Alþýðublaðið - 03.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið út af iLlþýdnflokkuum. 1920 Laugardaginn 3. júlí 149. tölubl. Jarðarför föður míns Björns heitins Árnasonar gullsmiðs fer fram mánud. þ. 5. þ. m. kl. 12 á hádegi frá heimili hans, Ránargötu 29 A. Reykjavík, 3. júlí 1920. Baldvin Björnsson. €rlenð símskeyti. Khöfn 2. júlí. Dómstólar Sinn-Feina. Símað er frá London, að Sinn- Feinar hafi sett á stofn dómstóla um alt írland. Krassin. Símfregn frá London hermir, að Krassin vanti stöðugt nægilegt umboð til þess að binda Sovjet- Rússland. Pjóðarsknld Englendinga. Lundúnafregn segir, að þjóðar- /skuld Stórabretlands sé 7881,893 doo pund sterling. Desclianel. Símað er frá París, að Deschanel Frakkaforseti sé heim kominn iheill heilsu. Steinolía. _____ « Á vélaöld þeirri, er vér lifum á, er það afl, er rekur vélarnar áfram, af eðlilegum ástæðum, mjög eftirsótt. Kol voru áður töfraorðið, nú er það: steinolía. Áður gengu vélskip nær eingöngu fyrir kola- afli, nú hafa steinolíuvélaskip verið gerð og fer óðum frara. Aður voru járnbrautir nær eina vél-farartækið á landi, nú eru bifvagnar og bif- hjól þeim engu síðri. Að vísu hefir notkun raforku á samgöngusviðinu fleygt fram á þessari öld, en hvergi nærri náð yfirtökunum ennþá, og mun þess ef til vill langt að bíða, enda fæst raforkan oft eigi unnin nema með kola eða olíuafli. Það er því engin furða þó það sé orðið brennandi mál fyrir stór- þjóðirnar, hvernig olían verði fengin bezt og ódýrust, og á þess- ari Sturlungaöld, sem nú er hafin með heimsveldispólitík þeirra, er eina ráðið, að þær eigi lindirnar og framleiðslutækin sjálfar. Olíuþörf heimsins mun vera nær 600 milj. tunna á ári. Af því not- um vér Islendingar eigi mik'ð, sem 'sjá má af því, að vér fluttum inn um 30 þús. föt 1915 og mun innflutningur þó vart hafa vaxið milcið síðan. Bandaríkjamenn nota um 400 milj. tunna á ári, eða 2/3 af heims- notkuninni, en framleiða aðeins r/7 hluta allrar steinoliu heimsins í sinu eigin landi. Þess var getið í Alþýðublaðinu fyrir skömmu, að jarðfræðisrann- sóknarstofnun Bandaríkjanna hefði gefið út þá skýrslu, að Bandaríkin ættu aðeins olíu í lindum sinum um næstu 18 ár, með þvi þó að minka framleiðsluna. Útlitið er því ekki glæsilegt fyrir Bandaríkin. Eins og kunnugt er, er það hringurinn Standard Oil, sem ræð- ur lögum og lófum yfir olíu þar i landi og víðar, og skamtar verð (Hér á landi ber hann hið æfin- týralega nafn „Hið íslenzka stein- olíufélag"). Þess má geta nærri að hririg þessum hefir ætíð verið mikið í mun að hafa sem flestar lindir i klóm sér og ráða yfir sem mestri framleiðslu. Það var lífsspursmál fyrir hann. Eitt af starfssviðum hans undanfarið hefir því verið Mexico. Það er geysiauðugt land að náttúrugæðum og þó sérstak- lega að olíu. Sagt er að í því einu megi framleiða 250 milj. tunna á ári. Mexico er geysistórt land (nál. 4 sinnum stærra en Frakkland) og hefit þó eigi nema 15—16 milj. íbúa. Vér höfum fátt af því heyrfr annað, en að þar þrífist vel hinir örgustu ræningjaflokkar og að stjórnarbylting yrði þar mörgum sinnum á ári. Lesándanum virðist nú máske í fljótu bragði ekki vera mikið samband á mijli olíuframleiðslu anuarsvegar og ræningja og bylt- inga hinsvegar. En svo er þó, og skal hér nánar að því vikið. Óstjóm og ræningjafaraldur í Mexico er nefnilega bein afleiðing af að- gerðum erlendra olíufélaga þar £ landi og hefir að mestu verið róið undir slíku af þeim. Porfirio Diaz var forseti £ Mexico frá 1876—1911. Á stjórn- arárum hans yoru þau lög sam- þykt, að eigandi yfirborð-3 jarðar- innar skyldi eiga þá olíu er í henni fyndist (sbr. „opingáttina" okkar). Þar að auki gaf hann út- Iendum félögum hvert leyfið á fætur öðru, til notkunar á stein- olíulindum, en lét félögin í friði fyrir háum jarðskatti. Þá var fátt að athuga við Mexico frá Banda- ríkjanna hálfu. Þá var fyrirmyndar stjórn þar, og auðfélögin undu vel hag sínum. Sá, sem við tók af Diaz, hét Madero, Af honum tók við stjórn Huerta, er var steypt af Carranza, er um daginn var myrtur í uppreisninni þar. Carranza , tók aðra stefnu, er hann komst til valda, en fyrirrennarar hans höfðu haft. Hann vildi láta Mexi- kana sjálfa njóta góðs af náttúra- gæðum landsins, og reyndist er-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.