Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 6
6
MOnr.T'vor 4ÐIÐ
Lausfardagur 17. jan. 1959
l»essi sögufræga mynd var tekin, er Molotov, þáverandi utanríkisráðherra, undirritaði samn-
ing um hernaðaraðstoð til handa stjórn Kuusinens yfir hinum „sameinuðu“ Kirjálaðahéruðum.
Á myndir,ni eru frá vinstri: Terijoen, Voroshilov, þáverandi hermálaráðherra Rússa, Stalin
og Kuusinen.
Alvarlegt ástand í Finnlandi
ar að rætast, Kirjálahéruð hefðu
verið sameinuð — og brátt
mundi allt Finnland lúta „alþýðu
stjórn“.
En hinn „langþráði draumur"
finnsku þjóðarinnar rættist ekki,
því að hún reis upp sem einn
maður gegn hinu kommúníska
ofbeldi, enda þótt 10 Rússar
stæðu þar gegn hverjum einum
Finna. Andspyrna Finna var slík,
að Rússar neyddust til að gera
friðarsamninga og Kuusinen sá
enn ekki hinn „langþráða draum“
ÞJÓÐARINNAR rætast.
Kuusinen hefur enn með hönd-
um yfirstjórn undirróðurs og
skemmdarverka erlendis og er
starfsmaður rússneska utanríkis-
ráðuneytisins, var m.a. í opin-
berri 9endinefnd, sem fór til
Belgíu fyrir þremur árum.
Dóttir hans, Herta Kuusinen,
sem er ein hin valdamesta meðal
kommúnista í Finnlandi, fæddist
i Finnlandi árið 1904. Hún er
fyrsta barn Kuusinen og dvaldist
áfram í heimalandinu eftir að
faðir hennar flúði til Moskvu
árið 1918. En 1922 kvaddi Kuus-
inen hana austur til sín — og fór
hún með leynd úr landi. í 12
ár var hún með föður sínum í
Rússlandi, bjó með honum á Lux-
hótelinu við Maxim Gorki-götu
í Moskvu, en það hótel er aðal-
aðsetur erlendra kommúnista,
ENDA þótt margt hafi fallið í
skuggann af Berlínardeilunni og
rússneska tunglskotinu, megum
við ekki missa sjónar á Finn-
landi, því að stjórnmálaþróunin
þar getur orðið örlagarík. Allt
bendir nú til þess, að Rússar
séu nú I þriðja sinn á 20 árum
að reyna að sölsa undir sig Finn-
land.
Kommúnistaflokkurinn í Finn-
landi er stór og öflugur, komm-
únistum er þar hægara um vik,
en alls staðar annars staðar að
flytja fé og áróðursmenn inn í
landið frá Rússlandi. Samt sem
áður er flokkurinn ekki það öfl-
ugur, að hann geti tekið völdin
á lýðræðislegan hátt eins og sakir
standa. Viðskiptaógnanir Rússa
hafa ekki komið Finnum á kné,
en nú bendir margt til þess, að
Krúsjeff sé að hugsa um að reyna
að leika þann leik ,sem Stalín
lék í Eystrasaltsríkjunum fyrir
síðari heimsstyrjöldina. Hann
krafðist þess, að kommúnistar
yrðu teknir í stjórn, síðan krafð-
ist hann herstöðva — og að 8
mánuðum liðnum hafði hann lagt
undir sig öll löndin með her-
valdi.
f Finnlandi á Krúsjeff marga
einlæga bandamenn, sem eiga þá
ósk heitasta, að ættjörð þeirra
verði innlimuð i hið austræna
Otto Kuusinen, myndin tekin
í Belgíu 1956, er hann kom
þangaff í „þingmannanefnd“.
lögregluríki. Einn þessara banda
manna Krúsjeffs er Herta Kuus-
inen, aðalritari finnska kommún-
instaflokksins — og aðalstjórn-
andi og skipuleggjari flokksins
heima fyrir. Hún á líka annan
stóran draum í sambandi við
fangelsun finnsku þjóðarinnar.
Faðir hennar, Otto Kuusinen, sem
um 40 ára skeið hefur verið í
Rússlandi og þjónað einræðis-
herrunum í Kreml þar dyggilega,
virðist standa næst því að hljóta
æðsta embættistitil í Finnlandi,
ef það yrði kommúnismanum að
bráð.
