Morgunblaðið - 21.02.1959, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.02.1959, Qupperneq 15
Láugardagur 21. febr. 1959 MORCUNBLAÐ1Ð 15 Sorpeyðingar- stöðin — Framh. af bls. 1. Njáll lét aka skarni á hóla Eftir að gestir höfðu skoðað Sorpeyðingarstöðina, var boðið til kaffidrykkju I Sjálfstæðishús- inu. Bauð Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, gesti velkomna í stuttri ræðu. Sagði hann að í dag væri miklum og merkum áfanga náð. Það hefði lengi verið hið mesta vandamál að losa bæinn við úrgang allan og fyrir nokkr- um árum hefði verið ákveðið að koma því máli í það horf að við- unandi væri frá þrifnaðar- og menningarlegu sjónarmiði. Þegar Jón Sigurðsson, borgarlæknir, hefði tekið við embætti, hefði það verið hans fyrsta verk, að taka þetta mál til athugunar. Nú hefðu orðið hér á mikil umskipti frá því sem áður var. Sorpinu yrði ný breytt í þýðingarmikinn lífrænan áburð, sem rannsóknir benda til að muni verða mjög gagnlegur til ræktunar. Hinn nýi áburður hefði hlotið nafnið Skarni. Það nafn væri komið úr Njálu. Hefði Njáll látið aka skarni á hóla í því skyni, „at þar yrði taða betri en annars staðar“. Væri það álit sumra fræðimanna, að Njáll hefði fyrst- ur manna borið á tún hér á landi. Kvaðst hann nú spá því, að þar sem Skarni verður á bor- inn, verði taða betri en annars staðar. Að lokum þakkaði borgarstjóri dr. Jóni Sigurðssyni afskipti hans af þessu máli og vélsmiðj- unni Héðni smíði vélanna í hina nýju Sorpeyðingarstöð. Sorphaugarnir alltaf hvimleiðir Næstur talaði dr. Jón Sigurðs- son, borgarlæknir, en undir hann heyrir öll sorphreinsun í bæjarlandinu. Ræddi hann um það hve lítil áburðarnotkun hefði verið hér á landi öldum saman og lönd verið rányrkt, enda hefði ekki verið til mikið af nothæfum áburði í landinu. Minntist hann á garðyrkjukver Hans Schier- bechs landlæknis, sem hér var fyrir aldamót, en hann ráðlagði mönnum að vinna áburð á garð- ana úr úrgangsefnum frá heim- ilunum. Rakti Jón Síðan aðferðir þær sem Reykvíkingar hefðu haft síðan um aldamót við að losa sig við allan úrgang frá heimilunum. Hefði öllur úrgangi framan af verið ekið niður í fjöru, en 1919 hefði verið ákveðið að sorp skyldi fjarlægt á kostnað bæjar- sjóðs. Árið 1924 var svo farið að flytja allt sorp vestur á Eiðis- granda. Hefðu sorphaugarnir á Eiðisgranda alltaf verið hvim- leiðir, og borgarstjóra og bæjar- stjórn hefði löngum verið það Ijóst. Lýsti borgarlæknir síðan aðdraganda að byggingu hinnar nýju sorpeyðingarstöðvar á Ár- túnshöfða og sagði frá gangi mála, þangað til stöðin var tekin í notkun í júlímánuði í sumar. Þá komu í ljós ofurlitlir gallar á vélakosti, sem nú hefur verið ráðin bót á. Verða nú framleiddir 10.000 rúmmetrar af áburði úr sorpi á ári, og hefur verið reynt að gera áburðinn eins ódýran og frekast er unnt. Sagði hann að óhreinindi þau, sem hingað til hefðu verið til óprýði í bænum, mundu nú stuðla að því að prýða hann. Þá talaði Sveinn Guðmunds- son, forstjóri í Héðni Ræddi hann um hina svokölluðu Danoaðferð, eem hér verður notuð til sorp- eyðingar, en fyrstu stöðvarnar af þessu tagi voru reistar í Dan- mörku. Sagði hann að slíkar verksmiðjur væru nú starfrækt- ar víða um heim. Lýsti hann síð- an vélakosti nýju sorpeyðingar- stöðvarinnar og vinnsluaðferðum, og afhenti borgarstjóra að lokum vélakerfið. Gat hann þess að ís- lenzkir iðnaðarmenn gætu verið stoltir af því að hafa sparað mik- inn erlendan gjaldeyri með þvi að smíða vélarnar heima. