Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 1
20 siður
46. árgangur
1. tbl. — Laugardaginn 3. janúar 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Rússar skjóta eldflaug til tunglsins
Hún var á réttri braut, þegar
síðast fréttist
MOSKVU, 2. jan. — Sovét-
ríkin skutu í kvöld á loft
fyrstu tungleldflaug sinni. —
Eldflaugin er margra þrepa
og þegar síðast fréttist var
hún á réttri leið til tungls-
ins. Ef allt gengur að óskum,
verður eldflaugin komin til
tunglsins aðfaranótt sunnu-
dags.
Frá þessu var skýrt í Moskvu-
útvarpinu seint í kvöld. Þá var
eldflaugin komin 110 þús. km.
frá jörðinni og var yfir suður-
hluta Súmötru. Þá heyrðust
greinileg hljóðmerki frá henni,
sagði útvarpið.
Útvarpið skýrði frá því, að eld-
flaugin hefði strax komizt á
rétta braut á leið sinni til tungls-
ins. Fyrst fór hún yfir austur-
hluta Sovétríkjanna, síðan yfir
Havai og Kyrrahaf.
Reuter skýrir frá því, að síð-
asta þrep eldflaugarinnar vegi
1833,2 kíló með eldsneyti. AFP-
fréttastofan skýrir frá því sam-
kvæmt Tass-frétt, að fremsti hlut
inn vegi 361,3 kiíó. í honum eru
vísindatæki og er ‘upplýsingum
þeirra jafnharðan komið til jarð-
ar með þar til gerðum senditækj-
um.
Samkvæmt Moskvuútvarpinu
er þetta „tunglskot" Rússa til
heiðurs 21. flokksþingi kommún-
istaflokksins. Á eldflauginni
stendur „USSR 1959“.
Merkileg samtöl Noel
Baker í Moskvu
LUNDUNUM, 12. jan. — Hinn
þekkti brezki stjórnmálamaður
Noel Baker, er nýkominn heim
úr Rússlandsferð. Hann ræddi
við Mikojan og Krusjoff í ferð-
Sir Farndale er á móti
löndunarbanni vegna
íslenzku fiskflakanna
Vill sýna sanngirni, eins og hann segir
í FRÉTTASKEYTI frá
Reuter í gær segir, að þá hafi
togaraskipstjórar í Grimsby
haldið skyndifund út af
uppskipun á 600 tonnum af ís-
lenzkum fiskflökum í Grims-
by í sl. viku. Formaður tog-
araskipstjórafélagsins sagði
um þessa fiskflutninga, að
þeir væru rýtingur í bak
togarasjómanna. Félag tog-
araskipstjóra væri að hug-
leiða að senda brezka utan-
12 mílur í Panama
SAMKVÆMT fregnum frá ame-
rísku fréttastofunni AP, frá
Panama 18. des., hefur forseti
Panama, La Guardia, undirritað
lög um 12 mílna landhelgi
Panama, en þar hafði áður verið
í gildi 3 mílna landhelgi,
Bandaríkin fara með yfirstjórn
Panamaskurðarins með sérstök-
um samningi við Panama og í
fréttinni er þess getið, að utan-
ríkisráðuneytið í Washington
hafi ekki, þennan fyrrgreinda
dag, gefið út eina tilkynningu
varðandi þessa ákvörðun Panama
•tjórnar.
Laugardagur 3. Janúar.
Efni blaðsins m.a.:
8Bs. 6: Heiðarlegast að ganga beint
framan að þjóðinni og segja
hvað gera þarf. Ræða forsætis-
ráðherra á gamlárskvöld.
8: Umferðin í höfuðborginni. Stutt
samtal við Valgarð Briem, fram
kvæmdastjóra umferðarnefnd-
ar.
— 10: Ritstjórnargreinin: — Ófögur
saga.
100 ár er enginn aldur lengur.
(Utan úr heimi).
11: Fjallkonan hefir ríkulega bless-
að sín börn og ætlast til nokk-
urs af þeim. Áramótaávarp for-
seta íslands.
Æskulýðsleiðtogi verður yfir-
maður öryggislögregiu.
■» 18: íþróttir.
ríkisráðuneytinu mótmæli
vegna þessara flutninga.
