Morgunblaðið - 14.01.1959, Síða 18

Morgunblaðið - 14.01.1959, Síða 18
1€ MORCVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. jan. 1959 Kveðja frá Málleysingja skólanum til frú Mar- grétar Th. Rasmus Ceir Zoega Kyeðja frá dönsku Landmœlingasfofn- uninni DR. PHIL. EINAR ANDER- SEN, prófessor og forstjóri Landmælingastofnunarinnar í Kaupmannahöfn, hefir sent Morgunblaðinu eftirfarandi minningargrein um Geir Zoega, fyrrverandi vegamála- stjóra: Að kvöldi sunnudagsins, 4. jan., barst mér í hendur sím- skeyti um, að Zoega, fyrrverandi vegamálastjóri, hefði látizt sam- dægurs og næsta dag birtu blöð- in minningargreinar. Þrátt fyrir 20 ára aldursmun höfðum við kynnzt allnáið, þar sem starfs- svið okkar lágu saman, og því langar mig með þessum línum til þess að flytja honum mína síð ustu kveðju með því að staldra við nokkrar minningar, sem við áttum sameiginlegar frá því, er ég heimsótti ísland sumarið 1956, en þai; hafði ég umsjón með landmælingum, sem Danir, Islendingar og Bandaríkjamenn unnu að í sameiningu og voru liðir í því að tengja saman stig- mælingar í Evrópu og Banda- ríkjunum. I Ég hafði aldrei áður heimsótt sögueyna, og vegamálastjóri fór með mig um vegina, sem hann hafði haft umsjón með að leggja, ) þar sem hann þekkti allt og alla, ' hverja bugðu og hvert útskot, hvert hús og býli, og svo að segja hvern mann. Hann elskaði land sitt og var mjög fús til að kynna það. Þetta voru erfið ferðalög, því að alltaf var eitt- hvað á seyði. Við fórum út úr bílnum til að skoða umhverfið nánar, inn í bílinn aftur og áfram var haldið. Þrátt fyrir allháan aldur og veikindi var hann enn sem ungur maður, ötull og glað- vær. Hann sagði vel frá, enda var hann öllu kunnugur, og samt var alltaf eitthvað, sem hann kom nú auga á í fyrsta sinn. Við fórum saman í sjö klukku- stunda flugferð yfir allt ísland í bandarískri herflugvél, og ég gleymi því ekki, hvernig hann svo að segja hvíldarlaust gekk frá einum glugga til annars til að geta séð allt, sem fyrir aug- un bar, og tókst þannig að sjá staði, sem hann hafði ekki heim- sótt. Já, hann þekkti og elskaði land sitt, en hann þekkti líka Danmörku, og honum þótti einn- ig vænt um Danmörku. Við vit- um öll, að hagsmunir íslendinga og Dana hafa ekki alltaf farið saman, en þó að hann hefði að sjálfsögðu sína skoðun og sínar óskir, þá fóru allar viðræður okkar fram í mestu vinsemd, því að hann þekkti Danmörku svo vel, að hann gat einnig séð vandamálin frá okkar hlið. Ég mun sakna reglulegra og ávallt kærkominna heimsókna hans í skrifstofu mina í Províant- gaarden á hverju misseri. Ég sé hann enn fyrir mér, er hann heimsótti mig siðast fyrir fáum mánuðum. Hann var ekki heill heilsu, en reyndi að láta lítið á því bera. Annað veifið stóð hann á fætur og gekk eirðarlaus um hið stóra herbergi. Hann nam staðar fyrir framan stórt mál- verk af fyrrverandi yfirmanni stofnunarinnar, Nörlunnd prófess or, sem hann þekkti vel og hafði oft sótt heim. Síðan nam hann staðar frammi fyrir stóru mál- verki frá íslandi, sem er gjöf frá íslenzka ríkinu. Og loks staldraði hann við fyrir framan silfurvörðuna, sem íslendingar gáfu stofnuninni, er hún átti 200 ára afmæli fyrir aðeins tveimur árum. Nú hefir hann fengið hvíld. Ég hefi misst góðan vin, en ísland hefir misst einn sinna beztu sona. Blessuð sé minning hans! Lýðveldi Kwame Nkrumah forsætisráð- herra Ghana er staddur í Kairo á leið heim til sín eftir heimsókn ina til Indlands. Hann lýsti þvi yfir í dag í samtali við blaða- menn, að lýðveldi yrði ekki stofn- að í Ghana á þessu ári, „En ég vona að það verði á næsta ári.