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, þakkaði veitingar fyrir hönd „ney'.enda" hins nýja áburð- ar, og lét í ljós þá skoðun að Skarni ætti eftir au prýða bæjar- landið. Minntist hann m. a. á þáð áð ef nægilegur hiti fengist í bæjarlandinu og nægilega góður áburður -i til staðar, gæti ver- ið full ástæða til að flytja gróður- húsræktunina í nágrenni bæjar- ins. Sagði hann að bygging sorp- eyðingarstöðvarinnar væri senni- legar stærra skref en menn gerðu sér almennt ljóst. Tildrög að byggingu stöffvarfnnar Með byggingu hinuar nýju sorpeyðingarstöðvar á Ártúns- höfða hefur merkum áfanga verið náð. Forsaga þess máls er sú, að í júnímánuði 1948 skipaði bæjar- ráð þá Jón Sigurðsson borgar- lækni, Ásgeir Þorsteinsson verk- fræðing og Þór Sandholt arkitekt í nefnd, sem gera skyldi tillögur um sorpeyðingu í Reykjavík. Nefndin skilaði áliti i maí 1949 cg lagði til að komið yrði upp sorp- eyðingarstöð, sem ynni úr sorp- inu lífrænan áburð, en mikil þörf er fyrir hann hér. f nóvem- ber 1949 samþykkti bæjarráð að koma slíkri stöð upp. Á þessum tíma var erfitt um framkvæmdir, einkum af gjaldeyrisástæðum. Árið 1955 tókst Vélsmiðjunni Héðni að fá leyfi til að byggja mestan hluta vélasamstæðnanna hérlendis. Á gamlársdag það ár var undirritaður samningur við Vélsmiðjuna Héðin um að hún annaðist smíði og uppsetningu véla. Árið 1956 var unnið að teikningum og stöðinni ætlaður staður á Ártúnshöfða. Ólíklegt að gert verðivið Gunnfaxa f GÆR var lokið rannsókn á skemmdum þeim, sem urðu á Douglasflugvélinni Gunnfaxa í ofviðrinu um s.l. helgi, þar sem hún stóð á flugvellinum í Vest- mannaeyjum. — Kom í ljós við athugun þessa, að auk þess sem stýri vélarinnar eru ýmist brot- in eða stórskemmd, hefir sjálf- ur burðarás hennar brostið, en við hann eru vængirnir festir. Munu því litlar líkur til, að það svari kostnaði að gera við flugvélina. Úr því mun endan- lega skorið, er skoðunarmaður ríkisins hefir lagt fram skýrslu sína um skemmdimar, en hann er væntanlegur til Reykjavík frá Vestmannaeyjum í dag. Camalmenna- skemmtun í Bolungarvík BOLUNGARVÍK, 19. febrúar —. Kvenfélagið Brautin hélt sína árlegu gamalmennaskemmtun sl. laugardag fyrir fullu húsi, þrátt fyrir mjög vont veður. Frú Elísabet Hjaltadóttir setti skemmtunina með ræðu. Síðan var leikinn gamanleikurinn „Fjöl skyldan ætlar að skemmta sér“ eftir Hans Klaufa. Leikendur voru Sigurður E. Friðriksson, Ásgerður Hauksdóttir, Halldóra Helgadóttir, Ósk Guðmundsdótt- ir og Vélaug Steinsdóttir. Guð- bjartur Oddson, annaðist andlits- förðun, en Friðrik Sigurbjörns- son var leikstjóri. Leikendur léku af hjartans lyst við mikinn fögn- uð áheyrenda. Guðm. Jóhannes- son héraðslæknir