Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 2

Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 2
2 MORGUNBL4Ð1Ð Laugardagur 21. febr. 1959 Vinna þarf betur að hags- munamálum járnsmiða NÚ UM þessa helgi fer fram stjórnarkjör í félagi okkar járn- smiða og í tilefni þess var hald- inn fundur á miðvikudaginn var, til að ræða málefni félagsins og þá menn, sem í kjöri eru. En í kjöri eru tveir listar, A-listi, skip aður núverandi stjórn og B-listi, sem skipaður er mönnum, sem vilja með sameiginlegu átaki með limanna, án tillits til hvar þeir skipa sér í raðir hinna pólitísku flokka, vinna félagið upp úr þeim öldudal, sem það hefir verið að sökkva í að undanförnu. Þar sem á fundinn komu mjög fáir af þeim, sem á kjörskrá eru, tel ég rétt að segja frá því helzta, sem þar kom fram. I upphafi fundar fluttu þeir formaður og gjaldkeri skýrslur um starfsemi félagsins og síðan hófust almennar umræður um báðar skýrslurnar. Fyrstur tók til máls Marteinn Guðjónsson og lofaði hann margt það, sem stjórnin hafði gert, en deildi og á gjörðir hennar og þá alveg sérstaklega fyrir afstöðu fulltrúa félagsins er sátu þing A.S.Í. varðandi tilmæli forsætis- ráðherra til Alþýðusambands- þings viðvíkjandi efnahagsvanda málum þjóðarinnar. Næst talaði formannsefhi B- listans, Loftur Ólafsson. Hann taldi að hin pólitíska barátta næði allt of langt inn í raðir okk- ar og að hún ætti sinn mikla þátt 1 því, hvernig komið væri í mál- efnum okkar eigin félags. Milli- bilið milli okkar og ófaglærðra verkamanna væri alltaf að stytt- ast og að aldrei hafi bilið orð- ið minna, en eftir samningana í sumar, en þá fengum við rúm- lega 5% hækkun móti rúmum 9% hjá ófaglærðum. Hann benti og á að það liti út fyrir að menn væru að missa trúna til félags- ins, því menn væru yfirleitt hætt ir að sækja félagsfundi. Að lok- um gat hann þess, að þeir sem skipuðu B-listann vildu með sam- eiginlegu átaki hefja félagið á ný til vegs og virðingar og skor- aði á menn að mæta vel til kjörs þess sem framundan værL Auk þeirra, sem áður er getið, tóku þessir til máls: Varaform. Hafsteinn Guðmundsson, sem að sjálfsögðu varði gjörðir stjórnar- innar og Kristinn Ág. Eiríksson, sem var eini ræðumaðurinn utan stjórnar, sem varði gjörðir henn- ar, og taldi hann að hér hefði enginn annar listi en listi stjórn- arinnar átt að vera í kjöri. Á þann hátt vildi hann tryggja A- lista fullan sigur. Það er mikill munur á að vera einræðis- eða lýðræðissinni, góðir félagar. Ár- mann Sigurðsson, Sigurjón Jóns- son og Sveinn Hallgrímsson, töldu að margt mætti betur fara í störfum félagsstjórnar og gjald- kera og tóku þeir undir orð Lofts Ólafssonar, að það hlyti að vera okkur mikið áhyggjuefni hvað lítill munur væri á launum okk- ar og verkamanna og í mörgum tilfellum hefðum við lægri laun en þeir, enda væri nú svo komið, að bæði hefði fækkað meðlimum félagsins, vegna þess að menn leituðu betri vinnu og svo færi lærlingum einnig fækkandi í iðn- inni. Þá töldu þeir rekstri félags- ins illa fyrir komið, og töldu þeir að heppilegra mundi að ráða fast an starfsmann til félagsins í stað þess að greiða öllum stjórnarmeð limum þóknun og auk þess nokk- uð fyrir aukastörf að ógleymdum kr. 7000, sem greiddar eru fyrir bókfærslu og endurskoðun. Þá ræddi Sigurjón um hve eignir okkar væru í raun og veru litlar, þótt