Morgunblaðið - 03.01.1959, Síða 9

Morgunblaðið - 03.01.1959, Síða 9
Laugardagur 3. jan. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 9 Kristján vélsmiður ■ KRISTJÁN Gíslason vélsmiður andaðist sl. jóladag á Landsspítal- anum eítir þungbær veikindi und anfarna mánuði. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni árdegis í dag. Með Kristjáni Gíslasyni er fall- inn frá einn merkasti iðnaðar- maður í bænum, sem verða mun öllum minnisstæður, sem honum kynntust. Kristján var ágætlega fær í sinni starfsgrein. Hann sá jafnan ótrúlega fljótt hvað að var, þegar margbrotnar vélar eða tæki bil- uðu, og hvernig viðgerð yrði bezt hagað. Á verkstæði sínu lét hann einnig smíða ýmis tæki, svo sem „spil“ í nótabáta og fleira, sem reyndist ágætlega. Einnig annað- ist Kristján uppsetningu á olíu- og lýsisgeymum á ýmsum stöð- um. Hann fylgdist manna bezt með nýjungum í sinni starfsgrein, enda er vélsmiðja hans ein hin íullkomnasta í landinu að útbún- aði. Síðustu árin hafa unnið í vélsmiðjunni 20 til 25 manns að staðaldri. Viðskipti Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar eru ekki bundin ein- göngu við Reykjavík og Faxaflóa, heldur leita menn þangað um vandasamar viðgerðir á vélum og tækjum frá fjarlægum stöðum í landinu. Kristján sá margsinnis um björgun á strönduðum skipum. Tókst honum oft að ná út skipum, sem vonlítið eða vonlaust hafði verið talið að takast mætti að bjarga. Má þar nefna b/v Max Pemberton árið 1928 og e/s Our- em (Hrímfaxa), sem rekið hafði upp í Rauðarárvík í ofsaveðri 28. febrúar 1941. Kristján var um langt ára- bil varaliðsmaður í Slökkviliði Reykjavíkur og vann þar gott starf, þegar eldsvoða bar að höndum, t. d. við að hefta út- breiðslu eldsins, þegar Hótel ís- land brann. ★ Kristján var fæddur 4. nóvem- ber 1895 að Fjarðarhorni í Gufu- dalssveit. Voru foreldrar hans hjónin Gísli Kristjánsson og Steinunn Guðmundsdóttir bæði af Djúpadalsætt, en af þeirri ætt eru komnir margir þjóðkunnir menn, svo sem Sveinn Björnsson, foiseti, Ari Arnalds og fleiri. Kristján tók sveinspróf í járn- smiði árið 1916. Hann kvæntist Ingibjörgu Árnadóttur bónda á Hamarlandi í Reykhólasveit Ólafssonar hinn 13. maí 1922. Eignuðust þau fjög- ur börn, sem öll eru á lífi, þau Árna, skrifstofustjóra, Gísla, vélstjóra, Valdimar, vélvirkja og Þuríði, flugfreyju. Frú Ingibjörg kona Kristjáns er hin mesta myndarkona og átti hún drjúgan þátt í því, að Krist- jáni tókst jafnan að sigrast á örð ugleikunum, þegar á móti blés á lífsleiðinm. ★ Á.’ið 1907, þegar Kristján var á 12. ári, ætluðu foreidrar hans að flytjast búferlum frá Patreks- firði til Ólafsvíkur með börn sín. Tóku þau sér far með es. Ceres, skipi Sameinaða gufuskipafélags- ins. Skipið varð að sigla fram hjá Ólafsvík vegna óhagstæðs veð- urs, svo að farþegarnir, sem þang- að ætluðu, fóru áfram með skip- inu til Reykjavíkur. Varð þetta heillaferð fyrir foreldra Krist- jáns og börn þeirra. Fékk Gísli faðir hans, sem var góður smiður og hinn mesti verkmaður, fljót- lega atvinnu við skipasmíði hjá Slippfélaginu og hafði stöðuga atvinnu. Þau hjónin eignuðust 12 börn og lifðu til hárrar elli.Þau létust bæði í sömu veikinni árið 1955, Steinunn hinn 24. febrúar og Gísli 2. marz. Kristján byrjaði að vinna hjá Slippfélaginu innan við ferming- araldur. Othar Ellingsen, sem síðar stofnaði veiðarfæraverzlun- ina alkunnu, var þá forstjóri Gíslason — Minning Slippfélagsins, en Tryggvi Gunnarsson formaður þess. Ell- ingsen veitti dugnaði og verk- lagni Kristjáns strax athygli. Fékk Kristján stöðuga vinnu hjá Slippfélaginu eins og faðir hans, þangað til hann stofnaði eigin járnsmiðju á Nýlendugötunni ár- ið 1917, í félagi við þá járnsmið- ina Guðmund Jónsson lærimeist- ara sinn og Steinþór Magnússon. Var Kristján þá aðeins 21 árs að aldri. Hélzt vinátta og viðskipti með Kristjáni og Ellingsen meðan þeir báðir lifðu. Kristján breytti járnsmiðjunni á Nýlendugötunni smám saman í fullkomna vélsmiðju. Hefur hann lengst af rekið hana fyrir eigin reikning, þar á meðal síð- ustu 15 árin. Ekki hefur rekstur vélsmiðjunnar verið fyrirhafnar eða vandkvæðalaus, þá rúma fjóra áratugi, sem Kristján hef- ur haft hann með höndum. í sambandi við hrun útvegsins á árunum 1935 til 1939 og lög- boðin skuldaskil útvegsmanna 1936, tapaði Kristján öllum eign- um sínum, þar sem hann fékk ekki greiddar útistandandi skuld- ir, nema að litlu leyti. Byrjaði hann þá að nýju með tvær hendur