Morgunblaðið - 07.03.1959, Page 2

Morgunblaðið - 07.03.1959, Page 2
MORCUNBL AÐIh Laugaridagur 7. marz 1959 Hljóðmerkin berast 648.567 kílómetra NEW YORK, 6. marz. (NTB- Reuter). — Bandarísk útvarps- stöð náði um hádegið í dag greinilegum hljóðmerkjum frá bandaríska gervitunglinu Pioneer IV, sem þá var kominn um 648.- 567 kilómetra út í geiminn. Hljóð merkin heyrðust í útvarpsstöð „General Electric Company“ í New York-ríki. Formælandi fyrir tækisins sagði, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hljóðmerki heyrð ust frá senditæki svo langt úti í geimnum. Pioneer IV var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Florida á þriðjudaginn, og er bú-1 izt við að gervihnötturinn fari á braut umhverfis sólina. Einn af helztu sérfræðingun- um við stjörnuturninn í Jodrell Bank í Englandi sagði fyrr í dag, að ef hleðslurnar í senditækjum gervihnattarins entust, mundi vera hægt að fylgjast með hon- um sex til sjö hundruð þúsund kílómetra út í geiminn. Forstjóri stjörnuturnsins, Lovell prófessor, sagði að hljóðmerkin væru miklu sterkari en búizt hefði verið við. Hraði gervihnattarins er nú áætl- aður 6700 til 6800 kílómetrar ú. klukkustund. CrundfírÖings II. kom í góðar þarfir Ofœrf um Crundarfjörð eftir óveðrið GRUNDARFIRÐI, 6. marz — Að- faranótt 4. þ. m. reru allir bátar frá Grundarfirði og lögðu lóðir sínar á venjulegum fiskislóðum. Um hádegi hinn 5., þegar bátarn- ir voru langt komnir að draga línuna brast á norðaustan stór- hríð með mikilli fannkomu. — Hélzt svo allan daginn og alla næstu nótt. Af þessu leiddi að bátarnir lentu í erfiðleikum að ná landi og tóku sumir þann kostinn, að láta út dufl og and- æfa við það. Einn bátur úr Grundarfirði, Grundfirðingur II, skipstjóri og eigandi Zóphonías Cecilson, er útbúinn radartækjum og tók hann að sér að leiðbeina hinum bátunum í land. Hann varð að fara nokkrum sinnum til þess að leita að hverjum bát og fylgdi þeim síðan upp á Grundarfjörð, en svo dimm var hríðin að bát- arnir sáu ekki ljósin í þorpinu fyrr en þeir komu alveg að bryggjunum. Óhætt er að fullyrða að sumir þessara báta hefðu ekki náð landi fyrr en daginn eftir, ef þess arar aðstoðar hefði ekki notið við. Var klukkan orðin 5 á fimmtudagsmorgun, þegar Grund firðingur II hafði leiðbeint síð- asta bátnum til lands. Þess má geta, að radarinn í Grundfirðingi II hafði verið í ólagi, en daginn áður en þetta gerðist, kom hann úr viðgerð með strandferðaskipi úr Reykja- vík. í þessu veðri gerði mikla ófærð hér í Grundarfirði. Voru skafl- arnir utan við sum húsin á aðra mannhæð í gærmorgun, þegar komið var út. Má kalla ófært um þorpið, en hér eru engin mokstr- arverkfæri, og horfir til hreinna vandræða ef ekki verður úr bætt. Að sjálfsögðu eru allir vegir að og frá þorpinu tepptir. — E. M. Kosningar í Austurríki í maí VÍNARBORG, 6. marz. NTB- Reuter. — Sósíalistaflokkur Aust urríkis, sem hefur verið við völd í landinu ásamt íhaldsflokknum frá stríðslokum, varð í dag við kröfum íhaldsmanna um að efna til þingkosninga í maí. í dag sak- aði leiðtogi íhaldsflokksins, Julius Raab, forsætisráðherra, sósíalista um að hafa verið and- vígir því að stefnuskrá stjórnar- innar frá 1956 yrði hrundið í framkvæmd. Frá keppni körfuknattleiksliðanna á sunnudaginn. Birgir Birnir skorar fyrir islenzka „tilraunalandsliðið“. „Su dagsetning er ekki í dagbókum okkar/y Vlnarborg, 6. marz (Reuter). — WILLY Brandt yfirborgarstjóri Vestur-Berlínar sagði í Vínarborg í dag, að ef Austur-Þjóðverjar undirrituðu