Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 8
p
MORCTJNBLAÐIÐ
Umferðin í höfuðborginni
Stutt samtal við Valgarð Briem, framkvstj.
umferðarnefndar
: UMFEHÐARMÁLIN má telja
meðal brýnustu vandamála dag-
legs lífs í nútíma-þjóðfélagi. Hin
fjölmörgu slys og árekstrar
minna oss stöðugt á þörf þess að
neyta allra mögulegra ráð til þess
að gera umferðina sem greiðasta.
—Á þetta ekki hvað sízt við um
jafn-örtvaxandi borg og Reykja-
vík, þar sem ökutækjum fjölgar
yfirleitt um nokkur hundruð á
ári hverju (á þessu ári t. d. um
400—500), en aðalumferðargötur
miðbæjarins eru hins vegar fæst-
ar miðaðar við þann umferðar-
þunga, sem nú er orðinn.
★
Undirritaður náði um daginn
tali af Valgarð Briem, fram-
kvæmdastjóra Umferðarnefndar
Reykjavíkur, og ræddi um stund
við hann um störf nefndarinnar
og ýmislegt varðandi umferðar-
málin í bænum.
— Umferðarnefnd var komið á
fót árið 1955, sagði Valgarð sam-
kvæmt ályktun, sem gerð var í
bæjarstjórn hinn 3. marz það ár.
Nefndin er nú skipuð sex mönn-
um, og er lögreglustjóri formaður
hennar. Verkfræðingur nefndar-
innar er Ásgeir Þór Ásgeirsson,
og sér hann um framkvæmd ým-
iss konar athugana og umferðar-
talningar, sem síðan eru lagðar
til grundvallar tillögum nefndar-
innar á hverjum tíma. — Vegna
missagnar í einu dagblaða bæjar-
ins nýlega er rétt að taka fram
að nefndin er og hefur frá upp-
hafi verið ólaunuð.
Góður árangur
— Eruð þér ánægður með ár-
angurinn af störfum umferðar-
nefndarinnar þennan stutta tíma,
sem hún hefir starfað?
— Umferðin er nær óþrjótandi
umræðuefni mann á meðal og
nefndin hefur bæði verið gagn-
rýnd fyrir það, sem hún hefur
gert og það sem hún hefur látið
hjá líða að gera, en þó býst ég við
að segja megi, að árangurinn hafi
orðið allgóður, að minnsta kosti
hafa flestar mikilsverðustu til-
lögur nefndarinnar náð fram að
ganga. — Og nú liggja til dæmis
tillögur frá okkur fyrir bæjar-
ráði og bæjarstjórn um einstefnu-
akstur og akreinakerfi á nokkr-
um stöðum í miðbænum. — Raun
ar var umferðarfyrirkomulag
það, sem stungið er upp á í til-
lögum þessum, tekið upp nú fyrir
jólin, sem liður í ýmsum ráð-
stöfunum lögreglunnar þá til þess
að greiða fyrir umferðinni, sem
aldrei er jafnmikil og í desember-
mánuði.
Breytingar til mikilla bóta
Ég á hér við breytingar þær,
sem gerðar voru á umferð um
Skólavörðustíg, Laugaveg, Ing-
ólfsstræti, Bankastræti og Klapp-
arstíg. Þetta fyrirkomulag ætti nú
þegar að vera almenningi nokkuð
kunnugt, en helztu breytingar
eru í því fólgnar, að tekinn er
upp einstefnuakstur í tveim ak-
reinum niður Skólavörðustíg neð
anverðan, niður Bankastræti og á
Klapparstíg frá Hverfisgötu að
Laugavegi. Jafnframt er komið
á akstri í tveim akreinum á neð-
enverðum Laugavegi frá Traða-
kotssundi og bílastöður bannaðar
á þeim kafla.
— Teljið þér ekki líklegt, að
tillögur nefndarinnar í þessum
efnum verði samþykktar í bæjar-
stj órn?
