Morgunblaðið - 01.04.1959, Side 17

Morgunblaðið - 01.04.1959, Side 17
Miðvikudagur 1. apríl 1959 MORCUlSfíLAÐIÐ 17 Póstmannafélag i. PÓSTMANNAFÉLAG fslands minntist 40 ára afmælis síns á laugardaginn, og þegar litið er til baka yfir sögu félagsins koma að vonum upp í hugann ýmsar minn- ingar frá liðnum dögum, sem hlýða Lvkir að rifja upp í stór- um dráttum, Eins og geta má nærri, var félagsskapur þessi ekki sérlega rishár, er hann hóf göngu sína hinn 26. dag marz- mánaðar 1919. Tildrögin að stofn- un félagsins voru þaU, að nokkr- ir áhugamenn í hópi starfsmanna ríkisins höfðu forgöngu um stofn- un allsherjarsambands ríkisstarfs manna og leituðu því til hinna ýmsu ríkisstarfsgreina um stofn- un innbyrðis félaga, er síðar gætu svo myndað með sér samband. Átti það síðan að gæta réttar ríkisstarfsmanna við setningu launalaganna, sem þá voru á döf- inni. Fyrsta stjórn félagsins var skip- uð þessum mönnum: Þorleifi Jónssyni, póstmeistara, O. P. Blöndal, póstritara og Páli Stein- grímssyni, póstfulltrúa, síðar rit- stjóra Vísis. Stjórnin skipti þann ig með sér störfum, að Þorleifur Jónsson var formaður, Páll ritari og Blöndal gjaldkeri. Allir, sem þá voru starfandi í pósthúsinu, að bréfberunum undanskildum, gengu í félagið. Stofnendurnir voru því samtals 12. Af þeim eru enn tveir starfandi: Helgi B. Björnsson, deildarstjóri í böggla- póststofunni, og Sæmundur Helga »on, fulltrúi. Þegar þetta fyrsta stjórnarkjör félagsins er athugað, kemur það manni æði spánskt fyrir sjónir, að þrír af æðstu mönnum stofn. unarinnar eru kjörnir til forystu í félaginu. Þetta stóð að vísu ekki lengi, því að skömmu síðar drógu þeir sig í hlé Páll og Blöndal, en Þorleifur póstmeistari skipaði formannssætið í 5 ár. II. Fyrsta verkefni stjórnarinnar var að undirbúa tillögur um launa kjör póstmanna í Reykjavík og úti um land og koma þeim á fram færi. Hafði stjórnin fengið til at- hugunar launalagafrumvarpið og gert á því nokkrar breytingar að því er snerti laun póstmanna. Þaj leynir sér ekki að hagur póstað- stoðarmanna, sem voru fjölmenn- astir í Reykjavík, hefur verið fyrir borð borinn við setningu launalaganna. Þær tillögur, sem samþykktar voru í félaginu um launakjör þeirra, náðu ekki fram að ganga, nema að litlu leyti. Þrátt fyrir fámenni félagsskapar- ins stóð hann furðanlega fast sam- an um kröfur sínar og samþykkti á fundi hinn 9. september 1919 að segja upp starfi, ef viðunandi lausn fengist ekki á launakjörun- um, en þau höfðu ávallt verið skorin við nögl. Það er athyglis- vert í þessu sambandi, að í til- lögum félagsstjórnarinnar er lagt til, að þrjár stúlkur, er þá unnu á skrifstofunni, fái sömu laun og karlmennirnir. Slíkt mun ekki hafa verið algengt í þá daga. Þrátt fyrir hina skeleggu afstöðu hins fámenna hóps, er þá vann í póststofunni. voru talsverðar breytingar gerðar á launaflokk- unum til lækkunar. Leiddi þetta til þess, að ýmsir ágætir starfs- menn gengu úr þjónustunni. Reynt var síðar að koma í veg fyrir það með því að bjóða mönn- um smávægilega tilfærslu í launaflokkum, en það mál náði ekki tilgangi sínum nema að litlu leyti. Það leikur því ekki á tveim tungum, að á þessum ár- um háði póstmannastéttin sína fyrstu og ef til vill örlagarík. ustu baráttu fyrir tilveru sinni og mannsæmandi réttindum að því er launakjör snertir. Það má því nokkurn veginn fullyrða, að með setningu launalaganna 1919 hafi myndazt sá örlagahnútur, lem stéttinni hefur æ síðan reynzt erfitt að leysa til fulls og í mörg- um tilfellum verið eins konar fjötur um fót stéttinni til vax- andi þroska og menningar. III. Á fyrstu starfsárum félagsins var mikið unnið að því að fá við- urkenndan ákveðinn vinnudag, en hann hafði yfirleitt verið lengri hjá póstmönnum