Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 6
6
MORGl/NBLAÐIÐ
Laugardagur 21. febr. 1959
Aldrei hefir falskri
jafnrækilega heim
Jörgen Schleimann segir frá nýútkom-
inni bók, sem nefnist
„Sannleikurinn um Nagy-málið"
ͻAРMUN mega telja til undan-
tekninga, að bækur öðlist stór-
pólitíska þýðingu. Þó hefir þetta
gerzt, og m.a. varð sú raunin á,
þegar rætt var um Ungverja-
landsmálin innan Sameinuðu
þjóðanna ekki alls fyrir löngu.
Þær umræður snerust, sem kunn
ugt er, fyrst og fremst um af-
töku Imre Nagys, og lauk þeim
með því, að samþykkt var með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
ályktun, þar sem aftaka Nagys
og samstarfsmanna hans í októ-
berbyltingunni 1956 var harðlega
fordæmd.
Studdu mál sitt með því að vitna
til bókarinnar
Franski aðalfulltrúinn, Guill-
aume Georges-Picot, tók m.a.
þátt í umræðunum og studdi mál
sitt mjög með tilvitnunum til
nýrrar bókar um Nagy-málið,
sem þá var rétt komin út hjá
Plon-forlaginu í París. Höfðu
stjórnmálamennirnir sýnilega
fengið hana í hendur á undan
hinni svonefndu „hvitu bók“,
sem Kadar-stjórnin gaf út um
málið.
Prófessor Fabregat frá Uru-
guay, fulltrúi í hinni sérstöku
Ungverjalandsnefnd Sameinuðu
þjóðanna, hollenzku og ítölsku
fulltrúarnir og Henry Cabot
Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna, vitnuðu einnig til þessarar
nýútkomnu bókar, en höfundar
hennar eru nokkrir vinir og sam-
verkamenn Imre Nagys, sem nú
eru búsettir vestan járntjalds.
Nóbelsverðlaunahöfundurinn
Albert Camus, einn af mestu og
virtustu andans mönnum sam-
tíðarinnar, ritar stórsnjallan for-
mála fyrir bókinni, og þegar
Georges-Picot vitnaði í hann,
kvað við dynjandi lófaklapp í
þingsalnum hvað eftir annað.
Allar tegundir afbrota
Bæði Camus og höfundar bók-
arinnar, sem af skiljanlegum á-
stæðum halda nöfnum sínum
leyndum, leggja áherzlu á það,
að „La Vérité sur l’Affaire Nagy“
(Sannleikurinn um Nagy-málið),
en svo nefnist bókin, sé ekki
skrifuð í þeim tilgangi að rétt-
læta Imre Nagy eða sanna sak-
leysi hans. Þess gerist heldur eng
in þörf, þar eð enginn — hvor-
ngum megin járntjaldsins — hef-
ir nokkru sinni verið í vafa um
sakleysi hans, — Valdhafarnir í
Búdapest og Kreml hafa ekki
einu sinni getað fært sér þann
mögúleika í nyt, að hér hafi „að-
eins“ verið um réttarmorð að
ræða, því að aftaka Nagys var
— eins og danski þingmaðurinn
Frode Jakobsen sagði við ind-
verska fulltrúann, Krishna Men-
on, á þingi Sameinuðu þjóðanna
— „rétt og slétt morð".
í raun og veru má skoða „La
Vérité sur l’Affaire Nagy“ sem
gagnsókn í málinu, þar sem vald
hafarnir í Ungverjalandi og
Sovétríkjunum eru hinir ákærðu,
og sakargiftimar ná yfir nær
allar þekktar tegundir afbrota,
allt frá sviknum loforðum og
skjalafölsun til pyndinga og
morða.
Rökföst ákæra
Það kemur mjög glöggt fram
í höfuðkafla bókarinnar (öðrum
hluta), að ákæran er byggð á
traustum grunni og óyggjandi
rökum, en þar birta höfundarnir
fyrst útdrátt úr ákærunum gegn
Nagy og vinum hans (með til-
vitnunum til hinnar „hvítu bók-
ar“ Kadar-stjórnarinnar, 5.
bindi), og síðan er þar prentuð
í heild orðrétt tilkynning ung-
verska dómsmálaráðuneytisins
um sakfellinguna og aftökuna. —
Að því búnu hefst gagnsóknin.