krónurnar væru margar og benti hann í því sam- bandi á getuleysi öryggissjóðs- ins, sem þó er búinn að vera starfandi nær 20 ár án þess að hafa getað rétt nokkrum félaga hjálparhönd. Hann sagðist því ekki sjá aðra leið en að félagið færi að athuga með stofnun líf- eyrissjóðs, svo meðlimir þessa fé- lags gætu öðlazt meira og betra öryggi en þeir eiga nú við að búa. Að lokum þetta. Ég tel að við getum allir sam- einast um B-listann, enda er efsti maður hans Loftur Ólafsson, maður sem hefir á undanförnum árum verið kosinn í allar helztu nefndir félagsins og það jafnt af þeim, sem taldir eru fylgjend- ur núverandi stjórnar eða ekki. Stuðningsmenn B-listans, kjós- ið strax í dag og vinnið á þann hátt að sigri hans. Járnsmiður Vetrarsíldveiðí Norðmanna Óveður hömluðu veiði VETRAKSÍLDVEIÐI Norðmanna lauk 14. febrúar og nam heildar- aflinn fram að þeim tíma: 1959 3.453.000 hektólítra 1958 1.938.000 1957 5.671.000 Af þessum afla fóru í bræðslu hjá síldarverksmiðjunum: 1959 1.761.000 hektólítra 1958 1.215.000 1957 4.157.000 „ Áætlað er, að úr bræðslusíld- inni hafi komið þessar afurðir: 1959 Lýsi 14.000 tonn Mjöl 32.000 tonn 1958 10.000 »* 22.000 *» 1957 22.000 »» 75.000 »* > ‘ " ' ' ^ ’ Börnin kunna alltaf vel að meta blessaðan snjóinn. — Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins á Skúlagötunni, þar sem börnin voru að hoppa og leika sér á alhvítri götunnL — Vonandi hafa þau gætt sin nógu vel fyrir bílunum. Hrímfaxi á mettíma frá Reykjavík til Hafnar Allmikið flogið innanlands í gær Ástæðan fyrir því, að tiltölu- lega minna fer nú af aflanum til síldarverksmiðjanna en áður er sú, að samið hefur verið um sölu á meira magni af nýrri síld og frosinni og saltsíld, heldur en undanfarin ár. Það hefur hamlað veiðinni, að mjög stormasamt hefur verið við vesturströnd Noregs undanfarnar vikur, því að talið er, að mikið síldarmagn hafi komið á miðin. Veiðihorfur eru nú taldar versn andi, þar sem hrygningartími síldarinnar nálgast óðum og hún dýpkar á sér og erfiðara verður að veiða hana. Aðalveiðitíminn er nú liðinn hjá og vetrarsíld- veiðinni lokið. Eftir 15. febrúar nefna Norðmenn veiðarnar vor- síldarveiði. Góð sjósókn frá Sauðárkróki í jan. SAUÐÁRKRÓKI, 12. febr. — Sjór hefir verið sóttur héðan með lang mesta móti síðan um ára- mót, miðað við þennan tíma árs, enda hefur bátunum fjölgað og þeir eru stærri en alllengi að undanförnu. Þrír þilfarsbátar leggja upp hjá Fiskiveri og öfluðu þeir í jan. sem hér segir: m.b. Bjarni Jóns son, 22 tonn að stærð, reri 14 róðra með 100—120 lóðir og var afli 59 lestir. M.b. Jón formaður, 10 tonna bátur, reri 12 róðra með 50—60 lóðir, afli 26 lestir. M.b. Muninn, 10 tonn að stærð, reri 7 róðra með 40 lóðir, afli 8% tonn. Auk þess lagði b.v. Norðlend- ingur afla sinn upp hér í lok mánaðarins, 253 tonn af karfa, er skiptist milli beggja frystihús- anna. Það sem af er febrúar hefir afli verið tregur, enda sjaldan gefið á sjó, en langt sótt. Þess má að lokum geta að Fiski ver h.f. hefir framleitt rúmlega 2000 ks. af flökum, en ekkert á sama tíma í fyrra. Fiskiðjan hefir hins vegar framleitt minna magn á þessu tímabili, þar eð lítið hefir borizt þangað aí báta- fiski. — Jón HRÍMFAXI, millilandaflugvél Flugfélags íslands, setti í gær hraðamet á leiðinni Reykjavík — Glasgow — Kaupmannahöfn. Flugvélin var 