Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 12

Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 12
12 MORGIJN BLAÐIÐ Laugardagur 21. febr. 1959 BOy WHAT A 8TORV/ ...AND NOW J KNOW HOW TO FIND LITTLE FATMER'S ©OLD MINE THESE ARE TME BASKETS LITTLE FATHER USES TO CARRY ORE FROM HIS - ' SOLD MINE/... 1 ■* ... EXCEPT THAT LITTLE FATHER DOESN'T CARRY THE BASKETS... MILO, THE BIG BEAR, DOES THAT/ m meira að segja uppþornuð brauðsneið". Hann stóð á fætur. „Hvar eru leyniskjöl og trúnað •rskeyti látin, Helen?“ „Skrifstofan er því miður í hin- nm enda hússins". Ogð hikandi: „Ættum við ekki að hætta við þetta?“ Hann hafði gengið fram hjá henni, inn í herbergið hennar. — „Viltu heldur hiðja um hjálp frá Washington?" spurði hann. „Nei“, svaraði hún umhugs- Bnarlaust. Hún reyndi árangurslaust að eyða óttanum úr rödd sinnf. — Skyndilega rann það upp fyrir henni, að hún var beitt kúgun, að hún átti ekki annarra kosta völ. Erindrekar Tulpanis ofursta höfðu bannað henni að leita njósn arans í sendiherrabústaðnum. — Þeir myndu jafnskjótt fá veður af því, ef hún óskaði eftir hjálp frá Washington. Og ef hún kæmist ejálf á slóð njósnarans? Gæti hún sent hann heim undir einhverju yfirskyni? Hvað annað gæti hún gert, en að leysa hann frá störf- um? Hún vildi ekki hugsa hugsunina tid enda. Hún hneig niður í hæg- indastólinn, bak við skrifborðið •itt. „Það hvarflar oft að mér, að ég «tti að segja af mér“, sagði hún. Hann kveikti sér í einum af gildu, brasilizk i vindlunum sínum. Hann virti hana fyrir sér með at- hygli og, að því er henni virtist, með nokkurri tortryggni. „Ég skil ekki hvers Tegna þú gerir ekki það sem nærtækast er“, sagði hann. — „Auðvitað ættu hin ir háu herrar í Washington að hafa upp á njósnaranum". ,Ég er búin að segja þér það. .“ flýtti.hún sér að segja, áður en hann komst lengra. „Hvers vegna þá þessar lausnar hugleiðingar?" Hún fann allt í einu brennandi þörf hjá sér til þess að játa allt fyrir Morrison. Ef hún gæti bara sagt honum frá því, þegar hún fór á fund Rússans í Berlín, til þess að bjarga Jan. Ef hún gæti sagt honum frá því, að hún hefði undirritað þetta örlagaþrúngna skjal. En myndi hann þá trúa því, i að hún hefði staðfest eitthvað það, með undirskrift sinni, sem alls ekki hafði við nein rök að styðj- ast? Hún var ekki orðin ástkona Jans þá. Morrison vissi að Jan hafði verið í New York. En það sem á milli frú Helen Morrison og Þjóðverjans hafði farið, í litlu gistihúsi á Broadway — það gat hún ekki sagt honum. „Þú vildir þetta sjálf", heyrði hún eiginmann sinn segja. — „Og nú geturðu ekki hlaupið af hólmi“. Hann gekk til dyranna. — „Hugs- aðu þér bara sigurgleði andstæð- inga minna. Ruth Ryan myndi áreiðanlega hrósa sigri“. „Ruth Ryan“, hugsaði hún með sér. — „Andstæðingar hans“. Var hann raunverulega að hugsa um Kaldir búðingar frá Pearce Duff Þykja ágætir! Tegundirnar eru þrjár: Vanillu, Súkkulaði og jarð- arber. Fást víðast hvar! Simi 15300 Ægisgötu 4 IMýkomið: Rennibrautir fyrÍK glerhurðir skúffur fatahengi Rennihurðagrip Borðkantar hana eða einungis um sjálfan sig? Hún reis snögglega á fætur. „Við skulum koma“, sagði hún. Leiðin lá í gegnum þvera og endilanga sendiráðsbygginguna. Helen kveikti einungis Ijós þar sem það var óumflýjanlegt. Hér kveikti hún á skrifborðslampa, þar var dauft Ijós á þröngum gangi. Helen gekk álút og horfði 'beint niður fyrir sig. Einu sinni var hún næstum búin að reka sig á brjóstlíkan af Abraham Lincoln. Slög í klukku gerðu henni svo hverft við að hún stóð eins og rót- fest. Þegar þau urðu að ganga fram hjá herberginu, þar sem skrifararnir sátu við næturvinnu sína, greip hún í höndina á Morri- son. Lítil hönd hans var köld og styrk. Þau læddust á tánum og þegar hún gerði það, varð sú til- finning enn sterkari og áleitnari, að hún væri eins og þjófur í ókunn ugu húsi. Að lokum opnuðust dyrnar að herberginu, þar sem afritin af diplomatiskum dulmálsskeytum voru geymd. Kalt, bláleitt, titrandi Neonljós fyllti rykmettað herbergi. Hér sá- ust hvergi nokkur merki um þann tízkubrag, sem annars einkenndi alla sendiráðsbygginguna. Með- fram öllum veggjunum stóðu bláu skjalaspjöldin í röðum, eins og hermenn við liðskönnun. Helen gekk yfir að brynskápn- um. „Á ég að opna hann?