Morgunblaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. jan. 1959
P.V.G. Kolka:
Aldahvörf í Eyjum
eftir Þorstein Jónsson, Þingvöllum
ÓVÍÐA hefur orðið önnur eins
gerbylting á lífi manna og at-
vinnuháttum síðustu 60—70 árin
og sú, sem varð í Vestmanna-
eyjum. Fram til 1897 voru þar
eingöngu stundaðar handfæra-
veiðar á opnum skipum, sem
stjaka varð fram úr fjöru í h'verj-
urn róðri og setja upp í sand með
því, að skipshöfnin ýtti þeim á
bökum sér, og var það afarerfitt
verk og jafnvel hættulegt. Þegar
komið var að landi, var fiskur-
inn dreginn upp á seilum og féil
það verk í hlut kvenna og ungl-
inga. Saltfisksþvotturinn fór oft
fram í sjávarlónum, þar sem
karlmenn sátu eða lágu skinn-
klæddir við þvottinn, en konur
fluttu fiskinn að þeim og frá,
alvotar inn að skinni. Flestir lifðu
í örbirgð og þrifnaður var á mjög
lágu stigi, ef sönn er lýsing
Magnúss Stephensens, sem var
þar héraðslæknir fyrir tæpum
hundrað árum. Vatnsskorturinn
átti sinn þátt í óþrifnaðinum, eða
öllu heldur skortur vatnsbóla, því
að venjulega rignir nóg í Eyjum
og oft um of.
Fyrstu breytingarnar, sem
stuðluðu að bættum efnahag,
voru þær, að teknar voru upp
línuveiðar 1897 og vélbátaútgerð
hafin 1906, en það munaði líka
um þær, því að þetta bláfátæka
fiskiþorp, sem taldi 600 íbúa um
síðustu aldamót, breyttist á tutt-
ugu árum í blómlegasta útgerðar-
bæ landsins, en íbúatalan ferfald-
aðist.
Þetta blómatímabil endaði
snögglega með fjárhagshruninu
1930—31, sem var afleiðing
heimskreppunnar miklu og kom
harðast niður á Vestmannaeyjum
af ölium verstöðvum. Til þess
iágu tvær orsakir. Fiskurinn var
svo horaður og smár 1930, að
um 150 þorskar fóru í fullverkað
skippund á móti rúmlega 70 árið
áður, auk þess sem hann mátti
heita lifrarlaus, og sumarið 1930
var eitt hið versta óþurrkasum-
ar, svo að ómögulegt reyndist að
fullþurrka fiskinn á stakkstæði.
Þess vegna gat engin fisksala
farið fram fyrr en komið var
fram á næsta vetur og var verðið
þá fallið um 40% eða meira.
★
Saga þessa merkilega tímabils
útgerðarinnar í Vestmannaeyj-
um, 1890—1930, hefur nú verið
skrifuð að tilhlutun bæjarstjórn-
arinnar þar af Þorsteini Jónssyni
í Laufási. Nafnið Aldahvörf í
Eyjum er vel valið og höfundur-
inn er áreiðanlega sá hæfasti, sem
hægt var að fá, auk þess sem
Þorsteinn í Laufási er ágætlega
greindur og athugull, þá hefur
hann fylgzt með allti þessari þró-
un frá upphafi og átt sjálfur mik-
inn og merkilegan þátt í henni.
Hann hóf róðra á vetrarvertíð 15
ára gamall, 1896, hjá sægarpinu-
um mikla Hannesi Jónssyni hafn-
sögumanni, sem hann hefur sjálf-
sagt lært margt af. Hann var á
fyrsta bátnum, sem tók upp línu-
veiðar, og reyndar sá eini, sem
eitthvað hafði lært til þeirrar
veiðiaðferðar á Austfjörðum, þótt
ungur væri. Lengur mun þó Þor-
steins verða minnzt fyrir það, að
bann átti frumkvæði að kaupum
fyrsta vélbátsins, sem gekk frá
Eyjum á vetrarvertíð og var
sjálfur formaður á honum. Það
ár keypti einnig Sigurður Sigur-
finnsson hreppstjóri annan vélbát
og gengu þeir tveir einir 1906.