2 klst. og 10 mín- útur héðan til Glasgow, og frá Glasgow til Hafnar var hún 1 klst. og 56 mínútur. Ekki er vitað um, að flugvél hafi nokkru sinni verið jafnfljót í förum milli þessara staða, en meðalhraði Hrímfaxa á leiðinni var 630 km. á klst. — Þess er að gæta, að mikill meðvindur var. ★ Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær, var í fyrradag . flogið til ísafjarðar og Egilsstaða, en þá hafði engin flugvél hreyft sig til innanlandsflugs í sex daga. Hins Vegar féll ráðgerð flugferð til Akureyrar niður vegna veð- urs. f gær var sæmilegt flugveður, enda flogið til allmargra staða á landinu. — Fjórar ferðir voru farnar til Akureyrar, en flug- samgöngur þangað höfðu þá leg- ið niðri um vikutíma. Tókst þannig í gær að flytja alla þá, sem pantað höfðu flugfar milli Akureyrar og Reykjavíkur. — Auk þess var í gær flogið til Patreksfjarðar, ísafjarðar og Þingeyrar, og einnig austur að Kirkjubæjarklauatri. Sömuleið- is var fyrirhuguð flugferð til Vestmannaeyja, en flugvélin, er þangað átti að fara, bilaði smá- vegis á Akureyri, svo að sú ferð féll niður. Bandarískt körfuknattleíkslið ÚRVALS bandarískt körfuknatt- leikslið (All Star) er væntanlegt til landsins í lok mánaðarins og mun þreyta keppni á vegum Körfuknattleiksráðs Reykjavík- ur hinn 1. marz nk. við íslenzkt landslið í þessari íþróttagrein, i íþróttahúsi f. B. R. að Háloga- landi. Samúðarkveðjur vegna Júlí-slyssins MORGUNBLAÐINU barst i gær eftirfarandi frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda: „F.Í.B. hafa borist eftírfarandi samúðarkveðjur vegna b.v. Júlí. F.Í.B. Reykjavík. Við erum djúpt snortin að frétta um hið sorglega slys sem orðið hefur á Júlí, skipstjóra þess og áhöfn allri. Vinsamlegast mót- takið okkar innilegustu samúð 1 ykkar miklu sorg og sára harmi. Nanna og Þórarinn Olgeirsson. Formaður F.Í.B., Reykjavík. Félag mitt og ég sendum okkar innilegutu samúðarkveðjur til yðar og fjölskyldna áhafnarinn- ar, sem týndist í sjóslysinu við Nýfundnaland. Fiskveiðum fylg- ir ávallt hætta, og við vitum, að sjómenn og útgerðarmenn um allan heim taka undir með okkur að lýsa harmi okkar yfir þessum sorglega atburði og mikla mann- tjóni. Farndale Phillips Félag brezkra togaraeigendá, Grimsby. Tögarasjómenn hljóta meiðsl í ÓVEÐRINU, sem gekk yfir ný- lega, vildi það slys til 18. febrúar um borð í b/v „Ingólfi Arnar- syni“, að Ólafur Jónsson, háseti, frá Arnarfirði slasaðist. Hlaut hann mikinn skurð á höfði, rif- brotnaði og tveir tindar á hrygg brotnuðu. Var hann lagður í spítala á Flateyri. Samkvæmt upplýsing- um læknisins þar, líður honum eftir atvikum vel. Sigurður Kolbeinsson, 2. stýri- maður, sem slasaðist um borð i b/v „Þorkeli mána“ fyrir skömmu á Nýfundnalandsmiðum, er nú farinn að hafa fótavist. Við rannsókn á meiðslum hans hefir komið í Ijós, að tindar í hrygg hafa brotnað og vöðvar í baki marizt og slitnað. Mun Sigurður eiga í þessum meiðslum um tveggja mánaða skeið. Bæjarútgerð Reykjavíkur. Mótmæli við skrifum Þjóðviljans frá Bæjarútgerð Reykjavíkur í TILEFNI af grein í dagblaðinu „Þjóðviljinn" föstudaginn 20. febrúar í cambandi við byggingu hraðfrystihúss fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur, leyfum vér oss að biðja yður um eftirfarandi til birtingar: Á undanförnum árum hafa framkvæmdastjórar Bæjarútgerð ar Reykjavíkur