Morgunblaðið - 03.01.1959, Qupperneq 16
16
M O R C rr n n r 4T)lf>
Aðeins andlitið með næstuni slafneskftim kinnbeinum og helzt
til stuttu nefi var óamerískt . . .
I.
Á GÖTUHORNINU nam stúlkan
undrandi staðar. Fyrir framan
hrunið húsið stóð hópur manna í
hiðröð. Slíkt var þó ekkert ó-
venjulegt. Fólk stóð í biðröðum
fyrir framan mörg sundur-
sprengd hús. Menn urðu að bíða
í röðum eftir öllu: brauði og
mjólk og sokkum. En í tvílyfta
húsinu með myrku gluggaaug-
unum var ekkert brauð, engin
mjólk, engir sokkar. Aðeins
stundargaman. Þetta var nætur-
klúbbur. Hann hét „Femina“.
Þetta var í Berlín á bví herr-
ans ári 1945.
Stúlkan var í einkennisbúningi
amerískra stríðsfréttaritara.
Margir Þjóðverjar héldu að
það væri liðsforingjabúningur.
Stúlkan kserði sig ekkert u.m að
vera álitin liðsforingi, en henni
þótti vænt um einkennisbúning-
inn. Hann fór henni mjög vel.
Hún var grönn og hávaxin, ijós-
hærð. Hún hafði langa fótleggi
eins og margar Ameríkukonur.
Aðeins andlitið_ með næstum siaf
neskum kinnbeinum og helzt til
stuttu nefi, var að engu leyti am-
erískt í útliti.
Hún var tuttugu og sjö ára að
aldri og hét Helen Cuttier.
Vindurinn næddi ylfrandi fyrir
hornið. Hann feykti ryki framan í
andlitið á stúlkunni. Hvenær sem
nokkuð kaldaði, varð loftið mett-
að af ryki. Eins og hinir dauðu
verða að dufti, þannig var borgin
orðin að dufti.
í mannfjöldanum þekkti Helen
óðar manninn sem hún var að
leita að. Hann var í f jórtándu eða
fimmtándu röðinni. Fyrir fram-
an hann biðu rússneskur hermað-
ur og tvær stúlkur: Þær þekktust
á skónum. Á meðal hundrað þjóða
hefði mátt þekkja Þjóðverjana á
ekónum þeirra.
Maðurinn stóð á milli tveggja
annarra manna. Hægra megin við
hann var amerískur hermaður, en
til vinstri fran.sk u.- liðsforingi
með ljósbiáa einkennishúfu ný-
lendu-herdeildarinnar á höfðinu.
Stúlkan furðaði sig á því, að
hún skyldi þekkja manninn svona
fljótt. Hann var að vísu höfði
hæri.i en flestir aðrir í hópnum,
en að öðru leyti mjög lítið frá-
brugðinn hinum Þjóðverjunum.
Hann var um þrítugt, ljóshærður
og bláeygur, í of þröngum jakka
og of stuttum buxum.
1 útliti var hann eins og „der
Fiihrer“ viidi að Þjóðverjamir
eínir væru. Aðeins sultarlegri.
Helen Cuttler fann ekki til
neinnar samúðar með manninum
— í fyrsta lagi_ sökum hins fyrir
skipaða, þýzka útlits hans og í
öðru lagi vegna þess, að hann virt
iet kenna í brjósti um sjálfan sig,
eins og allir Þjóðverjar.
Til frekara öryggis geymdi hún
mynd af honum í leðurtöekunni,,
■em hékk við öxl hennar. Kunn-
ingi hennar í New York, útflytj-
andi og æskuvinur mannsins, hafði
sent henni myndina.
Helen gekk til mannsins.
„Eruð þér hr. Möller?" spurði
hún.
„Já“_ sagði hann.
„Ég er Helen Cuttler. Komið
þér með mér“.
Hann gekk út úr röðinni og
fylgdist með henni.
Fyrir framan dyrnar á einum
næturklúbbnum stóð eftirlitismað-
ur. Hann var í blettóttum, rauðum
frakka með gylltum borðum og
snúrum. Helen tók upp vegabréf
og sýndi honum. Eftirlitsmaður-
inn skoðaði það kurteiislega, en
með nokkurri tortryggni. Svo
sneri hann sér að amerískum MP
(herlögregla) sem stóð við hlið
hans.
Lögregluþjónninn — risi að
vexti með Texas svip — skoðaði
vegabréfið. Svo sneri hann sér að
Helen Cuttler.
„Þér megið fara inn“, sagði
hann. — ,.En aðeins ein“.
„Hann verður að koma með. Ég
þarf að tala við hann“.
„Þér hvorki þurfið né eigið að
tala við nokkuni „Kraut“, hreytti
lögregluþjónninn út úr sér. „Eng-
in náin vináttutengsl. Það vitið
þér nógu vel“.
Helen roðnaði. Stúlka í fremstu
röðinni hló ósvífnum hæðnisihlátii.