Allar staðhæfingar stjórnarinn-
ar eru teknar til athugunar lið
fyrir lið og rifnar niður með ó-
yggjandi rökum. — Aldrei hefir
falskri ákæru verið vísað jafn-
rækilega heim til föðurhúsanna.
Það yrði of langt mál að til-
færa náið þær nýju og sögulegu
upplýsingar, sem í bók þessari
er að finna. Ekki gæti slík frá-
sögn heldur komið að neinu leyti
í stað þess að lesa bókina sjálfa.
Skal því þeim, sem áhuga hafa
á að kynna sér málið til hlítar,
bent á að lesa „La Vérité sur
l’Affaire Nagy“ í heild, svo og
áður útkomna bók, sem fjallar
um sjálfa októberuppreisnina,
„The Hungarian Revolution"
(Ungverska byltingin) eftir Mel-
vin J. Lasky. Báðar þessar bæk-
ur fást, eða munu verða fáanleg-
ar á næstunni, á a. m. k. fjórum
Jonas Kadar
tungumálum, frönsku, ensku,
þýzku og spánsku.
Kadar stóð sjálfur að uppsögn
Varsjársamningsins
En þótt efni bókarinnar sé
ekki ýtarlega rakið, má hér
draga fram nokkur dæmi. Með
tilliti til hinnar margendurteknu
ákæru gegn Nagy um að hann
hafi einhliða rofið Varsjársamn-
inginn, er fróðlegt að fá það
skjálfest, eins og gert er í fyrr-
greindri bók, að það var öll hin
löglega, ungverska stjórn —
Janos Kadar þar ekki undanskil-
inn — sem tók ákvörðunina um
að segja upp Varsjársamningn-
um. (Og höfundar bókarinnar
birta skjal nokkurt eftir hinni
„hvítu bók“ Kadar-stjórnarinnar,
þ. e. tilkynningu Nagy-stjórnar-
innar 1. nóvember 1956 til er-
lendra sendifulltrúa í Búdapest,
þar sem lýst var yfir hlutleysi
Ungverjalands).
Þar sem verið er að hrekja
þennan hluta ákærunnar gegn
Nagy, koma m.a. fram þær merki
legu upplýsingar, að byltingar-
ráðið í ungverska utanríkisráðu-
neytinu hvatti Nagy-stjórnina
einróma til þess að segja Ung-
verjaland úr Varsjárbandalaginu.
Sá, sem flutti stjórninni þessa
ályktun, var enginn annar en
Peter Mod, sem nú er fastafull-
trúi Kadar-stjórnarinnar hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Samningar um brottför
rússneska hersins
í þessari bók koma fram marg-
ar sannanir fyrir því, að raun-
verulega hafa farið fram samn-
ingar milli Ungverjalands og
Sovétríkjanna um, að hið sovézka
ákæru verið vísað
til föðurhúsanna
setulið væri flutt úr landi. Eru
þar t.d. birtir ljósprentaðir kafl-
ar úr ýmsum ungverskum blöð-
um frá þessum tíma sem sönnun-
argögn. — Menn munu minnast
þess, að er Mikojan var í Ame-
ríkuferð sinni nýlega, gerðu
blaðafulltrúar sovézka sendiráðs
ins í Bandaríkjunum ítrekaðar
tilraunir til þess að kaupa upp
mynd af honum, þar sem hann
stóð fyrir framan veitingastað
einn. Á matseðli veitingastofunn
ar, sem stillt var út, mátti lesa:
„Réttur dagsins: Sérstakur ung-
verskur gúllas".
En var það ekki Mikojan, sem
heimsótti Búdapest meðan á
uppreisninni stóð? Hann hitti
Imre Nagy í aðalstöðvum komm-
únistaflokksins í Akademia Utca,
og er hann hafði ráðgazt við
Kreml, lofaði hann ungverska
forsætisráðherranum, að sovézku
hersveitirnar skyldu fluttar burt
úr Ungverjalandi. Og hann lýsti
því einnig formlega yfir, að
sovétstjórnin legðist á engan hátt
gegn því, að Ungverjar segðu sig
úr Varsjárbandalaginu, ef þeir
héldu áfram vinsamlegri stefnu
gagnvart Sovétríkjunum.
