Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 20

Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 20
VEÐRIÐ Allhvass austan og dálítil snjókoma. wgttttÞIftjtófe 1. tbl. — Laugardaginn 3. janúar 1959 Aramótaávarp forseta íslands á bls. 11. Samningafundir fram á nótt í GÆRDAG hófust á ný samn- ingafundir milli nefndar ríkis- stjórnarinnar og samninganefnda útvegsmanna og sjómanna varð- andi starfsgrundvöll og kaup og kjör á vertíðinni, sem nú fer í hönd. Fundir stóðu yfir í ailan gær- dag. Eftir því sem Mbl. frétti seint í gærkvöldi munu samn- ingar útgerðarmanna við sjó- menn í Reykjavík og Hafnarfirði hafa verið komnir allvel á veg og jafnvel hafi orðið samkomu- lag um allt nema fiskverð til skipta. Hins vegar þykir enn alls óvíst um, hvernig samningunum muni Iykta. 1 gærkvöldi stóð fundur yfir, er blaðið var full- búið til prentunar. Drengur á Hólmavík missti auga at völdum heimagerðrar sprengju Lœknislaust í Strandasýslu, en s/ys tíð og mislingafaraldur I»essi mynd var tekin í gær í skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði, en þar eru nú margir bátar til hreinsunar og lagfæringar fyrir vertíðina. Er mikill hugur í útgerðarmönnum að hafa bátana tilbúna þegar samningar hafa tekizt. — (Ljósm. Ól. K. M.) Verð lækkað á ýmsum nauðsynjavörum Til dæmis lækkar verð á kindakjoii og nýmjólk um 21 prósent RÍKISSTJÓRNIN hefir ákveðið að greiða niður ýmsar helztu nauðsynjavörur almennings frá og með 1. jan. 1959, og lækkar t.d. verð á kindakjöti og nýmjólk um 21% og nokkrar aðrar vöru- tegundir lækka svipað eða að- eins minna. Mjólkurlítrinn lækkar um 90 aura: Flöskumjólk úr kr. 4,30 í 3,40, en brúsamjólkin úr kr. 4,10 í 3,20. Smásöluverð á smjöri gegn miðum lækkar um kr. 9,70 hvert kg. úr 56,30 í 46,60 kr. Verðið helzt óbreytt á smjöri, sem ekki eru látnir miðar fyrir. Heildsöluverð á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum af 1. og 2. gæðaflokki lækkar úr 24.85 kr. hvert kg í 19,50. Smá- göluverð á súpukjöti lækkar úr kr. 29,80 í 23,40, heil læri úr 34 lcr. í 26,60, hryggur úr 35,30 í 27,70 kr. og hangikjöt úr 43,40 í Maður féll niður 37 kr., svo að nokkur dæmi séu nefnd. Smásöluverð á kartöflum lækk ar úr 2,05 kr. hvert kg í 1,45 kr. Einnig hefir verið ákveðið að lækka hámarksverð á smjörlíki gegn miðum úr 10,20 kr. í 8,50 í smásölu. Verð á smjörlíki, sem ekki er látið út á miða, helzt ó- breytt. Hámarksverð á fullþurrk- uðum 1. flokks saltfiski hefir og verið lækkað úr 9 kr. í 7,35. Verð- ið helzt óbreytt, þó að saltfisk- urinn sé afvatnaður og sundur- skorinn. Verð á rjóma, skyri og ostum helzt hins vegar óbreytt. Þess má geta, að fitumagn rjómans var nýlega aukið úr 30% í 33% án verðhækkunar, að því er for- stjóri Mjólkursamsölunnar tjáði blaðinu í gær. Kvað hann þetta jafngilda 10% lækkun. Tilgang- urinn með því að auka fitumagn rjómans er, að auðveldara sé að þeyta hann. Undanfarið hefir mikið verið kvartað undan því, að rjóminn þeyttist illa, en for- ráðamenn Mjólkursamsölunnar telja, að aukning fitumagnsins hafi bætt mjög úr þessu. HÓLMAVÍK, 2. jan. — Það slys vildi til hér á Hólmavík daginn fyrir gamlársdag, að drengur slas aðist svo í andliti af völdum heimatilbúinnar sprengju, að hann missti annað augað. Nánari atvik eru þau, að þrír drengir voru að leika sér úti við með heimagerðan flugeld og kveiktu í honum. Sprakk hann um leið og fór í andlit eins þeirra. Gerðist þetta kl. rúmlega níu um kvöld- ið. — Var þegar í stað reynt að búa um sár drengsins eftir beztu getu, en jafnframt hringt gftir sjúkraflugvélinni og var Björn Pálsson kominn á vettvang eftir klukkustund. Flaug hann með slasaða drenginn suður til Reykja víkur og var hann lagður inn á Landsspítalann. — Var drengur- Banaslys á landsmiðum ÍSAFIRÐI, 2. jan. — Sá hörmu- legi atburður átti sér stað, er togarinn Sólborg var að hefja veiðar á Nýfundnalandsmiðum í nótt, að einn skipverja tók út af togaranum — og drukknaði hann. Þetta var Skúli Hermannsson, há seti, búsettur á Hnífsdal. Skúli úr ljósastaur AKURÉYRI, 2. jan. — Það slys vildi til hér á gamlársdag, að •tarfsmaður Rafveitunnar, Bjarni Hjaltalín, féll úr ljósastaur, er hann var að koma fyrir peru. Bjarni var í staurskóm. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús. Hafði hann fulla meðvitund og var óbrotinn á útlimum. Rannsókn á meiðslum Bjarna er ekki lokið, •n líðan hans er sæmileg eftir at- vikum. — vig. