Alþýðublaðið - 03.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.s. Sterlin fer héðan á sunnudaginn 4. júlí kl. 6 síðdegis. H.f. Eimskipafélag" íslands. Sjómannafólagar! :: Munið eftir fundinum í kvöld kl. 8 í Bárubúð. :: Koli koiaigir. Eftir Upton Sinclair. Þriója bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Hallur tók við ákúrunni. Já, það er sattl Hann var búinn að missa tilfinningar stéttar sinnar, eðlishvötina sern kendi mönnum að taka tiilit til kvennanna um fram alt. Hann var gagntekinn af þessu slysi, sem hafði hitt hann sjálfan persónulega, og honum ha/ði ekki hugkvæmst, að það var að eins ægilegt og fráhrind- andi í augum kvengesta Percys. Ef maður ók með þeirrar stéttar konu í skrautbífreið hennar og rakst á mannþyrpingu, sem safn- ast hafði utan um verkamann, sem ekið hafði verið yfir, var þá nokkur von til þess, að hún stykki út úr vagninum, þyti til þess, er slasast hafði og krypi við hlið hans í göturykið og ataði svo kniplinga sína og hendur í blóði. Menn fundu, að það var skylda þeirra, að forða þeim frá öðru eins og því, að sjá um, að þar væri lögregluþjónn, og að sent hefði verið eftir sjúkrahjálp, og að koma henni svo þaðan undir því yfirskyni, að vélar menningar- innar væru í fuilkomnu lagi. Þannig var varið kvenngestum Percy. Ef þær gengju úti í rign- ingu og forarfeni kolahéraðsins og gláptu á viðburðina, myndi þeim sjálfum finnast, að hluttekn- ing þeirra liti út eins og forvitni götuslæpinga. Það, sem þær sæu, myndi æsa þær upp, til einkis gagns. Og hvað því viðveik að sýna ekkjum og munaðarleysingj- um hluttekningu, þá voru þau flest útlendingar, sem ekki skildu orð af því, sem sagt var við þau, og urðu sennilega fremur feimin en hughreyst þegar þessar konur úr „öðrum heimi" töluðu við þau. Menningin var líka búin að koma sérstöku skipulagi á hlut- tekninguna. Ein konan var reynd- ar, sem var því öllu kunnug — írú Curtis, hún hélt við lýði fleiru «n einu góðgerðafélagi í Western £ity\ Og Percy sagði, að hún hefði þegar hafist handa. Söfnun- arlisti hafði gengið milli manna, og þegar höfðu safnast um þús- und dalir. Þeir mundu verða greiddir í ávísunum til „Rauða krossins", en félagar hans vissu hvernig þeir áttu að skifta pen- ingunum milli svona aumingja. Og gestir Percys þóttust hafa gert það sem þeir gátu, og á réttan hátt; þess vegna gætu þeir nú farið með góðri samvisku. „Rás viðburðanna getur ekki stöðvast, þó orðið hafi námuslys", sagði sonur Kola konungs „Menn hafa öðrum skyldum að gegna". Og hann tók að útskýra hverjar þær skyldur voru. Hann þurfti að vera í kvöldboði um kvöldið, og það var ekki meira en svo, að hann næði þangað. Bob þurfti að taka þátt í knattleik og frú Curtis þurfti á nefndarfund í lcvenfélagi. Og loks var þetta síðasti föstu- dagurinn í mánuðinum. Var Hallur búinn að gleyma, hvað þgð þýddif Þetta og hitt. Ensknm togurum er áður gengu fyrir gufuafli er nú æ fleirum og fleirum breytt í mót- ortogara. Enska stjórnin lætnr rélar af hendi við flskimenn. Enska stjórnin hefir látið setja 3—ioo hesta vélar í 300 fiskiskip er áður voru vélalaus. Munu fiski- menn þeir er eiga skipin fá vél- arnar með mjög góðum kjörum. Eitraðir flskar. Meðal fiskanna eru sumar teg- undir, sem eru eitraðar. Er eitrið venjulega varnarmeðal, sem dýrin hafa. Með sumum tegundum er eitrið í uggunum og spýtist út úr þeim er þær verja sig, aðrar bíta og eitra þannig blóðið, Nobkrar tegundir gefa af sér eins konar eitraðan svita. Sumir fiskai# hafa eitrað blóð eins og t. d. állinn og túnfiskurinn, og með enn öðrum tegundum er eitrið í kynfærunum. >(Dansk Fiskeritidende ) Möwe. Þýzka víkingaskipið Möwe, sem allir kannast við frá stríðstímun- um, er ssú í höndum brezku stjórn- arinnar. Það heitir nú Pungo og er látið flytja ávexti. Hræðilegt námaslys í Ung- verjalandi. 173 menn farast. I Hungaria námunni, við Anina í Ungverjalandi, sprakk í miðjum fyrra mánuði dynamitforðabúr nára- unnar í loft upp um það Ieyti sem verkamennirnir voru að hætta vinnu í námunni, 173 verkamenn fórust og 20 særðust en 36 voru fluttir á sjúkrahús nær dauða en lífi af gaseitrun. (Þetta er nokkuru nánara, en sagt var í skeyti ti! blaðsins fyrir nokkru). Fordbíll til sölu í ágætu standi. Góðir skilmálar, ef samið er nú þegar. Afgr. vísar á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . > Olafur Friðriksson Prentsmiðjan Guteaberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.