Morgunblaðið - 01.04.1959, Side 3

Morgunblaðið - 01.04.1959, Side 3
Miðvikudagur 1. apríl 1959 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Dalai Lama, 23 ára þióðhöfðingi Tíbet flýr undan yfirgangi kommúnista DALAI LAMA, þjóðhöfðingi smá- ríkisins Tíbets er nú á flótta und- an Kínverjum um fjöll og firn- indi frá höfuðborg sinni Lhasa. Fréttir herma, að hann hafi krafizt þess, að Kínverjar yrðu á brott úr Tíbet með allt hernáms- lið sitt, væntanlega þar sem þeir hefðu margsvikið samninga og loforð um að virða sjálfstæði Tíbet-búa. Einnig herma fréttir, að Kínverjar hafi ætlað að hand- taka Dalai og flytja hann nauð- ugan til Kína. Bardagar brutust þá út í höfuðborginni og tók það Kínverja tvo daga að kæfa upp- reisnina niður í blóði. Sennilegt þykir, að Dalai Lama og ráðuneyti hans hafi komizt undan gegnum leynigöng í Pot- ala-klaustrinu. Ef þeim hefur síð- an tekizt að komast um 70 km leið suður yfir Brahmaputra- fljót er talið að þeir hafi getað verið öruggir um sig, því að tí- betskar uppreisnarsveitir hafa að undanförnu ráðið lögum og lofum yfir háfjallalandsvæðinu milli Brahmaputra og indversku landa- mæranna. Síðustu fregir herma þó, að Dalai Lama hafi slasazt alvarlega, er hann féll af hestbaki í brattri fjallshlíð. Er því allt enn í óvissu um það, hvort honum tekst að komast undan til ind- versku landamæranna, en þangað er talið að hann stefni. Yfirlýs- ingar indverskra stjórnmála- manna benda til þess að hann myndi nú fá hæli í Indlandi sem pólitískur flóttamaður, þótt áður hafi Indverjar neitað honum um landvist af ótta við að styggja Kínverja. Þessi alráði þjóðhöfðingi Tíbets er ungur maður, aðeins 23 ára. í meira en 600 ár hafa Lamarnir ríkt í Tíbet hæsta landi heims, þar sem fjallvegir milli byggða liggja í 6000 metra hæð ogdalirnir eru ræktaðir í 4000 metra hæð yfir sjávarmáli. Hinn ungi maður er fjórtándi Dalai Lama, en í • augum þegn- anna eru þeir allir fjórtán einn og hinn sami. Þeir eru endur- holdgaður guðdómurinn, sem vegna dyggða hefur áunnið sér rétt til að losna úr vítahring fæð- ingar og dauða. Þeir eru edur- lífgaður líkami Gautama Búddha, höfundar búddha-trúarinnar. Þrettándi Dalai Lama dó árið 1933, þá orðinn háaldraður maður og þegar í stað fóru Lama-prestar að leita að þeim dreng sem hann endurholdgaðist í. Þeir leituðu hjá nýfæddum börnum að viss- um merkjum á herðablöðum og í lófum. Loks eftir þrjú ár, fundu þeir það sem þeir leituðu að, sveinbarn fátækra hjóna. Hann uppfyllti öll skilyrði og var flutt- ur í Potala-klaustrið í Lhasa, þar sem hann fékk það uppeldi, sem hinum tilvonandi þjóðhöfðingja hæfði. Segir nú lítt af honum uppvaxtarárin, nema hvað hann ólst upp meðal munkanna. Móður ást var hann sviptur, en þótt hann væri alinn upp í strangleik og aga, var líf hans þó ekki gleði- snautt, heldur átti hann sínar vissu stundir til leiks, eins og börnum er nauðsynlegt. ★ Þótt Tíbet hafi löngum verið fremur einangrað land eru þeir orðnir allmargir Evrópubúarnir, og Indverjarnir, sem lítillega hafa kynnzt hinum unga Dalai Lama, rætt við hann og jafnvel kynnzt nokkuð lifnaðarháttum hans í Potala-klaustrinu. Tveir af bræðrum hans hafa síðustu árin flúið land, annar er búsettur í Indlandi og hinn í Bandaríkjun- um. Af öllu þessu má skapa sér nokkra. mynd af þessum dular- fulla þjóðhöfðingja. Hann er mjög fíngerður maður, hámennt- aður og virðist góðum gáfum gæddur. Hann