Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUNTtL 4ÐIÐ
Laugardagur 21. febr. 1959
• JHiorgimMafo ití>
Utg.: H.í. Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vi""
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamandc
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VEL STJÓRNAÐ
UTAN UR IIEIMI
Málaferli út af //Arnarhreiðrinu//
„Arnarhreyðrið“ var lagt I rústlr árið 1945.
FJÁRSTJÓRN Reykjavík-
urbæjar er um margt
óhjákvæmilega háð að-
gerðum ríkisvaldsins. Glöggt
dæmi þess er, að þegar fjárhags-
áætlun bæjarins var lögð fram
snemma í desember, var í henni
miðað við vísitöluna 202 stig,
sem þá gilti. Nú þegar áætlunin
er samþykkt ,er aftur á móti
miðað við gildandi vísitölu, 175
stig. Þetta hefur þau áhrif, að
heildarupphæð fjárhagsáætlunar
innar lækkaði úr 275 millj. kr.
I desember niður í 256 milljónir
króna, þegar búið var að endur-
skoða hana og taka tillit til
breytingatillagna bæjarráðs og
fulltrúa Sjálfstæðismanna. Lækk
unin nam 19 milljónum króna
eða 7%.
Hér er þess að gæta, að ef
ekki hefði verið að gert, þá
mundi vísitalan skjótlega hafa
hækkað úr 202 stigum og sjálf-
sagt nálgazt 300 stig fyrir lok
þessa árs. Af því hefði aftur
leitt sívaxandi útgjöld bæjar-
sjóðs, sem bæjarstjórn hefði með
engu móti getað við gert.
Eins og á stóð var þess vegna
ekki áhorfsmál um, að rétt væri
að fresta samþykkt fjárhagsáætl-
unar í desember, þangað til sýnt
væri, hvað ofan á yrði um stöðv-
un verðbólgunnar. Nú hefur
stöðvun og niðurfærsla orðið og
fyrsta afleiðing hennar varðandi
hag bæjarsjóðs Reykjavíkur er
sú, sem að framan greinir.
★
Af þessu leiðir aftur, að út-
svarsupphæðin, sem í desember
var reiknuð 234,6 milljónir kr.,
og hefði orðið miklu hærri, ef
verðbólgan hefði fengið áfram
að vaxa, lækkar nú í 215 millj.
eða um 19,4 millj., þ. e. 8,3%.
Þegar tekið er tillit til aukinna
tekna bæjarbúa á sl. ári frá því,
sem var næsta ár á undan, er
talið líklegt, að á þessu ári muni
verða hægt að lækka útsvarsstig-
ann um a. m. k. 5%. Lækkunin
er því athyglisverðari sem kaup-
gjald verður, þrátt fyrir niður-
færsluna, hærra á þessu ári en
1958.
Þegar litið er á allar aðstæð-
ur í okkar ört vaxandi bæjar-
félagi, þá er lækkun útsvars-
stigans nú frá því í fyrra öruggt
vitni um ágæta stjórn bæjarins.
Veldur hver á heldur. Fyrirskip-
anir og framkvæmdir eða fram-
kvæmdaleysi rikisvaldsins geta
eins og fyrr segir haft úrslita-
áhrif á hag bæjarsjóðs. Þar hef-
ur oft verið við ramman reip að
draga. En innan þeirra marka
hefur Sjálfstæðismönnum farizt
stjórn bæjarmála Reykjavíkur
með prýði. Borgarstjóri og bæj-
arstjórn hafa ætíð gert allt sem
í þeirra valdi stendur til að
halda útgjöldum í hófi en ann-
ast þó nauðsynlegar framkvæmd-
ir og láta Reykjavik halda for-
ystu sinni um lífsþægindi borg-
aranna.
Fyrir öllu þessu gerði Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri ágæta
grein í aðalræðu sinni um fjár-
hagsáætlunina á bæjarstjórnar-
fundi í fyrradag.
★
Gunnar Thoroddsen taldi þá
upp sex atriði, sem einkum hefði
verið reynt að gæta við end-
urskoðun fjárhagsáætlunarinn-
ar nú. Er þar um að ræða meg-
inreglur. sem ætíð ber að hafa í
huga, ef vel á að stjórna, og
er þess vegna rétt að rifja þær
upp. Borgarstjóri kvað þessi meg-
in sjónarmið hafa verið ráðandi:
í fyrsta lagi að færa niður út-
gjaldaliði.
