Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. jan. 1959 MORnUNfíLAÐlÐ 9 Gongrimlahjólið sýna vélræna og vanabundna azt við þetta fræga leikhúsverk, skynjun persónanna, en þær orka þar sem hann hefur um langt svæfandi á lesandann, og er þá skeið verið leikdómari. tilgangi höfundar alls ekki náð. ! Stíllinn á bókinni er eins og Loftur Guffmundsson. Gang- rimlahjólið. Skáldsaga. 160 bls. Aukabók Almenna bóka- félagsins, Reykjavik 1958. ÞAÐ er varla ofmælt að íslenzk skáldsagnaritun hafi til skamms tíma verið næsta einhæf. Hin ep- íska hefð hefur verið hér allsráð- andi og sárafáir höfundar leitað inn á aðrar brautir. Það er fyrst nú síðustu árin, að hérlendir höf- undar hafa reynt að rjúfa hina íornhelgu hefð og gera tilraunir með ný form að hætti góðra höf- unda úti í löndum. Loftur Guðmundsson er einn þessara síðastnefndu höfunda — og kannski sá þeirra sem mest hefur færzt í fang. Á tveimur undanförnum árum hefur hann sent frá sér tvö nýstárleg skáld- verk þar sem kveður við nýjan tón í íslenzkri skáldsagnagerð, þótt heimsádeilan út af fyrir sig sé ekki nýtt fyrirbrigði í bók- menntum okkar. í nefndum skáld verkum tekur höfundurinn nú- tímann til krufningar, leitast við að finna raunverulegar orsakir þeirra sjúkdómseinkenna, sem svo víða blasa við i nútímalífi. Þetta er lofsverð viðleitni. En viljinn einn nægir ekki hér fremur en annars staðar. Til að draga upp glögga og sannfærandi mynd af ástandi samtímans út- heimtist tækni, sjálfsagi og skáld- legt innsæi. Fyrri bók Lofts, „Jónsmessunæt urmartröð á fallinu helga“, var misheppnað skáldverk vegna þess að hann skorti yfirsýn, sjálfs- ögun og listrænt. mat. Sagan varð of löng og laus í reipunum, sviðið of vítt og táknin ekki nægilega markviss. Hann hafði ekki enn lært þá nauðsynlegu list að tak- marka sig og hnitmiða frásögnina. Hins vegar gerði skopið í bókinni marga kafla hennar prýðilega læsilega í „Gangrimlahj ólinu“, seinni skáldsögu Lofts Guðmundssonar sem verðlaunuð var af A'menna bókafélaginu fyrir jólin, örlar hins vegar hvergi á skopi, sem er mikill skaði, því skopið er að mínu viti ein sterkasta hlið Lofts. „Gangrimlahjólið” er miklu með- færilegri bók en fyrra verkið. Hér hefur efninu verið sniðinn hæfi- lega þröngur stakkur og sagan gæti af þeim sökum verið góð, ef ekki kæmi annað til. í „Gangrimlahjólinu" vakir það greinilega fyrir höfundinum að draga upp óhrjálega mynd af vél- rænum hliðum nútímalífs, þeim lífsháttum sem gera einstakling- inn að nafnlausri stærð í fram- leiðsluvélinni, sljórri, tilfinninga- lausri, ófrjórri. Sagan er á köfl- um sögð með nokkrum tilþrifum, ekki sízt þar sem fjallað er um ásta- og tilfinningalíf söguhetj- unnar. Sumir kaflarnir búa yfir skáldlegum krafti sem sannfærir lesandann um eyðimerkurástand mannsins í nútímanum. Inn í þessa meginsögu úr nú- tímanum er svo fléttað annarri sögu, sem er að efni, stíl og anda allt annars eðlis. Þetta er tákn- ræn „goðsögn“ af forfeðrum okk- ar, Gyðlingum, striti þeirra, bar- áttu, sigrum ög ósigrum. í þeirri sögu er uppfinning gangrimla- hjóJsins helztur viðburður: þá hefst vélaóld sem boðar bæði gott og illt — þó mest illt. Þessar tvær sögur eru sagðar jöfnum höndum, kaflar úr ann- arri skiptast á við kafla úr hinni. Þessi skipting virðist mér satt að segja út í hött. Ég sá hvergi neina listræna nauðsyn eða innri rök fyrir niðurröðun kaflanna. Kaflar sem liggja saman hafa engin sjáanleg innri tengsl. Mér virðist höfundurinn hafa unnið verkið á þar.n hátt, að hann skrif- aði hvora sóguna iyiir sig til enda, bútaði þær síðan niður í smákafla og ruglaði köflunum saman. í bókarlok er svo reynt að koma báðum sögum í einu punkt, en það fer allt í handaskolum. Lesandinn