Morgunblaðið - 21.02.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.02.1959, Qupperneq 16
VEÐRID Suffaustankaldi meff slyddu ___og síffan rigningu._ Bœjarmálefni Sjá bls. 9. Aðeins einn bjarghringur fannst við leitina í gœr t GÆR var enn leitað með fjör- um suður á Reykjanesskaga, ef ske kynni, að einhverju skolaði t>ar á land úr Hermóði. Var einkum leitað milli Kalmans- tjarnar og Merkiness, en þar hef- ur flest það komið á land, sem hingað til hefur rekið úr skip- inu. — Ekki fundu leitarmenn í gær annað en einn bjarghring, «em merktur var Hermóði. Þeir, sem leituðu í gær, voru menn úr slysavarnadeildinni í Höfnum, ásamt Hermanni Sig- urðssyni á Kalmanstjörn, svo og gamlir skipsfélagar áhafnarinnar á Hermóði. ★ Þessu til viðbótar er eftirfar- andi tilkynning frá landhelgis- gæzlunni: Leitinni að vitaskipinu Her- móði var haldið áfram í allan gærdag, og tók m. a. þátt í henni varðskipið María Júlía, sem leit- aði grunnt undan ströndinni frá Garðskaga að Reykjanesi. Gæzlu flugvélin Rán flaug með allri ströndinni frá Grindavík, inn Faxaflóa, um Mýrar og út Snæ- fellsnes allt að öndverðarnesi og til baka aftur, auk þess sem hún svipaðist um í sjálfum flóanum. Hvorugt þeirra varð þó vart nokkurs frekar um afdrif skips- ins, en þegar er kunnugt. Leitinni verður haldið áfram í dag. Nýr þáttur í starfsemi Varðar Skemmtun í Sjálfstœð- ishúsinu annað kvöld ^ANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörð- ur hefur nú ákveðið að efna til skemmtana fyrir félagsmenn og gesti þeirra undir heitinu: Varffarfagnaöur. Verða haldnar kvöldskemmtanir í Sjálfstæðis- húsinu eftir því sem henta þyk- ir. Leitazt verður við að hafa uppi nýjungar í skemmtiatrið- um og stilla verði aðgöngumiða mjög í hóf. Fyrsti Varðarfagn- aðurinn verður í Sjálfstæðis- húsinu annað kvöld. , Þaff er gert ráff fyrir aff fyrsta dagskráratriði hvers Varðarfagnaffar verffi for- spjall. Þetta forspjall verður jafnan flutt af þjóffktunnum manni. Því er ætlaff aff fjalla um stjórnmál, en vera flutt af manni, sem er fremur kunn- ur fyrir annað en afskipti af stjórnmálum. Fyrsti ræðumaff- ur í þessu hlutverki Varffar- fagnaffarins verffur Bjarni Guff xnundsson, blaðafulltrúi. Af öffrtum sem lofaff hafa að flytja síffar forspjallið má nefna dr. Pál Isólfsson og Tómas Guð- mundsson, skáld. Eftir forspjallið koma skemmti- atriði, sem verða með sínum hætti á hverjum Varðarfagnaði. Annað kvöld verður m.a. sýndur þáttur úr leikritinu „Víxlar með afföllum“ eftir Agnar Þórðarson, sem hlaut hinar miklu vinsældir í útvarpsflutningi á sl. ári. Á síð- ari Varðarfögnuðum mun verða reynt að koma upp skemmtiatrið- um, sem félagsmenn sjálfir leggja til. Þá mun og á hverjum Varðar- fagnaði verða dansað. Inn í dans- inn verður fléttað Icikjum og skemmtiatriðum eftir því sem samkvæmisgestum sjálfum þókn- ast. Stjórn dansins mun Axel Helgason hafa á hendi. Þess er að vænta að Varðar- félagar sæki þessar skemmtanir sínar því að Varðarfagnaðurinn á að vera bezta og ódýrasta skemmtunin. 1 Sansu" aðgerðarlaust // VEÐRAHAMURINN undan- farið hefir víða hamlað störfum og alls konar framkvæmdum og valdið margvíslegu tjóni, svo sem kunnugt er. — Sanddælu- Stjórnarkjör í Járniönaðarmanna hefst i dag Listi lýðrœðissinna er B-listinn STJÓRNARKJöR fer fram í Félagi járniðnaðarmanna nú um helg- ina. Kosið er í skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 3, og hefst kosn- ;ngin kl. 12 í dag og stendur til kl. 8 síðdegis. Á morgun hefst kosn- ingin kl. 10 árdegis og stendur til kl. 6 síðdegis og er þá lokið. Tveir listar eru í kjöri: B-listi, sem skipaður er lýðræðissinn- um og studdur af andstæðingum kommúnista í félaginu, og svo A- listi kommúnista. skipið Sansu kom til Akraness fyrir tæpum mánuði til þess að dæla skeljasandi upp úr Faxa- flóa fyrir Sementsverksmiðjuna. Vegna illviðranna hefir Sansu hins vegar ekki getað sótt nema tvo farma á „miðin“ á þessum tíma, og hefir skipið lengst af legið hér í Reykjavíkurhöfn, en þar er meðfylgjandi mynd tek- in. Samúðarskeyti SENDIHERRAR Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Frakklands, Danmerk ur, Þýzkalands, Bretlands og Noregs, hafa vottað utanríkisráð- herra samúð sína, þjóða sinna og ríkisstjórna vegna hinna miklu mannskaða, er