Reynslan af bát Sigurðar varð
ekki góð, en af bát Þorsteins slík,
að þegar á næstu vertíð voru
vélbátarnir orðnir 22 og voru eig-
endur þeirra samtals 119, en eftir
það voru gömlu róðrarskipin úr
sögunni.
Sigurður hreppstjóri var faðir
Einars útgerðarmanns og frysti-
húsaeiganda, sem löngu síðar
gerðist stærsti atvinnurehandi í
Eyjum, en ÞOrsteirin var aflasæll
og lánsamur formaður í 3—4 ára-
tugi og virkur þátttakandi 'i mörg
um þeim breytingum öðrum, sem
til framfara horfðu.
Við samningu bókar þessarar
hefur Þorsteinn ekki aðeinsstuðst
við opinberar heimildir og frá-
sagnir sér eldri manna, heldur og
við afla- og róðrarskýrslur Gísla
Engilbertssonar, tengdaföður síns,
Magnúss Guðmundssonar á Vest-
urhúsum, sem var einn af merk-
ustu sjósóknurum á sinni tíð, og
sinar eigin, sem hann hefur hald-
ið frá upphafi. í bók þessari er þv‘
að finna afarmikinn fróðleik, svo
sem nöfn allra vélbáta á þessu
tímabili, eigenda þeirra og fyrstu
formanna, stærð þeirra, kaupár
og afdrif þeirra margra. Hún er
því mjög merkilegt heimildarrit
fyrir síðari iíma menn og í henni
er fjöldi ágætra mynda.
★
Útgerð er ekki eingöngu í þvi
fólgin að draga fisk úr sjó, heldur
líka í því að verka aflann og
koma honum í verð. Sem vænta
má af gömlum sjómanni, er frá-
sögnin af sjálfri veiðinni og veiði-
tækjunum fyllri en frásögnin af
breytingunum í landi og þótt hún
sé einnig góð, þá finnst mér að
þar hefði sumt mátt vera ýtar-
legra, svo sem hin einstaka glappa
skotssaga hafnargerðarinnar. Þá
hefði verið vel við eigandi að geta
í því sambandi Ólafs heitins Auð-
unssonar bæjarfulltrúa, stjúp-
bróður Þorsteins, sem lengi var
ásamt honum í hafnarnefnd, en
Ólafur sýndi manna mestan á-
huga fyrir framgangi hafnarmáls
ins, þótt starf hans falli að miklu
leyti á árin eftir 1930. Ég sakna
þess að sjá ekki mynd af honum
í þessari myndauðugu bók, því
að Ólafur var sennilega hagsýn-
asti útgerðarmaðurinn á sinni tið
og sá, sem snjallastur var í því
að brjóta til mergjar allt, sem
snerti afkomu útvegsins. Maklega
er getið dugnaðar og áhuga Gísla
Magnússonar í því að reyna ýms-
ar nýjar leiðir í útgerð, þótt ekki
spynni hann silki á þeim öllum,
en ekki er á það minnzt, að hann
gerði fyrstu tilraunina með út-
flutning á frystum eða ísuðum
bátafiski. Þá hefði verið gaman að
fá að vita eitthvað um tildrögin
og undirbúninginn að verzlunar-
samtökum útgerðarmanna, kaup-
félaganna Herjólfs, Bjarma, Fram
og Drífanda, en Þorsteinn er lík-
lega einn eftirlifandi af stofnend-
um Bjarma, sem var mjög öflugt
fyrirtæki um tíma. Félög þessi
áttu sinn þátt í uppgangi út-
gerðarinnar.
