Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. apríl 1959 KrdiM-l Kara~ ' S y~ kuiw- ev^i-'^A' rnbrKin/ PERSlA AF GA W I 5TAH Uppdrátturinn sýnir legu Sovétlýðveldanna Turkmenistan og Uzbekistan austur af Kaspíahafi. Uppteisnir gegn nýlendukúgun Rússa í Mið-Asíu Berst frelsishreyfing Araba norður fyrir járntjaldið NÝLEGA komu tvö svonefnd Sovét-lýðveldi í Mið-Asíu, Turkmenistan og Uzbekistan við sögu í heimsfréttunum. Hreins. anir fóru þar fram, foringjum kommúnistaflokkanna og ráðherr um var vikið úr stöðum sínum fyrir ódugnað og jafnvel fyrir samsæri gegn Sovétríkjunum. !>að er ekki meira en svo að fólk átti sig á því, hvar þessi lands svæði eru. Þau koma sjaldan við fréttir, enda hefur þéttu rúss- nesku járntjaldi verið slegið um þau og öryggislögreglan rúss- neska hefur allt þar í sínum helj- arklóm. Lönd þessi eru á svæðinu aust- ur af Kaspíahafi, fyrir norðan Persíu og Afghanistan. Þau eru mjög víðáttumikil, en mest eru það þurrar eyðimerkur. Þar sem vatn er fyrir hendi í dölum fljót- anna Amu og Syr er þó mikil gróðursæld og hægt að rækta þar bómull tóbak og ávexti. Turkmenistan og Uzbekistan eru mynduð við skiptingu Tur- kestan 1924. Þau eru talin sjálf- stæð Iýðveldi innan Sovétsam- bandsins, en í rauninni eru þau lítið annað en rússneskar ný- lendur. Lengi vel voru þau svo einangruð, að lítið bar á rúss- nesku landnámi. En ílutningur Rússa þangað austur hefur sér- staklega aukizt síðasta áratuginn í sambandi við landbúnaðaráæt]- anir stjórnendanna í Kreml. — Veldur ásókn Rússa nú sífelldum árekstrum, enda eru hinir tyrk- nesku íbúar þessarar héraða stolt- ir af þjóðcrni sínu og fastheldnir á trú sína. en þeir eru múham- eðstrúar. ★ Asama tíma og aðrar þjóðir Vestur-Evrópu voru sem óð- ast að kasta eign sinni á svörtu álfuna Afríku, og skipta henni eins og tertu á milli sín í nýlendu- sneiðar, sendi rússneski keisarinn hershöfðingja sinn, Skobeljev, austur yfir eyðimerkur Mið-Asíu til landvinninga í Túrkestan. — Þessir landvinningar urðu þó með öðrum hætti en landnám Vestur. Evrópumanna í Afríku, því að hér mættu Rússar tyrkneskum þjóð- um á háu menningarstigi, sem skipulögðu sannkallaða frelsis- baráttu gegn hinum rússneska innrásarher. Varð styrjöld þessi mjög harðvitug á köflum og geng- ur Skobeljev hershöfðingi enn austur þar undir nafninu blóðugi hershöfðinginn. í rússnesku byltingunni hugð- ust þessar þjóðir að nýju að losa sig undan ánauð Rússa, en allt fór á sömu leið. Byltingarstjórn- in rússneska bældi uppreisnirnar niður með mikilli grimmd og landið var innlimað í Sovétríkin. Skæruliðar, hinir svonefndu „baz machi“ gengu þó lausum hala í landinu fram yfir 1930, er þeir sáu að baráttan var vonlaus. Við og við hafa Rússar framkvæmt fjöldahandtökur og aftökur í þess um löndum til að bæla niður frels ishreyfingar. ★ ATHYGLIN hefur sérstaklega beinzt að undanförnu að Uz- bekistan, sem er auðugazt þess- ara landa — í því er m. a. hinn frjósami Fergana-dalur. Land þetta er um fjórum sinnum stærra en ísland, 407 þúsund fer- kílómetrar. Mestallur vesturhluti þess er eyðimerkur. Byggðin er austan til og þar eru stærstu borg irnar, Taskent, Samarkand og Bukara. í landinu búa um 7 millj. manna. Um 20% þeirra eru rúss- neskir. Fer rússneskum landnem- um stöðugt fjölgandi á kostnað innfæddra. Rússar láta líta út fyrir að Uz- bekistan njóti verulegrar sjálf- stjórnar, cn í rauninni halda þeir þjóðinni í heljarklóm. Rússneska er opinbcrt mál í landinu. Ríkis- stjórnin er að mestu leyti skipuð Rússum, öryggislögreglan er und- ir rússneskri stjórn og flestir liðs- menn hennar koma frá Moskvu. Þá hafa þeir tekið að sér upp- eldi og menntun æskunnar. í sögukennslubókum er hinum blóð uga hershöfðingja Skobeljev lýst Manzur Mirza-Akhmedov var rekinn úr embætti forsætisráð- herra Uzbekistan. sem frelsnra landsins. Allt