tómar og tókst á skömmum tima að rétta við hag sinn. Við endurreisn fyrirtækis síns naut Kris'.ján drengilegrar að- stoðar uppvaxandi sona sinna, þeirra Árna, Gisla og Valdimars, sem þá voru allir innan við tví- tugt, en veittu föður sínum ómet- anlega hjálp við að komast yfir örðugasta hjallann, með því að starfa með honum, tveir í smiðj- unni og einn á skrifstofunni. + Kristján Gíslason var þreklega vaxinn, karlmannlegur sýnum og prúður í framgöngu. Hann var mjög hugkvæmur og fróður um marga hluti og kunni vel að segja frá tíðindum. Hann var friðsam- ur, kátur og skemmtilegur í hópi vina og kunningja, enda vinsæil og vinmargur. Þótti Kristján bera af öðrum í verklagni, þegar hann stóð við smiðjuaflinn á unga aldri og verk færin voru ekki önnur en hamar, steðji og tangir. Síðar kunni hann eins vel að beita hinum marg- brotnustu tækjum og hamrinum áður. Honum tókst með sóma að halda velli í starfsgrein sinni meðan lífið entist, þrátt fyrir um- brotatíma og harða samkeppni. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjá, eigi sizt er þeir falla í valinn langt fyrir aldur fram. Sveinn Benediktsson. • KRISTJÁN Gíslason er látinn. Mér finnst erfitt að trúa því, og þó erfiðara að sætta mig við, að þessi hrausti og lífsglaði vinur minn, skuli á bezta aldri vera horfinn af sjónarsviðinu. En stað reyndirnar tala og við dómar- ann tjáir ekki að deila. Á Ný- lendugötu 15, rak Kristján Gísla- son vélsmiðju svo að segja óslit- ið frá 1917 til dauðadags. Þar skilaði hann miklu og góðu dags verki í þágu lands og þjóðar. Það hefur oft viljað brenna við hjá okkur, að erfitt hafi verið að fá ýmiss konar vélahluti í stað þeirra sem bilað hafa, en þrauta lendingin var þá jafnan hjá Kristjáni, sem alloftast leysti vandann, stundum á næstum ó- trúlegan hátt. Kom þar til hug- kvæmni og handbragð snillings- ! ins. Víst er um það, að af þess- um sökum eignaðist Kristján þakklæti margra, en ég held, að ; þó hafi eins miklu ráðið þar um, hversu hjálpfús og góðviljaður hann var. Það var alltaf sjálf- sagt hvernig sem á stóð að leysa hvers manns vanda, væri það á annað borð mögulegt. Sagt er, að hver sé sinnar gæfu smiður AUSTURBÆJARBÍÓ hefur nú hafið sýningar á hinni víðfrægu frönsku kvikmynd „Hringjarinn frá Notre Dame“. Hefur kvik- mynd þessi fengið lof alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Victors Hugo, en sagan kom út í íslenzkri þýðingu Björgúlfs Ólafssonar og gaf Leiftur bók- ina út. Þetta stórverk Hugos er ritað fyrir meir en heilli öld, kom út 1831. í bókinni er Leiftur gaf út segir svo um Victor Hugo. Victor Hugo dvaldist á æsku- árum sínum langdvölum með föð- ur sínum sem var hershöfðingi, í öðrum löndum, Korsíku, Ítalíu, á Spáni og víðar. Honum var ætlað að feta í fótspor föður síns og víst er um það, að Kristján var um margt gæfumaður. Hann átti indælt heimili og góð börn. ávann sér hlýhug allra samferða- manna, átti margs konar hug- sjónir, sem hann sá að miklu rætast, en það, sem mestu varð- ar, er þó það, að nú þegar hann er farinn yfir iandamæiin, verð- ur hans ávallt minnzt sem mikil- hæfs og góðs manns. — Ég kveð þig með þakklæti fyrir margra ára órofa vináttu og bið guð að blessa þig og alla ástvini þína. Steingr. Árnason. en hugur hans hneigðist snemma í aðra átt. Hann hlaut viður- kenningu fyrir ljóð áður en hann náði tvítugsaldri. Afkastamaður varð hann á ritvellinum og sendi frá sér fjölda rita í bundnu og óbundnu máli, Ijóðasöfn, leikrit og skáldsögur. Af skáldsögum hans munu Vesalingarnir vera þekktastir hér á landi. Skáldsagan Hringjarinn frá Notre Dame hefur þó verið talin heilsteyptasta og bezta saga höf- undarins. Hún á ekki minnstan þátt í frægð Hugos um víða ver- öld. Bókin er í ísl. þýðingu 518 blaðsíður í einu hefti, smekkleg að frágangi öllum. Er ekki að efa að er menn sjá kvikmynd- ina þá vakni löngun til að kynn- ast þessari perlu bókmenntanna. Hringjarinn frá Notre Dame í ísl. þýðingu Lsnsing Bagnaíi Pisbvinnslustöðvar, verbsmiðjur og vöruafgreiðslur víðsvegar um landið nota LANSING BAGNALL tæhi. BAY CITY var fyrsta skurðgrafan, sem flutt var til landsins. — Það var árið 1919 — og var hún notuð við Skeiða- áveituna. Benzín & díesel vélar. 96 gerðir 14 til 280 hestafla fyrir hvers- konar vinnuvélar og vörubif- reiðar. — Gleðilegt nýdr! Þcxkk íyrir viðskiptin d liðna diinu. Umboðs- og heildverzlun, Borgartúni 7, sími 2 22 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.