1 öðru lagi að áætla útgjöld
sem næst sanni. Einmitt í þessu
er eitt aðalatriði góðrar fjár-
stjórnar fólgið. Það er mikill
munur á, hvernig til hefur tek-
izt í bæjarmálum undanfarin ár
eða hjá ríkinu. Umframgreiðslur
ríkisins hafa reynzt miklu meiri.
Þar er tekjunum að vísu svo
háttað, að auðvelt er að áætla
þær ranglega. í framkvæmd hef-
ur það verið svo, að fjármála-
ráðherra hefur áætlað þær miklu
lægri, en vitað var að þær
mundu verða. Með því hefur
hann aflað fjár til ráðstöfunar
utan við lög og rétt. Hjá Reykja-
víkurbæ eru útsvörin aðal tekju-
liðurinn. Eðli málsins samkvæmt
fara þau aldrei fram úr áætlun.
Þar er því ekki um neinar ó-
væntar tekjur að ræða í líkingu
við það, sem verið hefur hjá
ríkissjóði. Því meira ríður á, að
gjaldanna sé vel gætt, og það
hefur tekizt með afbrigðum vel
undanfarin ár.
í þriðja lagi er keppt að því
að halda uppi allri nauðsynlegn
þjónustu við borgarana.
í fjórði lagi að halda uppi verk-
legum framkvæmdum. Þar ber
nú að haga framkvæmdum svo,
að þær ýti ekki undir aukna
verðbólgu. Með því móti væri
spillt árangrinum, sem náðist
með stöðvunar- og niðurfærslu-
lögunum. Þessu hyggst bæjar-
stjórn ná með því að hafa verk-
legar framkvæmdir í svipuðu
horfi og á sl. ári.
I fimmta lagi ber að forðast
hallarekstur bæjarfyrirtækja. Ef
það tekst ekki, hlýtur það að
bitna á fyrirtækjunum sjálfum í
lakari þjónustu, eða hallinn
verður að greiða með hækkandi
útsvörum. í þessu sambandi er
og rétt að minna á, að þegar
menn kvarta undan hækkuðum
fasteignagjöldum, hvort sem er
til vatnsveitu eða almennra þarfa
bæjarfélagsins, þá gæta þeir þess
ekki, að fái bærinn ekki tekjur
með þessu móti, verður hann að
afla þeirra með auknum útsvör-
um. En einmitt fyrir allan al-
menning er mun hagkvæmara að
keppt sé að því, að útsvarsupp-
hæðin sé sem lægst og teknanna
aflað með öðru móti, t. d. fast-
eignagjöldum eða réttri greiðslu
fyrir þá þjónustu, sem innt er
af höndum.
í sjötta lægi kvað borgarstjóri
að því stefnt, að útsvarsstiginn
gæti lækkað frá því í fyrra.
Andstæðingar Sjálfstæðis-
manna munu vafalaust nú sem
fyrr reyna að þyrla upp mold-
viðri til að varna mönnum að
átta sig á megin atriðunum um
stjórn bæjarmálanna. Sjálfstæð-
ismenn leggja aftur á móti allt
kapp á, að láta málin koma eins
ljóst fram og frekast má verða.
Þess vegna ættu bæjarbúar að
lesa ágripið af ræðu borgarstjóra
í blaðinu í gær og annað það, sem
sagt verður frá þessum bæjar-
stjórnarfundi. Með því móti
verður þeim auðveldara en ella
að átta sig á vandamálunum, sem
við er að etja, og sannfærast um,
hversu vel hefur tekizt að leysa
þau.
DÓMSTÓLL í Miinchen mun á
næstunni dæma i viðkvæmu
máli. Svo er mál með vexti, að
um 70 manns hafa gert kröfu
til þess að fá að flytjast aftur
á gamlar landareignir sínar á
svæðinu, þar sem Hitler á sínum
tíma gerði hið fræga „Arnar-
hreiður“ sitt — við Brechtesgad-
en.
★
Meginhlutinn af svæði þessu
liggur enn í rústum, en upp úr
þeim rís þó á einum stað ný-
tízkuhótel, sem er vinsæll dval-
arstaður forvitinna ferðamanna
— og sumir segja, að gamlir,
gallharðir nazistar leiti tíðum
þangað — til þess að rifja upp
gamlar minningar um „foringj-
ann“.
