Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. febr. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 9 Sjálfstœðismenn hafa markað bœjar- málastefnu sína Sýndartillögur minni- hlutaflokkanna Úr rœðu Geirs Hallgrímssonar VIÐ umræðurnar um fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar á bæjar- stjórnarfundinum í fyrradag flutti Geir Haligrimsson itarlega ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir breytingatillögum er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu á fundinum við fjárhagsáætlunina. — Skýrði hann svo frá, að þessar breytingatillögur hefðu í för með sér tæpra 6 milljón króna lækkun á útsvarsupphæðinni. Þá rakti Geir Hallgrimsson einnig í ljósu máli ályktunartillög- ■r kommúnista og framsóknarfulltrúans í bæjarstjórn og gerði grein fyrir tillögum meirihluta bæjarstjórnar um afgreiðslu þcirra. Sýndi hann með rökum, að þessar ályktunartillögur minnihlutans «pru meira vanaverk, en að þar fylgdi hugur máli. 1 lok ræðu sinnar flutti hann svohljóðandi yfirlýsingu fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til stefnuskrár flokksins við síðustu bæjarstjórnarkosningar fyrir réttu ári sem og eamþykkta bæjarstjórnar og framkvæmda. Verður unnið áfram að hagsmuna- og framfaramálum bæjar- húa á þessum grundvelli“. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Geirs Hallgrímssonar: Geir Hallgrímsson vék fyrst að fjárhagsáætluninni og rakti breytingartillögur frá bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins til viðbótar þeim, er borgarstjóri skýrði frá, og námu 4.8 millj. kr. Var hin fyrsta þeirra um gjaldársútsvör, sem lagt er til að hækki úr 1 millj. og 200 þús. kr. í 1 millj. og 300 þús. kr. — Kvað Geir bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins ekki treysta sér til að hækka þennan lið meira en tekjur hans mundu aðallega stafa af vinnu Færeyinga við út- gerðina en þeir mundu vera færri en í fyrra. — önnur tillag- an er á þá leið, að útsvör sam- kvæmt sérstökum lögum hækki úr 8 millj. í 8 millj. og 300 þús. Þá er gert ráð fyrir hækkun á endurgreiddum meðlögum til bæjarsjóðs. Með slcilgetnum börn um 300 þúsund í stað 200 þúsund og með óskilgetnum börnum 800 þúsund í stað 500 þúsund. Kvað Geir reynslu síðustu ára sýna, að óhætt væri að gera ráð fyrir þessari hækkun, en þó væri þessi upphæð hlutfallslega langt- um lægri en áður hefði verið meðan Kvíabryggjuhælið var í notkun. Nú væru umræður hafn- ar um að tekið væri upp fyrir- komulag, sem gæti auðveldað innheimtu meðlaga hjá barns- feðrum, en þær umræður væru enn á byrjunarstigi. Til umferðamála er gert ráð fyrir að greiddar verði 1 millj. og 100 þús. kr. í stað 1.200.000 kr. og fyrir bifreiðastæði yrðu greiddar 400.000 kr. í stað 500 þús. kr. Ræðumaður skýrði frá því, að það, sem varið væri til umferðarmála yrði að standa undir auknum kostnaði vegna hinnar nýju umferðarlöggjafar, og væri 1100.000,00 kr. fjárveiting í þessu skyni 300 þús. hærri en í fjárhagsáætlun 1958. Og til við- bótar 400 þús. kr. fjárveitingu til bifreiðastæða hefði stöðumæla- sjóður töluverða upphæð til ráð- stöfunar, sem myndi nema um 700 þús. kr. Þessar tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hélt Geir Hallgrímsson áfram, nema 5.8 millj. kr. í lækkuðum gjöldum eða auknum tekjum, en við telj- um ekki hægt að ganga lengra. Varðandi tekjuáætl. frv. ber þó ei mikið á milli okkar og minni- hlutans. Þeir vilja að farið sé á yztu nöf, en það teljum við ekki rétc. Enginn rökstuðningur fylgir lækkunartillögum minnihlutans Geir Hallgrímsson skýrði frá því, að minnihlutinn bæri fram fjölda margar breytingartillög- ur við gjaldaliði fjárhagsáætlun- arinnar. Margar væru þær tillög- ur bornar fram af lítilli fyrir- hyggju og engum rökum. Þeir legðu m. a. til, að laun í skrif- stofu byggingarfulltrúa yrðu lækkuð sem