Alþýðublaðið - 03.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1920, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIÐ lendu auðfélögunum þrándur í götu, bæði með skattaálögum og öðru. Amerísku olíufélögin urðu fyrst forviða á atferli hans og héldu að það væri gabb eitt. En er þau sáu hvar fiskur lá undir steini, hófu þau hina römmustu æsingu gegn Carranza og Mexico í Banda- ríkjunum. Olfukóngarnir keyptu jjjolda blaða til að úthrópa „grimd- arverk" Carranza og rán hans á „réttmætum eignum" félaganna í Mexico. Kirkjuráar voru látnar þruma á móti honum fyrir að hann væri fjandsamlegur kristindómin- um, væri bolsivíki I og kölluðu hann alt ilt, sem nöfnura tjáir að nefna. Og þjóðin heimtaði að skorist yrði í leikinn. Lansing, sem þá var utanríkisráðherra gerði tilraun, en Wilson var fastur fyrir og Lansing varð að víkja. Má trúiegt vera, að það hafi verið eitt af því, sem hnekti áliti Wilsons, því sum forsetaefni Republikana vilja tafarlaust skerast í leikinn i Mexico. En þótt stjómin fengist eigi til að ræna Mexico eign sinni, voru auðfélögin samt eigi af baki dottin. Alt ræningjafarganið uppá síðkastið var þeirra verk, tii að fá Bandaríkin til að skerast f leikinn, og því skyldu þau þá ekki eins geta látið gera uppreist í landinu og velt einum forseta úr sessi. Og það gerðu þau. Að þeirra undirlagi var byltingin gerð, og eigi er ólíklegt að þau hafi átt einhvern þátt í dauða forsetans. En Bandaríkin voru eigi ein um hituna, því Bretar áttu líka sinn part og mun það vera orsökin til hinnar köldu sambúðar á milli ríkjanna undanfarið. Fyrir stríðið höfðu þrír hringir olíuframleiðslu í höndum, þessir; Standárd Oil (Bandaríkjunum og Mexico), Rotschilds hringurinn (Baku í Kaukasus og Rúmeníu) og olíuframleiðsla Hollenzku stjórn- arinnar f sambandi við Shelihring- inn (Mexico, Ástralíu o. v.) í Rúmeníu og Baku hefir öll framleiðsla farið út um þúfur á síðustu árum sökum stríðsins. En hollenzki hringurinn hefir magnast mjög á strfðsárunum. Hann mun nú genginn inn í Shellfélagið, og mestallur hinn nýji hringur er nú orðian eign brezka ríkisins og undir stjórn þess. Hinn nýji hring- ur mun eiga að taka að sér fram- leiðsluna í Mosul-, KifriBagdad| námunum, sem Bretar fengu nær öll umráð yfir, er þeir gerðust vernd- ararl Mesopotamiu og gerðu vernd- arsamniaginn! fræga við Persa í fyrra. Út af þessu hafa frönsk blöð verið mjög óánægð við Breta. Frakkar halda altaf að Bretar séu að „snuða“ sig, en það roun þó ástæðulítið í þetta skifti, því Frökk- ura var heitið með samningi er var gerður á San Remo fundinum, að þeir skyldu fá einn fjórða hluta af framleiðslunni þar austurfrá. Búist er við að þaðan fáist samt eigi olía fyr en eftir 6—xo ár, því langan tfma tekur að ieggja leiðslurnar til hafnar. Hinn nýji hringur, Royal Shell- hringurinn, mun eins og áður er getið vera orðinn mjög sterkur, og jafnvel engu sfðari Standard Oil. Er það að vissu leyti gleði- efni fyrir oss, því þá er minni hætta á einokun, er um 2 jafn- sterka keppinauta er að ræða. Væri þvf ef til vill nú kominn tími til að stjórnin notaði einka- söluleyfi sitt. Nú hefir í stuttum dráttum ver- ið skýrt frá olínhringunum og bar- áttu þeirra um löndin. Skal nú stuttiega athuguð aðsteða vor í þessu máli, því olían er orðinn stór þáttur í framleiðslu vorri. (Frh.) 20. þing Stórstúku íslands var haldið í Reykjavík daganna 29. júní til 2. júlí. 32 fuiltrúar frá 18 stúkum sátu þingið, þar af 14 fulltrúar annarsstaðar að, en úr Reykjavík. Annars eru 29 stúkur starfandi alls á landinu. Félögum reglunnar hefir fjölgað frá í fyrra, til 1. júní um full 50 prósent, og verður ekki annað sagt, en það sé greinilegur vottur um það, að reglan sé af nýju að leisast úr þeim Iæðing, er hún flæktist í, eftir að vínbannslögin gengu í gildi. Þinginu bárust heillaóska- og hvatr.ingaskeyti víðsvegar að. Hér verður ekki sagt nákvæm- lega frá störfum þingsins. En aðeins skal minst á það, að áhugi þingmannanna var auðsær. Og voru þeir allir á eitt sáttir um það, að „ekki væri sopið kálið, blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Iægólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða f Gutenberg í síðasta lagi ki. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. þó í ausuna væri komið“. Að bindindismenn og bannmenn yrðu að leggja alla áherslu á það, að vernda bannlögin og fá þeim breytt í viðunandi horf. Framkv.nefndin var endurkosin; St.-T. Pétur Halldórsson, St.-V T. Ottó N. Þorláksson, St. Gm UT. Jón Árnason, St.-Gm.K. Pétur Zóphóníass.„ St R. Jóh. Ögm. Oddsson, St. Gjk. Borgþór Jósefsson, St.-Kap. Einar H. Kvaran, F. St. Indriði Eínarsson. Blaðfregnanefndin-. Prestastefna (synódus) hefir staðið yfir nu undanfarna; daga, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Stefnan hófst með því að síra Friðrik Friðrikssor prédikaði í dómkirkjunni, en sfðan var tekið til starfa í húsi K. F. U. M. við Ámtmannsstfg. Heiztu málin, sem fyrir komu voru biskupskosning, breyting á. prestkosningalögunum og prests- setramálið. Um biskupskosningu urðu nokkr- ar umræður og hölluðust menn heldur að því, að prestar þjóð- kirkjunnar fengju rjett til að kjósa biskup. Raddir [komu fram um það að breyta prestkosningalögunum í þá átt, að söfnuður, prófastur, guð- fræðisdeild háskólans og biskup réðu veitingu prestakalla og hefði hver aðili eitt atkvæði, og verði jöfn atkvæði ráði atkvæði biskups. Var biskupi falið að leita álits héraðsfunda og safnaðarfunda um málið. Megn óánægja kom fram am prestssetrin eins og þau nú eru víða. Mörg prestssetur eru varla mannabústaður og ef prestur vill byggja upp, verður hann að Ieggja féð fram og fær ekkert endur-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.