íslendingar hafa orðið fyrir undanfarna daga. Jafnframt hafa borizt samúð- arkveðjur frá sendiráðum íslands og íslendingum í Noregi og Dan- mörku. Vísitolon 6 stig- um lægri en í jnnúnr MBL. barst í gær svohljóðandi tilkynning frá viðskiptamálaráðu neytinu: „Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 6. febrúar sl., og reyndist hún vera 206 stig“. Þess má geta hér til viðbótar, að er vísitala framfærslukostn- aðar var síðast reiknuð út, í byrj- un janúar, reyndist hún vera 212 stig, og hefur hún þannig lækkað um 6 stig undanfarinn mánuð. Nær mánaðar landlega AKRANESI, 20. febr. — Heita má, að hér hafi verið landlega í 25 daga samfellt, eða síðan 26. janúar. — Tíðin hefir verið með afbrigðum stormasöm, oft stór- viðri og stundum fárviðri. — Að vísu voru bátarnir hérna á sjó 2. eða 3. febrúar, línubátarnir 14, allir með tölu, en þeir höfðu lítið annað en hrakninginn, og 7 þeirra töpuðu frá 9 til 20 bjóðum hver. Daginn eftir fóru svo þessir bátar aftur út og fundu sumt af línunni, en hvergi nærri allt. Hlutavelta Óðins HLUTAVELTA Óffins verffur lialdin í Listamannaskálanum á sunnudaginn kemur. Trúnaffar- menn og affrir félagsmenn, sem aðstoffa vilja viff hlutaveltuna, eru beðnir aff gefa sig fram strax. ★ KÓPAVOGUR Fulltrúaráð Sjálfstæffisfélaganna í Kópavogi heldur fund n. k. sunnudag kl. 15,30 í Sjálfstæffis- húsinu í Reykjavík. Bjarni Bene- diktsson ritstjóri ræffir um stjórn málaviðhorfiff. ★ Varðarkaffi í ValhÖll í dag kl. 3-5 s.d. B-listi lýðræðissinna er þannig skipaður: Happdræftið AFGREIÐSLAN í Sjálf- stæðishúsinu er opin til kl. 5 í dag, sími 17104. Gerið skil sem fyrst. Loftur Ólafsson, formaður, Bæjarsm. Þorvaldur Ólafsson, varafor- maður, Hamri. Ármann Sigurðsson, ritari, Héðni. Ingólfur Jónsson, vararitari, Kr. Gíslasyni. Rafnar Sigurðsson, fjármálarit- ari, Héðni. Sveinn Hallgrímsson, gjald- keri, Vegagerð ríkisins. Trúnaffarmannaráð Sigurjón Jónsson, Sindra. Ragnar Krúger, Landssmiðj- unni. Rögnvaldur Axelsson, Stál- smiðjunni. Þórður Guðnason, Bjargi. Varamenn Páll Guðmundsson, Steðja, Hermann Hermannsson, Bæjar- smiðjunni, Magnús Magnússon, Tækni. Þess er fastlega vænzt að járn- smiðið mæti vel á kjörstað og vinni að sigri B-listans. Fulltrúaráð Heimdallar ÁRÍÐANDI fundur í fulltrúaráði Heimdallar í dag klukkan 14. Rússneska sendiráðið kvartar yfir Morgunbl. SENDIRÁÐ RÚSSA hér á landi sneri sér nýlega til dóms- málaráðuneytisins og kvartaði yfir grein, sem birtist í janúar sl. á æskulýðssíðu Morgunblaðsins. Var þar m. a. skýrt nokkuð frá ferli Voroshilovs, forseta Sovétríkjanna. Mun sendiráðinu ekki hafa fundizt nægilega virðulega talað um hann í fyrrnefndri grein. Nú hefur dómsmálaráðuneytið falið sakadómara að hefja rannsókn í máli þessu. Hafa ritstjórar æskulýffssíð- unnar og ábyrgðarmaffur blaðsins verið kvaddir á fund hans. Engin ákvörffun hefur ennþá verið tekin um það, hvort mál verði höfffað á hendur Morgunblaðinu fyrir aff hafa ekki talað nógu virffulega um Voroshilov og þá hæfi- leika, sem menn verði að vera gæddir til þess að komast í hinar æðstu trúnaðarstöður í Sovétríkjunum. Fundur um steinuskrú Heimdullar A SlÐASTA aðalfundi Heimdallar var stjórn félagsins falið að sjá nm endurskoffun stefnuskrár félagsins fyrir næsta aðalfund. Stjórn Heimdallar kaus því á sl. hausti nefnd til þess að hrinda verkinu í framkvæmd. Skipti hún stefnuskránni niður í fimm málaflokka og skipaffi nefndir til þess aff gera tillögur í hverjum málaflokki fyrir sig. Er nú störfum flestra þessara nefnda að verffa lokiff. Nú hefur verið ákveðið að halda félagsfundi um álit nefnd- anna, en affalfundur Heimdallar í marzbyrjun gengur endanlega frá stefnuskránni. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Sunnudaginn 22. febrúar kl. 14: EFNAHAGSMÁL. Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30: STJÓRNARSKRÁIN OG UTANRÍKISMÁL. Sunnudaginn 1. marz kl. 14: TRYGGINGAMÁL OG MENN- INGARMÁL. FYRSTI FUNDURINN VERÐUR SAMKVÆMT ÞESSU Á MORGUN, sunnudag, og hefst kl. 14. Verffur þar tekiff til umræðu álit efnahagsmálanefndar. Um framsögumenn nefndarinnar verður tilkynnt í blaðinu á morgun. Fundirnir verða haldnir í félags- heimili Sjálfstæöismanna, Valhöll við Suðurgötu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.