Morgunblaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. marz 1959
MORC.VISBLAÐIÐ
9
EINU SINNI, fyrir langa löngu, I
á mælikvarða núlifandi .kynslóð-
ar en fyrir stuttu á mæli
kvarða sögunnar komu 18 dreng-
ir saman í búð Gunnars Þor-
bjarnarsonar. Slíkt þykir ekki í
frásögur færandi í dag á tím- |
um alls kyns skólabúða og sölu- |
turna. En drengjunum þeim stóð j
annað og meira í huga en að
verzla.
Búðin sem þeir hittust í s'óð ]
á þeim stað þar sem nú stendur
Morgunblaðshúsið. f fyrrinótt
voru á sama stað sett saman þessi
ófullkomnu sögubrot félagsins,
sem drengirnir 18 stofnuðu —
félagsins sem í dag er elzta, segj-
um fótboltafélag (til heiðurs við
stofnendurna) og stærsta íþrótta
félag landsins. Félagið þekkir
hvert mannsbarn — Knattspyrnu
félag Reykjavíkur.
Drengirnir í búðinni skírðu
félagið „Fótboltafélag Reykja-
víkur“. Hópur þeirra stækkaði og
töldust brátt 28 í hópnum. Enn
hittast margir KR-ingar í búð á
sama stað og félagið var stofnað
til skrafs og ráðagerða. Búðin
heitir nú Bókabúð Lárusar Blön-
dal.
Drengirnir bekktu lítt til skrif-
finnsku i þá daga og sömdu vist
aldrei félagslög, og gjöld
þurftu þeir eigi önnur að greiða
en þau er þurfti fyrir knetti. En
knettirnir voru innfluttir frá
Liverpool. Flestir munu hafa
lagt 25 aura af mörkum við bolta-
kaupin hvert sinn.
Það voru þessir piltar sem léku
fyrsta knattspyrnukappleikinn
sem háður var hér á landi. Þeir
skiptu í lið eftir hlutkesti —
því annað félag en „Fótboltafé-
lag Reykjavíkur" var ekki til
þá. Þessir menn ruddu veginn,
lærðu, kynntu og kenndu knatt-
spyrnu sem tugþúsundir íslend-
inga hafa notið á öllum árum
sxðan.
Féiag drengjanna var stofnað
um knattspyrnuíþróttina og æ
síðan hefur KR verið forystufé-
lag í knattspyrnumáium og um
löng tímabil „bezta knattspyrnu-
félag landsins“. Þetta varð úr
hinum mjóa vísi drengjanna.
Fast form komst á félagið 1910
eftir mikinn vakningai'fund, og
eftir það eru til skilmerkileg fé-
'lagslög og fundargerðir sem yf-
ir löng tímabil eru forkunnarvel
gerðar og spegilmynd íþróttalífs
í landinu.
Sú saga sem í fundargerðum
KR er fólgin, geymir frásagnir
um snarpar deilur innbyrðis
miili ungra en ákafra manna, hún
geymir kafla úr hvatningarræð-
um svo eldheitum að jafnvel
hjarta hins daufasta manns fer
á sprett, hún geymir frásagnir
um sigra félagsmanna KR, suma
svo stóra að öll þjóðin og jafnvel
fleiri þjóðir hafa hrifizt eins og
t.d. er tveir KR-ingar hlutu
Evrópumeistaratitil í frjálsum
íþróttum 1950. Aðrir sigrar eru
minni en félaginu sem heild engu
síður kærir og þarfir. En það
sem skilur KR mest frá öðrum
félögum er hinn mikli félagslegi
sigur þeirra á síðari árum og sú
sigurganga félagsins stefnir mi
æ hærra og síðustu dæmin eru
hinar myndarlegu byggingar við
Kaplaskjólsveg og hinn glæsti
skíðaskáli í Skálafelli svo eitt-
hvað sé nefnt. Hvort hefur þá
ekki uppátæki drengjanna í
Gunnarsbúð 1899 orðið til góðs?
Um það þarf ekki að efast.
Þjóðin er rík í vissum skilningi
meðan meðal hennar eru til fé-
lög á borð við KR.
f þeirri stuttu grein sem hér
gefst rúm til að birta um KR sex-
tugt verður ógerningur að rekja
svo nokkru nemi sögu félagsins.