en flestum öðr- um starfsmönnum rikisins. Það var þó ekki fyrr en 1925 að sam- Þorleifur Jónsson fyrsti form. komulag náðist um átta stunda vinnudag. Hins vegar voru póst- menn skyldugir til að vinna allt að 16 tímum í sólarhring. ef nauð syn bar til, en þó ekki lengur, nema eftir samkomulagi. Þá var einnig lengi barizt fyrir því á þessum árum að fá einhverja gréiðslu fyrir nætur- og helgi. dagavinnu. Fyrir harðfylgdi starfsmannanna féllst Atvinnu- málaráðuneytið loks á að greiða mætti fyrir þá vinnu, sem unnin væri umfram 2 stundir á helg- um degi, en sú heimild náði þó aðeins til áranna 1923 og 1924. Eftir það féll þessi greiðsla nið- ur fyrir alla vinnu á helgidög- um, unz 1927, að málið var tekið upp að nýju. IV. Eitt var það, sem starfsmenn póststofunnar höfðu mikinn áhugi á þessi ár, en það var að, hrinda í framkvæmd hugmynd- inni um stofnun Póstmannasjóðs, sem lengi hafði verið í undir- búningi. Tildrög að stofnun sjóðs þessa voru þau, að aðalpóstmeist- ari Sigurður Briem hafði safn. að saman um margra ára skeið frímerkjum af gömlum póst- ávísunum og komið fram með þá hugmynd að stofna sjóð fyrir það, sem fengist fyrir frímerkin. Átti sjóður þessi síðan að vera til styrktar póstmönnum. Árið 1923 var svo endanlega gengið frá stofnun sjóðsins, samin skipu- lagsskrá og fengin konungleg stað festing á henni, en reglugerð um styrkveitingar úr sjónum kom þó ekki fyrr en 1925. Stofnfé sjóðs- ins var kr. 10.000.00. Megintil- gangur sjóðsins er, eins og áður er vikið að, að veita þeim mönn- um styrk, sem með námi eða ferðum erlendis hafa í huga að fullkomna sig í starfinu. Einnig má veita úr sjóðnum í sjúkdóms- tilfellum eða ef starfsmaðurinn hefur lengi gegnt póststörfum með dugnaði, trúmennsku og sam vizkusemi. Með sjóðstofnun þess- ari var stigið mjög heillaríkt spor til varanlegs menningar- auka fyrir póstmannastéttina, og á Sigurður heitinn Briem miklar þakkar skilið fyrir þessa ágætu hugmynd. Á liðnum 35 árum hefur sjóðurinn getað veitt fjölda póstmanna styrki og í flestum tilfellum til utanferðar. Slíkar ferðir eru starfsmönnum póst- þjónustunnar einkar nauðsynleg- ar. Þær gera þeim kleift að kynn- ast starfsháttum annarra þjóða og tileinka sér það, sem til bóta má teljast hverju sinni. Póst- mannafélög Norðurlanda eiga einnig slíka sjóði, og er mark- mið þeirra eitt og hið sama. Þeg- ar danska póststofnunin átti 300 ára afmæli 1924, gaf danska ríkið kr. 100 þúsund til póstmanna- íslands 40 ára sambandsins þar í landi (Dansk Postforening) og fylgdi gjöfinni, að fjárhæðinni skyldi varið til að styrkja starfsmenn póstþjónust- unnar til utanferðar. V. Á árunum 1932—1944 að einu undanskildu (1936) gaf Póst- mannafélagið út blað, er það nefndi Póstmannablaðið. Flutti það á þessum árum margar grein ar um áhugamál stéttarinnar og var mikill styrkur að útgáfunni, meðan hennar naut við. Það hef- ur nú í seinni tíð oft verið um það rætt að hefja útgáfu blaðsins að nýju, en ekki komizt í fram- kvæmd ýmissa hluta vegna. Von- andi verður það ekki látið drag- ast lengur að koma því máli í framkvæmd. Fá vopn eru betri í baráttu stéttasamtakanna en málgögn þeirra, ef þeim er beitt af einurð og fullri sanngirni. Meðal þeirra mála, sem blaðið barðist mikið fyrir, var bætt skipulag í vinnuháttum starfs- fólksins. í því máli hnigu skoð- anir manna í eina átt, að hinn langi vinnudagur yrði ekki leyst- ur nema með vaktaskiptum. Slíkt mætti lengi vel talsverðri mót- spyrnu, þar eð ekki varð hjá því komizt að fjölga starfsliði. End- anleg lausn fékkst þó ekki á því máli fyrr en 1945, er þáverandi samgöngumálaráðherra, hr. Emil Jónsson, tók málið til endanlegr- ar afgreiðslu að tilhlutan þáver- andi póst- og símamálastjóra, Guðm. J. Hlíðdal. í