Á fundinum í gær hvatti for-
maður togarasambandsins brezka
sjómenn til að vera sanngjarnir
í þessu máli og fara að öllu með
gát. Lesið var upp bréf á fund-
inum frá Sir Farndale Phillips,
þar sem hann benti á, að nauð-
synlegt væri að sýna íslending-
um sanngirni, ef það mætti verða
til þess að þeir taki aftur upp
vinsamleg samskipti við vestræn-
ar þjóðir. í bréfinu sagði enn-
fremur, að togarasambandið
kynni vel að meta starf skip-
stjórafélagsins í átökunum við ís
land, þegar „áhafnir okkar verða
fyrir mikilli harðneskju. . . vegna
afstöðu íslenzkra stjórnarvalda".
Síðao segir, að samt sem áður
verði Bretar að reyna að fá ís-
lendinga til að hafa vinsamleg
viðskipti við vestrænar þjóðir.
Af þeim sökum verðum við, ekki
Framh. á bls. 2.
inni og segir, að það sé skoðun
sín, að vesturveldin eigi að leggja
aftur fram afvopnunartillögur
sínar frá 1954. Heldur hann, að
Rússar muni nú fallast á kjarna
þeirra.
Þá segir Baker ennfremur, að
Mikojan hafi skýrt sér frá því,
að árlegur herkostnaður Rússa sé
93 milljarðar rúblna. Þessi tala
hefur aldrei verið gefin upp.
Þá segir Baker, að Mikojan
hafi sagt, að innan sjö ára verði
börn alin upp í skólum landsins
frá sjö ára aldri, því sérmennt-
aðir uppeldisfræðingar hefðu
miklu betra vit á uppeldinu en
ólærðir foreldrar.
Engin elíimörk
LUNDÚNUM, 2. jan. — Aden-
auer, forsætisráðherra Vestur-
Þýzkalands verður 83 ára á mánu
dag. Hann er nú eins ern og hann
var, þegar hann gerðist leiðtogi
þýzku þjóðarinnar. Vinir hans
segja, að engin ellimörk sjáist á
gamla manninum, og hann sé
þegar byrjaður að skipuleggja
kosningarnar 1961.
Talsmaður bandaríska hermála
ráðuneytisins sagði undir mið-
nætti, að Bandaríkjamenn hefðu
vitað fyrirfram um „tunglskotið",
en að öðru leyti vildi hann ekki
veita frekari upplýsingar um
það.
Yfirmaður hins risastóra radíó-
kíkis í Jodrell Bank í Englandi,
Lovell prófessor, sagði í nótt,
að ógerningur væri að fylgjast
með ferðum eldflaugarinníf. —
Hann sagðist vera hissa á þessu
„tunglskoti“, því hofium hafi ver-
ið sagt, þegar hann var á ferða-
lagi í Rússlandi í ágúst sl., að
Rússar hefðu ekki í hyggju að
skjóta eldflaug til tunglsins.
De Gaulle
De Caulle rœddi við
Mollet í gœr
Jafnaðarmenn og kaþólskir ekki
í nýrri stjórn?
PARIS, 2. jan. — De Gaulle, for-
sætisráðherra Frakklands, og
Mollet, leiðtogi jafnaðarmanna,
ræddust við í dag um væntanlega
stjórnarmyndun, en ný stjórn
verður mynduð í Frakklandi 8.
þessa mánaðar, þegar de Gaulle
tekur við forsetaembættinu.
Mollet hefur ekkert viljað segja
um þessar viðræður, en sennilegt
þykir, að hann hafi rætt við for-
sætisráðherrann um aðild jafn-
aðarmanna að hinni nýju stjórn,
sem líklegast verður undir for-
sæti Michel Debre, sem 46 ára
gamall og einn af helztu leiðtog-
um Gaullista í Frakklandi. Jafn-
aðarmenn hafa lagzt gegn fjár-
lagafrumvarpinu, sem lagt hefur
verið fram, af því að þeir eru
þeirrar skoðunar, að álögurnar
komi tiltölulega þyngra niður á
Ný stjórn í Fœreyjum
KAUPMANNAHÖFN, 2. jan. —
Færeyskir jafnaðarmenn hefja í
dag viðræður við fulltrúa Sam-
bandsflokksins og Sjálfstýri-
flokksins um myndun nýrrar
landstjórnar í Færeyjum. Ef
stjórnarmyndun tekst, er gert ráð
fyrir því, að Peter Mohr Dam
verði fyrsti jafnaðarmaðurinn,
sem verður lögmaður í Færeyj-
um. Hinar löngu samningavið-
ræður Dams við fulltrúa Þjóð-
veldisflokksins og Fólkaflokksins
urðu árangurslausar.
