Morgunblaðið - 03.01.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 03.01.1959, Síða 11
Laugardagur -3. jan. 195S MOROUNBLAÐIÐ 11 Fjallkonan hefur ríkulega blessað sín börn og cetíast til nokkurs af þeim Ávarp forseta íslands á nýársdag GÓÐIR íslendingar! Við hjónin sendum yður oll- um, hverjum einum og þjóðinni í heild, beztu kveðjur og árnað- aróskir héðan frá Bessastöðum á þessum fyrsta mjallhvíta degi hins nýbyrjaða árs. Við þökkum fyrir gamla árið, sem á svo marg- an hátt hefir verið okkur ánægju legt og þjóðinni heilladrjúgt. Það er ilmur og bjarmi frá æskudög- um yfir þessari miðsvetrarhátíð, sem hefst þegar Jesúbarnið ligg- ur nýfætt í jötunni, og lýkur þeg- ar vitringarnir hylla konung hins tilkomandi ríkis. Sólin fer hækk- andi á lofti, og frá þessum degi teljum vér 1959 ár eftir Krists burð. Vér þökkum hið liðna, en á þessum degi lítum vér þó meir fram í tímann, og vonin um ár og frið glæðist í brjósti. Miðsvetrar- blót eru aflögð fyrir 959 árum. Vér teljum ekki, að það þurfi blóð fórnardýra til að blíðka goð- in, lyfta sólinni á braut og tryggja vetrarafla og vorgróður. En fórnin er þar fyrir ekki fallin úr gildi. Kristnir menn fórna sínu eigin lífi með auðmjúku og þó öruggu hjarta í samstarfi við hin skapandi öfl. Heitstrengingar breytast í lofgjörð og bæn, og drengilega baráttu fyrir bættum hag og gróandi þjóðlífi. Fórn þýðir hjálp, sem beint er að þeim náunga, sem vér náum til. Vér höfum öll margs að minn- ast og margt að þakka frá liðnu ári, einmuna tíð og árgæzku til lands og sjávar, og þó er jafnan skuggi einhvers staðar á; að þessu sinni landnyrðingurinn á Norðausturlandi og stopul síld- veiði. Það er íslands náttúra, að árferði er breytilegt eftir lands- hlutum. Sjaldan, ef nokkru sinni, hafa íslendingar haft betur til hnífs og skeiðar og annarrar af- komu, en þó eru þar einnig skuggablettir, sem ekki má gleyma. Minnir þetta hvort- tveggja á nauðsyn sívakandi skiln ings og samúðar. Samhjálpin, í hvaða mynd sem er, orkar miklu til jöfnunar. Þrátt fyrir árgæzku eigum vér íslendingar við fjárhagserfiðleika að stríða, og allir viðurkenna að kosningarrétt megi jafna frá því sem nú er. Hvorugt á skylt við árferði, og er þjóðinni í sjálfs- vald sett, hvernig leysist, og þarf þó bæði þekking, vit og góðan vilja til að vel fari. Um stjórnar- skiptin, orsakir og útlit ræði ég ekki, en öllum er oss skylt að árna ríkisstjórn góðs farnaðar og styðja hana í því, sem þjóðar- heill krefur. Stjórnmálaviður- eignin er háð í návígi á hösluð- um velli aðkallandi viðfangsefna, og orkar margt tvímælis meðan yfir stendur. Ég er ekki einn um þá ósk, að stundum ætti að glíma léttar og liðlegar en raun vill á vera. I bændaglímu margra flokka hafa allir starfað einhvern tíma með öllum hinum og skyldu þeir hinir sömu minnast þess, að í framtíðinni mun einnig skipt um glímubræður. Er þá mikils um vert að illindi „úldni ekki í hjartanu", eins og meistari Jón orðar það, og að ekki sé spillt málum fyrir þeim, sem síðar eiga við að taka. Þjóðareining og lýð- ræðisskipulag þolir það ekki, að neinir séu taldir óalandi og ó- ferjandi, og óráðandi öllum bjarg ráðum. En sleppum því. Hins vil ég minnast, að um eitt erurrr vér íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúm- góðri landhelgi. Það er lífsskil- yrði framtíðar og farsældar, og vor náttúrlegi réttur, sem ríður hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir, sem sett hafa verið. Vér eigum þar nú í harðri og ótrúlegri