Aðeins verður stiklað á einstök-
um atriðum, kannski af þekking-
ar- og gáleysi sleppt einhverju
mikilsverðu en ýmislegt mark-
vert tínt fram.
Knattspyma
Fyrstu 20 ár félagsins helgaði
það sig eingöngu knattspyrau og
gekk á ýmsu um mátt þess og
megin. Það var allt á þessu
tímabili — sterkt, veikt,
sundurlaust unz vakningin kom
1910. Og hugsum okkur aðstöðu-
muninn. Þá ekki síður en nú
snörp átök — átök sem kannski
bara efldu félagið.
Knattspyrnusigrar KR eru fræg
ir. Félagið hefur stundum haldið
öllum verðlaunagripum allra
flokka í senn. En á ýmsu hefur
þó oltið, eins og gengur. En
æðsta bikar ísl. knattspyrnu hafa
KR-ingar unnið alls 15 sinnum
eða oftar en nokkurt annað fé-
Talið frá hægri: Kristján L. Gestsson, sem var upphafsmaður
margra sérdeilda KR. í miðið Erlendur Ó. Pétursson, mesta
sameiningartákn KR og t. v. Guðmundur Ólafsson, einn skel-
eggasti forystumaður KR á knattspyrnusviðinu.
Fyrstu Islandsmeistarar KR 1912.
[ jáns L. Gestssonar, sem hóf máls |
á því „að æfa hlaup þar til völl-1
urinn yrði nothæfur til knatt-1
spyrnu. Slíkar hlaupaæfingar |
• væru reglulegur nauðsynjaundir-
búningur fyrir knattspyrnuæfing-
1 ar“. Það tókst misjafnlega, en
stefnt var að þátttöku í Víða-
] vangshlaupi ÍR. „Æfingarnar
! voru sniðnar eftir aldarhættin-
um“, segir Brynjólfur Ingólfsson
í gömiu afmælisriti KR. Segir
hann að síðan 1925 hafi þannig
verið æft, að „hlaupararnir
klæddu sig úr í Haraldarbúð á
sunnudagsmorgnum og hlupu svo
snöggklæddir inn í Sund’augar,
hvérnig sem viðraði, og alltaf í
keppni“.
En eftir 1920 eiga KR-ingar sí-
vaxandi þátt í uppbyggingu frjáls
íþrótta hérlendis og hafa um ára-
bil verið sterkastir einstakra fé-
laga, þó misjafnlega hátt hafi ris-
ið „veldi“ þeirra.
Margan frægan garpinn á þessu
sviði hefur KR alið, t.d. menn
eins og Magnús Guðbjörnsson, en
frægastir KR-inga til þessa eru
þeir Gunnar Huseby og Torfi
Bryngeirsson, sem unnu það af-
þurfti völl til að iðka knatt-
spyrnu, en þá var bara enginn
völlurinn til. Það þurfti svolítið
meira en löngunina eina til að
leika knattspyrnu í þá daga. Og
knattspyrnumenn ruddu völlinn
að miklu leyti sjálfir hæði KR-
ingar og önnur félög, sem síðar
komu upp. Við tilkomu vallarins
1912 lifnaði verulega yfir íþrótt-
um. Fyrsta meistaramót knatt-
spyrnu var haldið og keppt um
bikar þann sem enn er keppt um
og einnig nafnbótina „bezta
knattspyrnufélag fslands". Af
þremur liðum sem kepptu vann
KR.
Árið 1915 var nafninu breytt úr
upphaflegu heiti „Fótboltafélag
Reykjavíkur" í „Knattspyrnufé-
lag Reykjavíkur". Það kostaði
lag.
Hin síðustu ár hefur KR alltaf
átt sterkt lið og vann m. a. ís-
landsmeistara Akraness í auka-
leik í sumar, þó Skagamenn séu
handhafar bikarsins.
En hvað merkast af öllu starfi
KR á knattspyrnusviðinu eru
unglingastarfsemin. í henni er ,
fólginn einn af stórsigrum KR, og
mun sá sigur tryggja að nafni fé-
lagsins verður hátt á loft haldið
á komandi árum. Þessi starfsemi
hefur kostað þrotlaust starf [
margra áhugamanna er viljað
hafa vinna félaginu — og af slík-
um mönnum er KR auðugt.