verkamönnum en öðrum þjóðfé-
lagsþegnum. Þeir hafa því lýst
því yfir, að þeir taki ekki sæti í
stjórninni og hefur de Gaulla
vaf alaust hvatt Mollet í dag til aS
breyta þeirri ákvörðun.
Ekki er heldur gert ráð fyrir,
að Kaþólski miðflokkurinn taki
þátt í hinni nýju stjórn, einnig
vegna andstöðu við fjárlagafrum
varpið.
Málverkafalsarar
OSLÓ, 2. jan. — IlúsgagnasmlS-
ur nokkur í Noregi hefur verlS
tekinn höndum fyrir málverka-.
falsanir. Hann seldi tvö málverk,
sem hann sagði, að væru eftlr
Munch. Fékk hann 39 þúsund kr.
fyrir þau. Smiðurinn málaði sjálf
ur bæði málverkin.
Nú hefur norskur útgcrðar-
maður keypt annað málverktf
fyrir 45 þúsund krónur.
Kona húsgagnasmiðsins heftw
einnig verið handtekin fyrir af
taka þátt í sölunni.
Herstjórnin í Jakarta hefur ttl-
kynnt, að flugvélar hennar hafl
gert margar loftárásir á stöðvwr
uppreisnarmanna á Norður C«l*-
bes að undanförnu.
Enn einn einræðisseggurinn hrökklast
frá völdum
»1 Oas
Uppreisnarmenn á Kúbu báru sigur-
orð af stjórnarhernum i gærdag
HAVANA, 2. jan. — Fréttamenn segja í kvöld, að Fidel
Castro, uppreisnarforingi, og menn hans hafi gengið með
fullnaðarsigur af hólmi í viðureigninni við stjórnarher Bat-
ista einvaldsherra. Eins og kunnugt er, flýði einvaldurinn
i gær til Dominikanska lýðveldisins og lét völdin í hendur
herforingjaklíku. Dominikanska lýðveldið er nú eina harð-
svíraða einræðislandið í Suður-Ameríku. Undanfarið hefur
hverjum einvaldinum á fætur öðrum verið steypt af stóli
í Suður-Ameríkuríkjum.
Náðu flugvellinum
Snemma í morgun höfðu vopn-
aðar sveitir uppreisnarmanna
náð á sitt vald öllum hernaðar-
lega mikilvægum stöðum í Hav-
ana, höfuðborg Kúbu. Nú vinna
uppreisnarmenn að því að koma
á kyrrð og ró í borginni, en þar
voru miklar óspektir í gær. Upp-
reisnarmenn hafa einnig náð á
sitt vald flugvellinum í Havana
og mörgum flugvélum og hafa
nú sumar þeirra verið sendar til
að sækja pólitíska flóttamenn,
sem urðu að flýja land vegn*
skoðana sinna í stjórnartíð Bat-
ista.
Þess má þó geta, að ekki hefur
verið gefin út opinber yfirlýsinf
þess efnis, að stjórnarherinn hafl
gefizt upp, en fréttamenn benda
á, að uppreisnarmenn hafi á valdi
sínu mest alla eyjuna.
Diplomatar
Uppreisnarmenn hafa nú þegar
gert ráðstafanir til þess að taka
í sínar hendur utanríkismál lands
ins og þegar siðast fréttist höfðu
fylgismenn uppreisnarmanna f
kúbanska sendiráðinu í New
York lagt það undir sig.
1 sambandi við Castro
Herforingjaklíkan, sem tók vifi
stjórnartaumunum, þegar Batist*
forseti flýði land, var leyst upp
snemma í dag og í hennar stað
var Ramon Barquin skipaður yf-
irmaður stjórnarherjanna. Hann
Framh. á bls. 2.