Fáfróðir ákærendur
öðru hverju verður lesandinn
var við dálítið beisbt háð á
bak við hinn annars hóflega og
málefnalega „tón“ bókarinnar,
svo sem t.d. þegar höfundarnir
leiða athyglina að því, hve fá-
fróðir ákærendur Imre Nagys
virðast vera um aðstæðurnar í
Ungverjalandi, en Nagy var m.
a. brugðið um það að hafa vilj-
að endurvekja margra flokka
kerfi í landinu. — Þessa fullyrð-
ingu er þegar hægt að hrekja
með því að vitna í ungversku
stjómarskrána. Þar er hvergi
fyrirskipuð nein kommúnisk
valdaeinokun. En Ijósprentuð
blaðsíða úr símaskrá Búdapest-
borgar 1951 sýnir einnig, að hin-
ir ýmsu stjórnmálaflokkar voru
— a.m.k. að nafninu til — við
lýði, eftir að „alþýðulýðræðið11
komst á — því að í símaskránni
er að finna síma- og götunúmer
Imre Nagy
fyrir skrifstofur ýmissa stjóm-
málaflokka.
Tillögrur ungverskiu
sjálfstæðishreyfingarinnar
í þriðja aðalhluta umræddrar
bókar er birt mikið af umsögn-
um Blaða í sambandi við aftöku
Nagys og félaga hans. Eru þar
teknir upp orðréttir kaflar bæði
úr kommúniskum og andkommún
iskum blöðum. — Auk þess eru
birt í bókinni ýmis skjöl, sem
yfirleitt hafa ekki verið þekkt
hingað til. Má þar t.d. nefna orð-
sendingu ungverskra rithöfunda
til miðstjórnar ungverska komm
únistaflokksins 18. október 1955,
orðsendingu Istvan Bibos, þar
sem hann bar fram tillögur til
lausnar vandamálum Ungverja-
lands og tillögur ungversku
sjálfstæðishreyfingarinnar frá
því í desember 1956.
Hið síðastnefnda þessara
skjala mun eflaust vekja mesta
athygli. Tillöguskjal þetta, sem
var samið einhvern tíma í nóv-
ember 1956, var hinn 5. desember
sama ár afhent K.P.S. Menon,
sérstökum sendimanni Nehrus,
forsætisráðherra Indlands, í Ung
verjalandi. Það er og vitað, að
sögn bókarhöfunda, að Nehru
ræddi vorið 1957 við leiðtoga
Sovétríkjanna um möguleika á
sjálfstæði Ungverjalandi til
handa, þar sem byggt yrði; á
nefndum tillögum frá 5. dfesi.
1956. — Bulganin marskálkur,
sefn þá átti enn að hafa eitthvað
að segja í Rússlandi, hafi hins
vegar, fyrir hönd Sovétstjórnar-
innar, vísað á bug tillögum ung-
versku sj álfstæðishreyfingarinn-
ar. — öll nefnd skjöl eru aft-
ur á móti glögg vitni um þann
stjórnmálaþroska, sem einkennt
hefir forystumenn sjálfstæðis-
hreyfingarinnar.
Að Mmskrifa söguna sér í hag
í fyrsta hluta bókarinnar er
lýst forsögu og pólitískum til-
drögum réttarhaldanna gegn
Nagy. Lesandinn verður vitni að
því, hvernig Kadar-stjórnin
breytir hvað eftir annað um
stefnu gagnvart Imre Nagy og
þvi, sem hann, stjórnmálalega
séð, var fulltrúi fyrir. — Þegar
allt kemur til alls, voru þessir
atburðir einungis þáttur í því
samblandi pólitískra átaka milli
flokksbrota og persónulegrar
valdastreitu, sem menn höfðu
áður séð dæmi um þegar í
Moskvuréttarhöldunum á árun-
um fyrir 1940. Og þar með var
líka niðurstaðan fyrir fram vís.
Eins og fram kemur í um-
mælum „Neue Zuricher Zeit-
ung“, hefir sigurvegarinn í
valdabaráttu innan kommúnisks
ríkis fyrst og fremst tilhneig-
ingu til að umskrifa söguna sér f
hag og leitast jafnframt við að
stimpla skoðanir hins sigraða and
stæðings sem glæpsamlegar villu
kenningar. Þar við bætist sú
brýna, pólitiska röksemd, sem
Francois Fetjö leggur áherzlu
á í eftirmála bókarinnar, sem
hér hefir verið rætt um, að mál-
sókn gegn Imre Nagy var mjög
hagkvæm sem ákæra gegn end-
urskoðunarstefnunni í heild —
og ekki sízt Tító-afbrigðinu.