baráttu, sem ég óska og vona að létti fyrr en varir, ekki eingöngu sjálfra vor vegna, held- ur og engu síður vegna þeirra, sem nú traðka á rétti vorum. Að öðru leyti vísa ég til þeirrar ræðu, sem ég hélt við setningu Alþingis, þess sem enn stendur yfir. Góðir íslendingar! Ég hefi þakk Ásgeir Ásgeirsson, forseti að hið liðna ár, en að þessu sinni er sérstök ástæða til að þakka öll hin liðnu ár, síðan við hjón- in komum hingað til Bessastaða. ÞANN 8. des. sl. hrinti Krúsjeff einvaldsherra hinum kaldrifjaða Ivan Serov hershöfðingja úr embætti yfirmanns rússnesku öryggislögreglunnar. Serov átti að baki sér illan og blóðugan feril í öryggislögreglunni. Hann hafði m. a. stjórnað nauðungar- flutningum manna úr Eystasalts- ríkjunum til Síberíu og einnig var honum falið í strí.ðslok að flytja heilar smáþjóðir í herleið- ingu frá Krímskaganum og Kákasus austur á bóginn. Þessi verk hafði Serov unnið á dögum Stalins og Beria og orðið svo illa þokkaður að hann var al- mennt nefndur svarti Ivan í heimalandi sínu. Serov hafði einnig gert hinum nýja einvaldsherra „greiða“. Hann sá um það fyrir Krúsjeff að bæla ungversku byltinguna vægðarlaust niður. En Krúsjeff virðist ekki muna liðveizluna betur en svo, að menn eru farnir að velta því fyrir sér, hvort Serov hafi verið líflátinn í kyrr- þey eins og flestir fyrirrennarar hans í starfinu, eða hvort hann hefur fengið „stöðu við sitt hæfi“, eins og Búlganin og fleiri heið- ursmenn. Athyglisvert er að embætti Serovs, sem losnaði 8. des. stóð autt í þrjár vikur. Bendir það til að skjót ráð hafi verið tekin um brottrekstur hans. Það var nú loks rétt fyrir ára- mótin, að tilkynnt var að nýr Á síðasta sumri var lokið hring- ferð okkar umhverfis landið. Hin fyrsta heimsókn var að Rafnseyri við Arnarfjörð og hin síðasta til Bolungarvíkur við ísafjarðar- djúp. Þá var hringurinn læstur. Að vísu munum við gera ná- grannakaupstöðum betri skil, en þar eigum við oft leið um, og þarf engra skýringa. Margt hefir borið fyrir augu, og margt borið á góma í þessum ferðum. Finnst mér nú að ég hafi allt ísland fyrir hugskotssjónum, líkt og horft væri úr háloftum. Náttúra landsins er söm og allar kynslóðir hafa haft fyrir augum — en hitt er nýtt að geta nú heim sótt flesta hina merkustu sögu- staði, öll helztu héruð, skoðað fjöll og fossa, farið um skóga, heiðar og fjallaskörð á einum fimm árum. Og einna nýstárleg- ast er þó víðsýnið úr lofti, hinir mildu litir og lystilegu munstur, sem vindur og vatn dregur upp á öræfi og eyðisanda. Fjölbreytt, fögur og sterk er náttúra lands vors, og ólík öllu öðru, sem ég hefi séð. Hennar „heimalandsmót berum við í hug og hjarta“. Um eitt hefir svipur landsins breytzt: vegirnir, brýrnar, rækt- unarlönd, skurðgröftur og traust og varanleg bændabýli. Alls stað- ar er unnið að ræktun og bygg- ing, og vélarnar skila margfaldri vinnu á við mannaflið sem oft var áður útslitið og ætíð tak- markað af lélegum amboðum. Ríðandi fólk er nú jafn fáséð og bílarnir voru fyrir fjörutíu árum. Leifarnar af því, sem við ólumst upp við fyrir hálfri öld, eru nú tíndar saman á byggða- söfn. Vöxtur kauptúna og kaupstaða er að sama skapi hvað hið ytra snertir og um alla útgerð. Þang- að hefir fólksfjölgunin safnazt, og á skömmum tíma verður að sjá fyrir miklum félagsþörfum, kirkjum, samkomuhúsum, sund- maður hefði tekið við þessu skuggalega embætti. Hinn nýi öryggismálaráðherra netnist Alexander Shelepin, er aðeins fertugur að aldri, fæddur í bæn- um Voronesh