Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 8
8 M O R n F /v R r 4 f) F f) Lau£rardae:ur 17. jan. 1959 jltftvgpjgttMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.J Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá vion Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. SEKIR MENN SVO er að sjá sem komm- únistar vakni öðru hverju við vondan draum um, að enn sé bandarískt herlið hér á landi. Fyrir fáum dögum eyddu þeir nærri heilum Þjóðvilja til að útmála þá spillingu, sem af þessu leiddi. Var svo að sjá sem hegðun hinna gömlu samstarfs- manna þeirra í Esso hefði orðið tilefni þess, að Þjóðviljinn ránk- aði við sér að þessu sinni. Sannarlega er það íslending- tim til lítils sóma að fremja af- brot og á það jafnt við, hvort sem þau eru framin á Keflavík- urflugvelli eða annars staðar. En svo aumir sem afbrotamennirnir eru, þá er hlutur kommúnista í varnarmálunum litlu betri. Kommúnistar láta svo sem þeir séu sannfærðir um, að dvöl er- lends herliðs hér á landi sé ekki aðeins óþörf heldur leiði stór- kostlega hættu yfir landsfólkið. Þess vegna gerðu þeir það að ófrávíkjanlegu skilyrði, er þeir gengu í stjórn 1956, að varnar- samningnum væri sagt upp og herinn rekinn úr landi. Stóð og ekki á samstarfsmönnum þeirra um heitstrengingarnar um þetta, allra sízt á forsætisráðherranum, Hermanni Jónassyni, sem hafði beitt sér fyrir samþykkt Alþingis um brottrekstur hersins. Óþarft er að rekja, hvernig fór um efndir V-stjórnarinnar á þessu loforði. Þær urðu hinar sömu og á flestu öðru, sem hún hafði heitið: Alger svik. ★ Erfitt er að segja, að það sé Framsóknarmönnum og Alþýðu- fiokki til afbötunar um loforða- svikin, að þeir hafi aldrei ætlað sér að efna það, sem þeir skuld- bundu sig til að gera í þessu máli. Sjálfsagt er það þó svo um suma þeirra, að þeim kom aldrei til hugar að varnarliðinu yrði vikið úr landi, heldur lofuðu einungis að það skyldi gert, vegna þess að ella hefði ekki verið hægt að koma V-stjórninni saman sumar- ið 1956. En þessir menn vissu hvað þeir vildu og gerðu sér grein fyrir, að þeir höfðu fallizt á ákvarðanir, sem voru íslandi hættulegar, og voru þess vegna staðráðnir í að ganga á bak orða sinna. Saga þeirra er ljót, en hinna er ekki fegurri, sem segjast enn vera sannfærðir um, að það horfi til gereyðileggingar íslenzku þjóðinni að hafa erlent varnarlið í landinu, en voru þó í ríkisstjórn í 214 ár, lofuðu að láta liðið fara, en gerðu ekkert til þess að efna það loforð, á meðan þeir höfðu getu til. Þá var áhuginn ekki meiri en svo, að upplýst hefur verið, að á tveggja ára tímabili hreyfðu fulltrúar kommúnista í V-stjórninni því aldrei á stjórn- arfundi, að herliðið skyldi rekið. ★ Verra en það. Kommúnistar sættu sig þá við, að hvert lánið væri tekið eftir annað Vestan- heims, þó að vitað væri, að þau væru ýmist beint eða óbeint bund in því, að varnarliðinu væri tryggð áframhaldandi dvöl hér. Þá var m. a. s. svo langt gengið, að leitað var samskota meðal bandalagsríkja okkar í Atlants- hafsbandalaginu um að þau veittu fslandi lán. Þær aðfarir voru þá einsdæmi og hefur ekki enn spurzt, að neinn hafi fetað í þau fótspor íslenzku stjórnarinn- ar. Tvö bandalagsríkin létu eftir mikið þóf nokkurt fé af hendi rakna í pyngju V-stjórnarinnar. Hermann Jónasson, maðurinn, sem hafði sagt, að betra væri að vanta brauð en hafa erlent lið í landi, varð sjálfur að fara suður til Parísar og lýsa á ráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins tryggð sinni við bandalagið og vilja til að halda við vörnum á fslandi áður en Bandaríkjamenn inntu að því sinni samskotaeyri sinn af hendi. Lýsti það óþarfri harðýðgi af hálfu valdamanna í Washington að heimta af Her- manni að hann færi þá Kanossa- göngu, en þeir létu ekki standa á umbuninni eftir að hann hafði þetta til peninganna unnið. ★ Með þessu var þó sögu V- stjórnarinnar í varnarmálunum engan veginn lokið. Enn í vetur gerði hún erindreka út til Was- hington í því skyni að afla þar láns, ekki með venjulegum hætti, heldur fyrir milligöngu Banda- ríkjastjórnar. V-stjórnin skildi við fjármál þjóðarinnar í því öngþveiti, að