er alls ekki van- kunnandi um hagi annarra landa, heldur hefur hann lesið margar bækur um slíkt, enda kann hann | auk þjóðartungu sinnar allvel kínversku og ensku. Þótt land hans sé í mörgu á eftir tímanum, hefur það komið í ljós af samtöl- um við Dalai Lama, að hann hef- ur mikinn áhuga á tækniframför- um og í vistarverum sínum hefur hann haft útvarps.tæki til þess að geta fylgzt með því sem gerist í umheiminum. Það hefur og komið í ljós af samtölum við hann, að hann er andstæður Kínverjum og hefur óttast útþenslu og valdastefnu þeirra. Það renna líka margar stoðir undir það að Dalai La’ma berjist fyrir því að viðhalda sjálf- stæði Tíbets gegn aldalöngum til- raunum Kínverja til að undiroka þessa einangruðu fjallaþjóð. ★ Dalai Lama var aðeins 15 ára, þegar kínverskir kommúnistar hófu í október 1950 innrás í Tíbet. Þótt hann væri enn ekki orðinn fullveðja, ákvað ríkisráð Tíbet, að krýna hann þá þegar og fela hon. um öll völd, vegna hinnar alvar- legu atburða. Dalai Lama flúði frá Lhasa undan innrás Kínverja til indversku landamæranna og sendi indversku stjórninni orð- sendingu, þar sem hún var beðin um liðsinni. En Indverjar neituðu að skerast í leikinn að öðru leyti en því að þeir miðluðu málum milli Tíbet og Kína og fengu þeir Dalai Lama til að hverfa aftur heim í Lhasa gegn því að Kín- verjar hétu því að virða sjálf- stæði landsins og völd þjóðhöfð- ingjans. Dalai var nú þjóðhöfðingi í her numdu landi, en fyrstu árin fór skaplega á með honum og Kín- verjum, enda reyndu þeir síðar- nefndu að vinna landsmenn til fylgis við sig með góðu. En Tíbet- ar litu jafnan á Kínverja sem utanaðkomandi ofbeldismenn og sýndu þeim og fyrirætlunum þeirra þegjandi mótspyrnu. Kín- verjar reyndu einnig með ýmsum ráðum að laða Dalai Lama að sér og stuðla að því að hann lærði fræði Marxismans, en allt að því er virðist með heldur litlum ár- angri. Þá reyndu þeir að etja honum saman við annan trúarhöfðingja í Tíbet, hinn svonefnda Panehen Lama, sem var kínverskur lepp- ur, en allt bendir til að Dalai Lama hafi tekið þeim ögrunum með stillingu. Hann virðist hafa reynt að halda frið við Kínverja, en ekki hvikað frá kröfum sínum um að Tíbet fengi að halda sjálf- stjórn sinni að méstu óskertri. • ★ í september 1954 fóru þeir báð- ir saman til Peking Dalai Lama og Panchen Lama og sátu þjóðar- þing Kína. Dvöldust þeir í Kína fram á vorið og var sýnd margs konar virðing, þar sem Dalai Lama var kjörinn einn af þrettán varaforsetum Kína. Um vorið undirrituðu þeir samning við Kína um réttarstöðu Tíbets, þar sem ákveðið er að Kínverjar skuli fara með utanríkismál og hermál landsins, en sjálfstjórn Tíbets skuli að öðru leyti ekki skert. Tíbetbúum líkaði illa fjarvera Dalai Lama og komst á kreik orð- rómur um að hann væri fangi Kínverja og myndi aldrei fá að snúa aftur heim. Hófust þá upp- reisnir víða um landið og versn- aði svo sambúðin við hið kín- verska hernámslið, að álitið er að Kinverjar hafi séð sitt óvænna og leyfðu þeir Dalai Lama að hverfa heim. Enn komst kyrrð á í landinu og í lok ársins 1956 gáfu Kinverjar Dalai Lama leyfi til að fara í ferðalag um Indland. Höfðu þeir áður neitað honum um heimild til Indlandsferðar, en Indverjar lögðu nú mjög hart að þeim að Mynd þessi sýnir þá Dalai Lama, vinstra megin og Panchen Lama, hægra megin, ræða við fulltrúa Peking-stjórnarinnar, Chen-Yi marskálk. Myndin var tekin i Lhasa i júlí 