Frjálsar íþróttir
Fi jálsiþróttadeild KR var stofn
úð 1919 fyrir frumkvæði Krist-
Isiands- og Reykjavikurmeistarar KK í nandknattleik 19a».
Fimm af beztu fimleika-
mönnum KR að æfingu.
rek að sigra á Evrópumóti, Gunn-
ar tvívegis, Torfi einu sinni. Þess-
ir menn og miklu fleiri hafa hænt
og laðað æskumenn til íþrótta-
iðkana til gagns fyrir þá sjálfa og
þjóðina í heild.
Fimleikar.
Árið 1923 var fimleikadeild
stofnuð innan félagsins. Forgöngu
að því átti Kristján L. GeStsson
einnig. Var vel af stað farið og
komu 100—120 á fyrstu æfinguna,
en æft var í tveim flokkum. Kenn
ari 3 fyrstu árin var Benedikt G.
Waage, forseti ÍSÍ. Var ötullega
unnið næstu árin og tekið þátt í
sýningum ásamt öðrum en fyrsta
sýning KR fór fram 1930, öll
saga fimleika í KR fyrstu árin er
skilmerkilega sögð í fundarbók-
um KR, en þáverandi ritari var
Erlendur Ó. Pétursson heitinn.
Sama ár og fyrsta fimleikasýn-
ing félagsins var fékk KR eigið
hús. Þá störfuðu innan félagsins
11 fimleikaflokkar hver með 30
þátttakendum.
Ótaldar eru sýningar fimleika-
flokka síðan, bæði í Reykjavík
og utan og eins utanlandsferðir.
En alls staðar hafa flokkarnir
fengið góða dóma. Áhugi almenn-
ings hefur minnkað á fimleika-
íþróttinni og þar með fækkað í
KR, en félagið hefur aldrei lagt
niður fimleikaiðkun og á í dag
á að skipa mjög góðum karla-
flokki.
Glíma
Kristján L. Gestsson lét ekki
við það eitt sitja, að stofna frjáls
j íþróttadeild og fimleikádeild.
[ Hann stofnaði líka ásamt Ben.
G. Waage til glímuæfinga innan
félagsins og enn kenndi Benedikt.
Saga glímunnar innan KR varð
þó slitrótt, lá niðri stundum en
„blossaði“ upp á milli. Margt á-
gætra glímumanna sem sannar-
lega settu svip á glímumótin æfði
í KR — „en nú er hún Snorra-
búð stekkur .... “
Sund
Enn liggja spor Kristjáns L.
Gestssonar í nýja átt. Árið 1923
átti hann frumkvæðið að stofnun
sunddeildar innan félagsins. Hin
öra stofnun sérdeilda á þessum
árum á rót sina að rekja til stiga-
keppni félaganna á Allsherjar-
mótinu, en það mót náði til sunds-
ins m. a.
Og þess var ekki lengi að bíða
að KR setti hvað mestan svip á
sundmót er haldin voru, og taldi
í sínum hóp ýmsa af kunnustu
sundgörpum landsins á síðari ár-
um, t.d. Regínu Magnúsdóttur,
Pétur Eiríksson, Rafn Sigurvins-
son og síðast en ekki sízt Sigurð
Jónsson.
Hnefaleikar
Árið 1919 hófst iðkun hnefa-
leika hjá KR fyrir frumkvæði
Eiríks Bech. En áhuginn dvínaði
og lagðist iðkunin alveg niður
við brottför hans af landinu. Vif
heimkomu hans hófust hnefaleik
ar aftur innan félagsins og meðal
iðkenda_ var Benedikt G. Waage,
forseti ÍSÍ. Fyrsta sýning félags-
ins var 1927. Blés þó ekki byrlega
fyrir íþróttinni þá, því að hún
var almennt gagnrýnd og þótti
líkari slagsmálum en íþrótt.
Árið 1935 hófst nýtt blómskeið
þessarar greinar hjá félaginu við
tilkomu reglna er ÍSÍ'stóð að og
tók Þorsteinn Gíslason við kennsl
unni og skapaði mikið líf og fjör.
KR iðkaði síðan. hnefaleika allt
þar til er íþróttin var bönnuð af
Alþingi og átti deild hnefaleika-
iðkenda sinn þátt í félagsíifinu.
Skíðadeildin.
Má, eirrar deildar voru að
nokkru rakin hér í blaðinu sL
Frh. á bls. 15
KR. 60 ára