sérstaka friðarsamn- inga við Rússa, þá ætti Vestur- Berlín ekki annars úrkosta en sameinast Vestur-Þýzkalandi. Brandt kom við í Vínarborg á leiðinni heim úr för sinni um Bandaríkin, Kanada og ýmis Fréttir i stuttu máli Canberra, 6. marz. Reuter. — Um 20.000 af þeim 309.455 Bretum, sem fluttust til Ástralíu á árunum 1947—1958, fóru aftur heim til Bretlands innan tveggja ára. ■fc Rómaborg, 6. marz. Reuter. — Öflugur lögregluvörður gætir nú austurrísku menningarstofn- unarinnar í Róm, eftir að ítalsk- ur æskulýður stórskemmdi bygg- inguna með benzínsprengju í gærkvöldi. Rósturnar í Róm stafa af deilum ítala og Austur- ríkismanna um Suður-Tyrol. Oporto, Portúgal, 6. marz. Reuter. — Níu manns særður og 8 manns er saknað, eftir að vegg- ur einn frá 14. öld, sem stóð í einu fátækrahverfi Oporto-borg- ar, hrundi yfir átta hús í hverf- inu. — Stœrsfa skip er smíðað hefur verið í Evrópu GAUTABORG. 6. marz Einka- skeyti til Mbl. — Uni hádegi á morgun verður stærsta skipi, sem smíðað hefur verið í Evrópu, hleypt af stokkunum í Udde- valla sem er bær með 31.000 íbú- um skammt fyrir utan Gauta- Eining í Baridaríkjunum Washington, 6. marz. NTB — Reuter. Repúblikanar, sem fara með rík- isstjórn Bandaríkjanna, og demó- kratar, sem eru í minnihluta 'í báðum deildum þjóðþingsins, eru algerlega sammála um stefnu Bandarikjanna varðandi Berlín og Þýzkalandsmálið. Þetta kom fram í dag á fundi Eisenhowers við leiðtoga beggja flokka. Macmillan fer vestur 17. marz LONDON, 6. marz NTB-Reuter. Macmillan forsætisráðherra Breta kemur til Washington 19. marz til að ræða við Eisenhower Bandaríkjaforseta. Þær viðræð- ur hefjast 20. marz og standa yf- ir nokkra daga, en fyrst mun Macmillan eiga viðræður við Diefenbaker forsætisráðherra Kanada, og þangað flýgur hann 17. marz. í för með Macmillan verður Lloyd utanríkisráðhérra. Viðræðurnar snúast fyrst og fremst um Berlínarvandann og Þýzkalandsmálið, og svo um heimsókn Macmillans til Sovét- ríkjanna. Ekki hefur komið til orða að kalla aðra vestræna leið- toga til fundar þeirra Macmill- ans og Eisenhowers. borg. Skipið, sem er olíuflutn- ingaskip, er eitt af sex skipum sömu stærðar, sem skipasmíða- stöðin er að byggja fyrir Ameriku markað. Stærð skipsins er 68.000 tonn og hafa um 19.000 tonn af stáli farið í smíðina. Eftirvæntingin er mikil á staðnum, en enginn af verkfræðingunum við skipasmiða stöðina veit, hve hratt svo stórt skip rennur af stokkunum, en reiknað er með 6—7 metrum á sekúndu. Fólk kemur hvaðan- æva úr heiminum til að vera við- statt athöfnina á morgun, m.a. frá Ameríku, Ítalíu og Frakk- landi. — Fréttaritari. Vilja starfa að sjávarútvegs- framleiðslu EFTIRFARANDI ályktun var gerð á fjölmennum málfundi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 6. marz 1959. „MÁLFUNDUR haldinn í Gagn fræðaskóla Austurbæjar lýsir því yfir, að nemendur skólans séu fúsir til að starfa að sjávarút- vegsframleiðslu þjóðarinnar, e£ þess gerist þörf“. Ríkti á fundinum mikill ein- hugur um þetta þjóðþrifamál, tóku margir til máls, og var þetta samþykkt með öllum atkvæðum. Asíulönd. Hann kvaðst fagna ræðu Krúsjeffs í Leipzig í gær, þar sem hann bauðst til að fram lengja frestinn, sem Rússar höfðu sett í sambandi við lausn Berlín- armálsins. „Ég hef ævinlega fullvissað samlanda mína um að ég tryði ekki á tímatakmörkin sem Rúss- ar settu okkur með 27. maí. Við höfum aldrei skrifað þessa dag- setningu í dagbækur okkar, af því að við berum fullt traust til vina okkar um allan