á rússnesku stepp- unum. Þykir skipun hans at- hyglisverð fyrir það, að hann hefur fram að þessu ekkert ná- lægt lögreglumálum komið. Mað- urinn sem nú á að fara að stjórna hinni hræðilegu öryggislögreglu með ótal fangabúðum og pynt- ingartækjum hefur fram til þessa aðallega getið sér orð sem æskulýðsleiðtogi. í síðustu fjögur ár hefir hann verið foringi Komsomol, æsku- lýðsfylkingar rússneska kommún istaflokksins og oftsinnis verið gestur á þingum kommúnista- flokka í öðrum löndum, svo sem í Þýzkalandi, Júgóslavíu og Finn landi. Hann stjórnaði og hinum risavöxnu hátíðahöldum á hinu alþjóðlega æskulýðsmóti í Moskvu í hitteðfyrra. Annars er lítið vitað um stefnu mannsins og skoðanir. I stöðu sinni sem foringi æskulýðsfylk- ingarinnar veitti hann Krúsjeff mikilvægan stuðning í valda- streitunni við Malenkov og Molo- tov. Er talið að meðan á þeim deilum stóð hafi myndazt per- sónulegt trúnaðarsamband milli Krúsjeffs og ShelepiriS. Fékk hann skömmu seinna sæti í áætl- unarnefnd iðnaðarins, einmitt þar sem Krúsjeff var að hefja hörð átök um endurskipulagn- ingu iðnaðarins. Og þegar Shele- pin hlýtur nú þessa síð- laugum og fleiru. Margt er enn ógert, en áfram heldur méð ómót- stæðilegu afli — og má þó ekki hraðar fara en fjárhagur og vinnu afl leyfir á hverjum tíma. Það er eitt höfuðviðfangsefni stjórnmál- anna á síðari árum, og mun reyn- ast fullerfitt meðan flokkskappið er ríkara en samvinnulipurðin. En mikill þjóðararfur safnast komandi kynslóðum á þessum ár- um. Það hafa miklar breytingar og snögglegar orðið á síðustu ára- tugum. Öll aðbúð batnað um fæði og klæði, hús og heimili. Vélarnar margfaldað mannsaflið — og hafa næstum útrýmt hest- aflinu, þó enn sé það mælikvarð- inn. ísland er endurnumið til lands og sjávar, og byrjun stór- iðju hafin, í áburði áður og sem- enti á síðasta ári, og enn verður haldið áfram. f sjálfstjórnar — félags — og mannréttindamálum eru stór- sigrar unnir. Viðfangsefnin eru gerbreytt. „Ekki lízt mér á þetta", sagði gamall þingmaður við mig fyrir mörgum árum, „áður rædd- um við um frelsi og mannrétt- indi, en nú er eingöngu talað um kjöt og kaup, brýr og vegi“. Breyt ingin er eðlileg en svo snögg, að vér höfum ekki enn náð föstum tökum á þeim lögmálum hófs og jafnvægis, sem liggja bak við hin miklu afskipti ríkisvaldsins af öllum þjóðarbúskap í fjárfest- ingu, endurgreiðslum, niður- greiðslum, verðlagsákvörðunurri o. s. frv. En þetta verður óhjá- kvæmilega að lærast. Fullveldið gerir oss djarfa, en gætni og for- sjá þarf jafnframt í öllum hlut- um til að fullveldið fái staðizt til langframa. Vér lifum á erfiðum tímum, og er það bæði margsagt og marg- skýrt á ýmsa vegu. En býsna ósnortið hefir land vort og þjóð verið af þeim hörmungum, sem víða hafa gengið yfir, heims- styrjöldum, borgarastyrjöldum, kúgun, pyntingum og landflótta. Mættum vér fyrir því halda jafn- vægi og heilbrigðri hugsun. Þró- ustu vegtyllu, er engum vafa undirorpið, að hann fær hana sem stuðningsmaður Krúsjeffs. Þess er minnzt að í ræðum sem Shelepin hefur haldið hina Alexander Shelepin síðustu mánuði hefur hann mjög dásamað forustuhæfileika Krús- jeffs. Nálgast sum þeirra orða hina gömlu hetjudýrkun á Stalin. Annars hafa ræður Shelepins gengið aðallega út á skipulagsatriði æskulýðsfylking- arinnar og að því að tugta ung- dóminn og leggja honum lífsregl- urnar. Shelepin hefur t. d. barizt gegn því að rússnesk æska dansi rokk og ról og klæðist í litskrúð- ug föt. Hefur hann sagt að