Helen leitaði aftur í töskunni
sinni og tók upp annað blað.
Meðan risinn frá Texas sneri
og velti hinu margstimplaða blaði
milli fingranna_ virti hún mann-
inn sem stóð við hlið hennar fyr-
ir séi'. Hún hafði til þessa ávarp-
að hann á þýzku. Nú braut hún
heilann yfir því, hvort hann myndi
skilja ensku. Orðið „Kraut“ hafði
hann þó a. m. k. skilið.
„O.K.“, sagði Texasbúinn við
ums jónarmanninn.
Ilelen gekk á undan og maður-
inn fylgdi henni þegjandi.
Báðir salimir í næturklúbbnum
„Femina“ voru svo þéttskipaðir,
að varla varð gengið eftir gólf-
inu. Svört tjöld voru dregin fyrir
rúðulausa gluggana, því að bæði
var myrkvun fyrirskipuð og svo
hefði bjart sólskinið átt illa.
heima í sölum næturklúbbsins. —
Við eitt borðið voru þó tvö laus
sæti_ í hálf-hringmyndaðri stúku
við vegginn.
Við borðið sátu rússneskur her-
maður og tvær stúlkur. Önnur
hönd hans hvildi á hálfnöktu
brjósti annarrar fylgikonu hans,
en hin krepptist um tómt glas,
sem stóð á borðinu fyrir framan
hann.
„Mér þykir það leitt", sagði
Helen — „en ég verð að senda
skýrslu um þennan stað, símleiðis
fyrir morgundaginn. 0o ég átti
líka að tala við yður. Ég hafði
hugsað mér. ...“
,_Ágætt“, sagði maðurinn. „Ég
fékk þá a. m. k. að koma inn í
næturklúbb".
„Frits Stein gaf mér heimilis-
fang yðar“.
„Ég veit það. Hvernig gengur
það fyrir honum?“
„Vel“, sagði hún og bætti svo
við: ,_Ágætlega“, eins og til þess
að leggja áherzlu á það, að í Am-
eríku gengi öllum vel. — „Hann
var í hernum okkar“.
„Við gengum saman 1 skóla. Ég
er annars hissa á því að hann
skuli muna eftir mér. Við vorum
ekki neinir sérstakir kunningjar".
Stúlkan hlustaði á orð manns-
ins með vaxandi undrun. Þetta
var alveg nýtt. Flestir þeir Þjóð-
verjar, sem einhverja þekktu í
Amerí'ku, voru vanir að leggja
mikla áherslu á hina gömlu og
innilegu vináttu.
Hún bægði samt þeirri hugsun
frá sér aftur. — ,_Og þér heitið
raunverulega Jan Möller?“ spurði
hún lágt.
„Já“.
„Þrjátíu ára gamall?“
,Já“.
Hún hugsaði með sér, að hann
liti út fyrir að vera eldri. En þann
ig var það með alla Þjóðverja.
Þeir virtust allir eldri, en þeir
raunverulega voru.
,_Þér komið úr fangabúðum?“
„Maður getur nefnt það því
nafni. Rússamir tóku mig til
fanga í síðasta bardaganum um
Berlín. En nú hef ég fengið mig
lausan aftur“. Hann hló þurrlega.
Frits skrifaði mér að þér væruð
and-nazisti“.
„Hvernig vissi hann það?“
„Er það ekki rétt hjá honum?“
Það kenndi óþolinmæði í rödd
(hennar. Fyrst þóttist hann varla
þekkja Frits og nú lézt hann ekki
einu sinni vera and-nazisti.
„And-nazistarnir eru dauðir,
liðsforingi“_ sagði Jan Möller ró-
lega.
„Ég er enginn liðsforingi. Ég er
fréttaritari við Morrison-Blátter“.
Hún leit ósjál'frátt á nýja,
ble.ttalausa einkennisbúninginn
sinn. Stúkan var þröng og hún
varð að færa sig alveg út á bekkj-
arbrúnina, til þess að hnén á
henni, í þunnum nælonsokkunum,
snertu ekki hné hans.
Maðurinn horfði á hana, frjáls-
lega og áhyggjulaust. —- „Frétta-
ritari? Alveg rétt. Frits skrifaði
mér eitthvað um það. Og hvaða
upplýsingar viljið þér svo fá hjí
mér?“
Helen vissi eiginlega ekki
hverju hún ætti að svara. í vand'-
ræðum sínum varð henni litið yf-
ir að drykkjarsöluborðinu. Á því
stóð kalktrog. Á veggtjaldinu
fyrir ofan borðið var stórt gat. Út
um gatið lak kalkblanda niður á
borðið, eða öllu heldur niður í
Itrogið. Þegar það var svo fullt_
•var það tekið og annað tómt sett í
tstaðinn.
„Ég ætla að skrifa um yður“,
isagði hún að lokum.