Ekki er drepið á þann þátt, sem
lögin um skipulag bæja höfðu á
betra fyrirkomulag útgerðarinn-
ar í landi, en um framkvæmd
þeirra stóð oft mikill styrr. Við
Magnús heitinn Isleifsson, sem
vorum saman í byggingarnefnd
þau ár, sem ég sat í bæjarstjórn,
1926—34, urðum oft að standa í
ströngu, er við börðumst fyrir
því að bærinn fengi í sínar hend-
ur yfirráðin yfir hinum þröngu
og óþrifalegu króm upp af Bæjar-
bryggjunni og garðholunum upp
af Básaskersbryggju, til þess að
hægt væri að reisa þar samstæðu.
stórra aðgerðarhúsa, hæfilegra
fyrir heila báta. Þau hús þykja
að vísu ekki sérlega glæsileg nú,
en voru á sínum tima stórkostleg
framför.
Þá kem ég að einu atriði, sem
ég tel blátt áfram villandi, en það
er frásögnin um byggingu fyrsta
fiskþurrkunarhússins í Eyjum.
Hana er eðlilegast að skilja svo,
að Jón Jónsson í Hlíð hafi þar
haft forustu, en svo var alls ekki.
Hann skrifaði að visu eitthvað
um nauðsyn þess máls, þegar hún
lá ljós fyrir öllum, en annan
þátt átti hann ekki « því. Það var
ég, ásamt Jóni Sverrissyni yfir-
Svissneska flutningaskipið Nyon strandaði nýlega í niðaþoku á Forth firði. Skipið hafði skömmu
áður Iátið úr höfn í Leith og var fyrirhugað að það sigldi til Dakar í Vestur-Afríku. Hér sjást
ieifar skipsins á ströndinni, en brimið gengur yfir flakið.
fiskmatsmanni og Kristjáni heitn-
um Egilssyni, sem áttum frum-
kvæðið að stofnun hf. Freyr, en
það félag reisti þurrkhúsið, og
var stofnað í þeim tilgangi. Þetta
ætti öllum rosknum Vestmanna-
eyingum að vera ljóst í minni,
ekki hvað sizt höfundinum, sem
tók þátt í félagsstofnuninni og
eignaðist húsið ásamt Stefáni
Guðlaugssyni, þegar bankinn
gerði fyrirtækið gjaldþrota eftir
fjárhagshrunið 1930—31.
★
Þrátt fyrir örar og stórkostleg-
ar framfarir í öflun veiðitækja
og kapphlaup um stærri og gang-
hraðari báta, sem var stundum
og er enn meir til ógagns en hagn
aðar, þá var öll meðferð aflans,
þegar í land kom, með miðalda-
brag í Eyjum fram yfir 1920. Afl-
anum var skipt á bryggju og ekið
á handvögnum upp í fiskkrærn-
ar, sem margar voru ekki nema
12—20 fermetrar, eins og höfund-
ur minnist á. Eina framförin við
þann flutning var sú, að fiskin-
um var ekið á handkerrum, en
hann ekki dreginn á seilum í
gegnum svaðið. í aflahrotunum
var ómögulegt að koma aflanum
undan, þótt menn stæðu við að-
gerðina þangað til þeir hnigu í
ómegin, legðust í rúmið af of-
þreytu og svefnleysi eða skáru
sig á flatningshnífunum, sveim-
andi milli svefns og vöku við
vinnuna. Kasir með þúsundum
eða jafnvel tugum þúsunda
þorska gátu legið á bryggjunum
í vorsólskininu og það jafnvel
dögum saman, af því að ómögu-
legt var að komast yfir aðgerðina
með því fyrirkomulagi, sem á var,
og fóru við þetta geysileg verð-
mæti í súginn. Sá siður var lengi
hafður að hætta ekki vinnu fyrr
en lokið væri aðgerð úr hverjufn
róðri, þangað til Gunnar Ólafs-
son & Co. tóku fyrstir upp þá
reglu að láta hætta kl. 12 að
kvöldi, svo að menn fengiu
nokkra svefnhvíld hverja nótt, og
reyndust afköst með því betri,
enda þá tekið upp af flestum.