finnur enga rökrétta orsök fyrir því að nútímamaður- inn fer allt í einu að heyra jó- dyninn og marrið í gangrimla- hjólunum í hugdvala sínum. Mér virðist Loftur hafa ratað í það sem marga hendir: hann ætlaði að skrifa táknræna sögu um vélrænt líf nútíðarmannsins, en gerði ekki greinarmun á efn- inu og meðferð þess. „Gangrimla- hjólið“ er nefnilega fyrst og fremst vélræn saga, þ. e. a. s. tækni höfundar og efnismeðferð er vélræn. Ég hef þegar bent á kaflaskiptinguna, en það má líka benda á hvernig höfunaur notar tölurnar eða númerin, sem ganga eins og rauður þráður gegnum nútímasöguna: 100 A, 100 B, 100 C, 100 D. Þessum tölum virð- ist dreift af aígeru handahófi um textann: þær eru víðast hvar alls ekki í lífrænum tengslum við efn- ið. Þá má nefna lýsingarnar á sögupersónunum, sem eru endur- teknar tilbrigðalítið með lengri eða skemmri millibilum söguna á enda: „Augun sýnast holar tóft- ir og allt hold úr vöngum fyrir skuggann, sem fellur á andlit honum“, „ — 100 B, staðfestir sú dökkhærða eftir að hafa snert flughröðum fingrum horn hvers skjals í knippinu. Rennir því til hans“. O. s. frv. Þessar síendur- teknu lýsingar eiga sennilega að Loftur Guffmundsson Stærsti ljóðurinn á þessu 'verki er annars sá, að meðferð efnisins er ekki nægilega nýstárleg, þó sagan sé á margan hátt nýstárleg í íslenzkum bókmenntum. Ég á við það, að höfundurinn kemur lesandanum sjaldan á óvart, bregður óvíða nýju og hugljóm- andi ljósi yfir þær staðreyndir sem hann tekur til meðferðar. Það hefur sennilega vakað fyrir honum að dýpka nútíðarsöguna með frásögninni af forfeðrunum, en það mistekst vegna þess að sögurnar hafa engin innri tengsl. Lofti voru veitt bókmennta- verðlaun Almenna bókafélagsins fyrir það, að hann hefði lagt ný- stárlegan skerf til íslenzkra bók- mennta, og er það á sinn hátt réttmætt, þó segja megi að nýstár leikinn einn sé naumast viðhlít- andi mælikvarði á bókmenntir. Hitt er svo annað mál, að „Gang- rimlahjólið“ er ekki jafnnýstár- legt verk og margir virðast ætla. Á næstunni mun Þjóðleikhúsið taka til sýningar frægan sjón- leik eftir bandariska skáldið Thornton Wilder. Nefnist hann „The Skin of Our Teeth“ og fjall- ar um sams konar efni og „Gang- rimlahjólið“, en Wilder hefur tekizt það sem Lofti mistekst: að gæða efnið fersku lífi og varpa skæru ljósi yfir nútímann með því að „skera“ hann jafnan með leiftrandi svipmyndum úr for- tíðinni. Hugmyndin í báðum verk unum er mjög svipuð, og í sjón- leiknum er hjólið einmitt eitt helzta táknið. Mér þykir ósenni- legt annað en Loftur hafi kann- áður var sagt tvenns konar: ann- ars vegar stíll forsögunnar; há- tíðlegur, fornlegur og víða til- gercarlegur. En það er ákveðin re-sr. yiir hon un sem gefur frá- sögr.inni sögulegan geöblæ. Stíil- inn á nútíðarsögunni er flatari, en víðast hvar lipur, nema hvað sömu orðatiltækin og sömu lýs- mgarnar eru tuggðar upp aftur og aftur, þangað til lesandinn fær ofnæmi fyrir þeim. Aftan til í bókinni eru nokkrir mjög skáld- lega sagðir kaflar, þar sem mér finnst Lofti takast bezt upp. Það hefur sennilega ekki vakað fyrir höfundi að skapa fastmótaða einstaklinga í sögunni, enda eru flestar söguþersónurnar þoku- kenndar, aðeins illa skilgreindar manngerðir: „sú ljóshæðra", „sú dökkhærða", „maðurinn með stimpilinn", ,,sú fullorðna“ o. s. frv. Söguhetjan, „hanri“ er eina persónan með dálitlu lífsmarki: þetta er skrýtinn fugl, fullur af sálflækjum og tiktúrum, skilget- ið afkvæmi taugaveiklaðrar menningar. En það er fátt ný- stárlegt við hann fremur en hinar persónurnar: hann er bara tauga- veiklaður, vélrænn, ófrjór og er að hugsa um að komast á sjóinn. Sambandi hans við „þá ljós- hærðu“ er lýst af töluverðum skáldlegum tilþrifum undir