Morgunblaðið - 14.01.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 14.01.1959, Síða 11
Miðvik'udagur 14. jan. 1959 MOROVN BLAÐIÐ 11 ÍS er oft ótraustur meðfram hraunum. Vatn, sem rennur eftir djúpum gjám eða umíir yfirborði hrauns, heldur uálega sama hita allt árið. Sama er einnig að segja um sumar uppsprettulindir í hlíð- um fjalla. Teikningi* sýnir vakir fram undan gjám (V). Margar þeirra eru alltaf auðar, en stækka þeg- ar dregur úr frosti. Lengra frá landi eru hringmyndaðar afætur (A) þar sem uppsprettuvatn streymir upp að yfirborðinu. ör- þunnur ís kemur á sumar af þess- um afætum í miklum frostum, en þegar frost verður vægara, bráðnar hann fljótlega. Til hægri er vök ,sem helzt op- in af því að fjallalind rennur þar í vatnið. Slysahætta á ísum vatna eftir sr. Jóhann Hannesson, Þingvöllum VETURINN er seztur að völd- um og fylgja honum frost og ísar. Nú hafa margir gaman af umferð um ísa, en aðrir fara þá til þess að stytta sér leið. Skal hér gerð nokkur grein fyrir helztu slysahættum, er ísnum fylgja, einkum á stöðu- vötnum. Vona ég að einhver mér fróðari maður taki að sér að greina frá slysahættu á ís- um fallvatna. Frostsprungur Þegar ís tekur að þykkna á Gjöf til barnaskól- ans í Þykkvabæ í Landbrodi MEÐ bré'fi dags. 3. sept. s.l. hefur Steinunn H. Þorsteinsdóttir til- kynnt skólanefnd Kirkjubæjar- hrepps, að hún hafi gefið bóka- safn sitt til barnaskólans í Þykkvabæ í Landbroti. Hefur safnið verið afhent skólastjóran- um Kristjönu Jónsdóttur, enda er henni falin umsjá safnsins ásamt skólanefndinni. Bókasafn þetta er bæði mikið og gott — alls 162 bækur, þar af 121, eftir íslenzka höfunda — flest úrvalsbækur. — Gefandinn, Steinunn Þórarins- dóttir er ættuð frá Þykkvabæ, fædd þar 4. nóv. ’84 en fór ung úr æskusveit sinni og hefur ekki dvalið þar síðan. Gjöf hennar ber vott um ríka ræktunarsemi og ást hennar til bernskustöðvanna. Fyrir hönd skólahéraðsins færi ég Steinunni innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og bið henni blessunar á ævikvöldi. Kirkjubæjarklaustri 9/1. 1959 Gísli Brynjólfsson. vatni, myndast jafnan frostbrest- ir vegna misþenslu íssins, eink- um í miklum frostum. Eins og menn vita, hefur ísinn meira rúm fang en það vatn, sem hann er myndaður úr. Þessir frostbrestir eru mjög sérkennilegir, en mynd- ast þó á sömu slóðum ár eftir ár, og þó eru þeir aldrei eins ár frá ári. Oft eru þeir aðeins fáeinir þumlungar á breidd, en þeir geta einnig orðið nokkur fet eða meir en faðmur á breidd, svo að ófært er yfir þá mönnum og skepnum. Sé frost lítið, vellur oft vatn upp úr þessum sprungum þótt ísinn sé traustur og fær bæði hestum og mönnúm. En sé frost mikið, þá frjósa brestirnir sam- an fyrr eða síðar. Myndast þá nýr ís brestunum, en hann er auðvitað þynnri en meginísinn, a. m. k. um nokkurt skeið. Tvískinnungur Nú rennur vatn upp úr frost- bresti eða rigningu gerir ofan á ísinn og tekur svo við vægt frost og myndast nýtt íslag ofan á hinu gamla, en vatn er á milli og er þetta nefnt tvískinnungur. Get ur vatn haldizt milli tveggja ís- laga í allmarga daga, ef frost er lítið. Sé neðra íslagið traust, er tvískinnungurinn ekki hættuleg- ur út af fyrir sig, en það gefur auga leið að gamlir frostbrestir í neðra íslaginu verða þá sérlega hættulegir og erfitt að varast þá, einkum ef snjóað hefur ofan á allt saman. ístungur og lausir jakar Litlar sprungur myndast út frá aðalsprungunum í ýmsar áttir og þeim mun mjórri sem tungurnar eru milli þeirra og stóru brest- anna, þeim mun hættulegri eru þær. Þessar ístungur ber sérstak- lega að varast er menn fara um ísinn. Komi of mikill þungi á broddinn á slíkri ístungu, brotn- ar broddurinn af og úr verður laus jaki. Sé jakinn laus og lítill, verður burðarþol hans mjög lít- ið, eins og gefur að skilja. En broddarnir á ístungunum geta einnig sprungið frá meginísnum af sjálfdáðum, enda má oft greina lausa jaka í hinum stóru frost- brestum. Allt þetta má með aug- um líta þegar ísinn er glær og ekki hefur snjóað á hann. En sé snjór á ísnum, er nálega ókleift að vara sig á þessari hættu í tæka tíð, enda hafa þaulvanir ferða- menn farið ofan í slíkar vakir á hestum sínum þótt ísinn hafi að öðru leyti verið traustur og aðrir ríðandi menn hafi farið ferða sinna óhindrað rétt hjá þeim, sem í vökinni lentu. Með lagi geta tveir menn bjargað