Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 2

Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. jan. 1959 Ágœfur bœjarbragur á gamlárskvöld Háskólinn uppljómaður á gamlárskvöld. GAMLÁRSKVÖLD var með allra rólegasta móti hér í Reykjavík. — Telur Erlingur Pálsson það vera meðal hinna allra rólegustu sem hann minniist, en þessi áramót voru 39. áramótin sem hann er úti með götulögreglumönnum við löggæzlustörf. Bæjarbragur var ágætur á þessu helzta skemmti'kvöldi ársins. Um allan hæ var gífurieg umferð bíia og miest í námunda við þá staði, sem stórbrennur voru. En lögi'egían hafði búizt við þessu og kom því ekki til umferðarörðug- leika. Strax um klukkan 6 tóku bráð- tótustu strákarnir að bera eld að áramótabrennum sínum, en lík- lega munu brennur alls hafa ver- ið um 70. Munu ekki hafa verið jafnmargar áður. Um klukkan 11 er kveikt var í stóru brennunum þrem, var gíf- lurlegur mannf jöHi saman kominn við þær, fullorðnir og börn. Tók- ust brennurnar vel, enda ágætt veður, norðaustan gola. Um níuleytið tóku unglingar að safnast saman hér í Miðbæn- um og í námunda við lögreglu- stöðina. Voru þeir með ærsl og óhljóð, en höfðust Lítt að og ekki frömdu þeir nein skem.md arverk. En lögreglan tók um 30 stráka úr umferð, þannig að ■yngstu strákarnir voru strax flutt dr heim til sín, en hinir eldri voru geymdir fram yfir miðnætti, en þá fluttir heim. Um miðnætti var þúsundum flugelda skotið upp og vonu sum- ir svo öflugir að engu var líkara en að um tunglskot væri að ræða! Nokkur skip, sem lágu skrautlýst stafna í milli, flautuðu. En svo fá vonu þau, að við lá að flug- eldagnýr yfirgnæfði flaut þeirra, meira að segja í hinum eldri bæj- arhlutum. • Ölvun á almannafæri var ekki tiltakanlega mikil. Tuttugu menn Tvö skáld fá verðlaun A GAMLÁRSDAG fór fram í Þjóðminjasafnsbyggingunni af- hending verðlauna úr „Afmælis- sjóði útvarpsins", en að þessu sinni urðu fyrir valinu skáldin Guðmundur Ingi Kristjánsson og Hannes Sigfússon. Fengu þeir hvor 8000 króna verðlaun. Var Hannes sjálfur viðstaddur og veitti verðlaununum móttöku, en Guðmundur Ingi gat ekki komið til þess að taka við þeim. Krist- ján Eldjárn afhenti verðlaunin fyrir hönd sjóðsins, en útvarps- stjóri flutti nokkur árnaðarorð. Meðal viðstaddra var mennta- málaráðherra. Um áramótin sendu De Gaulle og Krúsjeff hvor öðrum heilla- skeyti. Krúsjeff óskaði hershöfð- ingjanum til hamingju með for- setakosninguna og kvaðst vona, að vinátta Frakka og Rússa yrði enn treyst á þessu ári, sem nú er að hefjast, heimsfriðnum til eflingar. Vináttusamningur? Áður en Rahman fór frá Kuala Lumpur í dag, sagði hann, að „við gætum útilokað kommúnista áhrifin, ef við hefðum betri lífs- kjör en kommúnistar bjóða upp á“. Og hann bætti við. „Við verð- voru teknir úr umferð á götum úti. Meðail þeirra voru 2 menn, sem teiknir voru í sambandi við ölvun við akstur. Dansleikir fóru yfirleitt vel fram og segja má_ að kyrrð hafi verið komin á í bænum á öðrum tím-anum aðfaranótt nýjársdags. Þessa nótt fóru samgöngur AÐ MORGNI nýársdags barst Flugféiagi íslands beiðni um, að flugvél yrði send