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. Unglingar stálu 18 þús. króna, tóbaksvörum LOKIÐ er hjá rannsóknarlög- reglunni yfirheyrslum yfir fjór- um unglingum 15—17 ára, sem hafa viðurkennt að hafa framið mikinn þjófnað í kaupfélagi Kjal nesinga við Brúarland, aðfara- nótt gamlársdags. Aðeins einn þessara pilta hef ur áður komið lítillega við sögu samkvæmt skjölum lögreglunn- ar. Strákarnir fóru aðfaranótt gamlársdags upp að kaupfélags- verzluninni í bíl, sem einn þeirra stjórnaði. Eftir að hafa brotizt inn í hús- ið, gengu þeir með verkfærum á eldtraustan peningaskáp, tókst að höggva gat á hann, en þar voru geymdar í peningum um 18000 krónur. Stálu drengirnir því, en létu síðan greipar sópa um hillur sem 1 voru tóbaksvör- ur. Stálu þeir um 30 lengjum af sígarettum, 26 pökkum af smá- vindlum og einnig tóku þeir með sér 200 kínverja til að sprengja á gamlárskvöld. Þegar á gamlársdag hófst rann- sóknarlögreglan hér í Reykjavík handa við að grafast fyrir um innbrotsþjófnað þennan. Á gaml- ársdag og gamlárskvöld tókst rannsóknarlögreglunni að upp- lýsa málið að mestu, því þá voru þrír piltar 15—17 ára handteknir, grunaðir um að vera valdir að þjófnaðinum í kaupfélaginu. Þeir játuðu og upplýstist að hinn fjórði hefði verið með þeim og var hann handtekinn á nýársdag og játaði einnig að hafa tekið þátt í þessum þjófaleiðangri. Nokkru af peningunum skiluðu þjófarnir aftur svo og mestum hluta af tóbaksvörum þeim, er þeir stálu. Þá kom og í ljós við rannsókn málsins, að tveir þessara ungl- inga höfðu áður heimsótt kaup- félagsbúðina. Voru þeir þá með drengjum á svipuðu reki og stálu þá um 600 kr. í peningum og 30 lengjum af sígarettum. KEFLAVÍK, 2. jan. — Enn er nokkur ufsaveiði hér í höfninni Bárust 75 tonn á land í morgun frá fjórum bátum. Tjaldur var með mestan afla, 36 tonn. Fyrir áramótin hafði Fiskiðjan tekið á móti 357 tonnum af ufsa og eru þá komin á land 432 tonn. Auk I þess hafa um 100 tonn komið il 1 Njarðvíkur. — Ingvar. Nýfundna- heitinn var um fertugt, og lætur hann eftir sig konu og fimm börn. Samkvæmt skeyti frá skipstjór anum á Sólborgu náðist Skúli inn, en allar lífgunartilraunir voru árangurslausar en ekki er vitað um nánari tildrög. Mun togarinn sigla með líkið til Bona Vista á Nýfundnalandi, en þaðan verður það flutt heim. Togarinn lét úr höfn á ísafirði á annan jóladag. inn mikið skaddaður í andliti og þurfti að taka úr honum annað augað er suður kom. Drengurinn, sem slasaðist, er tólf ára gamall og heitir Guðmundur Þórðarson. Þetta er annað slysið, sem verð- ur af völdum sprengina hér með stuttu millibili. Laust fyrir jólin varð fullorðinn maður hér fyrir því, að kínverji sprakk í hendi hans. Slasaðist maðurinn nokkuð á hendinni og m.a. losnaði kögg- ull framan af einum fingri. Kom Hvammstangalæknir og gerði að sárum mannsins og saumaði kögg ulinn við, en ekki er enn vitað hvort hann missir framan af fingr inum. Þá varð einnig það slys hér 29. des., að gömul kona datt og handleggsbrotnaði. Þessi tíðu slys hafa verið ugg- vænlegri en ella sakir þess, að nú er hörgull á læknum hér um slóð- ir. Héraðslæknirinn, sem var hér til 1. des. sl., Arnbjörn Ólafsson, fluttist þá til Keflavíkur. Garðar Guðjónsson fékk þá veitingu fyr- ir Hólmavíkurlæknishéraði frá 1. des, en hann er ekki kominn hingað enn og ekki væntanlegur fyrr en 9. þ.m. Setti hann í sinn stað læknanema, sem er færeysk stúlka. Árneslæknishérað er nú lækn- islaust eins og oftast yfir vetur- inn í seinni tíð. Er mikill óhugur í mönnum hér yfir þessu ástandi í læknamálum, ekki sízt þar sem mislingar eru nú komnir í hér- aðið. — A.Ó. ÞEGAR liðnar voru um 150 mínútur af hinu nýja ári, gerði allmikla #njókomu hér í Reykjavík, en hún stóð ekki lengi. Logn var og ákaflega fallegt um að litast. Þcgar birti á nýársdagsmorgun var mjög fagurt útsýni frá bæn- um til hins snæviþakta f jalla- hrings, er baðaður var í skammdegissólinni, sem nú hækkar aftur sinn gang. — 1 trjágörðum voru greinar trjánna þaktar þykku snjólagi, en yfir bænum hvíldi mikil ró. Flestir tóku daginn seint, þvi lengi hafði verið vakað nóttina áður. En krakkarnir kunnu vel að meta svo ágætt veður og í dálítilli skíða- brekku utan f Öskjuhlíð voru þessar tápmiklu tclpur að renna sér á skiðum — þó færið mætti gjarnan vera betra, eins og ein þeirra komst að orði. (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.