svaraði launum eins manns, sem nýlega hefur verið samþykkt samhljóða að ráða á þessa skrifstofu. Þá vék hann að því, að samkvæmt tillögu frá Guðmundi Vig- fússyni hefði bæjarstjórnin kos- ið nefnd til að rannsaka starfs- mannahald hjá bænum. Þessi nefnd héfði haldið 17 fundi, en fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefndinni hefði aðeins mætt á 6 fundum af 17. Þeir Alþýðu- bandalagsmenn létu sem þeir hefðu mikinn hug á að spara, en þegar farið væri að starfa að því að athuga, hvar mætti spara, þá væri áhugi þeirra horfinn. Þá vék ræðumaður að því, að Þórður Björnsson hefði í ræðu sinni fyrr um daginn talað um óeðlilega mikið starfsamannahald á skrifstofu fræðslustjóra, og hefði hann sagt að þar væru 10 manns starfandi. Þetta væri ekki rétt, því þarna störfuðu sjö manns. Rakti Geir Hallgríms- son síðan í einstökum atriðum hið yfirgripsmikla starfsvið skrifstofu fræðslustjóra og benti á, að eitt af hlutverkum hennar væri að sjá um að sem bezt nýt- ing næðist á skólarými bæjarins og kennslukröftum. Gæti því fækkun á starfsmönnum við þessa stofnun orðið til þess að spara eyrinn en eyða krónunnL Þórður Björnsson hefði einnig lagt til að fjárveit- ing til skrifstofu borgarlæknis og heilbrigðiseftirlits væri lækkuð um kr. 550.000,00 af kn 1325.000, 00, sem til þessa væri ætlað. — Geir Hallgrímsson taldi upp þá menn, sem þar vinna, og rakti störf þeirra hvers um sig og spurði síðan hvað af þessum eft- irlitstörfum Þórður Björnsson vildi fella niður. Þá kvað hann það nokkuð rekast á við þessar sparnaðartillögur bæj arfulltrúa vinstri flokkanna að gagnrýni þeirra væri annað veifið á þá lund að heilbrigðiseftirlit í ýms- um greinum vantaði, en þegar því er komið á fót, þá væri ber- sýnilega ætlazt til að eftirlits- mennirnir ynnu kauplaust. Það væri ekki vandi að koma fram með lækkunartillögur með þessu móti, en það væri hrein móðg- un við bæjarfulltrúana. Sparn- aði í bæjarrekstri yrði ekki náð nema með stöðugri vinnu við að fá hagkvæmari vinnubrögð. Stofnun hagsýslustofu bæjarins væri sppr í þá átt og líklegri til árangurs en ábyrgðarlausar til- lögur. Ályktunartillögur minnihlutans Þá vék Geir Hallgrímsson að ályktunartillögum frá bæjarfull- trúum minnihlutans og rakti fyrst tillögur bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins og tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins um afgreiðslu á þeim. Fyrsta tillagan var um bygg- ingu hraðfrystihúss bæjarútgerð- arinnar og að 1 millj. króna af tekjum bæjarsjóðs 1959 yrði var- ið til þeirra framkvæmda. Skýrði Geir svo frá, að bæjarstjórn hefði fyrir nokkrum árum ákveðið að fela útgerðarráði framkvæmd þessa sama máls. Hefði útgerðar- ráð sótt um lán og fjárfestingar- leyfi fyrir þessu húsi en hvorugt hefði fengizt. Væri lagt til að tillögu þessari yrði vísað til út- gerðarráðs. Húsnæðismál önnur tillagan fjallaði um stofnun félags til að byggja leigu- Geir Hallgrímsson íbúðir. Gat Geir Hallgrímsson þess, að er Guðmundur J. Guð- mundsson hefði talað fyrir þess- ari tillögu, hefði hann talið rétt að bæjaryfirvöldin íhuguðu þenn an möguleika. Kvaðst Qeir sam- mála honum um þetta atriði, en í tillögunni væri hins vegar mælt svo fyrir, að bæjarstjórnin sam- þykkti að stofna félag er hefði þetta sama verkefni. Rétt væri að grandskoða þennan möguleika og því lagt til að tillögunni væri vísað til bæjarráðs. Alþýðubandalagsmenn fluttu ennfremur tillögu um byggingu 200 leiguibúða og var lagt til, að hún yrði afgreidd með svo- hljóðandi frávísunartillögu: „Með tilvísun til byggingaráætl unar bæjarstjórnar, sem sam- þykkt var í nóvember 1957, svo og síðustu samþykktar bæjar- stjórnar hinn 20. nóv. 1958 um byggingu 170 íbúða á þessu ári, vísar bæjarstjórn tillögunni frá“. Við tillögu sömu manna um sérstaka athugun og áætlun á byggingarþörf næstu 10 árin var borin fram svohljóðandi fráv.is- unartillaga; „Þar sem hagfræðingur bæjar- ins gerir áætlun um byggingar- þörfina í bænum, og Húsnæðis- málastofnun ríkisins á samkv. lögum að gera áætlanir um bygg- ingarþörf á öllu landinu, og þar með fyrir Reykjavík, og bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur sam- þykkt byggingaráætlun bæjar- ins, þá vísar bæjarstjórn tillögu þessari frá.