— Jú, ég held að sú stutta
reynsla, sem fengizt hefir af
þessu fyrirkomulagi í jólaum-
ferðinni megi teijast svo góð, að
sjálfsagt sé að halda því fram-
vegis. Afkastageta viðkomandi
gatna hefir aukizt að miklum
mun og umferðin því gengið
greiðar en áður.
— Hvernig er það með bíla-
stæðin í Bankastræti — eru bílar,
sem þar standa ekki til trafala,
þegar ekið er þar í tveimur ak-
reinum?
— Ekki tel ég, að mikil brögð
séu að því, að minnsta kosti ekki
svo, að leggjandi sé til að banna
bílastöður þarna að svo stöddu.
Hér er raunar um nokkurt mats-
atriði að ræða — bílastæðin eru
líka mikilvæg, og þeim þarf enn
að fjölga að miklum mun.
Ný bílastæði
— Eru einhver ný bifreiðastæði
í undirbúningi núna?
— Já, t. d. suðvestan við Tjörn-
ina, þar sem „ísbjörninn" gamli
stóð. Reyndar er það stæði þegar
komið í notkun að nokkru leyti,
en ætlunin er að stækka það enn
talsvert. — Þegar þetta stæði er
fullbúið, er svo gert ráð fyrir að
takmarka bílastöður við Hótel
Skjaldbreið og á Hótel íslands-
lóðinni. Við Skjaldbreið munu
verða settir upp stöðumælar, en
á hinum staðnum verður að lík-
indum hafður sérstakur stæðis-
vörður til þess að sjá um, að fylgt
verði reglum þeim, sem þar verða
settar um bílastöður.
Þá er einnig í athugun að gera
bílastæði við knattspyrnuvöllinn
hjá Gamla-Garði í framtíðinni.
Er þarna rúm fyrir stórt og gott
stæði, og mun verða miðað við,
að menn geti geymt bíla sína þar
ailan daginn. Líklegt er og, að í
þessu sambandi yrðu teknar upp
sérstakar strætisvagnaferðir frá
stæðinu niður í miðbæinn. Enn
fleira er í undirbúningi á þessu
sviði, sem ekki er tímabært að
skýra frá enn.
Stöðumælarnir þýðingarmiklir
— Stöðumælum fer sífjölgandi
í bænum — það virðist benda til
þess, að þetta fyrirkomulag hafi
gefizt vel?
— Já, við erum yfirleitt mjög
ánægðir með árangurinn af stöðu
mælunum. Þeir hafa áreiðanlega
haft mikil áhrif í þá átt að gera
umferðina greiðari og árekstra-
minni.
— Hvernig er tekjunum af
stöðumælunum varið?
— Ég get bezt svarað því með
því að vitna í reglugerð þá, sem
gefin var út í Reykjaþvík 1. ágúst
1957. Þar segir m. a. svo í 7.
grein: „Tekjum stöðumælasjóðs
má ekki verja í almennar þarfir
bæjarfélagsins. Þeim má ein-
göngu verja til þess að greiða
fyrir rekstur mælanna, viðhald
þeirra, til þess að endurgreiða
afturkræft framlag bæjarsjóðs, til
þess að fjölga mælum í bænum
og til þess að stuðla að aukningu
bifreiðastæða, þ. á. m. með lóða-
kaupum, byggingu geymsluhúsa
eða byrgja eða á annan hátt.“
Lausn á bílastæðavandamálinu
---- Já, bifreiðageymsla — er
kannski gert ráð fyrir að byggja
slíkt hús hér á næstunni?
— Það mál er nú einmitt mjög
til umræðu. — Fyrir rúmu ári var
komið á fót sérstakri nefnd til
þess að gera tillögur um tegund,
stærð og staðsetningu bifreiða-
geymslu, rekstur hennar o. s. frv.