í samráði við borgarstjórann í Reykjavík og samkvæmt samþykktum útgerðar ráðs og bæjarstjórnar Reykjayík- ur, unnið að því, að Bæjarútgerð- in eignaðist hraðfrystihús. Hefir hvað eftir annað verið leitað til fyrrverandi ríkisstjórna og einnig til núverandi ríkisstjórn ar um kaup á Fiskiðjuveri ríkis- ins, en þær málaleitanir engan árangur borið enn sem komið er. Jafnframt hefir í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar, sem sagði af sér í byrjun desember sl., verið sótt um fjárfestingarleyfi til bygg ingar hraðfrystihúss á vegum bæjarútgerðarinnar. Bvar hefir ennþá ekki borizt við umsókn- inni, eru þó meira en tvö ár síðan hún fyrst var send og um það bil ár síðan hún var endurnýjuð. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefir byggt stóra og afkastamikla fisk- verkunarstöð með tilheyrandi fiskþurkunartækjum, reitum og hjöllum, til verkunar á saltfiski og skreið. Hefir meginhluti afla togaia bæjarútgerðarinnar annar en karfi verið verkaður í þessari eigin stöð hennar. Saltfiskurinn og skreiðin hafa að mestu leyti verið seld fyrir frálsan gjaldeyri, sem er mun verðmætrri fyrir þjóðarbúið en annar erlendur gjaldeyrir. Þessi munur á verðmæti gjaldeyrisins var viðurkenndur af stjórnar- völdunum, með því að greiða um tvöfallt hærri útflutningsuppbæt- ur á þennan gjaldeyri en gjald- eyri frá löndum með „clearing" viðskipti, þar til á síðasta ári, að þessi munur var felldur niður með lögunum um Útflutnings- sjóð. Með þessum ráðstöfunum var hlutur þeirra útflytjer.da, sem öfluðu frjáls gjaldeyris rýrður samanborið við hlut þeirra, sem fyrst og fremst seldu útfiutr.ings- afurðimar til landa með „clear- ing“ viðskipti. Þegar Sovétríkin hófu aftur kaup á íslenzkum afurðum árið 1953 gjörbreyttust horfur um rekstur hraðfrystihúsa og hefir rekstur flestra hraðfrystihúsanna hér í bænum gengið vel síðan. Sérstaklega hefir rekstur hrað- frystihúsanna aukizt seinni helm- ing sl. árs og fyrsta mánuð yfir- standandi árs, vegna hins mikla karfaafla, sem borizt hefir fra hinum nýju miðum við Nýfundna land. Eins og ljóst er af því, sem skýrt hefir verið frá hér að fram- an, þá hafa margendurteknar til- raunir framkvæmdastjóra og út- gerðarstjómar bæjarútgerðarinn- ar til þess að eignast eigið hrað- frystihús, engan árangur borið til þessa. Er það ekki vegna skorts á vilja hjá borgarstjóra, bæjar- stjórn, útgerðarráði eða fram- kvæmdastjórum, heldur er það vegna tregðu fyrrverandi ríkis- stjórna og þeirra, sem ráðið hafa fjárfestingarmálum í umboði rík- isvaldsins. Ekki skal neitt um það fullyrt, hvers bæjarútgerðin hefir misst við það, að eiga ekki hraðfrysti- hús, en fullyrðing Þjóðviljans um milljónatöp útgerðarinnar af þeim sökum, nær engri átt. Ásakanir Þjóðviljans um fram- taksleysi forráðamanna bæjar- útgerðarinnar í þessu efni eru fjarri sanni. Hér eftir sem bingað tíl mun verða unnið að því að leysa þenn- an þriðja þátt í hagnýtingu afla togara bæjarútgerðarinnar þann- ig, að hún hafi, auk stöðvar til saltfisk- og skreiðarverkunar, einnig til umráða hraðfrystihús, og geti að mestu eða öllu leyti fullnýtt fiskafla togara sinna 1 eigin verkunar- og vinnslustöðv- um. Bæjarútgerð Reykjavíkur. Trésmiðir TRÉSMIÐIR eru minntir á fé- lagsfundinn í Breiðfirðingabúð klukkan 2 í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.