lokin. Eins er margt vel um myndina af „þeirri svarthærðu“ þegar hún segir sögu sína, en ýmislegt í henni er billegt og ofhlaðið tákn- rænni merkingu. Það er mikið um tákn í sög- Framh. á bls. 14 ! Gunnar Bjarnason: Hestamannarahb II. Fóðrun og hirðing reiðhesta SJALDAN verður það nægi- lega brýnt fyrir mönnum að foröast snöggar fóffurbreytingar, þegar um fóðrun hesta er að ræða, Fjöldi íslenzkra reiðhesta gengur á skemmdum og veiktum hófum a fþessum sökum. Aðgætn islausar og snöggar fóðurbreyt- ingar orsaka iðulega s.k. kviku- bólgu, en hún veldur því, að sam- tenging milli tábeins og hófveggs gliðnar. Losnar þá tábeinsoddur- inn frá fremsta hluta hófveggs og þrýstir á hófsólann. Við þetta kemur það hvarf í hófinn og flathæfi, sem sést hér á öðrum hverjum reiðhesti að minnsta kosti. Við kvikubólgu verða hest- arnir skyndilega haltir eða fótsár ir, oft á fleiri fótum samtímis. Hendi þetta, skulu menn fljótt leita til dýralæknis, því að hann getur hjálpað hestinum og forð- að honum frá æfilöngum hóf- skemmdum, ef í tíma er tekið. Flestir reiðhestar í Reykjavík og öðrum bæjum eru teknir um og eftir áramót af kjarnlitillí vetrarbeit inn á hús, þar sem þeim er gefiff kjarngott hey og kjarnfóður. Margir hestaeigend- ur gera sér ekki næga grein fyr- ir þessum miklu fóðurbrigðum. Þeir hafa hlakkað til þess um nokkurt skeið að ^ taka hestinn sinn og gera honum vel til og fá fljótt í hann eldi. Til að forðast mistök við hús- töku hesta og upphaf eldis gæti byrjendum og óvönum mönnum verið gott að hafa eftirfarandi leiðbeiningar til hliðsjónar: 1. Fyrstu daga innistöffu skyldi gefa hestum kjarnlítiö hey, úthey eða síðslægju af túni, um fram allt ekki kjarnmikla töðu. Eftir tveggja daga inni- stöðu má blanda í ruddann nokkru af góðheyi, og það aukið nokkuð daglega, unz að viku lið- inni, að hesturinn fær sinn fulla skammt af eldisheyi, sem er bezt að sé grænverkuff, súgþurrkuff, taða. Af slíku eldisheyi er hæfi- legt að gefa hestinum 6 kg (5—7) á dag. Það er viðhaldsfóður með- alstórum hesti. 2. Eftir vikutíma skal byrja á kjarnfóðurgjöf. Fyrst skal gefa Vé kg á dag, en næstu daga má skammturinn verða % kg, og þeg ar hesturinn er farinn að éta kjarnfóðrið með góðri lyst, skal ormahreinsa hann. 3. Til ormahreinsunar er bezt að nota hið nýja hesta-ormalyf „Coopane", sem fæst í SÍS og kaupfélögunum. Á umbúðir lyfs- ins eru prentaðar ýtarlegar leið- beiningar. 4. Hversu kröftugt eldið skuli vera, fer eftir brúkuninni. Gott er í byrjun að koma sæld i gæð- ingana og má þá dagsgjöf af kjarnfóffurblöndu vera allt aff 3 kg. Daglega skal láta hestinn út og hreyfa hann fyrstu vikuna, og sé honum riðið, skal fara mjög stutt. Fjórum til fimm dögum eftir ormahreinsun má fara að ríða honum stuttar ferðir. Gott er að haga útreiðum þannig, að fara þær aðeins annan hvern dag. Ríði menn út um helgar, er það góð regla, að fara stutta útreið á laugardögúm, lengri ferðir á sunnudögum, og til að halda hest- inum í góðri þjálfun er gott að skreppa á bak stundarlangt í miðri viku. Þegar góð sæld er komin í gæð inginn, og hann er farinn að fitna, verða menn að haga kjarn- fóðurgjöfinni eftir notkuninni. Offita er hestinum til óþæginda og skaffa. Hann má ekki vera feitari en svo, að vel finnist fyr- ir rifjum, er menn leggja lófa að síðum hans. Menn eiga að ala gæðinga sína líkt og menn mundu ala íþróttahetjur eða balletdansara hvað holdum við kemur! Hestur í örum bata svitnar umhverfis taglrót, og geta menn haft það til marks um eldið. Þegar hestur er orðinn hæfi- lega feitur, verður annað hvort að auka notkun hans eða minnka kjarnfóðurgjöfina úr 3 kg niður í 2 Vt eða 2 kg eftir aðstæðum. Þegar gefin eru 2 kg eða meira af kjarnfóðri, er betra