slíkt séu merki þess að æskan verði fyrir áhrifum af heimsvaldasinn- uðum spillingaröflum. Hann hef- ur einnig lýst andúð á allri un atvinnuveganna hefir veriS ótrufluð, og hin ytri lífskjör eru í bezta lagi. Og þó liggur eitthvað í loftinu sem truflar. Mér kem- ur í hug, að það megi lík 'a heims- ástandinu við lífið í Álftaveri, þegar von er á Kötlugosi. Óhemju orka, sem er hvorki góð né vond í sjálfu sér, hefir verið leyst úr læðingi, og það er undir Aann- legri náttúru, sem getur verið ýmist góð eða ill, komið, hvert þessu ógnarafli er stefnt. Aldrei höfum vér átt meir undir mann- legum þroska, vitsmunum og drenglurid þeirra, sem með æðstu völd fara. Vonina höldum vér því eins fast í og nokkru sinni áður, og göngum að þeim störfum og viðfangsefnum, sem næst liggja, og þjóðin á framtíð sína og far- sæld undir. Mér er kunnugt um að þeir fara svo að í Álftaverinu, og leggja ekki árar í bát, þó þeir eigi blind náttúruöfl yfir höfði sér. Oss er falinn þessi reitur til umönnunar, sem heitir hinu kalda nafni ísland, sem hlýjar oss þó um hjartarætur, hvenær sem það er nefnt. Nýi tíminn hefir leitt í ljós, að landið er betra og björgulegra en talið var um langan aldur. Vér höfum og tekið mikinn arf í þjóðlegum verðmætum, bæði andlegum og stjórnarfarslegum. Kynstofninn er kjarngóður. Er það þá ofætlun að fslend- ingar geti orðið öndvegisþjóð um lífskjör, stjórnarfar og alla and- lega menningu? Þetta er spurn- ing Fjallkonunnar til barna sinna. Allt frá tímum Eggerts Ólafsson- ar, er Fjallkonan Madonna fs- lands, ýmist jarðnesk móðir, „sem á brjóstum borið og bless- að hefir mig“, eða Fjalladrottn- ingin með „viðkvæmt og varmt hjarta, þó varirnar fljóti ekki í gælum“. Og með þeim orðum vil ég ljúka máli mínu, að Fjall- konan hefir ríkulega blessað sín börn, og ætlast til nokkurs af þeim. Að svo mæltu kveð ég með beztu nýársóskum. abstrakt list. Þessu gömlu um- mæli hans þurfa þó ekki að lýsa mannsins irinsta eðli, því að þótt hann væri foringi æskulýðsfylk- ingarinnar var hann ekki þar með í neinni aðstöðu til að hafa sjálfstæðar skoðanir, heldur voru slík ummæli hans oft upp- tugga þess sem Krúsjeff hafði áður sagt. Skipun Shelepins í embætti yf- irmanns öryggislögreglunnar virðist vera liður í þeirri stefnu Krúsjeffs, að skipa starfsmenn kommúnistaflokksins í embætti í ríkisstjórninni. Á undanförnum árum hefur oft legið nærri að ýmis önnur öfl í þjóðfélaginu ætluðu að verða yfirsterkari kommúnistaflokknum, eða að minnsta kosti óháð honum. Til dæmis má minna á það að Beria hugði á valdatöku með stuðningi sinnar óháðu lögreglu. Zhukov hershöfðingi þóttist tryggur í valdastöðu með stuðn- ingi hersins. Malenkov treysti embættismannaaðlinum. öll þessi öfl og fleiri toguðust á um völd- in innan Sovétríkjanna. Krúsjeff varð að lokum sigursælastur með klókindum og með því að beita fyrir sig flokksvélinni. Um það er lauk var það hið pólitíska vald, sem hinir urðu að beygja sig fyrir. Eftir þann sigur Krúsjeffs og flokksins er það eðlilegt að starfsmenn kommúnistaflokksins komi nú smám saman fram og taki við ýmsum embættum í stjórn landsins. Með því eru á- hrif flokksins aukin og völd Krúsjeffs jafnframt tryggð. — Sama eðlis voru og skipanir Jos- efs Kuzmins í embætti skipu- lagsráðherra í efnahagsmálum og N. Dudurovs í embætti innan- ríkisráðherra. Með skipun Shelepins dregur Framh. á bls. 19. Æskulýðsleiðtogi verður yfirmað ur öryggislögreglu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.