“ spurði hún stillilega. Morison hafði stanzað inni á miðju gólfi. Hann renndi athugul- um rannsóknaraugum yfir bæði stál-skrifborðin. „Engin ritvél“, sagði hann, eins og við sjálfan sig. Því næst við Helen: — „Nei, skápurinn skipt- ir engu máli“. Og skyndilega: — „Hvers vegna eru tvö skrifborð hér?“ „Annað borðið notar Luckner forstjóri deildarinnar sjálfur, en hitt er fyrir vélritunarstúlkuna". Morrison settist við skrifborð Luckners. „Undarlegt", sagði hann — „að enginn skuli hafa minnzt á neina vélritunarstúlku við mig“. Hann rótaði 1 skúffunni. — „Frímerkja- safnari. Aðgöngumiðar á tónleika og óperu. Bersýnilega tónlistar- unnandi. Mikill reykingamaður. Ég fe.r að hafa gaman af þessu“. „Meðfætt njósnaraeðli", fullyrti Helen. Án þess að gefa orðum hennar nokkurn gaum, gekk Morrison yf- ir að skrifborði vélritunarstúlkunn ar. Svo leit hann upp: „Skrifborðs skúffan er lokuð“. „Hvað meira?“ „Allar hinar eru opnar“. „Þær ættu raunverulega allar að vera læstar. Eins og þú sagðir. Hún hafði fengið sér sæti bak við skrifborð forstjórans, örmagna af þreytu. Hún virti fyrir sér hið torráðna, mongólska andlit Morri- sons, þar sem hann laut niður að skrifborðinu. „Hefurðu fundið nokkuð merki- legt?“ spurði hún. Allt í einu leit hann upp. 1 augum hans, sem venjulega lýstu svo mikilli hlýju og viðkvæmni, var einhver undarlegur glampi sem gerði hana hrædda. Hann sat hreyfingarlaus, með báðar hendur í skrifborðsskúff- unni. „Getum við látið ljósprenta nokkuð í dag?“ spurði hann eftir stundai’þögn. Morrison rétti Helen póstkortið, sem hann hafði fundið i skrif- borðsskúffu vélritunarstúlkunnar. Það var landslagsmynd frá Berlín. Ungfrú....“ Hún reyndi að muna nafnið. — „Ungfrú Brown fylgir fyrirmælunum". „Réttu mér lyklakippuna", sagði Morrison. Hún fékk honum lyklana. Hann prófaði einn lykilinn af öðrum. Enda þótt hún skildi ekki fyllilega hvers vegna hann hafði svona mikinn áhuga á skrifborði ungfrú Brown, þá furðaði hún sig á hinni smámunalegu þolinmæði hans. „Venjuleg skrifborðsskúffa. — Einhver lykillinn hlýtur að eiga við“, tautaði hann. — „Auðvitað — sá síðasti". Skúffan opnaðist. GITTE'- HÚFAN og margar aðrar gerðir af fallegum loðhúfum fyrir konur og börn. Nýjasta tí/.ka. Hafnarstræti Hafnarstræti 21. 1) „Ég fór að fiska með Míló ! morgun. Mér datt í hug að ykkur þætti gott að fá nýjan lax í morgunmat." 2) „Það var fallega hugsað, en þú ættir ekki að eyða tíma þín- um í að snúast við okkur, segir Markús. „Mér er í mun að þið skemmtið ykkur vel. Hvað ætlið þið að gera í dag?“ 3) „Eg vildi gjarnan fara gönguferð með Miló, ef ég má“, segir Sússana. „Ágætt. Það kann hann vel að meta.“ „Ég veit það ekki“, svaraði hún. „Það væri þá helzt ritarinn sem störfum hefur að gegna...." Hann var staðinn á fætur. „Við verðum að trúa honum fyr- ir því. Það er að segja....“ hann hikaði. — „Þú verður að trúa hon- um fyrir því. Opinberlega hef ég sko ekki tekið neinn þátt í þessum aðgerðum". Hún spratt á fætur. „Hefurðu fundið eitthvað?" Hann stóð bak við skrifborðið með myndarpóstkort í hendinni. Augun í honum ljómuðu af sigur- gleði. Svo rétti hann kortið yfir borðið, án þess að segja nokkuð. Þetta var ódýrt litmyndakort. Helen sneri því við. Það var sent frá Berlín fyrir níu dögum. Utaná skriftin var: Ungfrú Claire Brown, US-sendiráðinu í París. Á því stóð skrifað: „Elsku Claire: Á morgun, í síð- asta lagi þar næsta dag, legg ég af stað. Ég hlakka mjög mikið til að sjá þig og París. — Þinn K.“ Helen horfði undrandi á eigin- mann sinn. „Saklaust póstkort! — Hvers vegna ætti ég að láta taka ljós- prentaða eftirmynd af því?“ SHUtvarpiö Laugardagur 21. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 íþrótta- fræðsla (Benedikt Jakobsson). — 14,15 „Laugardagslögin". — 16,30 Miðdegisfónninn .17,15 Skákþátt- ur (Guðmundur Arnlaugsson). — 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Blá- skjár“ eftir Franz Hoffmann; I. (Björn Th. Björnsson les). 18,55 í kvöldrökkrinu; tónleikar af plöt- um. 20,30 „Höldum gleði hátt á loft“: Tryggvi Tryggvason o. fl. syngja syrpu af gömlum og góðum lögum. 20,50 Leikrit: „Anastasía" eftir Marselle Maurette og Guy Bolton (Áður útv. í fyrra um þetta leyti). — Leikstjóri og þýð- andi: Inga Laxness. 22,10 Passíu- sálmur (22). 22,20 Danslög, þ. á. m leikur hljómsveit Karls Jóna- tanssonar gömlu dansana. 01,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.