Morgunblaðið - 07.03.1959, Page 16

Morgunblaðið - 07.03.1959, Page 16
VEÐRIÐ NA-gola, léttskýjað, frost 7—10 stig imX» XíiÍJi Íí 55. tbl. — Laugardagur 7. marz 1959 Fjölbýlishús Sjá bl.s 6. Mikið ísrek á hafinu fyrir norðan land MIKIÐ ísrek er nú á hafinu norð- •nundan, og fer það mikið eftir veðurlagi á næstunni hvort ísinn kemur nær eða ekki. Þessar upp lýsingar fékk blaðið hiá Jóni Ey- þcrrsyni, veðurfræðingi, er það leitaði í gær fregna hjá honum um þetta efni. Sagði Jón, að um mánaðamótin hefði hann haft fregrir af því að óvanalega .nikill ís væri kring um Jan Mayen, miðað við undan- farin ár. Náði ísbrúnin frá suð- urodda Jan Mayens, suðvestur í hér um bil 60 mílna fjarlægð norður af Hornbjargi og þaðan juðvestur um 60—70 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Er ísmn því óvenjulega nálægt okkur, en ekki er vitað hversu þéttur hann er á þessu svæði. í gær sást ísrek um 25 sjómíi- ur norð-austur af Grímsey, en ekkert er vitað hve mikið það er. Þessi óvenjumikli ís stafar sjálf sagt af því að vestanátt héfur verið fyrir norðan og ísinn lón- að frá Grænlandi og austur um Jan Mayen. Nú er það undir veðurlaginu komið á næstunni hvort ísinn færist nær eða ekki, sagði Jón Eyþórsson. Nú er veðrið aðgerðar laust, en gott væri að fá austan- átt, til að drífa ísinn aftur upp að Grænlandsströndinni. j mv, '>'<m w Víða ófœrð á vegum Helztu vegir ruddir i gœr 1 FYRRAKVÖLD voru flestir vegir í nágrenni Reykjavíkur ó- færir með öllu. í gær var svo unnið að því að ryðja aðalleið- irnar með öllum þeim vinnu- tækjum, sem vegagerðin hefur yfir að ráða. Og síðdegis í gær var Keflavíkurleiðin orðin fær öllum bifreiðum, Hellisheiðar- leiðin fær stórum bílum og jepp- um, en ekki litlum fólksbílum, og imnið var að því að opna Hval- fjarðarleiðina. Miðaði verkinu vel og var búizt við að bílarnir kæmust í Borgarnes í gærkvöldi. Krísuvíkurleiðinni var ekki sinnt, vegna þess hve mikið var að gera á öðrum leiðum. T. d. þurfti að ryðja vegina milli ver- stöðvanna á Suðurnesjum. í gærkvöldi var Holtavörðu- heiði ófær, en reiknað var með að hægt yrði að ryðja hana strax í morgun. í fyrradag var snjóbíll sendur frá Fornahvammi til að sækja farþega í áætlunarbíl Norð urleiða, en farþegar höfðu gist í Hrútafirði. Bilaði snjóbíllinn og var þá tekið það ráð að draga bílinn yfir heiðina. Tókst það og Skellinöðru stolið UM ellefuleytið eða seint á sunnu dagskvöldið var skellinöðru stol- ið, þar sem hún stóð fyrir utan Hálogalandsskálann. Skellinaðr- an var grá að lit, af NSU gerð og er skrásetningarnúmerið R-574. Mótorinn á hjólinu var læstur, en ekki hjólið sjálft. Hef- ur sá sem tók það því þurft að leiða það í burtu. Er einhver hef- ur orðið var við þjófnaðinn, er hann beðinn um að gera rann- aóknarlögreglunm aðvart. Varðarkatti í Valhöll í dag kl. 3-5 s'.d. Sjálfstæðisfélögin í Keflavík, halda sameiginlegan fund á morg un, sunnudag, kl. 4. Fundarefni bæjarmál. Frummælandi er bæj- arstjórinn Eggert Jónsson. Fund- urinn verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu. var bíllinn væntanlegur til Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Reynt var að moka vegi í Borgarfirði í gær, en þeir voru mjög illfærir eða ófærir. Áætl- unarbíllinn í Dalina, sem kom til Borgarness sl. þriðjudag, var þar enn í gær og hafði ekki haldið áfram ferðinni. 