(Burtséð frá því, að eftir öllum
sólarmerkjum að dæma, vissi
Tító um hina síðari íhlutun Sovét
rikjanna í Ungverjalandi — og
var henni meira að segja fyrir
fram hlynntur, eftir því sem Ric-
hard Löwenthal hélt nýlega
fram í grein, sem hann skrifaði í
enska timaritið „Encounter").
,Framh. á bls. 11
skrifar úr
dagiega iííinu
Listasafn.
Velvakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf:
„JT OMIÐ er fram á Alþingi
IV frumvarp um Listasafn ís-
lands, og hafa svo margir sérfróð-
ir aðiljar um það fjallað, að það
ætti að vera óaðfinnanlegt. En þó
er þar eitt atriði, sem viðsjárvert
sýnist að lögfesta. Gert er ráð fyr
ir því, að ríkið leggi fram 500.000
krónur á ári til að kaupa lista-
verk handa safninu. Hvað er það,
sem hér er k„llað króna? Er það
gullkróna, er það núverandí ís-
lenzk króna, sem ekki er
nema fimm aura virði, eða
minna? Eða er það króna á hverj-
um tíma, hvers virði sem hún þá
er? — Menn vona að niðurlæg-
ingartímabil íslenzku krónunnar
sé nú lokið, gengi hennar muni
smám saman hækka. Það getur
verið að þessar 500.000 krónur
samsvari einni milljón eftii nokk
ur ár, miðað við núverandi gengi.
Þessu verður ekki b.eytt með
reglugerð, vegna þess hve fast
er að orði kveðið í sjálfum lög-
unum. Lögin sjálf ættu að miða
þessa 500.000 kr. upphæð við eitt-
hvert gengi. — V“
Tvær leikhúsferðir.
HJÁ Velvakanda liggja tvö
bréf, og er tilefni beggja
leikhúsferðir. Var önnur farin þ.
8. febrúar en hin 6. febrúar, og
er tónninn í bréfum þessum ákaf-
lega ólíkur.
„Ein uppi í skýjunum", eins
og hún kallar sig sá leikritið „Á
yztu nöf“ og er ákaflega hrifin
af leikriti því sem sýnt var þetta
kvöld, kallar það „genialt“ og
ræður fólki til að sjá það. Hún
hrósar uppsetningu leikritsins,
leikurunum, sérstaklega Herdísi
Þorvaldsdóttur og leiknum sjálf-
um.
er Örkin hans Nóa og leikhús-
gestir verða að hugsa sér að
stúkan sé full af skrýtnum skepn-
um, svo það er eins gott að þeir
sitja þar ekki þau kvöldin þeir
Halldór Kiljan, Vilhjálmur Þ.,
Hörður Bjarnason og Haraldur
Björnsson. Höfundur leiksins er
kíminn og kann alls konar leik-
brögð til að skemmta áhorfend-
um.
Velvakandi er henni alveg sam
mála um það, að þetta er leikrit,
sem er þess virði að sjá það. Ekki
af því að boðskapurinn sé svo
sérlega frumlegur (leikurinn er
saga mannkynsins, og því er spáð
að hvað sem á dynur, rísi alltaf
einhverjir upp og haldi áfram
baráttunni fyrir betra lífi), held-
ur af því að hann er skemmti-
legur. Alltaf er eitthvað óvænt
að gerast, niðri í hljómsveitar-
gryfjunni, úti í sal eða jafnvel
uppi í stúku þjóðleikhúsráðs. Þar
Volgt kóka-kóla frammi
í gangi.
HITT bréfið er frá „Þjóðleik-
húsgesti frá Akranesi", sem
er ákaflega gramur yfir sinni
leikhúsferð. Hann var síður en
svo óánægður með leiksýning-
una, en var reiður yfir þjón-
ustunni í hléinu. Snemma á sýn-
ingardag hringdi hann í leikhúsið
og var sagt að ekki yrði hægt
að fá neinar veitingar i leik-
húskjallaranum, hann yrði lokað-
ur um kvöldið. Það reyndist svo,
að um kvöldið var eina fáanlega
hressingin í hléinu kóka-kóla
frammi í gangi. Þetta þótti leik-
húsgestinum lélegar veitingar,
þegar hann var kominn prúðbú-
inn alla leið ofan af Akranesi,
til að njóta kvöldsins í must-
eri leiklistarinnar. Og láir hon-
um það enginn. Það e»- lítið há-
tíðlegt að standa i dragsúgnum
frammi I gangi og drekka volgt
kóka-kóla af stút.