1956, þegar Kínverjar voru að gera fyrstu ráðstafanir sinar til að koma á kommúnískri stjórn i Tíbet. veita honum brottfararleyfi með tilliti til þess að heilagt ár búddha-trúarmanna stóð yfir og voru þá meiri pílagrímsferðir en nokkru sinni áður til þeirra staða í Indlandi, þar sem Gautama Búddha hafði lifað og starfað. í þessari för fengu margir forustu- menn Indverja allnáin kynni af þessum trúarleiðtoga. ★ Það er opinbert leyndarmál, að í þeirri för ræddi Dalai Lama við Nehru forsætisráðherra Indverja um erfiðleika Tíbet-búa undir kínverskri undirokun. Bað hann Nehru um landvistarleyfi í Ind- landi sem pólitískur flóttamaður, en Nehi-u neitaði honum um það og bað hann að hverfa aftur heim, því að flótti hans kynni að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sambúð Indlands og Kína. Varð það og úr, að Dalai Lama, hvarf aftur með hryggum hug inn fyrir hið kínverska járntjald. Síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Dalai Lama hefur reynt að halda frið við Kínverja, en þeir hafa ekki viljað þola leng- ur hina þegjandi mótspyrnu gegn hernámi og landnámi Kínverja í landinu. Árið 1957 fluttu yfir milljón kínverskir landnemar til dala í austurhluta Tíbets, hinu svonefnda Khamba-héraði, brutu niður klaustur og ráku tibetska bændur upp af jörðum sínum. Uppreisn brauzt út í héraðinu og hefur hún breiðst út um allt Tí- bet. Uppreisn þessari hefur verið minni gaumur gefinn en skyldi, mest vegna þess hve landið hefur verið lokað og erfitt að fá fréttir þaðan. Yfirvöld kommúnista í Peking hafa þó viðurkennt þetta og má meðal annars minna á um- mæli Chou jln-lais forsætisráð. herra, þar sem hann líkti Tíbet við Formósu. Þykir sú samlíking sýna, að fullkomin styrjöld hefur geisað í landinu. ★ Fyrir nokkru kröfðust Kínverj- ar þess að Dalai Lama lýsti yfir andúð sinni á þessum uppreisn- um. Hann neitaði því þó algerlega og krafðist þess í staðinn, að Kín. verjar yrðu tafarlaust á brott úr landinu með hernámslið sitt. Þeir hefðu svikið gerða samninga um sjálfsstjórn Tíbets og væri þeim samningum því rift. Þar með hafði skorizt í odda og Dalai Lama gat aðeins valið á milli kínverskrar fangavistar eða flótta. Flótti Dalai Lama kann að hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir kommúnista. Fram að þessu hafa þeir mætt lítilli beinni mótspyrnu í mörgum löndum Suður-Asíu. Nú er opin barátta hafin milli búddha-trúarinnar og kommúnismans. Hin grimmdar- lega meðferð Kinverja á Tíbet- búum, kúgun þeirra og útþensla mun einnig hafa mikil áhrif með- al Indverja, sem fram til þessa hafa verið hlutlausir og jafnvel hlynntir kínverskum kommúnist- um. Allt þetta gerist á sama tíma, sem fyrstu árekstrarnir eru að verða milli kommúnista og ara- bískra þjóðernissinna í vestan- verðri Asíu. Við þessa atburði er líklegt að augu Asíuþjóða fari loks að vakna fyrir yfirgangs- stefnu kommúnismans. 18 kindur flæðir Fundust dauðar á föstudaginn langa KEFLAVÍK, 31. marz. — f góð- viðrinu á föstudaginn langa, ók maður nokkur frá Njarðvíkum út í Leiru, sem er smáþorp milli Keflavíkur og Garðsins. Þar ók hann niður að fjörunni og sá hann þá allmcfrgar kindur, er lágu þar dauðar í fjörunni. Virtist honum kindurnar vera nýlega dauðar. Hann tilkynnti þetta þegar til lögreglunnar hér, er síðan hafði samband við hreppstjóra Gerða- hrepps, Sigurberg Þorleifsson, Við nánari athugun kom í ljós, að þarna var um að ræða 17 