tal um sjálfstæði og frelsisbaráttu þess- arar tyrknesku þjóðar er bann- fært. Bókmenntir hennar hafa verið færðar á bál, gömul þjóð- skáld bönnuð og er nú eins og þau hafi aldrei verið til. Nútíma skáldum þjóðarinnar er forboðið að dýrka gamlar þjóðhetjur. Hafa hreinsanirnar á undanförnum áratugum ekki sízt bitnað á and- legum leiðtogum þjóðarinnar, skáldum hennar, rithöfundum og blaðamönnum. Múhameðstrúin hefur líka verið ofsótt og bæna- hús hennar brennd. en æskunni innrætt guðleysi. Smám saman hafa Rússar þó fengið til fylgis við sig nokkra af íbúunum, sem ýmist töldu að ekki yrði rönd reist við yfirgangi Rússa eða metorða og valda- girni hefur ráðið. Vafalaust er þessi stuðningur þó oft meir á tungunni en í hjartanu með sak- biti og vitund um að í honum felist svili við sterkar þjóðernis- kenndir íbúanna. FYRIR nokkrum dögum til- kynnti Kreml-stjórnin að tveimur af helztu fylginautum hennar í Uzbekistan hefði verið varpað fyrir borð. Mun þar hafa farið fram mikil og víðtæk hreins un, en helzt voru nefndir á nafn forsætisráðherra landsins Man- zur Mirza-Akmedov og fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokks ins Sabir Kamalov. í tilkynning- unni er sagt, að þeir hafi verið reknir úr embættum vegna ódugn aðar og sviksemi og fráviks fra kenningum sósíalismans. Ekkert var tilkynnt nánar, hvaða glöp þessum mönnum hefði orðið á. Og skýringin um frávik frá stefnu sósíalismans virðist næsta ósennileg, þar sem þeir hafa um langt árabil verið tryggir flokksmenn. Gengu þeir báðir í kommúnistaflokkinn um 1930. Síðan hafa þeir stöðugt hækkað í tign. Kamalov er 49 ára og var kjörinn framkvæmdastjóri flokks ins í desember 1957, þegar Nurit- din Mukhinteinov, sem gegnt hafði því starfi, fluttist til Moskvu. Ásakanir um frávik frá stefnu sósíalismans virðast því heldur ósennilegar. Hitt þykir miklu sennilegra að brottrekstur þess- ara manna standi i sambandi við vaxandi árekstra Rússa og hinna innfæddu. Liggur þá næst að álykta, að „dugnaðarskortur" þessara manna og svonefnd „frá- vik frá stefnunni" felist í því, að þeir hafi ekki verið nægilega lið- ugir að ganga verka Rússa, þeg- ar þjóðernisárekstrarnir fóru að færast í aukana. Benda og ótvírætt til þess frétt ir af hreinsunum, sem fóru fram um áramótin í Turkmenistan, ná- grannaríki Uzbekistan. ★ TURKMENISTAN er lítið eitt stærra en Uzbekistan, um 450 þúsunr íerkm. íbúarnir eru hins vegar miklu færri eða aðeins um 1% milljón, enda er landið ófrjórra. skrifar úr daqlega hfínu Gamlir munir og verkfæri. ITÍÐA liggja gamlir munir og ’ verkfæri, sem ekki koma að neinum notum lengur og ekki þykir ástæða til að hirða um. Þó befur á síðari árum vaknað hér á landi áhugi fyrir að halda slík- um hlutum til haga og láta þá bera vitni um og minna á aðra tíma og önnur vinnubrögð. Bera byggðasöfnin úti í sveitum og hér i höfuðstaðnum, vitni um þennan vaknandi áhuga. Gætu sumir þessara gömlu muna sagt frá því, sem þeir hafa orðið vitni að á langri ævi, ja, þá væri gaman að eyða tímanum innan um þá á söfnunum. Þeir H. C. Andersen og Jónas Hall- grimsson hefðu ekki verið í vand ræðum með að leggja nokkrum munum, sem nýlega voru gefnir Minjasafni Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturheimi orð í munn og gera úr því skemmti- leg samtöl í stil við það, sem legg - urinn átti við skelina eða flibbinn átti við hinar tuskurnar hjá papp írsframleiðandanum um allar kærusturnar sínar. En Velvak- andi leggur ekki út i að apa þessa meistara í ævintýragerð. Munirnir, sem borizt hafa Minjasafni Þjóðræknisfélagsins, éru þessir (og svo getur hver sem vill gefið hugmyndafluginu iaus- an tauminn og imyndað sér hvað á daga þeirra hefur drifið): Úr búslóð Vesturfaranna. PENNASTÖNG gefin af Gísla Jóhannssyni, Selkirk, Man. Honum gaf Guðjón Friðriksson, sem eitt sinn var barnakennari