að tví- skipta gjöfinni. Brauð og sykur skyldu menn gefa hestum með gát. Skynsamir hestamenn og temjarar nota sæl- gætið aðeins sem umbun fyrir hlýðni, næmi eða afköst. Hest- urinn kann ekki skil á óhófi og mundangshófi í mataræði eða sælkerahætti. Hestar, sem gerðir eru af frekum brauð- og sykur- ætum, geta orðið leiðinlega fram ir og jafnvel skapillir og hættu- lega bráðir ,ef þeir fá ekki sí- fellt framgengt vilja sínum. Allt, sem menn gera við og fyrir hest- inn verður að byggjast á þekk- ingu og skilningi á sálrænum eiginleikum hans, getu og hæfi- leikum, og þess vegna mun næsta grein mín fjalla um samskipti manns og hests. 5. Góða fóðurblöndu fyrir reið- hesta má gera með margvíslegu móti. Það er gömul og söguleg blekking, að hafrar séu öðrum korntegundum miklu fremri sem hestafóður. Þó skal geta þess, að rúgmjöl getur verið varhuga- vert vegna óheppilegra áhrifa á fætur hestsins, og stundum get- ur hann valdið húðútbrotum (pólskur rúgur). Hveitiklíð er sérlega gott hesta fóður, og vil ég ráðleggja mönn- um að blanda hestafóður sem næst þessu, ef tök eru á: 44% hveitiklíð 50% maísmjöl 3% fiskimjöl 2% M.R. kúa-fóðursalt 1% matarsalt. Ef gefinn er súgþurrkuð taða, er óþarfi að gefa hrossum fjör- efni sérstaklega, en oft gerir lýsisgjöf kraftaverk, og sést þá sæld hestanna skemmtilega í út- útliti þeirra og hreyfingum. Mjólkurfélag Reykjavíkur mun nú hafa á boðstólum kalkríka steinefnablöndu, sem mikilvægt er að blanda í eldisfóðrið. Félag- ið mun einnig hafa fjörefna- bætta steinefnablöndu, sem væri það allra bezta, og þá þarf ekki að gefa lýsi. Dagsskammtur af lýsi má ekki vera meiri en 1 matskeið af meðalalýsi, og er bezt að setja það í heyið. 6. Húffræsting er mikilvægt hirðingaratriði. Faxrot og hárlos af óhreinindum og lús háir mjög mörgum gæðingi hér á landi. Þetta stafar annað hvort af vanþekkingu eða sóðaskap manna. Ekki er ástæða til að óprýða hesta með því að faxskella þá, heldur eru aðrar og skemmtilegri þrifnaðarráðstafanir gagnlegri. Strax eftir að hestur er tekinn á hús skal drepa mögulega lús í honum með því að púðra hann með D.D.T.-dufti. Fæst duftið í hentugum púðrunaröskjum í lyfjabúðum. Duftið er sett vel niður í fax- og taglrótina, í hár- ið undir faxinu, umhverfis eyrun, á ennið og kjálkana, umhverfis taglrótina og á lærin og einnig á bakið og síðurnar. Að 2—3 vikum liðnum þarf að þvo hestana með sterkum græn- sápulegi, sérstaklega faxrótina og taglrótina. Sápulögurinn má vera á hestinum í 1—2 tíma, en þá verður að skola hann burtu. Fái hesturinn slíkt þrifabað um miðvetur og annað að vori, eftir að hann er genginn úr hárum, og er þá víða aðstaða til að láta hann synda af sér sápulöginn, mun hann halda hárprýði sinni stöðuglega, eiganda og öðrum til augnayndis og ánægju. 7. Múkk. Þetta er hvimleiður húðsjúkdómur, sem orsakast af óhreinindum, raka og gólfsúg. Múkkið kemur aðall.ega í kjúku- bótina, byrjar sem húðbólga sem síðar vessar og hrúðrar, og að lokum myndast djúp sár með holdauka, þrálát og illt viðureignar. Múkkið er ekki talið vera smitandi, hagar sér líkt og exem. Ein mikilvæg- asta varnarráðstöfun gegn múkki er aff forffast kaldan dragsúg viff gólf, en hann myndast oft af ó- þéttum hurðum og veggjum eða um óþétt flóop úr haughúsi. Til að verjast vætu og óhreinindum er bezt að bera á kjúkuna og hóf- inn einu sinni effa tvívegis viku- lega góffa feiti, bezt paraffínolíu. í þriggja pela flösku af olíunni er gott aff setja teskeiff af eirolíu (grænolíu), sem sótthreinsar húð ina. Skal feitin borin á fótinn þurran og hreinan og vel nudd- að að húðinni. Múkkaðir hestar verða oft ónothæfir langtímum saman vegna sárinda og helti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.