kindur, er Þórður Bjarnason, bóndi í Vall arhúsum í Miðneshreppi átti. Munu kindurnar hafa gengið inn fjöruna með Berginu og í stór- straumsflóðinu, króazt inni og drukknað. Einnig fannst þarna skammt frá 18. kindin, sem drep- ist hafði nokkru áður, enda var hún orðin mjög skemmd. Hér áður fyrr var nokkuð mik- ið um að kindur flæddi þarna í fjörunni, og var því girt fyrir fjöruna, en sú girðing mun vera orðin ónýt nú. Liggur því í aug. um uppi að endurnýja þarf þessa girðingu, ef ekki eiga að hljót- ast af fleiri óhöpp. — Ingvar. STAKSTEINAR Síðasta \on Framsóknar Almenningur gerist að Vonnm óþolinmóður eftir því að kjör- dæmamálið verði lagt fyrir Al- þingi. Auðvitað þarf að íhuga margt í sambandi við slíkt stór- mál, en héðan af má ekki drag- ast, að frumvarpið verði flutt. Framsókn vonar enn, að henni takist að fleka kommúnista til að felia það í efri deiid. I trausti þess segir Tíminn í forystugreÍD sinni á skírdag: „Það er gegn þessum fyriræti- unum, sem kjósendurnir, er viija rétta hlut landsbyggðarinnar, verða að rísa, án tillits til flokka og skoðana að öðru leyti". Ekki vantar skipunartóninn •( leynir sér ekki, að Framsókn svífst engra ráða til að reyna að stöðva málið. „Miklu hagstæðari fyrir strjálbýlið“ Ef marka má ummæli Bjarna Þórðarsonar bæjarstjóra í Nes- kaupstað, fer því fjarri að kjós- endur kommúnista vilji láta und- an skipun Framsóknar. Bjarni segir í Þjóðviljanum á skírdag: „Einna mest hefur að undan- förnu verið rætt um fyrirhug- aðar breytingar á kjördæmaskip- uninni ,og hygg ég að fullyrða megi að öllum öðrum en sann- trúuðum Framsóknarmönnum sé ljóst, að breytingar þær sem rætt hefur verið um að gera á kjördæmaskipuninni, sem sé fá kjördæmi og stór, mundu verða til mikilla hagsbóta, og er ég þeirrar skoðunar að þær tillögur séu miklu hagstæðari fyrir str jál- býlið en tillögur Framsóknar um að fjölga þingmönnum og jafn- vel kjördæmum í þéttbýli“. Af ummælum Bjarna er Móst, að þrýstingurinn á kommúr.'sta um að fylgja kjördæmabreyting- unni kemur einmitt frá fylgis- mönnum þeirra í strjálbýlinu. Upphlaup Framsóknar út af mái- inu er áhrifaiaust hjá öðrum en þeim, sem halda, að það sé þjóð- arnauðsyn að Framsókn gefist áfram, í skjóli ranglætisins, kost- ur á að sitja yfir hlut annarra. Kommúnistar svívirða sjálfa sig Þjóðviljinn minntist inngöngo fslands í Atlantshafsbandalagið m. a. með þessum orðum: „Atburðirnir við inngöngu fs- lands í Atlantshafsbandalagið f marz og apríl 1949 standa Is- lendingum enn fyrir hugskots- sjónum, minnisstæður verður hin ömurlega læging stjórnmála- manna, Bjarna Benediktssonar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Eysteins Jónssonar, Ólafs Thors, — sem þá reyndust þess albúnlr „í botn hverja andstyggð að súpa“. Engum þeirra, né heldur nokkrum þeirra þingmanna er með þeim stóðu í hinum ljóta leik um örlög og framtíð þjóð- arinnar mun nokkru sinni tak- ast að skafa af mannorði sínu og minningu óþverrann sem þeir veltu sér upp úr þessa vordaga". Því meira sem kommúnistar skamma aðra, því lakari gera þeir sinn eigin hlut. Stuðnings- menn Atlantshafsbandalagsins fylgja þvi af sannfæringu, en kommúnistar tóku í rúm tvö ár á sig ábyrgð af „hersetu“ hér — að eigin sögn þvert á móti sann- færingu sinni — án þess að hreyfa legg eða lið til að fá henni aflétt, einungis i því skyni að fá að lafa i ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.