Morgunblaðið - 07.03.1959, Page 12

Morgunblaðið - 07.03.1959, Page 12
12 MORCVNBLAÐIB lÆUgardagur 7. marz 1959 l'að var fyrst þegar þjónninn hafði sett ískalt glasið á borðið fyrir framan Helen og horfið aft- ur inn fyrir borðið, að maðurinn með rauðbirkna efrivararskeggið, rauf þögnina. „Ég skal reyna að verða fáorð- nr, frú Morrison", sagði hann. — „Því miður hafið þér gert okkur hið þægilega simasamband alger- Jeiga ónothægt. Þér virðizt ekki hirða neitt um símsend fyrirmæli". Hann tæmdi viskíglasið sitt hinn rólegasti. — „Annars væri það mjög heimskúlegt hjá yður að reyna að gera eitthvert uppþot í London gegni ég velmetnu starfi og fólk myndi telja yður eitthvað ruglaða í kollinum, ef þér reynduð að bendla mig á einhvern hátt við sovézku leynil jónustuna“. „Ég er þreytt“, svaraði Helen. „Viljið þér ekki reyna að komast að efninu? Hvert er erindi yðar á minn fúnd?“ „Sjálfsagt. Þér hafið svikið okk- ur, frú Morrison. Það var ekki sér- lega skynsamlegt af yður. Hélduð þér kannske að við værum að gera að gamni okkar?“ „Nei, ekkert var mér fjarlæg- ara en að halda slíkt", svaraði Helen. — „Ég hef bara ekki iátið ógnanir ykkar hræða mig. Ég mun ávallt gera skyldu mína hvort sem Tulpanin ofursti fram- kvæmir hótanir sínar eða ekki“. Hvaðan hef ég afl til að berjast við þennan mann? hugsaði hún með sér. Er afl þess manns, sem berst fyrir lífi sínu, óþrotlegt? Ókunni maðurinn hneigði sig hæversklega: „Okkur er kunnugt um hvert skref yðar“, sagði hann. „Að sjálfsögðu vitum við líka um fundinn í New York og hótanir Ruth Ryans. Sú góða kona hefur nú raunar beitt blekkingum. Þær sannanir gegn yður, sem hún hef- ur boðizt til að koma með, eru alls ekki í hennar höndum. Það er al- gerlega undir okkur komið hvort hún getur, að viku liðinni, lagt þessar sannanir á borðið. Ef henni tekst það, þá er úti um yður og sömuleiðis konungsríki eiginmanns yðar“. Hann sagði orðið „konungsríki" með hæðnishreim í rómnum. „Ég endurtek bón mína um að þér reynið að komast að efninu“. „Alveg sjálfsagt. 1 sendiráði yð- ar i París eru skjöl viðvíkjandi fyrirhugaðri stofnun Evrópuhers. Þér þekkið þessi skjöl. Hér er um árásaráform að ræða, sem beint er gegn okkur. Ef þér afhendið okk- ur þessi skjöl fyrir næstkomandi laugardag, erum við fúsir til að gleyma Kessen-málinu". — Hann kveikti í pipunni sinni. — „Þér hljótið að viðurkenna að þetta sé mjög sanngjarnt tilboð, frú Morri- son“. „Hafið þið svona mikinn áhuga á þessum s!:jölum?“ sagði hún. „Við höfum fyrst og fremst áhuga á öllu því, sem eflt getur friðinn á einhvem hátt“, sagði Englendingurinn. Helen sneri „Mai-tini“-glasinu. milli fingranna. Morrison lá ósjálf bjarga í sjúkrahúsinu. Jan Möller var horfinn. Hvar var hann nú? Hafði hann sagt sannleikann? Var yfirleitt nokkur sá til, er sagði sannleikann? Enginn gat ráðlagt henni. Hún varð að berjast við ör- lög sín og igrast á þeim, ein og óstudd. „Hvað viljið þið gefa mér lang- an umhugisunarfrest?