heim“, sagði Brandt. „Ég trúi því að gerðir verði samningar um Berlínardeil una, og að Vestur-Berlín muni losna úr þeirri úlfakreppu, sem hún er í eins og stendur". Athuga um kaup á nýjum togara HAFNARFIRÐI: — Forstjórar Bæjarútgerðarinnar eru nýlega farnir til Englands og Vestur- Þýzkalands til að leita fyrir sér um kaup á nýjum togara í stað Júlí. Einnig verða athugaðir möguleikar á að fá togara leigðan, ef ekki verður úr kaupum. Er brýn nauðsyn fyrir útgerðina að fá a. m. k. einn togara, svo að Fiskiðjuverið hafi jafnan næg verkefni, en æskilegast væri að hingað yrðu keyptir tveir ný- tízku togarar. — G.E. Frá Alþingi FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Tvö mál voru á dag- skrá efri deildar. Frumvarp um vöruhappdrætti Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga var til 1. umræðu og vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með sam- hljóða atkvæðum. Frumvarp um breytingar á lögum um almanna- tryggingar var til 1. umræðu og vísað til 2. umræðu og heilbrigð- is- og félagsmálanefndar sam- hljóða. Tvö mál voru á dagskrá neðri deildar. Frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar var til 1. umræðu og vísað til 2. urhræðu samhljóða og frumvarp um sölu Bjarnastaða var til 2. umræðu og vísað til 3. umræðu samhljóða. Að loknum fundi í neðri deild, sem boðaður hafði verið, voru haldnir tveir fundir og lokið um- ræðum í deildinni um frumvarp um breytingar á kosningalögún- um. Góður afli DALVÍK, 6. marz. — 1 gær og í dag landaði hér Snæfell 30 lest- um og Björgvin 18 lestum af þorski, er þeir fengu á tveimur sólarhringum. Aflinn er unninn í frystihúsi KEA. Björgvin varð fyrir því óhappi að missa trollið. Óvíst er hvenær hann fer út aft- ur. — SPJ. Bezti afladagur Sty kkishólmsbáta STYKKISHÓLMI, 6, marz — 3 bátar voru á sjó í dag. Var þetta bezti afladagurinn á árinu. Afla. hæstur var Svanur með 12 tonn. Hinir fengu 9 og 7 tonn. Einn bátur kom af netjaveiðum eftir þrjá daga og mun hafa haft 9—10 tonn. — Fréttaritari. Heildarsöfnun Mbl. 686 þús. SÖFNUNIN til aðstandenda þeirra, sem fórust með Júlí og Hermóði heldur áfram. í gær tók Morgunblaðið við um 56 þús. krónum og er héildarsöfnun blaðs ins þá orðin kr. 686.443.85. Aðalfundur Verzl- unarsparis j óðsins AÐALFUNDUR Verzlunarspari- sjóðsins verður haldinn í Þjóð- leikhúskjallaranum í dag kl. 2,30 e. h. Formaður stjórnarinnar, Egill Guttormsson, stórkaupmaður, flytur skýrslu um starfsemi sparisjóðsins á liðnu ári og fram verða lagðir reikningar síðasta árs. Á fundinum fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf. Stuttur langur leikur — eftirleikur LONDON, 6. marz. Reuter. — Edward Lenihan, 21 árs gamall myndarlegur maður, og brúður hans, Mary, þrýstu hendur hvors annars í heitri ást þegar brúð- kaupsgestirnir komu til þeirra og óskuðu þeim lángra og hamingju- samra lífdaga í hjónabandinu. Þessi hátíðlega athöfn átti sér stað í bóndabýli nálægt New- castle á írlandi. Á hálfu andar- taki umhverfðist þetta klukku- stundar gamla hjónaband í ó- gæfu. Kona nokkur á meðal gest- anna sakaði brúðina um að vera helmingi eldri en brúðguminn og eiga tvö börn. Mary rauk á dyr í brúðarskarti sínu og hljóp heim til sín. Þetta var fyrir 13 árum. Síðan hafa Edward og Mary ekki búið saman og ekki skipzt á einu einasta orði. Edward, sem nú vinnur í London, fékk hjóna- bandið ógilt i gær á þeim for- sendum, að eiginkonan hefði ekki rækt skyldur eiginkonunnar. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.