins, en iðnaðurinn spari hann. Þess vegna er mikils um vert, þegar leitast er við að ráða bót á gjald- eyrisskortinum, að efla iðnaðinn. Á undanförnum árum hefur milljónum króna verið sólundað í innflutning iðnaðarvara, sem auðvelt hefur verið að framleiða í landinu samtímis sem iðnaður- inn hefur orðið að greiða hærri tolla af framleiðslutækjum sín um, rekstrar- og efnivöru, en hin- ir atvinnuvegirnir og hlotið langtum minna lánsfé en þeir. Auk þess hafa gjaldeyrisyfirvöld in í mörgum tilfellum synjað iðn fyrirtækjum um' gjaldeyri til nauðsynlegra vélakaupa. Ráðamönnum þjóðarinnar er skylt að halda þannif á þéim gjaldeyri, sem aflast, að sem mest fáist fyrir hann. Fullnægi þeir þeirri skyldu sinni, munu þeir búa iðnaðinum betri vaxtarskil- yrði, og þá munu þeir ekki ein- ungis viðurkenna gildi iðnaðar- ' í orði heldur á borði. GLEÐILEGT NÝÁR! — Ræða Thor Thors Frh af bls 10 legar aðfarir, er þýðingarlaus og óskynsamlegur. Lítið hafa Bret- ar enn kynnzt íslendingum, ef þeir halda, að við munum gefast upp fyrir fallbyssum þeirra. Aldrei. Við íslendingar vonum, að almenningsálitið í Bretlandi láti í ljós vanþóknun sína á þessu ógeðslega vopnaglamri gegn lítilli þjóð, sem er að berj- ast við að afla sér lífsviðurvær- is. Brezku þjóðinni væri það vissulega ekkert ánægjuefni ef þessa ævintýris yrði minnzt í sög- unni með þessum eftirmælum: Aldrei hafa svona margir ráðizt á svona fáa. Brezki flotinn á sér sögu margra afreka og fræki- legra. Við skulum vona, að hann vilji ekki varpa skugga á eigin frægð með því að lengja þetta ófrækilega og ógnandi stjákl innan landhelgi varnarlausrar og vinveittrar þjóðar. Við vonum nú það, að löngu áður en næsta ráðstefna kemur saman, þá muni herskipin hafa horfið á brott frá ströndum vor- um. Þá, þegar rósemd er komin á í landhelgismálinu, byggjum við vonir okkar á því, að hinni næstu ráðstefnu lánist að leysa þau mál, sem hennar bíða. í laga nefnd þessa þings voru það meira en 40 sendinefndir, sem með beinum orðum létu í Ijós samúð sína með þjóð minni og skilning þeirra á vandamáli okk ar og aðgjörðum. Fyrir þetta vilj um við þakka þeim mjög inni- lega. Við erum í djúpri þakklæt- isskuld við þær. Það er nú orðið augljóst að nær allar þjóðir heimsins vilja ná sanngjarnri og réttlátri lausn á þessu máli, og þær óska þess að koma á alþjóð- legum reglum um þau tvö atriði, sem nú bíða lausnar frá ráðstefn unni í Genf. Við vonum að tím- inn fram að ráðstefnunni verði notaður til að undirbúa jarðveg- inn fyrir slíka lausn af öllum rík- isstjórnum, sem vilja láta gott af sér leiða. Við munum á okkar hæversklega hátt fylgja slíkri stefnu. Aðeins þetta að lokum, herra forseti. Varðandi hið hættulega á- stand við strendur vorar, er þess enn að geta, að við íslendingar höfum engin vopn til að vernda okkur nema rödd okkar til mót- mæla. Við ásökum Breta fyrir að hóta með valdi og beita valdi, ásökum þá fyrir samvizku þjóð- anna. Við vitum að almennings- álitið í heiminum stendur með okkur. Við treystum því líka, að réttlætið sigri ofbeldið. CriCQ=*Cr^Q=rfCP>CQ=<ú=^Q=<cr^Q=*c?=<Q= H.F. DVERGUR Hafn&rfirði I i | (jle&ileýt nýár /| t . 1 I ' \ l ctk-t / - /t ^ {.jleouecjt nýar ! j) | KJÖT & ÁVEXTIR ^ } í i t í ,i. .. /í Chk eat nijár Verzlunin Jenný <Q^Cr=CCWCr=---Q=<ö=<Q=<ö='CQ=<ö=<C . eoi lecjí nyar Hljóðfæraverzlun c Sigríðar Helgadóttur { Vesturveri. ^ aJssíCr^Q^CP^C^^Cr^Q^Cr^QsíCr^Q f e<jt nyar editecjt nýár ! *j) Verzlunin Lundur ó \ \ ^«^.Cr^Q^.Ú^Q^Ö^Q=<ö=<Q=<CP<C ^ , ,, /} eouejc nýar: y PENSILLINN ? Laugavegi 4. (? | Cjlekilecjl nýár !| | GLUGGINN (f S Laugavegi 30. | Cj!e!i!ejt nýár /| Verzlunin Aðalstræti 4 h.f. | t/ n úár ! t eOue<jl nyar: | Húsgagnaverzlun Kristjáns Sij*nrs«on»r l TOLEDO @ | f | CjULfi nýár /1 ^ Þökk fyrir viðskiptin S á liðna árinu. S) o Verzlunin Vegur (j> I lí I Cj!e!i!ejt nýár /| S með þökk fyrir viðskiptin. S. o Sigurður Kjartansson & S Laugavegi 41. í í £)>=D>=f)‘r=D>=£)>=D>=£)>=ú>=9>=D>=f)> )) l n {'t / - /I i | i 1 I ct í-f / " /f f Ljleoiteýt nýar : (j, Reiðhjólaverksmiðjan ó ÖRNINN cv =0>^;=D>^í)>=D>zf))=D.s=£»=D>=£)>=ó>-C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.