Það sem mér ofbauð sem lækni,
þegar ég fór að kynnast nokkuð,
var sú óhemjulega og heilsuspill-
andi sóun á mannlegri starfsorku,
sem fylgdi úreltum vinnubrögð-
um við aðgerðina. Hverjum sér-
stökum þorski var hent upp á
bryggju með handafli, þaðan aft-
ur einum og einum upp í hand-
vagn og ekið upp í krærnar. Þar
þurfti að lyfta honum 4—5 sinn-
um með handafli i mjaðmarhæð
til þess að afhausa hann, slíta úr
honum innyflin, skola hann,
fletja hann, skola hann aftur og
salta hann í stafla. Það gátu farið
2—300 metertonn eða meira af
orku í sífelldar lyftingar og upp-
tökur á dagsafla úr einum báti á
netavertíð og þessi orka var vel
að merkja vöðvaorka, sem kostaði
sífellt bogr og bakraun. Eina
skynsamlega aðferðin við þann
stórrekstur, sem aflabrögðin voru
orðin, var auðvitað sameiginleg
aðgerð af mörgum bátum, þar
sem hægt var að koma að véla-
afli í stað vöðvaorku. Lausn þessa
máls sótti á mig og varð til þess,:
að við Þórður Runólfsson, núver-
andi forstjóri Vélaeftirlits ríkis-
ins,, sem þá var ungur verkfræð-
ingur, nýkominn frá Þýzkalandi,
gerðum í félagi teikningar að
þriggja hæða húsi, þar sem hægt
var að taka fiskinn á færibandi
upp á efstu hæð og láta hann
síðan renna undir sínum eigin
þunga af einu aðgerðarborði á
annað og í gegnum þvottatromml-
ur niður á neðstu hæð til söltun-
ar, en úrgangur allur um sérstak-
ar rennur niður á bíla, sem flyttu
hann brott, án þess að þeir, sem
við þetta ynnu, þyrftu nokkurn
tíma að beygja sig eða taka fisk-
inn upp með handafli. Þessa teikn
ingu á ég enn.
Árið 1928 gerðum við Jón
Sverrisson samning við fjóra
unga dugnaðarmenn, sem höfðu
eignast bát, um að kaupa af þeim
allan aflann fyrir ákveðið lág-
marksverð, en skipta með þeim
til helminga mismuninum á því
verði og endanlegu söluverði, að
frádregnum verkunarkostnaði.
Auk þess keyptum við ýmsa
bátshluti á gangverði. Þetta
var ágætt aflaár og fiskverð
fór hækkandi, svo að fyrir-
tækið gekk vel. Þessu héld-
um við áfram næsta ár í
nokkru stærri stíl, því að þá
hafði ég keypt á mjög hagkvæmu
verði Geirseyrina, stórt fiskhús
á þremur hæðum við Bæjar-
bryggjuna, ef dánarbúi Jóns Lax-
dals. Við settum rafmagnslyftu
í húsið til þess að flytja fiskinn
til á milli hæða og var gert all-
mikið gys að þeirri nýbreytni, en
lyftan gerði betur en að borga sig
á fyrsta ári í vinnusparnaði. Um
sumárið breyttum við þessu fyrir-
tæki í hlutafélag með því mark-
miði að reisa þá þegar stórt fisk-
þurrkunarhús austur á Urðum og
gera þar jafnframt stakkstæði.
Stofnendur urðu alls 10, en aðal-
maðurinn ásamt okkur Jóni var
Kristján Egilsson, sem varð verk-
stjóri á fiskverkunarstöðinni, og
vorum við þrir í stjórn félagsins.
Ætlun mín var að byggja síðar
aðgerðarhús slíkt sem lýst var
hér að framan, ef allt gengi vel.