Otto Kuusinen er fæddur í
Finnlandi, gerðist í upphafi liðs-
maður kommúnista. Hann var
fremstur í flokki þeirra, er þeir
reyndu að brjóta Finnland und-
ir sig 1918, en varð að flýja land,
þegar finnska þjóðin reis upp og
hrakti kommúnista af höndum
sér. Leitaði Kuusinen til Moskvu,
Komintern var stofnað árið 1919
og var Kuusinen skipaður ritari
þess, en almennt er hann talinn
faðir Komintern. f fyrstu hafði
hann á hendi yfirstjórn undir-
róðurs kommúnista í Ameríku,
en síðar fékk hann Asíu til um-
ráða. Hann hefur hingað til slopp-
ið við allar hreinsanir í Rússlandi,
hann var náinn undirmaður Stal-
ins — og síðar Krúsjeffs. Ástæðan
til þess, að hann hefur alltaf
sloppið, er talin sú, að hann sé
mjög þjónslundaður gagnvart
yfirboðurum sínum hver sem yf-
irmaðurinn er í það og það sinn-
ið.
Stalin skipaði Kuusinen forsæt-
isráðherra A-Kirjálahéraða árið
1939 og var meginhlutverk hans
að grafa undan lýðræðinu í Finn
landi svo að innreið Rússa yrði
auðveldari.
Þegar Rússar létu svo til skar-
ar skríða og Vetrarstríðið hófst
1939 skipaði Stalin Kuusinen for-
sætisráðherra hinna „sameinuðu"
Kirjálahéraða. (V-Kirjálahórað
var finnskt land). Sagði Tass-
fréttastofan rússneska við þetta
tækifæri, að nú væri langþráð-
ur draumur finnsku þjóðarinn-
Herta Kuusinen
skrifor úr
daglegq iífinu
Um flugstöðina
á Egilsstöðum
E'LVAKANDA hefur borlzt
bréf frá Stefáni Einarssyni
á Egilsstöðum, vegna greinar-
korns í pistlum Velvakanda 9.
þ. m. þar segir:
„Umrædd frásögn hlýtur að
vera frá 18. des. sl., þegar Skæ-
mastervélin ,,Sólfaxi“, sem átti að
fljúga Rvk.—Ak.—Eg., gat ekki
lent á Akureyri og kom því til
Egilsstaða með 31 farþega innan-
borðs, sem ætluðu til Akureyrar,
auk þeirra sem komu til Egils-
staða. Nú er það svo, að aðstöðu
allri og aðbúnaði við ílugvelli hér
a Egilsstöðum og annars staðar
á landinu er mjög ábótavant og
má með réttu margt að því finna.
Þetta skilja engir betur en þeir
sem vinna við flugvellina. En á-
minnst grein er svo full af ósann-
indum, að ég geri mér ekki ljóst
hvaða málstað slíkur rrálflutn-
ingur á að þjóna. Vil ég því í
stuttu máli leiðrétta það sem
ranglega er sagt í greininni.
1. Biðin er sögð 5 klst. Það
rétta er að það voru nákvæm-
lega 2 klst. 28 mín. frá því vélin
lenti og þar til hún var aftur
komin í loftið. Þetta er bægt að
fá staðfest hvenær sem er hjá
flugmálastjórninni, því að lend-
ingar og flugtök eru skráð upp
á mínútu.
2. Biðin er sögð háfa verið
vegna þess að það hafi þurft að
moka völlinn. Auðvitað var búið
vegna þess að vélin þurfti að taka
benzín á Egilsstöðum, en það var
talsverðum erfiðleikum bundið
að moka völlinn áður en vélin
gat lent á vellinum þá gat hún
ekki síður tekið sig upp af hon-
um. Nei biðin var fyrst og fremst
að koma vélinni nægilega nálægt
benzíntank vegna þess að snjór
var á athafnasvæðinu. Enda
hafði verið áætlað að taka benzín
á Akureyri en ekki hér.
