Morgunblaðið - 01.04.1959, Síða 23

Morgunblaðið - 01.04.1959, Síða 23
Miðvikudagur 1. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ 23 Leiðrétting GREININNI „Þverpokareiðsla og þurradramb“ eftir Jón Sig- urðsson, bónda í Skollagróf, sem birtist í blaðinu miðvikudaginn 25. marz. sl., varð prentvilla, sem gerði merkingu einnar setning- arinnar mjög óljósa. Rétt er umrædd setning þann- ig: „Hitt er svo öllu lakara, að þessi sama stjórn skyldi skilja bjargráð'amölinn eftir í hirzlum þessara ágætu sjóða“. — Höfund- ur er beðinn velvirðingar á mis- tökunum. Leikrít eftir Osborn flutt ISLENZ-AMERÍSKA félagið hef ur leikkvöld kl. 8.30 í kvöld (mið- vikudag) i ameríska bókasafninu, Laugavegi 13. Er þetta þriðja leikkvöld félagsins og verður þá flutt af hljómplötum leikritið „On Borrowed Time“ (Gálgafrestur) eftir Paul Osborn. Tönleikar Sinióníusveitarinnar ÞRIÐJU tónleikar Thor Johnsons með Sinfóbíuhljómsveít íslands fóru fram í Þjóðleikhúsinu 24. marz. Einleikari á fiðlu var Þor- valdur Steingrímsson. Tónleik- arnir hóiust með sálmaforleik Bachs: „Vakna, Zíons verðir kalla“, í hljómsveitarbúningi Eugene Ormandys. Það er löng- um deilt um meðferðina á orgel- verkum Bachs þegar þau eru klædd í hljómsveitarskrúðann. Veldur þó hér hver á heldur. Sumir „umskapa“ verkin æði mikið, og stundum á miður smekklegan hátt; aðrir halda sér að frumtextanum sem mest og ber auðvitað að gera það, enda varla þörf á að „endurbæta“ Bach. Þessi glæsilegi sálmforleik- ur byrjaði stílhreint en endaði í ofhleðslu hljóðfæra og bólgnaði svo mjög undir lokin, að hinn þríraddaði stíll Bachs á laginu var genginn fyrir bí og svelgdur upp. Hér átti Ormandy sökina en ekki Johnson, sem stjórnaði verkinu prýðisveL Kefl avíkurlögregl- an gerdi leit i bílum KEFLAVÍK, 31. marz. — Mið- vikudaginn fyrir skírdag hófu lögreglumenn frá Keflavík og Keflavíkurflugvelli leit í þrem leigubilum héðan úr bænum, þar sem þeir voru staddir í Reykja- vík og einn á leiðinni til Kefla- víkur. Alls fundu lögreglumenn- irnir 88 flöskur af víni og hafa nú fjórir leigubílstjórar héðan úr bænum viðurkennt að þeir ættu vínið. Þessi vínleit hófust með því, að tveir óeinkennisklæddir lögreglu menn, annar héðan úr Keflavík, hinn af flugvellinum voru stadd ir skammt frá ÁVR. Veittu þeir því athygli að tveir bílstjórar héðan báru tvo kassa út úr vín- búðinni og settu í leigubíl. Gengu þeir þá til bflstjóranna, er viður- kenndu strax að þeir ættu vín- ið, en það voru 28 flöskur. Næsti bíll var stöðvaður á Snorrabrautinni, en þar var einn ig staddur lögreglumaður sem séð hafði bílinn koma frá Áfeng- isverzlun ríkisins þar. f þessum bíl fundust einnig 28 flöskur. Þá var þriðji bíllinn stöðvaður á Reykjanesbrautinni milli Kefla- víkur og Reykjavíkur og fundust í honum 32 flöskur. Þess má geta að einn af þessum leigubílstj órum, er vínið fannst hjá, hafði með dómi Hæstaréttar er féll 20. marz sl., verið dæmdur í 17 þús. kr. sekt fyrir meinta áfengissölu. —Ingvar. Aðalnýungin á þessum tón- leikum var fiðlukonsert Sibelius- ar, sem ekki hefur verið fluttur hér fyrr. Þetta er eitt merkasta verk sinnar tegundar, sem samið hefur verið á þessari öld. Það krefst þróttmikillar túlkunar, mikilla skapsmuna einleikarans og geysimikla tæknikunnáttu. Ég bygg, að Þorvaldur hefði getað valið verk sem betur samlagaðist hinum ágætu hæfileikum hans. En hið