Þurrkhúsið kom í mjög góðar
þarfir eftir hið óskaplega óþurrka
sumar 1930, því að mestallur fisk-
ur úr Eyjunum fékk þar þá fulln-
aðarþurrkun, sem á vantaði um
haustið. Fjárhagshrun útgerðar-
innar þetta kreppuár hefði því
orðið enn geigvænlegra en það
varð, ef hf. Freys hefði ekki notið
við, en sökum fiskkaupa félags-
ins, sem m. a. voru gerð til að
tryggja nægt verkefni, varð tap
á rekstri þess, sem nam á 2.
hundrað þúsund krónum. Útvegs-
bankinn, sem hafði veð í öllum
fiski Eyjaskeggja og naut því
einnig góðs af starfsemi félagsins,
gerði það samt sem áður gjald-
þrota og gekk auk þess að stjórn
félagsins, sem hafði orðið að
ganga í persónulega ábyrgð fyrir
. skuldbindingum þess. Fasteignir
félagsins fóru auðvitað á lágu
verði mitt í kreppunni, en urðu
gróðafyrirtæki fyrir síðari eig-
endur.
★
Ég hef aldrei þekkt ráðvandari
menn og heiðarlegri í alla staði
en Jón Sverrisson og Kristján
Egilsson, mína ágætu meðstjórn-
endur í hf Freyr, en þeir urðu
að deila með mér því hlutskipti
að verða fyrir eignatjóni og
mannorðsspjöllum í sambandi við
það fyrirtæki. Þeir voru báðir
miklu eldri menn en ég og mig
tók það sárt, að þeir höfðu ekki
sömu skilyrði og ég til þess að
vinna það tjón upp aftur. Annar
þeirra hefur hvílt urn árabil i
gröf sinni, hinn er orðinn blindur
og ellihrumur, en það má ekki
minna vera en að við séum látnir
njóta sannmælis lífs og liðnir,
það, að félagið, sem við stofnuð-
um og stjórnuðum, bjargaði út-
gerðarmönnum í Vestmannaeyj-
um frá því að láta fisk sinn ónýt-
ast eða senda hann til Reykja-
víkur og Vestfjarða til þess að fá
hann fullþurrkaðan, haustið 1930.
Ég hef sagt þessa sögu eins og
hún gerðist og munu margir Vest-
mannaeyingar vera tilbúnir að
votta hana með mér. Ég tel það
mikinn galla á jafnágætri bók
sem Aldahvörfum í Vestmanna-
eyjum, að frásögnin um tildrögin
að stofnun hf. Freys skuli vera
svo óljós, að hún virðist þökkuð
manni, sem ekki kom nálægt
henni. Ég hef ekki nema
gott eitt að segja um Jón
heitinn í Hlíð, sem var um
tíma góður samstarfsmaður
minn í bæjarstjórn, en ég get ekki
talið hann hafa verið þann áhrifa
mann, að tvær stuttar blaða-
greinar frá hans hendi hafi vegið
meira en sú fyrirhöfn, eignatjón
og skapraun, sem stjórn hf. Freys
varð á sig að leggja, og að þær
greinar séu því maklegri til að
geymast í utgerðarsögu Vest-
mannaeyja. Ég vona, að höfundur
bókarinnar, sem mér er að góðu
kunnur frá gömlum dögum, taki
þessari Ieiðréttingu minni vel,
enda viðurkennir hann fyllilega,
að þurrkhúsið hafi verið mesta
þarfafyrirtæki frá upphafi.
Það má alltaf um það deila,
hvað taka á með í sagnfræðirit
og hverju sleppa, og verður höf-
undur að vera að því sjálfráður
meðan hann raskar ekki réttum
staðreyndum, en öðrum heimilt
að leggja sitt mat á. Enda þótt
ég hefði kosið, að frásögn Þor-
steins í Laufási hefði verið ýtar-
legri í þeim atriðum, sem ég hef
drepið hér á, þá tel ég mikinn
feng að bók hans og álít hana
vera Vestmannaeyingum til sóma
og höfundi hennar fyrst og
fremst, sem með henni hefur bætt
einum þætti enn í sögu sinnar
dáðríku ævi.
P. V. G. Kolka.