1 gær var þung færð kringum Akureyri og Vaðlaheiði ófær. Aftur á móti var Reykjavíkur- flugvöllur opinn í gær, en í fyrradag var hann lokaður annað slagið. Var ágætt flugveður í gær og flogið til margra staða úti á landi. Hiff glæsilega félags- og iþróttaheimili KR viff Kaplaskjólsveg. — KR er nú 60 ára. — Sjá grein á blaffsíffu 9. Fáir brezkir togaror helgi v/ð SV-land i land- Söfnunardagur Ekkna- sjóðs er á morgun EKKNASJÓÐUR íslands var stofnaður árið 1943. — Það var sjómannskona, sem lét af hendi rakna eitt þúsund krónur af á- hættuþóknun mannsins síns, og var það stofnfé sjóðsins. Síðan hefir sjóðnum vaxið ásmegin með gjöfum, áheitum og sölu merkja og minningarspjalda. — Prestar landsins hafa undanfarin ár tekið á móti gjöfum til sjóðsins og selt merki. — Biskup íslands, herra Ásmundur Guðmundsson, er for- maður sjóðsstjórnar og hefir unn ið þessu málefni mikið. Enda þótt þegar hafi áflazt all- mikið fé í sjóðinn, þarf þó énn stór átök til þess að hann komi að tilsetluðum ríotum. Reykvík- ingar eru löngu þekktir að rausn og höfðingsskap, þegar leitað er til þeirra um frjáls framlög til fátækra og bágstaddra. Vegna góðra undirtekta er þegar byrjað að úthluta úr sjóðnum. — Við leitum því til ykkar enn á ný og væntum þess, að sem flestir kaupi merki sjóðsins. Foreldrar eru beðnir að leyfa börnum sínum að selja merkin á götum Reykjavíkur á morgun. — Merkin verða afhent í fyrramál- ið, sunnudaginn 8. marz, kl. 9,30 í Sjálfstæðishúsinu (í litla saln- um). — Minningarspjöld eru seld Afli Sandgerðisbáta SANDGERÐI, 6. marz. — Tíu bát ar voru á sjó frá Sandgerði í gær og fengu samtals 62 tonn. Hæst- ur var Víðir II með 7.5 lestir. Almennt fiskirí var 6—7 tonn. Bezta veður er, allir bátar á sjó og róa vafalaust aftur í kvöld. *— Axel. á eftirtöldum stöðum: Hjá frú Guðnýju Gilsdóttur, Freyjugötu 24, Holts-Apóteki, skrifstofu biskups íslands, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Kap- ellunni í Fossvogi, Barnaskólan- um á Seltjarnarnesi og í Bóka- verzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Hafnarfirði. einu, og mest 4—5 á Selvogs- grunni enn sem komið er. Allt eru þetta gömul skip og gæta EINS og kunnugt er tilkynntu stundað þessar ólöglegu veiðar í Bretar hin 'ólöglegu veiðisvæði sín fyrir brezka togara við Snæ- fellsnes og á Selvogsgrunni fyrir viku, en hingað til hefur frekar lítið borið á veiðum brezku togar anna á þessum miðum. — Ber þar m. a. tvennt til, nefnilega fiskileysi og óhagstæð veðrátta. Við Snæfellsnes hafa undanfar ið sjaldan fleiri en 1—2 togarar þeirra alls þrjú brezk herskip ásamt birgðaskipi. Hins vegar er togurum nú sem óðast að fjölga djúpt á Selvogs- grunni, og voru þar í dag alls um 25 skip, flest brezk og þýzk og svo íslenzkir og belgískir togarar, allt stór skip. Ætlaði til Akureyrar —■ lenti í utanlandsferð f GÆR gerðist það á Reykjavík- urflugvelli, að farþegi einn, sem hafði ætlað norður á Akureyri, álpaðist inn í aðra flugvél, sem hélt með hann suður á bóginn, áleiðis til Glasgow og Kaup- mannahafnar. Þegar farþegar til Akureyrar voru beðnir að stíga upp í flug- vélina í afgreiðslu F.