“ spurði hún. „Tuttugu og fjórar klukku- stundir". „Vitið þér að það sem þér heimt ið af mér eru landráð?" „Þau eru þá a. m. k. í þjónustu friðarins, frú Morrison". „Ég ætla að hugsa málið nán- ar“. „Prýðilegt". Hann strauk efri- vararskeggið, eins og annars hug ar. — „Auðvitað hitti ég yður ekki aftur, hversu leitt sem mér þykir það. En að síðustu ætla ég að ráða yður alvarlega frá því, að skýra yfirvöldunum frá öMum málavöxt um. Þegar þér hafið ákveðið að taka boði okkar, þá kaupið þér einfaldlega sex rauðar rósir í blómabúðinni gegnt sjúkrahús- inu“. „Verða njósnarar alltaf að hegða sér eins og persónur í lé- legum reyfurum?" spurði Helen. „Lélegustu reifararnir komast oft næst veruleikanum, frú Morri- son“, svaraði maðurinn. Svo leit hann á Helen. „Annan Martini?" „Nei, þökk fyrir". Hún reis á fætur. — „Ég þakka yður fyrir •boðið, hr. Wagner". Viðræðurnar höfðu aðeins stað- ið yfir í fimmtán mínútur. Inni í svefnherberginu byrjaði hún að afklæðast. Henni varð litið í speg- ilinn. — Ég er eins og gömul kona í útliti, hugsaði hún með sér. En sú hugsun hafði engin áhrif á hana. Hún gat aðeins hugsað um eitt: Hvert á ég að snúa mér? — Hver getur gefið mér xáð, sem •koma að haldi? Hverjum get ég treyst? Hver getur hjálpað mér? Það var á þessu augnabliki sem hálfgleymd mynd brauzt skyndi- lega upp úr djúpi undirmeðvit- undarinnar, upp á yfirborðið. — Hún sá fyrir sér flugvél í hugan- um. Hún sá sjálfa sig og í sætinu næsta við hlið hennar sá hún hið myndarlega og hreinskilna andlit René Bayard ábóta. Hún flýtti sér yfir að skápnum. Ferðataskan úr brúna krókódílsskinninu. Þar hafði •hún geymt blaðið með heimilis- fangi ábótans. Var það þar ekki? Hafði hún ekki glatað því fyrir löngu ? Lok,s fann hún blaðið, sem Monsigneur Bayard hafði fengið henni. Það vai eins og einhver und arlegur kraftur, sem hún gat ekki skýrt sjálf, færi um hana alla, bær ist frá litla samanbögglaða blað- inu, sem lá í lófa hennar. Hún gekk föstum, ákveðnum skrefum að simanum. U. Morrison hafði átt rólega nótt. Helen hafði talað við prófessorinn, þegar fyrir klukkan átta um morg uninn og laust eftir klukkan átta, var hún á leiðinni til Paddington- iborgarhverfisins, þar sem René ábóti átti heima í lítilli hliðar- götu. Ábótinn tók á móti henni í litla viðtalsherberginu sínu og bauð henni til sætis. • Sendiherrann settist beint gegnt ábótanum. „Þegar ég segist - þurfa að skrifta", sagði hún og reyndi að gera sér upp hlátur — „þá er það ekki beint af trúarlegum orsökn- um. Ég kem til yðar, Monsignore, vegna þess að ég treysti yður og vegna þess að ég þarfnast hjálpar yðar“. „Ég hlusta“, gagði ábótinn vin- gjarnlega. Helen sagði honum allt. I stuttu máli skýrði hún honum frá lífi sínu allt til þess dags, er leiðir hennar og Jan Möllers lágu sam- an í fyrsta skipti. Þá varð frá- fíögn hennar ýtarlegri. Hún tal- Það er barnaleikur að strauja þvott- inn með „Baby“ borðstrauvélinni. Baby er einasta borðstrau- vélin, sem stjórnað er með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða hvottinum. Nyja verðið er kr.: 3816.