“ í sambandi við tillögu Alþýðu- bandalagsmanna um hækkun á framlagi bæjarsjóðs til bygging- arsjóðs verkamanna í kr. 36.00 pr. íbúa bæjarins, skýrði Geir Hallgrímsson svo frá, að tillagið hefði verið hækkað úr 18.00 kr. í 24.00 kr. sl. ár. Þá hefði verið stóraukið framlag í byggingar- sjóð bæjarins sjálfs, og með því að kaupskilmálar á íbúðum bæj- arins væru betri fyrir efnaltíið fólk en í verkamannabústöðum, þá væri ástæðulaust að sam- þykkja þessa tillögu. Um stórvirkjun raforku og hitaorku Tillaga um undirbúning stór- virkjunar til raforkuframleiðslu var lagt til, að yrði afgreidd með svohljóðandi frávísunartillögu: „Þar sem borgarstjóri hefur á síðastliðnu sumri fyrir bæjarins hönd óskað eftir samstarfi við ríkisstjórnina um stórvirkjun vatnsorku til rafmagnsvinnslu, að lokinni virkjun Sogsins, eins og sameignarsamningur ríkis og Reykjavíkur um Sogsvirkjun ger ir ráð fyrir, telur bæjarstjórnin ekki ástæðu til að samþykkja til- löguna og vísar henni frá.“ Næst vék Geir Hallgrímsson að tillögu Alþýðubandalagsmanna um hitavirkjun fyrir alla Reykja víkurbyggð Og tillögu sama efnis frá bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Kvað hann ekkert í þeim, sem ekki væri þegar bú- ið að samþykkja eða ekki væri unnið að. Allir bæarfulltrúar væru sam- mála um, að reynt yrði að bora í bæjarlandinu eftir heitu vatni, til þess að ganga úr skugga um, hvort nægileg hitaorka fengist hér í nágrenninu. Tiliögur minnihlutans um bor- anir eftir hitaorku jafnhliða í Hengli og Krísuvík væru einnig samhljóða stefnu meirihlutans og framkvæmdum í hitaveitumálum hingað til, þegar t. d. gufuborinn hefði verið látinn bora sl. haust í Hveragerði. Þá ráðstöfun hefðu kommúnistar gagnrýnt, en ekki væri annað sýnt með tillögu þeirra, að þeir viðurkenndu í rauninni nauðsyn þessa. Sannleikurinn væri sá, þrátt fyrir góðan árangur af borunum í bæjarlandinu, að hæpið væri að nægileg hitaorka fengist hér. Langan tíma þyrfti og til að ganga úr skugga um það, og því kynni að erða ódýrara og fljót- virkara að afla nægilegrar hita- orku á Hengilsvæðinu nú þegar eða á næstunni, virkja hana og veita til bæjarins. Sjálfsagt væri svo að auka hitaorkuna jafnhliða með borunum í bæjarlandinu. Nauðsynlegt væri nú að fá gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir viðbótartækjum við gufu- borinn, þannig að hann gæti bor- að lengra niður en 700 m eða allt að 2000 m og gerðu menn sér þá vonir um, að frekar fengist úr því skorið hve mikil hitaorka væri í bæjarlandinu. Þá bæri nauðsyn til þess ið Hitaveita Reykjavíkur fengi leyfi fyrir djúpbor er boraði 1200 m og sótt hefði verið um leyfi fyrir nú í 3 ár, en árangurslaust. Hefði allur valdatími vinstri stjórnar- innar lið.'ð, án þess að nokkur gaumur hefði verið gefinn þessu hagsmunamáli Reykjavíkinga og hitaveitunnar. Geir kvað bæjarráð hafa nú til athugunar tillögur um hitaveitu í ný bæjarhverfi og kæmu þær tillögur væntanlega bráðlega til umræðu í bæjarstjórn. Með tn- vísun til þessa var tillögum Þórð- ar og kommúnista visað til bæjar ráðs og hitaveitunefndar. Átak bæjarins í leikvallamálum Næst lýsti Geir Hallgrímsson þeim tillögum bæjarfulltrúa Sjálf stæðisflokksins, að tillögum Ai- þýðubandalagsmanna um dag- heimili og leikskóla, félags- og tómstundaheimili yrði vísað *il bæjarráðs, leikvallanefndar og æskulýðsráðs. Vakti Geir athygli á, að komm- únistar hefðu farið viðurkenn- ingarorðum um átak bæjarins í