flutti ræðu kvöldsins. Sýnd var skrautsýn- ing „Þrek og tap“, með Ásdísi Hrólfsdóttur og Kristni Árnasyni. Þá sungu þær frúrnar Hildur Einarsdóttir, Ósk Guðmundsdótt ir og Sigrún Halldórsdóttir 5 lög við góðar undirtektir. Sungið var milli atriða og síðan farið í leiki og dansað. Gamalmenni hér þakka Kven- félaginu vel fagnað þennan. For- maður nefndarinnar var Sigrún Halldórsdóttir. Skemmtunin var endurtekin á sunnudag fyrir fullu húsi. — Fréttaritari. Tónskáldafélagið Á FUNDI Tónskáldafélags ís- lands var nýlega samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Tónskáldafélag íslands mót- mælir eindregið frumvarpi því, sem komið er fram á Alþingi, um að leyfa hljóðritun hugverka á segulband án heimildar höf- undar eða greiðslu til hans. Tel- ur fundurinn óhjákvæmilegt, ef ákvæði frumvarpsins komast í framkvæmd, að íslenzk tónskáld stöðvi alla útgáfu tónverka sinna og leyfi flutning þeirra úr handriti aðeins gegn tryggingu fyrir misnotkun. Jafnframt skor- ar fundurinn á STEF að mæta framkvæmd frumvarpsins, ef þörf gerist, með algeru banni við flutningi verndaðra tónverka, innlendra og erlendra, í útvarpi og annars staðar þar, sem óleyfi- leg hljóðritun gæti orsakazt. Fundurinn lýsir furðu sinni á því, að Alþingi skuli gerast vett- vangur ofsókna gegn listamönn- um, sem vinna endurgjaldslaust að sinni list, en vilja síðan ráða sjálfir hinum listrænu eignum sínum". ACCRA í Ghana 20. febr. (Reut- er) — Bandarískur sérfræðingur að nafni William Voorduin er kominn til Ghana til að rannsaka vatnskortinn 1 Accra höfuðborg landsins og hvernig bæta megi úr því vandræðaástandi, sem skapazt hefur við langvarandi þurrka. f dag ræddi hann við Nkrumah forsætisráðherra, sem hefur miklar áhyggjur af þessu máli, en hreinlæti og heilbrigðis- háttum í borginni hefur mjög farið aftur við þurrkana, sem eru þeir verstu, sem nokkru sinni hafa yfir landið dunið. Borg- in fær vatn úr Densu-fljóti skammt frá en fljótið er nú að heita má þurrt. Bátar aftur á sjó EFTIR hina nær samfelldu land- legu, sem verið hefir í febr. hér suðvestanlands, var loks róið nokkuð almennt frá verstöðvun- um í fyrrinótt. Afli var yfirleitt í tregara lagi, algengast frá 5 og upp í 8 lestir. — Ekki var fullljóst í gærkvöldi, hvort al- mennt yrði róið í nótt, þar sem veðurspá var í lakara lagi. — Yfirleitt var leiðindaveður á mið um bátanna í fyrrinótt og fram á morgun, en fór batnandi, er á daginn leið. Frá Keflavík reru allir bátar nema 5, og var aflinn 5 til 8 lestir. 17 bátar reru frá Grinda- vík og höfðu 4—7,7 lesta afla. Enginn af Akranesbátum fór á sjó, en einn reri í gærmorgun frá Vestmannaeyjum. Kýpur — Framh. af bls. 1. fagna þeim. Búizt er við því, að Makaríos haldi til Kýpur einhvern næstu daga, en Menderes var enn í sjúkrahúsi í gær og hafði ekki náð sér að fullu eftir flugslysið. I. O. G. T. Unglingastúkan Unnur nr. 38 Fundur á morgun kl 10 f.h. í G.T.-húsinu. Kvikmynd og fleiri skemmtiatriði. — Gæzlumaður. Barnastúkan Díanna nr. 54 50 ára afmælishátíð stúkunnar verður á morgun kl. 2 e.h. í Templ araihöllinni. — 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Leikþáttur og fleira. 