Þetta er sem sagt stöðugt í athug-
un, frumdrættir að slíku húsi
hafa verið gerðir og ákveðnir
staðir eru hafðir í huga. Hins
vegar hefir nefndin ekki enn skil
að áliti, og er því ekki margt um
þetta að segja að sinni. En tví-
mælalaust yrði slíkt geymsluhús
ein helzta lausnin á bílastæða-
vandamálinu.
★
— Eru nokkrar sérstakar nýj-
ungar eða breytingar í umferðar-
málum væntanlegar á næstunni?
— Nei, ekki sem ég tel tíma-
bært að ræða nú a. m. k. — Þó
ættum við kannski að láta þess
getið, að það er nú mjög til at-
hugunar að afnema tvistefnuakst
ur á neðsta hluta Hverfisgötunn-
ar, frá Ingólfsstræti, og virðist
raunar eðlilegt að svo verði gert
í framhaldi af ráðstöfunum þeim,
er við minntumst á hér í upphafi.
— Hvernig hefir gengið að
framfylgja nýju umferðarlögun-
um?
— Segja má, að það hafi gengið®-
Valgarð Briem
mjög sæmilega, en þó skortir þar
nokkuð á í ýmsum greinum. Það
er einkum eitt, sem ég vildi gjarn
an benda á í því sambandi. Alltof
mikil brögð eru að því, að öku-
menn leggi bifreiðum sínum
hægra megin á götum, þar sem
tvístefnuakstur er. Þetta veldur
oft mjög miklum erfiðleikum og
getur beinlínis verið hættulegt,
enda er mér kunnugt um, að víða
erlendis er slíkt talið mjög alvar-
legt brot.
Umferðarnefnd hefir annars
gert allmikið að því að kynna
umferðarlögin nýju; til dæmis
gekkst hún fyrir fræðslunám-
skeiði fyrir bifreiðastjóra sl. vor,
eftir að nýju lögin gengu í gildi.
Einnig gekkst nefndin fyrir því,
að flutt voru allmörg erindi um
umferðarmál í útvarpið á sl.
sumri, og greinarflokkar um
umferðarlögin voru ritaðir á veg-
um nefndarinnar og birtir í dag-
blöðum bæjarins. Vona ég að
nokkur árangur hafi orðið af
þessari fræðslustarfsemi. Allmik-
il fræðsla um umferðarmál fer
nú einnig fram í skólum, og ætti
að mega vænta góðs árangurs af
henni. Umferðarnefnd er hins
vegar ekki aðili að því starfi.
Aftur á móti er það í athugun hjá
nefndinni hvort unnt sé að koma
á umferðarstjórn skólabarna, þ. e.
að fela börnunum að stjórna um-
ferð t. d. í grennd við skóla sinn.
Þetta tíðkast allvíða erlendis og
þykir raunhæf og árangursrík
leið til þess að innræta hinum
ungu borgurum réttar umferðar-
reglur.
— Hvert teljið þér mikilvæg-
asta verkefnið í umferðarmálum
í náinni framtíð?
— Verkefnin eru fjölmörg og
flest brýn. En eitthvert mikil-
vægasta verkefnið, og það sem
við verðum að snúa okkur að fyrr
en seinna, er að koma upp gatna-
mótum í tveim hæðum, þar sem
umferðin er þyngst. Ég vil t. d.
í þessu sambandi benda á mót
Suðurlandsbrautar og Nóatúns;
þar eru nú tíðar umferðartafir,
sem ekki mundu þekkjast, ef
hægt væri að aka samtímis um
brautina og undir hana um Nóa-
tún. — Slíkar framkvæmdir
verða að sjálfsögðu dýrar — en
þetta er það sem koma skal.