Árið 1935 var stóru landsvæði
kringum sveitasetur Hitlers lok-
að fyrir öllum óviðkomandi —
þ.e. öðrum en nánustu vinum og
samstarfsmönnum hans. Fram
að þeim tíma hafði þessi staður
verið mjög eftirsóttur til sumar-
dvalar, einkum af þýzkum lista-
mönnum. Þarna voru þá um
fimmtíu bændabýli og nokkur
smáhótel — en nú var það allt
rýmt, og flest rifið niður.
★
Umhverfis „Arnarhreiðrið"
voru reist glæsileg sveitasetur
fyrir gæðinga Hitlers, svo sem
Bormann, Göring, Göbbels, Speer
o. fl., ásamt stórum búðum fyr-
ir SS-lífverðina. í stríðinu tókst
lengi vel að verja „Arnarhreiðr-
ið“ fyrir sprengjuárásum. Þar
hafði verið komið upp sérstöku
viðvörunarkerfi, og í hvert sinn,
sem það vitnaðist, að sprengju-
flugvélar Bandamanna væru á
leiðinni, voru fjallatindarnir um-
hverfis huldir þykkri gerviþoku,
svo árásarflugvélarnar urðu frá
að hverfa. — En árið 1945 flugu
inn“, eins og sumir hafa kallað
hana virðist hreint ekkert kulda-
leg á þessari mynd. Hann Tony er
ekki heima, svo hún hefir leitað
sér stundar-afþreyingar með því
að skreppa í næturklúbb. — Hann
Tony er eiginmaður hennar, eins
sprengjuflugvélar Bandamanna
norður yfir Alpana frá Ítalíu —
og þá barst aðvörunin of seint.
Þegar flugvélarnar höfðu verið
yfir Brechtesgaden um stund,
var ekkert nema rústir að sjá.
★
Það var ekki fyrr en árið
1952, sem byrjað var að ryðja
til í „hreiðrinu", og árið eftir
settu Bandaríkjamenn þar á
stofn hressingarheimili fyrir her-
menn. — Fyrir rúmu ári keypti
og allir hljóta að vita, enski leik-
arinn Anthony Steel, svo sem
hann heitir reyndar fullu nafni
— og hann þurfti að fara til
Hollywood og dveljast þar um
tíma.
Sagt er, að Anita muni brátt
leika í spánsk-ítalskri kvikmynd
þýzki hóteleigandinn Steigen-
berger heimili þetta, ásamt öll-
um rústunum, en leigði það síð-
an aftur amerísku félagi, sem
hefir mikinn hótelrekstur.
Þegar að styrjöldinni loklnni
höfðu Bandamenn tekið allt
svæðið eignarnámi, en siðan var
því „skilað“ til Bayern. — Og
það er með málsókn gegn Bay-
ern, sem hinir upprunalegu íbú-
ar hyggjast ná aftux eignum sín-
um.
—• á móti unga manninum á
myndinni. Hann heitir Franco
Silva, 25 ára gamall, spánskur —
og blóðheitur. Þau Anita hafa að-
eins einu sinni hitzt áður í sam-
kvæmi í Róm fyrir nokkru, svo
það hefir sjálfsagt verið æskilegt
að þau kynntust eitthvað meira,
áður en þau taka að leika saman
í kvikmyndinni.
Og eftir myndinni að dæma
virðast þau skemmta sér aldeili*
lystilega við það að kynnast bet-
ur ....
Óveður
á Sauðárkróki
Bátur sökk í höfninni
SAUÐÁRKRÓKI, 19. febr. —
Undanfarna sólarhringa hefur
hið versta veður geisað hér 1
Skagafirði, ýmist hvass suðvest-
an eða suðaustap, með éljagangi.
Veðurofsinn mun þó hafa náð
hámarki síðastliðinn miðviku-
dagsmorgun.
Seinni hluta næturinnar stóð
vindur af suðri, en um 8 leytið um
morguninn snerist hann í suð-
vestanátt, með aftakastormi. Mót
orbáturinn Andvari sökk í höfn-
inni og mótorbáturinn Bjarni
Jónsson, var hætt kominn. Búið
er að ná Andvara á flot, en talið
er að hann hafi skemmzt talsvert.
Einnig mun Bjarni Jónsson hafa
skemmzt nokkuð.
í veðrinu fuku járnþök af hús-
um, rúður brotnuðu, en fólk sak-
aði ekki. Ekki hefur frétzt um
teljandi skemmdir annars stað-
ar í Skagafirði — Jón.
Tony ekki heima - og An’ita skemmtir sér
ANITA EKBERG, „sænski ísjak-