í Reykjavík á íslandi, nú dáinn í hárri elli á Betel. Penninn er sagður vera 150 ára gamall. Eldspýtukassi, gefinn af Gísla Jóhannssyni, ’Selkirk. Honum gaf Jón Árnason. Piney, Man. Kass- inn er sagður vera 100 ára gam- all. Er hann gerður úr hálfri kindarklauf, silfurbúinn, með loki og hjörum og á lokinu eru grefnir stafirnir Þ. E. Bíldur, gefinn af Daníel Pé:- urssyni, Betel. Kaffikvörn, keypt á ísafirði 1896, Áttu hana Trausti Vigfússon, Guð mundssonar frá Skarfanesi á Landi og Rósa Aldís Oddsdóttir, Gíslasonar prests í Grindavík, og síðan við íslendingafljót. — Trausti og Rósa giftust 27. okt. 1894 á Akranesi og voru þar í tvö ár, þá tvö ár á ísafirði en fluttu svo til Kanada 1898 og settust að við íslendingafljót. Kvörnin var eitt af því, sem þau höfðu með- ferðis. Brauðkefli, sem Trausti Vig- fússon við íslendingafljót í Man. renndi árið 1898, þá nýkominn frá íslandi. Ileflið er úr birkibút og var notað alla búskapartíð Trausta og Rósu konu hans, þar til þau fluttu til Árborg, Man., 1950. Tóbaksponta, tóbaksdósir og þrjár gamlar bækur, gefið af Jóni Jónssyni, forseta Fróns í Winni- peg og mortél, gefið af Jóhannesi Cristie, úr búi Jóns Jónssonar á Snæringsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu. Eftir fall þeirra Stalíns og Ber- ía gætti hlákunnar í stjórnarhátt um Rússlands nokkuð þarna aust- ur frá og varð það ein afleiðing þess, að framkvæmdastjóri kom- múnistaflokksins i Turkmenistan að nafni Sukham Babajev leyfði sér að fara að hugsa sjálfstætt, eftir áratuga þjónustulund við Rússa. Þótti það nokkrum tíðindum sæta, að hann birti árið 1957 grein í stjórnmálariti kommúnista- flokks landsins, þar sem hann krafðist þess að innfæddir menn í landinu fengju setu á þjóðþingi og í ríkistjórn í hlutfalli við íbúa töluna. En ástandið hafði verið slíkt í ríkistjórn Turkmenistan að menn af rússnesku bergi brotn ir voru í miklum meirihluta, þótt Sabir Kamalov var rekinn úr embætti framkvæmdastjóra kommúnistaflokks Uzbekistan. þeir væru aðeins lítill hluti íbúa landsins. Þá krafðist Babajev þess í grein sinni, að hinir inn- fæddu íbúar fengju einnig að sín- um hluta aðgang að háskóla lands ins og að embættum í sínu eigin landi. Síðan reyndi hann að koma þessum hugmyndum sínum í framkvæmd, en mætti strax sterkri mótspyrnu Rússa. Hann fékk þó að sitja í embætti sínu þangað til um síðustu ára- mót. Þá var framkvæmd hreins- un í kommúnistaflokknum og Babajev var rekinn. Herma síð- ustu fréttir, að hann sé nú sak- aður um samsæri gegn Sovétríkj- unum. Hafi hann viljað stofna sjálfstætt ríki í Turkmenistan og segja landið úr lögum við Rúss- land. Slík sjálfstæðisstefna er talin höfuðglæpur í Rússlandi, enda þótt svo sé ákveðið í stjórnar- skrá Sovétríkjanna, að einstök Sovét-lýðveldi megi ganga úr ríkjasambandinu. Það ákvæði er dauður bókstafur eins og fleira í þeirri stjórnarskrá. ★ SÍÐUSTU ár hafa frelsishreyf- ingar farið báli um lönd mú- hameðstrúarmanna í nálægum Austurlöndum og Norður-Afríku. Sú fgrelsisbarátta hefur beinzt gegn Vestur-Evrópuþj óðum, sem höfðu haldið Aröbum í viðjum pólitískrar og efnahagslegrar ánauðar. En norðan við járntjald Sovétríkjanna eru enn margar fleiri múhameðstrúarþjóðir, sem eiga um sárt að binda vegna rúss neskrar kúgunar. Er ekki ósenni- legt að sjálfstæðishreyfingar frænda þeirra sunnar, berist yfir landamærin til þeirra, jafnvel þótt járntjaldið eigi að vera þétt og öruggt. Spilda undir fjárhús við Breiðholtsvcg Á FUNDI sínum fyrra þriðjud. útíhlutaði bæjarráð Reykjavíkur Fjáreigíindafélagin'U nokkru land- rými undir fjárhús félagsmanna. Var eamiþykkt að félagið fengi 5 ha. spildu til 5 ára, í tungunni milli Breiðholtsvegar og Nýbýla- vegar. Var skipulagsstjóra ogr bæjarverkfræðingi falið að setja nánari skilmála þetta varðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.