H. E.
Hlustað á útvarp
JÓNAS Þorbergsson, fyrrverandi
útvarpsstjóri flutti athyglisvert
erindi er hann nefndi Brotalöm
íslenzkra sögutengsla. Erindi
þetta var flutt í tvennu lagi, mjög
langt mál og verður því ekki unnt
að rekja það hér í þessum pistli
nema að litlu leyti. Ræðumaður
gat þess, að styrjaldir þessarar
aldar hefðu mjög breytt viðhorfi
manna til lífsins, mætti heita að
um stökkbreytingu hefði verið að
ræða í og eftir síðustu heims-
styrjöld. Smátt og smátt hafa
skólarnir tekið við, ekki einungis
fræðslu, heldur og að miklu leyti
uppeldi barna. Nú taka skólarnir
við börnum 6 til 7 ára og mörg
heimili skilja þetta svo, að þau
séu þar með leyst frá þeim vanda
að fræða börnin eða veita þeim
uppeldi. Skólarnir eru góðir,
margir, það sem þeir ná, en þar
þarf einkum að kenna margt sem
oft er vanrækt að kenna, sem sé
hreinlæti, kurteisi, kristilegt
Þessar myndir sýna akstur í tveimur akreinum neðst á Laugavegi (t. v.) og efst í Bankastræti (t. h.) Umferð gengur
greiðar en áður um þessar götur, eftir að þar voru settar tvær akreinar. — Takið eftir, að litli bíllinn (á myndinni til
sem ætlar að bejgja niður í Ingólfsstræti, er nær því inn á miðju Bankastræti. Er nokkuð við það að athuga*’
nu mun
hægri),
hugarfar, virðingu fyrir foreldr-
um, kennurum og yfirvöldum.
Lestur þarf að kenna betur en
nú er gert, svo og skrift, reikning
og móðurmálið. Þjóðin er nú yfir-
leitt illa læs, flest fólk er varla
sendibréfsfært hvorki hvað snert-
ir réttritun, stíl né skrift. Tæt-
ingur hversdagslífs fullorðna
fólksins orsakar það, að börnin
fá ekki nægilega fræðsiu heima
né uppeldi. Þurfa því skólar að
vera sérstaklega góðir, æskilegt
að börnum sé skipt í hópa eftir
gáfum og námshæfileikum, vakin
forvitni þeirra á sögu landsins.
Þarf á ný að tengja fortíðina við
nútímann. Nú vita, þótt merki-
legt sé eftir alla ítroðsluna, flestir
unglingar lítið um sögu landsins.
Svo þarf að kenna börnum og
unglingum að ganga upprétt og
bera sig vel og þó látlaust. Sýna
þeim söfn og fræga staði, eftir
því sem við verður komið. En
umfram allt verða skólarnir að
hafa samvinnu við heimilin. —
Yngsta kynslóðin hefur farið
á mis við erfiði og átök elztu
kynslóðarinnar, viðreisnarstarfið
og frelsisbaráttuna. Þeir sem voru
ungir á fyrstu áratugum þessarai
aldar höfðu að visu félagsstarf
og skemmtanir, en á þeim sam-
komum var ætíð byrjað á því að
fræðandi erindi var flutt og svo,
oft, umræður á eftir. 'Síðan var
dansað. Nú eru samkomur æsku-
lýðsins eingöngu dans og oft fylg-
ir slark og drykkjuskapur. Kald-
rifjuð efnishyggja og styrjaldir
hafa hrundið æskufólki úr tengsl
um við fortíð og sögu landsins.
Margir eru eins og þeir hafi misst
minni, hringsóla áfram í heimi
sem þeir þekkja lítið eða ekki.
Jónas Þorbergsson vill láta
byggja bér kvikmyndaver sem
fullkomlega standi slíkum er-
lendum liststofnunum á sporði
Þar víll hann láta kvikmynda
sögu landsins frá öndverðu,
fá rithöfunda, skáld og leik-
ara til þess að framleiða sögu-
legar myndir, einkum fyrir æsku-
lýð íslands, til þess að kenna
unglingum sögu landsins, svo og
til útflutnings. Saga vor er svo
dramatísk (t. d. Njála, Laxdæla
o. fl.) að vafalaust mætti gera úr
þeim listaverk í kvikmyndum,
sem gengið gætu um heim allan.
Framh. á bls. i?