allir útreikningar V-stjórnarinnar sálugu um fjár- öflun til handa utgerðinni á þess- um vetri hvíldu a því að þetta lán í Bandaríkjunum fengist. Þetta átti jafnt við um þær ráða- gerðir, sem uppi voru af hálfu kommúnista um lausn málsins, á meðan þeir voru í ríkisstjórn sem samstarfsmanna þeirra. Kommún istar treystu sér þá engan veginn til að komast af án þessa láns. Vafalítið hefur minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins tekið við þessum arfi af fyrirrennara sín- um. Hitt þarf ekki að efast um, að nú muni kommúnistar bregð- ast hið versta við og þykjast hvergi nærri hafa komið. Má raunar gera ráð fyrir hinu sama um félagsbræður þeirra í Fram- sókn og er vart að sjá, hvorra hlutur er verri. i( Þeir menn, sem þennan feril hafa að baki ættu sjálfra sín vegna að hafa vit á að þegja um varnarmálin, einkanlega, þegar á það er litið, að það er vegna yfirgangs kommúnista oghættunn ar, sem af honum stafar, Sem hafa verður varnir á íslandi. Síð- asta dæmi um vinrubrögð vald- hafanna í Rússlandi er framkoma þeirra gagnvart FLmlendingum. Finnlendingar eru mjög háðir Rússum í verzlun cg þó sízt meira en íslendingar nú orðið. Þá að- stöðu notuðu Bússar til að neyða löglega ríkisstjórn í Finnlandi tíl að hverfa frá völdum. Hin lang- varandi stjórnarkreppa í Finn- landi, sem nú er nýlega leyst með myndum minnihlutastjórnar var bein afleiðing þessa. Ekki var lát i ðnægja að draga verzlunarsamn inga á langinn heldur og dreift út orðrómi um að Rússar væru í þann veginn að krefjast hern- aðarbækistöðva í iarxdinu. Allt átti þetta að leiða til þess, að Finnlendingar teldu óumflýjan- legt að taka kommúnista í stjórn. Undan þessu hafa Firu,lendingar komið sér. En glöggt er það enn hvað kommúnistar 'úlja, jafnt í Finnlandi sem á íslandi. UTAN UR HEÍMI Yfiriltsmynd þessi sýnir vegina, sem lagðir hafa verið að rönd skriðjökulsins, þar sem göng hafa verið grafin undir íshreiðuna skammt frá Camp Tuto. LJndir ísbreiðunni í Grænlandi Hér að oían sést íækið» sem er notað til að grafa göngin und- ir ísbreiðuna. Einna helzt mætti kalla þetta „keðju“ sog og með henni er ísinn skrapaður burtu í norðvestur hluta Grænlands hafa Bandaríkjamenn um skeið fengizt við rannsóknir á mögu- leikum á að gera mannabústaði og birgðageymslur undir ísbreið- unni. Myndirnar hér á síðunni gefa nokkra hugmyndirnar hér á síðunni gefa nokkra hugmynd um tilraunir þær, sem undanfarið hafa verið gerðar í Camp Tuto í grennd við herflugvöll Banda- ríkjamanna í Thule. Vísindamenn og tæknimenntaðir menn heim- skautarannsóknardeildar verk- fræðingasveitar Bandaríkjahers eru ábyrgir fyrir þessum fram- kvæmdum. Sérfræðingarnir hafa^ látið grafa djúp, breið göng und- ir íshellunni inn undir ísbreið- una, og þeir kváðu vera reiðu- búnir til að gera íbúðarskála með sérstakri upphitun og loftræst- ingu og hafa jafnvel hugsað sér að koma þarna fyrir margs konar þægindum siðmenningarinnar, svo sem verzlunum. Stórar kæli- geymslur verða þarna frá nátt- úrunnar hendi. Ofanjarðar fást sérfræðingarnir einkum við sér- stök vandamál í sambandi við flugvallarbrautir í norðurheim- skautshéruðunum. Ameríkanar fást við slíkar tilraunir og rann- sóknir víðar en í Grænlandi. Unnið er að svipuðum tilraunum í Norður-Kanada. Flugskeyti fram- leidd í Evrópu HAAG, 4. jan. — Donald A. Quar- Ies, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að Bandaríkjamenn hygð- ust innan skamms hef ja rannsókn ir á framleiðslu á fjarstýrðum eld flaugum í Evrópu. Ráðherrann, sem er á ferð um átta V-Evrópu- lönd, skýrði og frá því, að í bí- gerð væri að reisa eldflaugastöðv ar í nokkrum helztu iðnaðarlönd- um innan Atlantshafsbandalags- ins — í Evrópu. ®--------------------------- . . . og fluttur úí á færibandi. Borð hafa verið reist fyrir ofan opið til að verja verkamennina fyrir grjóthri»- * Myndin t. v. Ætlunin er að innrétta hér íbúðarherbergi. Það verður einangrað, hitað og með ræstingu, og ætti því að vera hægt að láta fara sæmilega vel um sig þarna. Myndir íí o:,. hvelfingar sem þessar á að nota sem birgðageymslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.