hesti úr vök, en það er erfitt einum. Bíll myndi aftur á móti sökkva án þess að við neitt yrði ráðið, nema hann væri út- búinn stórum flotholtum. Undir slíkum kringumstæðum verður venjulega manntjón á djúpu vatni, með því að erfitt er að losa sig við bílinn í tæka tíð. Það gerðist á norsku stöðu- vatni í fyrra að venjuleg „dross- ía“ dró „Volkswagen“ á ís, sem var talinn mjög traustur og fóru báðir bílarnir niður um ísinn. Fórust allir í fyrri bílnum, en björguðust úr hinum síðari, af því að hægt var að opna þakið. Vakir og afætur Nú eru kaldavermsl víða með- fram ströndum vatna og út frá þeim eru jafnan svæði þar sem ís er mjög ótraustur eða myndast alls ekki hversu mikið sem frost kann að vera. Við Þingvallavatn rennur t. d. vatn úr gjám jafnt og þétt og þetta vatn veldur því að sum svæði með ströndum fram frjósa alls ekki, heldur eru þar opnar vakir. En stærð vak- anna fer að miklu leytí eftir frostinu og ísinn í kringum þær er afar þunnur. I 20 stiga frosti verða þær flestar litlar, nema ein, sem er fram af Silfrugjá og verður hún sjaldan minni en 1 km að lengd og 4—500 m að breidd og venjulega er hún stærri. Dragi svo úr frosti, að það verði t. d. 5—6 stig, taka vakirnar þegar að stækka. Ná- lægt þessum vökum er ísinn venjulega mjög ótraustur. Á sumum svæðum eru gjár og lindir undir yfirborði vatna og getur svo verið alllangt frá landi. Streymir vatn úr þeim og nær yfirborði og bræðir ísinn af í vægu frosti, en þunn ísskel mynd ast í miklum frosthörkum. Þegar er þíða tekur, verður ísinn á þess- um svæðum eins og teppi með mörgum hringmynduðum götum, ekki aðeins inn við land, heldur einnig alllangt frá landi. Slík svæði eru hér fyrir vestan ósa öxarár, á alllöngu svæði með- fram eystri barmi Almannagjár. Annað vaka- og afætusvæði er Vellankatla og allmargar víkur austan hennar og vestan og hér og þar meðfram hraunströnd vatnsins. Mikil slysahætta er á þessum slóðum, einkum þegar snjóföl er og slæmt skygni og breytir það engu um þótt ísinn annars staðar á vatninu sé meira en metri á þykkt. Gömlu kirkju- bækurnar sýna svo ekki verður um villzt að þetta svæði hefur verið hættulegt og það hefur eng- um verulegum breytingum tekið í seinni tíð. Hins vegar fara menn nú minna fótgangandi en áður hér um slóðir. Traustur eða ótraustur ís Burðarþol íssins fer ekki ævin- lega eftir þykkt hans. Úrkoma fellur á ísinn, bæði snjór og regn og það lag, sem þannig myndast, þiðnar og frýs til skiptis. íslagið getur verið allþykkt á útmánuð- um, en þá tekur dag að lengja. Sólskin og þíðviðri leiki r um ís- inn og hann meyrnar og tekur að leysast í sundur, þótt þykkt hans hafi litlum breytingum tekið. Þegar menn fara um is, nægir ekki að athuga þykkt hans, held- ur þarf að gefa gætur að allri gerð íssins og hafa í huga það tíðarfar, sem ráðandi hefur verið að undanförnu. Viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða, en það er enn viðsjálla á vordegi. Áður var talið að 2—3 þuml- unga ís væri manngengur og 4—6 þumlunga ís væri hestís. Var þá miðað við glæran, jafnfrosinn ís í frosti. Bifreiðir þurfa miklu sterkari ís en hestar, enda eru þær mjög misþungar. Þá má engan veginn treysta því að ís á sama stöðuvatni sé jafntraustur alls staðar. Vel get- ur verið að nokkur hluti issins á sama stöðuvatni sé 2—3 vikum eldri en aðrir hlutar hans og felst í þessu sérstök hætta og fer á þennan veg þegar saman fara frost og hvassviðri. Verður því ekki nógu oft brýnt fyrir mönn- um að kanna allt vel, sem að ísn- um lýtur áður en þeir treysta honum. Gott er einnig að ráð- færa sig við reynda menn, en það getur komið í stað varúðar og athygli. Varúíarreglur 1. Athuga þarf aldur íssins og hafa í huga það tíðarfar, sem verið hefur eftir myndun hans. 2. Broddstafi eða önnur verk- færi þarf að hafa til þess að geta kannað ísinn. 3. Forðast ber umferð um ísa i myrkri, snjókomu eða slæmu skygni. Mörg slys hafa hlotizt af því að menn hafa villzt af traustum ís yfir á ótraustan. 4. Spyrjast þarf fyrir um hættu- svæði og taka skal tillit til leiðbeininga um þau. 5. Varúðar skyldi gætt er fara þarf yfir frostsprungur, því þar geta lausir- jakar litið út sem fastur ís, einkum þar sem sprungur mætast. 6. Forðast skyldi að treysta vorís og yfirleitt öllum ís eftir lang- vinn þíðviðri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.