“ Nkrumah sagði að ríkisstjórn Ghana væri þegar farin að undir- búa lýðveldisstofnunina, en það væri mikið verk að breyta stjórn- arskrá og lögum í sambandi við það. HEYRNAR- og málleysingjar eru sem betur fer fámennur hóp- ur með hverri þjóð og því er það að vonum að þeirra málefni séu ekki oft efst á baugi. Eigi að síð- ur eiga fræðslumál þeirra sér nokkra sögu þó hún sé næsta stutt samanborið við sögu al- mennrar fræðslu. Skóli fyrir þá hér á landi hefur nú starfað bráð- um í heila öld. Annan dag þessa nýbyrjaða árs var til moldar borin frú Margrét Th. Rasmus, en hún hafði lengst allra íslendinga veitt skóla fyrir heyrnar- og málleysingja á ís- landi forstöðu. Fyrsti skólinn í heiminum fyrir heyrnar- og málleysingja var stofnaður í Frakklandi árið 1775, en annar í Þýzkalandi litlu síðar. Skólar þessir notuðu sína kennsluaðferðina hvor. Franski skólinn byggði alla sína kennslu á fingra- og bendingarmáli, en sá þýzki lagði megin áherzluna á að kenna heyrnar- og málleysingj- um mál. Vegna þess að þýzki skól inn hélt kennsluaðferð sinni leyndri náði franska kennsluað- ferðin meiri útbreiðslu. Þegar brautryðjandi heyrnar og málleys ingjakennslunnar í Danmörku, Peter Akte Castberg læknir vildi læra heyrnar- og málleysingja- kennslu um aldamótin 1800 varð hann að stunda nám við franska skólann. Danir lögleiddu fyrstir allra þjóða skólaskyldu fyrir heyrnar- og mállaus börn árið 1807. Fyrsti íslenzki heyrnar- og málleysingjakennarinn sr. Páll Pálsson í Þingmúla lærði árið 1864 þá kennsluaðferð, sem notuð var í danska skólanum og var hún notuð hér á landi til ársins 1922, en það ár sigldi frú Margrét Rasmus til Kaupmannahafnar til að kynna sér frekar sína sér- stöku kennslugrein. Þá hafði danskur maður dr. Georg Forchammer fundið upp nýja kennsluaðferð, sem hann kallaði „Mund-Haand-system“. Kennsluaðferð þessi byggðist á því að sýna með handarhreyfingu þau hljóð málsins, sem voru ill- eða ólæsileg af vörum. ÍDr. Fore- hammer aðstoðaði frú Rasmus við að breyta þessu kerfi svo það væri nothæft við ísl. mál. Frú Rasmus sagði mér eitt sinn, að þegar hún hafi komið úr þessari ferð hafi hún hitt þáv. fræðslumálastjóra, Jón Þórar- son. Hann hafi spurt sig um ferða lagið og hún ságt honum, að sér lægi við að óska þess að hún hefði aldrei farið þessa ferð, a.m.k. vildi hún heldur að hún hefði aldrei séð þessa nýju kennslu-aðferð og þann árangur, sem náðst hefði með henni, ef hún gæti ekki tekið upp sömu kennsluaðferð hér. En frú Rasmus mætti jafnan erfiðleikum með kjarki og festu og með sínum óvenjulega dugn- aði sneri hún sér að því að koma á ■ í skóla sínum hinni nýju kennsluaðferð og notaði hana með góðum árangri þar til hún hætti störfum. Með því vann hún mikið braut ryðjandastarf í ísl. heyrnar- og málleysingjakennslu og auðveld- aði mjög þeim, sem á eftir komu að nota þá kennsluaðferð, sem nú er talin bezt. Nemendahópur heyrnar- og málleysingjakennara er alltaf miklu fámennari en almennra kennara, en samband þeirra fyrr nefndu við nemendurna verður venjulega miklu nánara. Fáir heyrnar- og málleysingjakennar- ar hafa eignast eins marga nem- endur og frú Rasmus og sam- band hennar við þá hélzt alla hennar ævi. Þeir leituðu jafnan til hennar þegar erfiðleika bar að höndum og það hve fús hún var til að leysa vandræði þeirra bar tryggð hennar til þeirra fagurt vitni. Nú við ævilok frú Margrétar Th. Rasmus hugsa hennar mörgu nemendur og foreldrar þeirra til hennar með söknuði og þakklæti, og við, sem nú störfum við heyrnar- og málleysingjakennslu þökkum henni það starf, sem hún vann og greiddi með götu okkar. Rvík, 6/1. ’56 Brandur Jónsson. Austturbæ jarbíó: HRINGJARINN FRÁ NOTRE DAME SKÁLDSAGA Victors Hugo’s um hringjarann Quasimodo frá Notre Dame, sem kvikmynd þessi er byggð á, er stórbrotið verk og áhrifamikið. — Hringjarinn gætir klukknanna í hinni frægu kirkju í París. Hann er kroppinbakur og afskræmdur í andliti, svo að flestir óttast hann og hryllir við honum. Því er hann dulur og einmana, — en á bak við hið ófrýnilega ytra borð býr heitt hjarta og ríkar tilfinningar. Er átakanlegt og áhrifamikið að sjá hversu heitt þetta olnbogabarn lífsins ann hinni ungu og fögru sígaunastúlku, Esmeröldu, sem ákærð hefur verið fyrir morð og galdra, en hann bjargar úr klóm „réttvísinnar". og felur hjá sér uppi í kirkjuturninum. Er eins og ljótleikinn í andliti Quasimod- os hverfi, er hann horfir á Es- meröldu dansa og bros hans gefur honum barnslegan