reglugerð þeirri, er þá var gefin út um starfstíma og störf póstmanna í um fullkomnuð 1935, er embætti póstmálastjóra og landssimastjóra voru sameinuð undir einn hatt. Því er ekki að leyna, að starfs- menn póstþjónustunnar tóku sam einingunni með nokkrum ugg, enda var þannig á málum haldið af þáverandi landstjórn og póst- og símamálanefndinni, er með greinargerð sinni frá 3. marz 1929 lagði hinn raunverulega grund- völl að sameiningunni. í nefnd þessari átti póstmannastéttin engan málsvara og af þeim sök- um má ef til vill segja, að réttur hennar hafi verið fyrir borð bor- inn og þá sérstaklega að því er snertir fullkomið jafnrétti við símamannastéttina til hinna sam einuðu embætta pósts og síma í landinu. Það hefur hins vegar orðið hlutskipti starfsmanna póst- þjónustunnar að starfa sem und- irmenn á mörgum hinna samein- uðu póst- og símastöðva og þann- ig bera hita og þunga dagsins. Frá því er fyrst var byrjað á sameiningunni 1922 og til þess tíma, er yfirstjórn þessara mála var endanlega falin einum manni, var ekkert slíkt embætti veitt, þar sem sameining fór fram, nema eftir gaumgæfilega athug- un yfirmanna beggja starfsgrein- anna i sameiningu, þ. e. aðal- póstmeistara og landsímastjóra. Þannig var það 1922 að sameina átti afgr. lósts og síma í einum af hinum stærri kaupstöðum landsins, en sameiningin fórst fyrir vegna þess að samkomulag náðist ekki um manninn, sem átti að taka við embættinu. Aðal- póstmeistari mælti með póst- ekki hafizt hér að ráði fyrr ei» um síðustu aldamót. Að vísu lét Sigurður 3riem, er hann tók við póstmeistaraembættinu hér 1897 af O. P. Finsen, bera út póst í bæinn á sinn kostnað, en árið 1900 var fyrst farið að bera út póst á kostnað ríkisins. Allt fram til ársins 1930 voru r'ttindi bréf- beranna í Reykjavík mjög bág- borin, og það má heita aðenneimi eftir af þessu. Um 30 ára tíma- bil frá 1900—1930 var þeim gert að greiða af lágum launum sín- um alla aðstoð bæði í véikinda- forföllum og eins í sambandi við útburð jólapósts. Það var ekki fyrr en bréfberar höfðu starfað hér í 40 ár, að starf þeirra var loks viðurkennt sem sérstakt starf í þjónustu ríkisins, en þrátt fyrir margháttuð réttindi þeim til handa á liðnum árum, eru þeir enn með lægstu launin, lengsta vinnudaginn og erfiðasta starfið. Þetta hefur átt sinn þátt í því, að torvelda æskilega uppbygg- ingu þessarar stéttar, sem í raun og veru er hin mikilvægasta í þágu alls almennmgs. VIII. Árið 1947 stofnuðu starfsmenn póststofunnar í Reykjavík bygg- ingarfélag og hefur það nú að- stoðað við að koma upp 48 íbúð- um. Hafa starfsmenn, sumir hverjir, unnið að þessum mál- um í frístundum sínum af mikl- um dugnaði. Samtökin hafa þannig stuðlað að því, að margir efnalitlir starfsmenn stofnunar- innar hafa smám saman getað eignazt þak yfir höfuðið og með því lagt traustan grundvöll að bættri lífsafkomu fyrir sig og sína á komandi tímum. IX. Núverandi stjórn Póstmannafélagsins. Fra vinstri: Fremri röð: Tryggvi Haraldsson formaður, Dýrmundur Ólafsson ritari, — Aftari röð: Sigurjón Björnsson gjaldkeri, Sigurður Ingason varaformaður og Lúðvík Jónsson aðstoðar-gjaldkeri. Reykjavík, eru ýmsar mikilvægar| réttarbætur póstmönnum til handa. Enda þótt segja megi, að reglur um vinnutíma starfsmanna ríkisins og ríkisfyrlrtækja frá 1946, og reglur um orlof og veik- indaforföll starfsmanna ríkisins frá 1954, og lög um réttindi og skyldur frá sama ári gangi í meg- inatriðum í sömu átt og reglugerð póstmanna, þá er hér eigi að síð- ur um sér-reglur að ræða, sem eru einkar mikilvægar fyrir stétt- ina, þar sem Póstmannafélagið er viðurkenndur samningsaðili við póst- og símamálastjórnina um þau mál, er varða störf stétt- arinnar og einstaka