3. Góðar og miklar veitingar. Félagar, mætið öll og takið með ykkur nýja félaga. — Gæzlumenn. Samkomur Fíladelfia Sunnudagaskóli kl. 10,30. — Á sama tíma í Eskihlíðarskóla. Að Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði kl. 1,30. — Brotning brauðsins kl. 4. Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu- menn: Þórarinn Magnússon og Ásmundur Eiríksson. — Allir velkomnir! SkíðaferSir um helgina Laugardaginn 21, febr. kt. 2 & Hellisheiði, kl. 6 á Hellisheiði, kL 2,30 Skálafelli. — Sunnudagsmorg un kl. 9, Hellisheiði, kl. 10 Hellis- heiði. — Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur byrjar kl. 11, ferðir frá B. S. R. Skíðafélögin í Reykjavík. K. F. U. M. — Á moigun: Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,30 f.h. Kársnessdeild. Kl. 1,30 e.h. Drengir. Kl. 8,30 e.h. Samkoma, Júhannes Sigurðsson prentari talar. — Allir velkomnir. Körfuknattleiksmót ÍFRN Þessir skóla keppa mánudagink 23. febr.: Menntaskólinn á Laug- arvatni og Kennaraskólinn kl. 13. Héraðsskólinn á Laugarvatni og Verzlunarskólinn kl. 14. Gagn- fræðaskóli landsprófsins og Gagn- fræðaskóli Vesturbæjar B-Iið kL 14,45. Menntaskólinn í Reykjavík og Gagnfræðaskóli verknámsin* B-lið kl. 15,30. -— í kvennaflokki t Menntaskólinn og Kennaraskólinn kl. 16,15. Verzlunarskólinn og Hagaskólinn kl. 16,45. Menntaskól inn á Laugarvatni, piltar og Há- skólinn kl. 17,15. — Stjórnin. COBRA gólfbón. Það er hið rétta. Heildsölubirgðir Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Sími 1-14-00. 1 Siml 15300 | Ægisgötu 4 Nýkomnar málningar- sprautur ásamt auka- könnum og munnstykkjum Félagslíi Aðalfundur Iþróttafélags kvenna var haldinn nýlega. Stjórnina skipa nú: Frk. Fríður Guðmunds- dóttir, formaður. — Meðstjórnend ur: frú Ellen Sighvatsson, frk. Jóhanna Eiríksdóttir, frk. Sæunn ( Magnúsdóttir, frú Elísabet Jóns- j dóttir. — Eins og að undanförnu hélt félagið uppi fimleikakennslu og skíðafarðum. Voru farnar skíða ferðir um flestar helgar í fyrra- vetur. — Félagið hyggst að beita sér fyrir aukinni fimleikákennslu fyrir konur á öllum aldri. Ungling vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi Nesveg (Nesvegur og Granaskjól) JHwgimMaftib Aðalstræti 6 — Sími 22480. 70 óra afmæli Glímufélagsins Armanns verður haldið í Sjálfstæðishúsinu laugardagixut 2L febr. kl. 6,30. Aðgöngumiðar að dansleik fyrir félagsmenn og gesti þeirra, er hefst að loknu borðhaldi, verða seldir við innganginn. Dökk föt STJÓRNIN Jazzklúbbur Reykjavíkur Klúbburinn opnar U. 2,30 í dag, í Framsóknarhúsinu. — Dagskrá: 1. Plötukynning. 2. Jazzkvikmynd. 3. „Tlot Session“. 4. „Cool Session“. 1 Eiginmaður minn ÓSKAR ARNASON rafv.m. Hringbraut 41, andaðist að Landakotsspítala hinn 19. þ.m. Olga Arnason Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug, vegna andláts og jarðarfarar konu minnar og dóttur okkar GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR Sigurður Hallgrímsson, Maria Hjaltadóttir, Karl Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.