,,Er ég svona merkileg per-
sóna?“
„Já, þér voruð foringi falHhlífar
sveitarinnar. Þér voruð sæmdur
riddarakrossi". Hún reyndi að
isegja þetta eins og riddarak)x>ss-
ónn væri ekki aðeins minjagripur,
eem henmennirnir sýndu þegar
iheim kaami. — ,_Faðir yðar kvað
íhafa gegnt sérstöku nlutverki í
iflokknum og mér er sagt að þér
Ihafið leynt og haldið hlí'fiskildi
yfir Gyðingi, ættingja Frits".
1) „En hvað um nesti handa
•kkur, Markús? Ekki eetunn við
Ielt stóra hundinn án þess að haía [ en að ánni. Komdu, ég skal sýna 3) „Eltu hann, Andi .... Eltu
það". I þér“. Vask!“
2) „Við eltum hann ekki lengra I
„Og hvað meira?" Hann horfði
beint framan í hana, eins og hon-
um sýndist hún ekki síður undar-
leg, en henni rannst hann vera.
„Hvað meira? Hafa kannske
alli.r riddaiakross-hermienn hjálp-
að og bjargað Gyðingum?"
„Með öðrum orðum: Þér viljið
skrifa um Kaus... .“
_,Kaus? Hvað er það?“
_,Undarlegur fugl“.
Helen gat ekki varizt brosi. —
Einn þjónninn í kjól með matan-
islettum á annari hliðinni, kom að
borðinu með rauðvínsflösku. Svo
rétti hann fram höndina, til þess
lað taka við borguninni. Jan Möll-
er gerðd ósjálfrátt hreyfingu, eins
log hann ætlaði að borga. Helen
iborgaði.
„Ég er enginn Kaus“, sagði
Jan. — „K-A-U-S_ undarlegur
ifugl. Hlutirnir eru bara ekki jafn
einfaldir og þér gerið yður í hug-
arlund. Synir nazista eru ekki
ailir nazistar. Ég þekki ein hjón,
sem voru aldrei nálægt vígstöðv-
’unum, en leyndu þó ek'ki einunt
■einasta Gyðingi. Og gagnstætt".
Hún tók upp pakka af Chester-
'field og bauð honum vindling.
„Nei, þökk fyrir“, sagði hann
og hristi höfuðið. — „Ég reyki
ekki“.
Hún ætlaði að þrýsta pakkan-
um í lófa hans. Það var alveg
ósjálfráð hreyfing. 1 Þýzkalandi
reyktu allir. Líka þeir seim sögð-
ust ekki reykja. En hönd hennar
stanzaði á miðri leið. Svo stakk
hún pakkanum aftur í vasann. —
_,Ég þarf að vita meira um
yður“, sagði hún. — „Þér eruð
fyrsti Þjóðverjinn, sem ég gef
‘tækifæri til að vera kappi í varn-
anstríðinu og sem hafnar því. —
Hvað gerðuð þér fyrir stríðið?"
Hann horfði framihjá henni yf-
ir að drykkjarsöluborðinu. —
„Fyrir stríðið? Ah ........' yður
mun eflaust þykja það skringi-
legt. Eiginlega erum við nokkurs
konar starfssystldn. Ég var nefni-
lega blaðamaður". Hann leit bros-
andi til hennar. — „En það er
'önnur saga. Ég orti einu sinni af-
mælisljóð, eða kannske öllu held-
ur lofsöng, til der Fiihrer. Seinna
köstuðu þeir mér vegna pólitískr-
ar tvöfeldni. Ef þér dveljizt nógu
lengi í Þýzkalandi munuð þér sjá
hvað það er. Fleirtalan af Kaus
er Káuse“.
SHlltvarpiö
Laugardagur 3. jamíar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12_50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 16,30 Miðdegis-
fónninn. 17,15 Skákþáttur (Bald-
ur Möller). 18,00 Tómstundaþátt-
ur barna og unglinga (Jón Páls-
ison). 18,30 Útvarpssaga barn-
anna: „1 landinu, þar sem eng-
iinn bíma er til“, kínverskt ævin-
’týri eftir Yen Wen-ching; I.
(Pétur Sumarliðason kennari
þýðir og les). 18,55 1 kvöldrökkr-
'inu; — tónleikar af plötum. 20,20
iLeikrit Þjóðleikhússins: _,Horft
af brúnni" eftir Arthur Miller. —
Þýðandi: Jakob Benediktsson. —
iLeikstjóri: Lárus Pálsson. Leik-
.endur: Róbert Arnfinnsson, Reg-
ína Þórðardóttir, Haraldur Björns
son, Jón Aðils, Helgi Skúlason,
Krisbjörg Kjeld, Ólafur Jónsson,
'Klemens Jónsson, Flosi Ólafsson
og Bragi Jónsson. 22,10 Danslög
(plötur). 24,00 Dagskrárlok.
-ftappdrætti
HÁSKÓLANS