til Egilsstaða til þess að sækja mikið veikt barn, sem nauðsynlegt var að koma tafarlaust á sjúkrahús. Um tvöleytið lagði Gljáfaxi af stað austur undir stjórn Snorra Snorrasonar og Ingimars Svein- björnssonar. Þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði á Egilsstöðum lenti Gljáfaxi þar eftir rúmlega einnar og hálfrar klukkustundar flug frá Reykjavík. Sjúklingurinn kom á flugvöllinn í sama mund og flug- vélin. Er Gljáfaxi lenti á Reykja- \ tkurflugvelli um klukkan hálf sex, beið þar bifreið, sem flutti sjúklinginn þegar í Landsspítal- ann. Þar var sjúklingurinn, sem Jólatrésfagnaður KEFLAVÍK, 2. jan. — Kvenfélag Keflavíkur hefir undanfarin ár haldið jólatrésfagnað fyrir eldra fólk hér í bænum og mun fagnað- ur þessi nú verða 4. jan. í Ung- mennafélagshúsinu. og hefjast kl. 3. Það eldra fólk, sem erfitt á með að sækja skemmtunina nema það verði sótt, má hringja í síma 62 eftir kl. 2 og munu þá kven- félagskonur sjá þeim fyrir far- kosti — Ingvar. um að aðstoða hverir aðra ef góð ur árangur á að nást í barátt- unni við kommúnistana". Ekki þykir ósennilegt, að niður stöður viðræðna þessara manna muni leiða til þess, að Fillipps- eyjar og Maiajaríki geri með sér einhvern vináttusamning. með leigúbílum meir og minna í mola. En ein helzta ástæ&an, að sögn leigubílstjóra, var sú, að um klukkan 2,30 aðfaranótt nýárs- dags byrjaði að snjóa og setti niður allniikinn snjó á skömmum tíma, en leigubílstjórar voru ekki við því búnir að setja keðjur á bílana og hættu þá akstri. heitir Árni Finnbjörn Þórarinsson og er sex ára gamall, þegar skor- inn upp. f gær leið Árna eftir atvikum. Hann þjáðist af slæmri botnlangabólgu. 10.000 króna stykki stolið AÐFARAN ÓTT Þorláksmessu var stolið úr bíl, sennilega vestur við slippinn, stykki úr mælitæki í fiskiskip. Hér er um dýrt stykki að ræða, kostar rúmar 10, 000 krónur. Er nær ógerningur fyrir þann, sem stal því að koma því í verð. Var það í umbúðum og merkt skipstjóra vestur í Grund- arfirði. Þeir, sem kynnu að hafa orðið stykkisins varir, en um það er búið í kassa, eru beðnir að gera rannsóknarlögreglunni við- vart. Ös í slysavarðstof- imni um áramótin H JÚKRUN ARFÓLK Slysavarð- stofunnar, kandidat og aðstoðar- læknir, voru önnum kafnir frá því á gamlársdag og þar til á ný- ársdagsmorgun, en á þessu tíma- bili leitaði mikill fjöldi fóiks til læknastofunnar vegna meiðsla. Var bókstaflega um ös að ræða á gamlárskvöld. Meðal þeirra, sem læknar Slysavarðstofunnar veittu hjálp, voru þrír drengir, sem allir höfðu hlotið talsverða áverka, þegar heimagerðar sprengjur sprungu. Eins var það athyglis- vert, að meðal 19*manns sem hlot ið höfðu brunasár og starfsfólk Slysavarðstofunnar hjúkraði, höfðu margir hlotið sár sin frá „kínverjum“, sem í sumum til- fellum hafði verið varpað að hin- um slösuðu. Er því síður en svo, að þessir „kínverjar" séu með öllu hættulausir. En yfirleitt voru öll meiðslin sem gert var að minniháttar og ekki hættuleg. Þetta ár, sem nú var að líða hefur verið mikið annaár hjá læknum og öðru starfsfólki Slysavarðstofunnar, einkum þó í haust og vetur. — Kúha