3. Þá er sagt frá því að farþeg-
arnir hafi beðið í óuppiiituðum
skúr. Þetta er ekki rétt. Farþega-
skýlið hér er hitað upp með raf-
magnsofnum og í þetta skipti
voru allir ofnarnir á fullum
straum. Sjálfsagt hefur þó verið
fremur kalt i skýlinu vegna mik-
ils umgangs og hurð út meira og
minna opin. Leifði heldur ekki af
að skýlið tæki þessa nál. 60 far-
þega, sem með vélinni voru að
fara í þetta skipti, og sæti voru
ekki nema fyrir brot af þeim.
4. Sagt er að mjólk handa ung-
börnum hafi ekki fengist fyrr en
eftir talsvert þóf. Mér er ekki
kunnugt um það „þóf“. Strax þeg
ar flugfreyjan tjáði mér að það
vantaði mjólk handa ungbörnum
sendi ég eftir henni heim í Egils-
staði Má vera að það hafi eitthvað
dregist að flugfreyjan kæmi því
á framfæri við mig af þvi að ég
var úti að vinna við afgreiðslu
og tönkun á vélinni
5. Sagt er að í skýlinu sé hvorki
hægt að fá vott né þurrt. En í
skýlinu geta farþegar fengið
keypt öl, gosdrykki, súkkulaði-
kex, súkkulaði o. fl. sælgæti. í
umrætt skipti var þessi afgreiðsla
opin allan tímann.
6. Þá er þess getið að í sumar
hafi beðið hungraður ferðamanna
hópur hálfan dag og aðeins sumir
getað setið.
í sambandi við þetta vil ég
segja það að farþegarnir hafa því
aðeins beðið hungraðir að þeir
hafa ekki viljað fara á hótelið á
Egilsstöðum til þess að fá sér
hressingu. Ef um langar biðir er
að ræða — þó þær séu styttri en
hálfur dagur — býður afgreiðslan
hér farþegum að keyra þá til og
frá hóíelinu á Egilsstöðum ef þeir
vilja fá sér mat og kaffi Auk
þess er engin frágangssök að
ganga á milli yfir hásumarið, því
leiðin er tæpir 2 km.
Að lokum vil ég geta þess að
það er byrjað að byggja sæmilega
fullkomna flugstöðvarbyggingu
við Egilsstaðaflugvöll. Þegar hún
er komin upp eiga farþegar, sem
koma og fara um völlinn, að geta
notið sæmilegs aðbúnaðar. Ég vil
óska þess og vona það að smíði
þessarar byggingar vérði sem
fyrst lokið, svo að aðstaðan verði
þolanleg“.
Smá athugasemd
EIMILDARMAÐUR Velvak-
anda er því miður erlendis,
en væntanlegur eftir hálfan mán-
uð og verður þá hægt að fá skýr-
ingu á smáatriðum. Þó hefur ver-
ið hægt að upplýsa, að honum
var fylgt út á flugvöll í Rvík
milli kl. 1—1.30 og tekið á móti
honum inni í bæ á Akureyri kl.
að ganga tíu um kvöldið en þá
mun hann hafa haft orð á að
vélin hefði komið kl. að ganga
níu. Tíminn í þetta sinn er
reyndar ekki aðalatriði, heldur
aðbúð farþega á staðnum. Um
að þarna hafi verið kalt er víst
ekki deilt, en nánari skýring á
mjólkurskortinum verður að bíða
um sinn. Þá eru það sumarfar-
þegarnir. Þeir fullyrða enn, að
þeir hafi viljað ganga niður að
Egilsstöðum, en alltaf verið sagt
að flugvélin væri rétt ókomin.
Um að boðin hafi verið bílferð
telja þeir fráleitt. En ánægjulegt
er að heyra að þetta skuli vera
undantekningartilfelli. í þessu
hefur samt orðið missögn hjá Vel
vakanda. Þetta var ekki sl. sum-
ar, heldur í fyrrasumar. Og eru
hlutaðeigendur beðmr velvirðing
ar á því.
sem gista borgina. Eins og fram
kemur í ævisögum og frásögnum
fjölmargra fyrrverandi kommún-
ista, hafa mörg morð og margar
byltingartilraunir verið ráðgerð-
ar í Lux-hótelinu, allir vita hvað
þeir aðhafast, sem þar búa.