— fakmarkaðar birgðir Jfekla Austurstræti 14 Símar 11687. H afnarfjörður Unglinga eða eldra fólk, vantar til biað- burðar nú þegar við: HVALEYRAR og HÓLABRAUT Talið strax við afgreiðsl. Álfaskeiði 40 sími 50930. aði um fyrstu kynni hennar og Morrisons, um för sína til New York, um hina vakandi hégóma- gimd sína, um flugferðina til Ber- línar, um Tulpanin ofursta, um brúðkaup hennah og Morrisons, um litla Broadway-gistihúsið og um alla ringulreiðina, sem hún hafði lifað og hrærzt í frá þvi er hún var útnefnd sem sendiherra í París. Þegar hún lauk frásögninni fannst henni því líkast sem hún stigi upp úr hreinu, heilnæmu baði. „Og nú viljið þér fá ráð hjá mér“, sagði ábótinn. Hún kinkaði kollþ „Mætti ég þá byrja á því að leggja fyrir yður eina spurningu?“ sagði hann. „Að sjálfsögðu". „Hafið þér hugsað yður að kaupa blómin þarna andspænis sjúkrahúsinu, í kvöld?“ „Nei, auðvitað ekki“. „Þá munu Rússarnir hefjast handa. Ég held að þeim sé bláköld alvara í þetta skiptið. Þeir munu afhenda ungfrú Ryan þetta skjal sem Tulpanin ofursti lét yður und- irrita. Þeir munu eyðileggja fram- tíð yðar, frama og jafnvel mann- orð“. Hún hristi höfuðið. „í dag ætla ég að tilkynna stjórhinni lausn mína frá sendi- herrastarfinu". „Haldið þér að Rússarnir verði ánægðir með það? Nei, kæia frú Morrison, svo einfalt er það nú ekki. Ef þér getið ekki náð í þetta skjal, þá verðið þér a. m. k. aðal persónan í hneyksli í blaðaheim- inum, hneykslismáli sem á fáa sína líka í Ameríku og jafnvel víðar“. Helen leit undrandi á hann. „Þér viljið þó ebki hvetja mig til þess að verða svikari við mitt eigið land, Monsignore?“ „Nei, i raun og sannleika geri ég það ekki, frú Morrison. Ég hve.t yður yfirleitt ekki til neins. Ég gef yður ráð sem þér getið svó fylgt eða hafnað, eftir eigin geð- þótta“. Hann laut lengra áfram og nær Helen. — „Ég ráðlegg yð- ur að hlaupa ekki lengur burt frá sjálfri yður. Það hafið þér alltaf gert frá þeim degi, er þér elskuðuð einn man og giftuzt öðrum. Þér þykizt geta forðazt ábyrgðina með því að segja upp starfinu“. Hann hnyklaði bogadregnu augabrúnirn ar. — „Flestar manneskjur breyta eins og börn. Þær loka augunum — og halda svo að enginn sjái þær. Þér, frú Morrison, vitið um njósn- arstarfsemi, sem ógnar landi yðar. Þér hafið möguleika til að fletta ofan af henni. En í þess stað viljið þér segja upp starfinu og flýja af hólmi. Á eftir yður syndaflóðið. Þér flýið samvizku yðar. — Einu sinni til Evrópu, svo aftur til Ameríku. En samvizkan hefur ókeypis farseðil með öllum farar- tækjum. Hún fer með, hvert sem við förum". „Ég ætti sem sagt að kaupa blómin í kvöld“, sagði hún. ----------------------------- aHUtvarpiö l.augardagur 7. niarz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndía Sigurjónsdóttir). 14,00 Iþrótta- fræðsla (Benedikt Jakobsson). —• 14,15 Laugardagslögin. — 16,30 Miðdegisfónninn. 17,15 Skákþátt- ur (Guðmundur Arnlaugsson). — 18,00 Tómstundaþáttur baraa og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Blá- skjár“ eftir Franz Hoffmann; V. (Björn Th. Björnsson les). 18,55 1 kvöldrökkrinu; — tónleikar af plötum. 20,30 Leikrit: „Donadieu" eftir Fritz Hoohwálder, í þýðingu Þorsteins Ö. Stephensen. — Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Yaltýsdóttir, Jón Aðils, Haraldur Bjömsson, Lárus Pálsson, Indriði Waage, Róbert Arnfinnsson, Arn- dís Björnsdóttir og Gestur Páls- son. 22,10 Passíusálmur (34). —- 22,20 Danelög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.