Framh. af bls. 1. var eitt sinn hermálafulltrúi við kúbanska sendiráðið í Washing- ton, en hefur setið í fangelsi tvö undanfarin ár vegna þess að hann reyndi að steypa Batista af sóli. Barquin hefur verið í sambandi við Castro og forseta- efni hans, Urrutia, og vonast menn til að stjórnarherinn fali- ist á, að Urrutia verði forseti til bráðabírgða. Ekki er minnzt á Carios Piedra í útvarpsfréttun- um, en herforingjaklíkan út- nefndi hann forseta í gær. Allsherjarverkfall Fréttamenn segja, að allsherj- arverkfall sé í Havana og göt- urnar séu auðar og ékki ásjáleg- af eftir eyðilegginguna í gær. Allar verzlanir í borginni hafa verið lokaðar í dag. Svo til hver einasti maður, sem var utan dyra, var úr röðum uppreisnarmanna. Höfðu þeir allir svört og rauð armbönd. Mikið hefur verið um rán og þjófnaði í borginni und- anfarna tvo daga. Lögreglan reyndi að grípa í taumana, en ekki tókst betur til en svo, að hermenn urðu að fylgja lögreglu- mönnum í öruggt skjól. Þeir réðu sem sagt ekki við neitt. f Oriente. Fréttamenn benda ennfremur á það, að þær hersveitir sem hafa tögl og hagldir í Havana séu ekki úr hinum eiginlegu upp- reisnarsveitum Castros, heldur sé hér um að ræða menn sem hafa unnið í neðanjarðarhreyf- ingu uppreisnarmanna í borg- inni. Aðalherstyrkur Castros heldur sig í Oriente-héraði, en er á leið til höfuðborgarinnar. Ekki alls fyrir löngu börðust uppreisnarmenn við stjórnarher- inn í þessu héraði og tókst að um kringja um 10 þús. hermenn. Kosningar. Ekki er vitað um skipan hinnar nýju stjórnar uppreisnarmanna, en skjólstæðingur Castros í Kan- ada segir í dag í viðtali við Montreal-blaðið The Gazette, að Castro sjálfur hafi í hyggju að verða landvarnaráðherra. í sam- taiinu segir fyrrnefnd persóna ennfremur, að sennilega muni ný stjórn starfa í 18 mánuði til bráða birgða, en þá muni fara fram kosningar í landinu. Castro sjálf- ur lýsti því yfir í dag, að hann mundi efla lýðræðið á Kúbu af öllum mætti. Affeins 32 ára. Ekki er búizt viff, aff Castro verffi í kjöri til forsetaembætt- is, þegar þar aff kemur. f nú- verandi stjórnarskrá ríkisins segir, að forsetinn verffi aff vera 35 ára aff aldri, en Castro er ekki nema 32 ára gamall. Hver verður stefnan? Nú velta menn því fyrir sér, hver verði pólitík hinnar nýju stjórnar. Sumir sérfræð- ingar i Bandaríkjunum túlka fyrri ummæli Castros á þann veg, að hann hafi í hyggju að þjóðnýta stóriðnaðinn í land- inu, svo og sykurekrurnar. í þessum mánuði hefst sykur- uppskeran á eyjunni og er hún í nokkurri hættu vegna borgarastyrjaldarinnar. Hún er um 800 millj. dollara virði. Einn helzti talsmaður Castros sagði í dag, að hann hefði enga samúð með kommúnist- um og ekki væri gert ráð fyr- ir því, að iðnaður eða land- búnaður yrði þjóðnýttur. •k Talsmaður Castros í New York sagði í kvöld, að um 75 þúsund Kúbubúar væru nú í Bandaríkj- unum, flestir pólitískir flótta- menn. Helmingur þeirra eru ákafir fylgismenn Castros, sagði talsmaðurinn. Hann bætti því við, að gert væri ráð fyrir, að um 20 þús. af þessum mönnum mundi snúa heim aftur, og hygðust stjórnarvöldin sjá þeim öllum