Herta gegndi mikilvægu em-
bætti hjá Komintern meðan hún
var í Moskvu. Þar giftist hún ár-
ið 1925. Maður hennar var Tuure
Lehin, hermaður og kennari við
Leninháskólann — og var sér-
grein hans tæknilegur og á-
róðurslegur byltingarundirbún-
ingur. Ritaði hann allmargar bæk
ur um þetta virðulega fag og eru
þær enn þann dag í dag notaðar
við kennslu í þjálfunarskólum
kommúnista.
Tuure Lehin var innanríkisráð-
herra í stjórn Kuusinen fyrir nin
„sameinuðu11 Kirjálahéruð í Vetr
arstríðinu 1939, þegar draumar
finnsku þjóðarinnar áttu að ræt-
ast.
En þá höfðu þau Herta löngu
slitið samvistum. Þau skildu árið
1934 og Herta var látin fara aft-
ur til Finnlands til þess að skipu-
leggja starfið þar. En, þegar til
Finnlands kom, var hún hand-
tekin — og sat í fangelsi til 1937.
Þá var hún látin laus — og um
svipað leyti var annar finnskur
kommúnisti látinn laus, hann hét
Yrjö Leino. Giftust þau og störf-
uðu saman að kommúnískum und
irbúningi, fóru oft huldu höfði,
en komu fram í dagsljósið árið
1944, þegar Stalin krafðist þess,
að Finnar tækju kommúnista í
ríkisstjórn.
Finnar urðu að beygja sig og í
stjórn Paasikivis fengu kommún-
istar ráðherrasæti, Leino, maður
Hertu Kuusinen, var þar inn-
anrikisráðherra. Herta var þá
orðin ritari kommúnistaflokksins.
Talið var, að finnskir kommún.
istar hefðu búið sig undir bylt-
ingu árið 1948, um svipað leyti
og kommúnistar tóku völdin í
Tékkóslóvakíu. í marzmánuði
1948 barst finnsku stjórninni boð
frá Kreml um að nefnd skyldi
send til viðræðna við Stalin.
Krafðist hann þess, að Finnar
undirrituðu samning um „gagn-
kvæma vináttu og aðstoð" og var
finnskum kommúnistum jafn-
framt kunngert, að nú skyldu
þeir láta til skarar skríða.
Yrjö Leino, innanríkisráðherra
kommúnista, var einn nefndar-
manna, sem halda skyldu til
Moskvu. í brjósti Leino börðust
kommúnisminn og föðurlandsást-
in — og föðurlandsástin sigraði.
Áður en haldið var til Moskvu
hafði Leino samband við Sihvo,
yfirmann finnska hersins, og bauð
honum að koma í veg fyrir komm
úníska byltingu með því að setja
hervörð um alla mikilvæga staði
í Helsingfors.
Vegna þess, að Leino var í
opinberri sendinefnd, gátu Rússar
ekki handtekið hann í Rússlands-
ferðinni, en Leino var umsvifa-
laust rekinn úr flokknum — og
Herta Kuusinen skildi þegar í
stað við hann. Kommúnistar gáfu
þá átyllu, að hann væri ofdrykkju
maður. Leino hafði brugðizt
kommúnistum — það var sann-
leikurinn. Föðurlandsást hans var
sterkari en allt annað, hann vildi
ekki hneppa þjóð sína í fjötra
kommúnismans. Hann þekkti
„sæluríkið“ af eigin raun.
f þessum sviptingum tókst
Paasikivi að hreirtsa stjórnina af
kommúnistum, ráðgerð Stalins
fór út um þúfur. En áfram var
unnið, bæði í Kreml og Helsing-
fors — hvorki Herta né Stalin
höfðu gefizt upp.
Nú virðist sem þriðja tækifæri
Hertu geti komið, Stalin er ekki
legur við hinn endann, heldur
Krúsjeff. En það skiptir engu
máli, hugarfarið er það sama svo
og vinnubrögðin.
Og þeir, sem fylgjast með gangi
málanna spyrja ósjálfrátt: Ætlar
þeim að takastþað aðþessusinni?
Hvernig líta leiðtogar Vesturveld
anna á þróunina?
Finnar gera sér sjálfir grein
fyrir því, að hleypi þeir komm-
únistum einu sinni inn í stjórn
landsins — þá losna þeir ekki við
slíkt orðið upphafið á endalokum
Framh. á bls. 14