og mildan svip. — Efni myndarinnar verður hér ekki rakið, en það skal sagt að myndin, sem tekin er í litum, er stórbrotin og áhrifarík eins og sagan, ágætlega gerð og vel leik- in. Einkum er frábær leikur Ant- hony Quinn í hlutverki hringjar- ans og Gina Lollobrigida, er leik- ur Esmeröldu, er glæsileg og leik- ur hennar allgóður. NÝJA BÍÓ: GAMLI HEIÐARBÆRINN ÞESSI þýzka kvikmynd, sem tek- in er í litum, gerist að miklu leyti í litlu sveitaþorpi í Þýzkalandi, en einnig í glæsilegu og riku heimili í Hamborg, einhvern tíma á áratugunum fyrir síðustu alda- mót, enda ber hún að efni og btæ brag þess tíina: fjallar um ungu og auðugu stúlkuna, sem auk þess er glæsileg, en hafnar girnilegum manni á sjálfum brúðkaupsdeg- inum, er hú» kemst að því á síð- ustu stundu að hann er óþokki. Eftir það leitar hún út í kyrrð og fegurð sveitalífsins og þar hitt- ir hún fyrir hinn setta mann, — gjörfulegan skólakennara, göfug- an og góðan dreng. — Þau fella hugi saman, og eftir ýms mót- stæð atvik, giftast þau. Mynd þessi er hugnæm, og boð- skapur hennar heilbrigður, en full tilfinningasöm og rómantísk í gömlum stíl. — Hún er og vel leikin og dável gerð. En hún er orðin nokkuð slitin og er það á- horfandanum til nokkurs ama. Barbara Rútting, sem margir hér munu kaiinast við úr mynd- inn Christine, sem sýnd var hér í Bátar og togarar landa á Akranesi AKRANESI, 13. jan. — Tólf bát- ar fóru á sjó héðan í dag. Hjá þeim, sem komnir eru að, er afl- inn 4—6 tonn. í gær voru þeir einnig 12 talsins og var heildar- aflinn þá 70 tonn. Var þá mest- ur afli á bát 7 tonn. Togarinn Bjarni Ólafsson kom seint í gærkvöldi af Fylkismið- um með um 280 tonn af karfa og togarinn Akurey kom kl. 11 ár- degis í dag af sömu miðum með um 290 tonn af fiski. Aflinn er mestmegnis karfi en lítils háttar af lúðu og þorski. Veðráttan á Fylkismiðum, sagði einn togaramaðurinn, ein kennist af mikilli úrkomu, annað hvort stöðugar rigningar eða mikil snjókoma. — Oddur. Austurbæjarbiói (að mig minnir) fyrir skömmu, leikur aðalhlut- verkið, hina u*gu, auðugu stúlku, Barbara Rútting er glæsileg kona og mikill persónuleiki, en hefur ekki, að mér virðist fjölbreyti- lega leikgáfu. Claus Holm fer vel með hlutverk skólakennarans. En langbezt er leikið hlutverk drykkjurútsins. Fer þar saman, afburðagóð týpa og snilldarlegur leikur. — Ego. TJARNARBlÓ: ÁTTA BÖRN Á EINU ÁRI. ÞAÐ hefur margt drifið á daga snjalla ameríska gamanleikarans Jerry Lewis í þeim kvikmyndum hans sem við höfum átt kost á að sjá hér, og alltaf er hann jafn skemmtilegur hvað sem á geng- ur. — I mynd þeirri, sem hér er um að ræða, verður hann átta barna faðir á einu ári, það er að segja, hann fóstrar fyrir kvik- myndastjörnu þríbura hennar — og seinna eignast hann af eigin rammleik og vitanlega með góðri aðstoð konu sinnar, fimm stykki í einu. Hefur margur látið sig muna um minna!, enda verður Jerry töluvert um þetta og er þá ekki að spyrja að svipbrigð- unum. En ekki er vert að rekja frekar efni myndarinnar, enda væri það ekki auðgert, því að svo ótalmargt sprenghlægilegt kem- ur þar fyrir. Jerry Lewis er einn af skemmti legustu gamanleikurum, sem nú eru uppi, aldrei grófur í gáska sínum en bráðfyndinn og svip- brigði hans ótrúlega fjölbreytt og brosleg. Mynd þessi hefur „gengið“ fyr- ir fullu húsi í Tjarnarbíói síðan um jól og enra virðist ekki lát á aðsókninni. Er það vonum þvi að myndin er bráðskemmtileg og á- gætlega gerð. Hún er tekin í lit- um. — Ego. Gagnfræðaskóla- nemendur i skautaferð AKRANESI, 12. jan. — Upp úr hádeginu í dag bjuggu gagnfræða skólanemendurnir sig af stað með nesti og nýja skó, með áföstum skautum, og fóru á fjórum lang- ferðabílum inn fyrir Akrafjall. Ætlar æskufólkið að renna sér á skautum til kvölds á Eiríksvatni, sem er nú lagt ágætis skauta- svelli. — Oddur. U nglinga vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi Nesvegur Bráðræðisholt F álkagata |llí>rgn$EÍ)Iali^ Aðalstræti 6 — Sími 22480. > KVIKMYNDIR * SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.