fyrir fríu fari heim. Síðustu fréttir frá Iíúbu Þegar síðast fréttist frá Kúbu í gærkvöldi, var Castro uppreisnarforingi ekki kom- inn til höfuðborgarinnar Hav- ana. Ástandið þar var mjög ótryggt og ekki var vitað um dvalarstað Castros. Áður hafði verið tilkynnt, að hann mundi koma til Havana og vera viðstaddur, þegar hinn nýi forseti, Urrutia dómari, yrði settur inn í embætti. — Þegar Castro kom ekki, gerðu menn sér í hugarlund, að hann hefði skipt um skoðun og mundi láta setja hinn nýja forseta inn í embætti í Santi- ago, sem er til bráðabirgða höfuðstaður landsins. ik Seint í gærkvöldi flutti Fidel Castro uppreisnarforingi ávarp í úívarp. Hann sagffi m. a.: Meff byltingunni leita ég ekki eftir völdum fyrir sjálfan mig. Ég hef engan áhuga á völdum. Þaff eina sem ég hef áhuga á er aff tryggja fólkinu frelsi. —- Farndale Framh. af bls. 1. sízt sjómenn og útgerðarmenn, að sýna sanngirni okkar í verki. Löndun á frosnum íslenzkum fiski í Bretlandi er ekki óvenju- legur atburður. í rauninni hefur slíkum fiski verið landað í Bret- landi allt s.l. ár nema í septem- bermánuði. Og meira að segja hefur verið landað meiri fiski frá íslandi í Bretlandi en 1957. Síðan bendir Sir Farndale á, að með þessum löndunum geti Bretar einmitt sýnt íslendingum sanngjarna afstöðu sína svart á hvítu. Við óskum aðeins eftir því, sagir hann, að íslendingar sýni slíka sanngirni hið fyrsta, svo að unnt verði að komast að varan- legri lausn í landhelgisdeilunni. Geðvonzka og mótmæli I fréttum seint í gærkvöldi segir, að togaraskipstjórafélagið í Grimsby hafi á fundi sínum sam- þykkt að mótmæla harðlega við togarasambandið brezka, lönd- unum á íslenzkum fiski í sl. viku. í mótmælunum segir m. a. að þetta sé ekki ósanngjarnt, því ís- lenzkir varðbátar hafi stanzlaust sigit upp að brezkum togurum og sagt, að áhafnir þeirra ættu fyrir höndum tveggja ára fang- elsisvist, ef til þeirra næst. Þá segir, að brezkir sjómenn hafi veitt íslenzkum sjómönnum við- nám, þegar þeir hafa gengið um borð í skipin, en þó með mikilli óttatilfinningu, því ef íslenzkur sjóliði félli í sjóinn og drukkn- aði, mundu Bretarnir verða ákærðir fyrir morð, ef til þeirra næðist. Þá hafi brezkum sjó- mönnum verið úthýst úr íslenzk- um sjúkarhúsum og þeim meinað að leita vars, segir ennfremur í mótmælasamþykktinni. AKRANESI, 2. jan. — f Reyk- holtsskóla dveljast í vetur við nám 96 nemendur. Um þrjú ár eru liðin, síðan gerð var teikn- ing af íþróttavelli og leikvangl með hlaupabrautum. Var svo eitt hvað hafizt handa um að gera völlinn, sem liggur fyrir neðan skólann. Komst verkið nokkuð á- leiðis, en hefir legið niðri um skeið. — Oddur. Rahman og Gareia rœð- ast við í Manila Hvernig er bezt að hefta útbreiðslu kommúnismans ? MANILA, 2. jan. — Tveir helztu andstæðingar kommúnismans í Asíu, Tunku Abdul Rahman, forsætisráðherra Malaja og Carlos Garcia, forseti Filippseyja, hittast hér í borg á morgun og ræða um leiðir til að stemma stigu við framsókn kommúnismans í Saðaustur-Asíu. Fársjúkt barn sótt í tlug- vél til Egilssfaða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.