leikvallamálum og tómstunda- starfi unglinga. Tillögu sömu manna ui- mæðraheimili yrði vís að til bæjarráðs og tillögu umhita veitu í Bjarbaborgyrðisöml. vísað til bæjarráðs og kostnaðaráætlun gerð um framkvæmdir. Tillögum um umbætur á sjóbaðstaðnum Nauthólsvík og aukinn strætis- vagnakost og bættar ferðir yrði vísað til bæjarráðs. Skýrði Geir svo frá, að jafnóðum og leyfi fyrir nýjum vögnum hefðu fengizt, hefði verið lögð áherzla á að bæta þjónustu strætisvagnanna. Tillaga Alþýðubandalagsmanna um að verkamannahúsinu vf8 höfnina yrði lokið orðist svo: Bæjarstjcrnin leg0ur áherzlu á, að hraðað verði byggingu verka- mannahússins við höfnina og vill stefna að því að framkvæmdum verði lokið eins fljótt og unnt er. Skorar bæjarstjórn Reykjavíkur á stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs að veita nauðsynleg lán til byggingarinnar. Tillögu Alþýðubandalagsins um ljósastofu Hvítabandsins yrði vís- að til bæjarráðs. Kvað Geir Hall- grímsson fullan vilja á því í bæjarstjórninni að liðsinna kven- félagi Hvítabandsins í þessu máli, enda lægi fyrir umsogn borgarlæknis um þörf á ljósa- stofu. Tillögu um fjárfestingar- þörf opinberra stofnana yrði vís- að til bæjarráðs, en tillaga um gatna- og sorphreinsun yrði af- greidd með svohljóðandi frávís- unartillögu: Með því að hagsýslu- stjóri hefur nú þegar til með- ferðar athugun á því, hverr'g hag kvæmast er að haga gatna- og sorphreinjun, og þ. á. m., hvort sameina skuli þessar startsgrem- ar, þá er tillögunni vísað frá. Stækkun hafnarinnar Þá sneri Geir Hallgrímsson sér að ályktunartillögum frá bæjar- fulltrúa Framsókr.arflokksins og skýrði frá tillögum meirihluta bæjarstjórnar um afgreiðslu á þeim. Fyrsta tillagan fjallaði um efl- ingu útgerðar og var lagt til að henni yrði vísað til bæjarráðs. Önnur tillagan var um stækkun hafnarinnar. Skýrði Geir svo frá, að bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins hefði flutt samhljóða tillögu í fyrra og hefði henni ver- ið vísað til hafnarstjórnar et» flutningsmaður tillögunnar Þórð- ur Björnsson ætti sæti í hafnar- stjórn. Hefði hann því haft tækl- færi til að fylgjast með því, a8 verkfræðileg athugun væri þeg- ar hafin að fyrirlagi hafnarstjóra. Meirihiuti bæjarstjórnar legði þó til, að tillögunni væri enn vísað til hafnarstjórnar, en þetta dæmi sýndi glöggt, að þessi tilloguflutn ingur væri aðeins til málamynda. Tillagt. um drátcarbraut og þurr- kví væri lagt til að yrði felld en samhljóða tillaga hefði einnig ver ið borin fram í fyrra og þá verið felld líka. Tillögum um hags- munamál úthverfa yrði vísað til bæjarráðs Tillaga um sparnað í bæjar- rekstri yrði afgreidd með svo- hljóðandi frávísunartillögu: Þar sem í tillögunni felst ekki annað en það, sem sjálfsagt er og fylgt hefur verið vísar bæjarstjórn til- lögunni frá. Tillaga um ranr.sóknarnefnd Innka”.pastofnunar yrdi afgreidd með svohljóðandi frávísunartil- lögu: Þar eð rannsóknarnefnd Innkaupastofnunar Reykjavíkur- bæjar hefur að langmestu le^ti lokið achugunum sínum og telja má öruggt, að ákveðnai tillógur hennar um skipulag og starfsemi stofnunarinnar berist bæjarstjóm eigi síðar en í næsta mánuði, telur bæjarstjórnin tillögu þessa 6- þarfa og vísar henni því frá. Veltuútsvar — Útsvör fiskimanna Geir Hallgrímsson, vék síðan að tillögum minnihlutaflokkanna varðandi útsvarsmál. Þórður Björnsson hafði flutt tillögu um að gera veltuútsvör frádráttarbær og benti Geir á, að það væri eðlilegt, en betur hefði farið, að flokksbróðir Þórð- ar, Eysteinn Jónsson, hefði gert sér grein fyrir sanngirni þessa, meðan hann var fjármálaráð- herra. Sannleikurinn væri hins vegar sá, að Framsóknarmenn á Alþingi hefðu staðið á móti því, að veltuútsvar væri frádráttar- bært við álagningu tekjuskatts. En erfitt væri í framkvæmd að Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.