starfsmenn og launakjör, sem ekki eru ann- ars bundin með lögum, reglu- gerðum eða fyrirmælum sam- kvæmt þeim. manni í embættið, en landsíma- stjóri símamanni. Þetta skýrir að- alpóstmeistari nánar í bréfi til atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins frá 18. október 1927, Eftir að sameining beggja starfs- greinanna var loks fullgerð 1935 og landsímastjóri tók við yfir- stjórn þeirra, má heita að víðast hvar, þar sem sameining hefur farið fram á þessu tímabili hafi embættin fallið í skaut síma- mannastéttarinnar, unz nú fyrst 1957, að hinn nýi póst- og síma málastjóii veitti starfsmanni úr póstþjónustunni póst- og s,ma- starfið í Borgarnesi. Vonandi er sú veiting fyrirboði þess að meira jafnrétti eigi að ríkja í þessum málum í framtíðinni. en verið hefur sl. 20 ár. VII. VI. Það er að sjálfsögðu ekki ætl- un mín að draga fram í dags- ijósið hvað eina, sem á einhvern hátt hefur markað spor í sögu póstmannastéttarinnar á liðnum fjórum áratugum, en ekki verð- ur þó með öllu gengið fram hjá þeirri mikilvægu ákvörðun, sem tekin var á þessu tímabili, er sameining pósts og síma fór fram, en hún átti sér raunar nokkuð langan aðdraganda og var að lok- Enda þótt segja megi, að mik- ið hafi áunnizt til aukinna réttar- bóta til handa starfsmönnum póst þjónustunnar, þá eru alltaf ein- hverjir, sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Um það geta að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir. Fáar stéttir hins opin- bera hafa þó átt að mæta jafn takmörkuðum skilningi frá fyrstu tíð og póstútburðarmenn- irnir t. d. hér í Reykjavík. Það má heita að útburður pósts hafi Ég hefi hér að framan dregið fram í dagsljósið nokkur atriði úr fjörutíu ára sögu Póstpiannafé- lagsins. Sagan er að vísu ekki stór í broti, enda hefur það jafn- an verið svo með félagsskap þennan, að hann hefur verið hóg- látur í orði og athöfnum og þvi ekki látið mikið á sér bera. Hann hefur þó jafnan gert sér glögga grein fyrir því, hvort að honum sneri handarbakið eða lófinn og því hagað athöfnum sínum í sam ræmi við það. Starf póstmannsins er eitt hi# mikilvægasta fyrir allt viðskipta líf þjóðarinnar, og eru stöðugt gerðar kröfur til bættrar þjón- ustu á sviði póstrekstursins- Allt verður þetta að byggjast á traustu starfsliði, sem verður að vinna starfið af nákvæmni og vakandi athygli. Aðstaða til góðr ar starfrækslu hefur verið mjög ófullkomin hér í Reykjavík og skilningur ráðamanna á endur- bótum, er miði að bættri þjón- ustu, hefur ávallt verið af skorn-. um skammti. Þetta hefur beinlíni* leitt til þess, að framfarir og ný- skipan þessara mála hefur un langt skeið verið í öldudal. Póstmenn hafa því jafnan glaðzt yfir hverjum þeim áfanga, sem náðst hefur til umbóta á sviði póstmálanna og metið að verð- leikum. Þær miklu endurbætur, sem á sl. ári fóru fram hér i póst- húsinu í Reykjavík, voru öllu starfsfólki kærkomnar, enda átt sinn þátt í að bæta mjög öll vinnuskilyrði, sem ekki var van- þörf á eftir áratuga aðgerðarleysi í því efni. Fyrir þesSa framtaks- semi á núverandi póst- og síma- málastjóri, Gunnlaugur Briem, miklar þakkir skilið. Sömuleiðis póstritari, Egill Sandholt, og póst meistarinn, Magnús Jochumsson. Vonandi verður þó ekki látið hér staðar numið, því að mörg eru verkefnin, sem bíða úrlausnar, bæði hér í Reykjavík og annar* staðar á landinu. Að 17 árym liða um minnist póstþjónustan 200 ára afmælis póstreksturs hér á landi. Á þessum merku timamótum skulum við vona, að starfsmenn póstþjónustunnar og yfirstjórn hennar geti litið til baka yfir tímabil mikilla framfara á öllum sviðum starfrækslunnar til þæg. inda fyrir fólkið, jafnt í borg og byggð. Sveinn G. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.