í. á flug- vellinum í Reykjavík í gærmorg- un, kom í ljós að einn farþegann vantaði. Var þá farið að grennsl- ast fyrir um hann og haft sam- band við „Hrímfaxa", sem ný- lega hafði flogið af stað til Glas- gow og Kaupmannahafnar. Kom þá í ljós, að þar sat Akureyrar- Rœtt um sameiningu eða samvinnu flugfélaganna BLAÐ stjórnarinnar, Alþýðublað ið, skýrir frá því í gær, að komin sé á d tgskrá sameining flugfélag- anna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða. Það er Guðmundur í. Guð- mundsson fjármála- og utanrík- isráðherra, í þessu tilfelli sem fjármálaráðherra, sem hefur látið taka mál þetta upp. Hefur hann falið Vilhjálmi Þór, bankastjóra, að ræða við framkvæmdastjóra og stjórnir flugfélaganna um mál- ið. Mun hann eiga að kanna mögu leika á sameiningu Flugfélags ís- lands og Loftleiða, eða mun nán- ari samvinnu félaganna en nú er með þeim. Hér er að sjálfsögðu um um- fangsmikið mál að ræða. Er mál- Handknattleiks- mótið Handknattleiksmeistaramót Reykjavíkur heldur áfram í kvöld og fara fram þessir leikir: 3. fl. karla A B Valur—FH. 2. fl. kvenna A B Ármann—FH. 1. fl. karla A Víkingur—SBR. 1. fl. karla B Valur—Þróttur. ið á algjöru byrjunarstigi, en blaðinu er kunnugt um, að Vil- hjálmur Þór hefur átt viðræður við báða aðila um málið, en það á eðlilega enn langt í land eins og nú standa sakir. farþeginn, á leiðinni til útlanda. Ástæðan fyrir því að maðurinn komst svona viðstöðulaust út í millilandavélina, mun vera sú, að farþegarnir til Glasgow og Kaup- mannahafnar höfðu verið látnir snúa við aftur inn í afgreiðslu- salinn eftir að þeir höfðu stigiff upp í vélina, og þá blandaðist Akureyrarfarþeginn í hópinn. Hrímfaxi átti að koma aftur til Reykjavíkur seint í gærkvöldi og hefur hinn seinheppni farþegi þá væntanlega komið til baka með flugvélinni. Skíðaferð frá Hafnarfirði 'SKÍÐA- og skautafélag Hafnar- fjarðar hefur nú hafið starf eftir nokkurt hlé og efnir til skíðaferð ar á morgun. Verður lagt af stað frá Álfafelli í Hafnarfirði kl. 9,30 á sunnudag og höfð viðkoma í Kópavogi og á Digraneshálsi. Farið verður í skála félagsins sem er skammt frá Skíðaskálan- um í Hveradölum. Dauðaslys á Keflavík- urflugvelli KEFLAVÍK, 6. marz. — Um fimm leytið í gærmorgun varð það slys á Keflavíkurflugvelli, að snjó- ýta ók yfir liðsforingja úr banda ríska varnarliðinu, með þeim af- leiðingum að hann mun hafa beð- ið bana samstundis. Eins og kunnugt er af fréttum er mikill snjór á flugvellinum og hafa vegir teppzt. Var Bandaríkja maðurinn á skíðum í gærmorgun og lét bíl draga sig í taug eftir einum veginum inni á vellinum. Á þessum vegi var snjóýta að ryðja snjó og ók henni íslenzkur maður. Mun ýtan hafa vikið út á vegarbrún fyrir bílnum, en ýtu- stjórinn talið öllu óhætt, þegar bíllinn var kominn framhjá, og þá ekið aftur á bak inn á veginn, með þeim afleiðingum sem áður er getið. Fór ýtan yfir Bandaríkja manninn, sem mun hafa beðið samstundis bana. Happdrættið DREGIÐ eftir tíu daga. — Af- greiðslan opin alla daga, sími 17104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.