viðkvæma og lyríska á betur við eðli hans sem lista manns; þar nýtur og hinn fagri fiðlutónn hans sín bezt, enda var leikur hans víða heillandi þessu verki. Skal Þorvaldur hafa þakkir fyrir að kynna áheyrend um þennan konsert „íslands sinfónían“ eftir Cecil Effinger var flutt eftir hléið. Var hún einnig leikin á fyrstu tón- leikunum og hefur hún verið gerð hér að umtalsefni áður. Þetta verk, sem samið er af mik- illi kunnáttu og hugkvæmni, var flutt af meiri myndugleik að þessu sinni, og naut sín enn bet ur. Loks var íeikinn lokaþátturinn úr „Siðbótasinfóníu" Mendels- sohns. Þessi þáttur, sem byggður er um sálmalagið „Vor guð er borg á bjargi traust“, er kontra- punktiskt meistaraverk, sem sýn- ir vel hversu mikið Mendelssohn hefur lært af Bach (sem Beet hoven kallaði í bréfi til Breitt- kopt og Hartel: „den umsterb- lichen Gott der Harmonie"). Það var vel til fallið að enda þessa tónleika með þessum þætti, og var hann fluttur af miklum eld- móði og krafti. Þessir þrennir tónleikar undir stjórn Thor Johnsons munu verða mönnum mirinisstæðir, og væri gott að eiga von á komu hans hingað bráðlega aftur. P. L óskað þess, að lögin hefðu verið sungin með þýzka textanum, þeg ar búið var að lesa þá á íslenzku, þeir falla betur að músíkinni á þýzkunni. Síðara verkið, a-moll tríóið, eftir Tsjaikowski, er samið til minningar um Nikulaus Rubin- stein. Þetta er risavaxið verk og víða mjög átakanlegt, ekki sízt niðurlagið, sem minnir á sorgar- göngu. Má vera að óvíða komi Fiskur gengur undir Stapa Trillubátar tvíhlaða sig sama daginn VOGUM, 31. marz. — Trillubátur héðan byrjuðu róðra um miðjan marz, en alls eru það sex bátar með 4 m?.nna áhöfn, en hver bát- anna er 5—8 tonn. í fyrstu var lítill afli, en er líða tók að pásk- um fór hann að glæðast. í gær var svo bezti afladagurinn hjá bátun. um. Flestir urðu að tvíróa þann dag og fengu hæstu bátar um 9 tonn. Bátarnir sækja aðeins stutt út og eru ekki nema 15—20 mín. að komast á miðin. Fiskur hefur gengið grunnt undir Stapa og hef- ur slíkt ekki komið fyrir í mörg — Tibet Frh. af bls. i. manna. Blöð Peking-stjórnarinn- ar hafa hamrað á því síðastliðna viku, að ekki væri um neina upp- reisn Tíbetbúa að ræða, heldur hefðu heimsvaldasinnar og aftur- haldsmenn æst til uppþota með þeim afleiðingum, að uppreisnar- menn hafi rænt Dalai Lama og flutt hann á brott. Einnig segja Peking-blöðin að uppreisnar- menn hafi notað indverska landa mærabæinn JCalimpong sem höf- uðstöðvar. Alþýðudagblaðið í Peking segir að kinverski herinn hafi nú fengið skipun um að þurrka út alla uppreisnarmenn og koma aftur á „reglu“. Segir blaðið að uppreisnin og aðgerðir kínversku stjómarinnar gagnvart Tíbetbúum séu alger innanríkis- mál Kína. ár. Sjómenn telja það vita á á- framhaldandi afla á grunnmið- unum. Afli þilfarsbátanna er nú minni en hann var um þetta leyti vertíðar í fyrra. í gærdag var bezti afladagurinn á vertíðinni og voru bátarnir þá með 60—70 tonn af fiski alls. — J. FYRSTU tónleikar „Kammer músíkklúbbsins" á þessu ári fóru fram í Melaskóla 20. marz. Þeir voru mjög alvarlegs eðlis: „Vier ernste Gesange", op. 121 eftir Brahms og Tríóið í a-moll op. 50 eftir Tsjaikowski. Bæði eru þessi verk samin í minningu um látna vini, bæði eru tregafull og átakanleg, hvort á sinn hátt. Fáir hafa eins og Brahms náð hinum djúpu tónum tregans í list sinni, sbr. fyrsta lagið: „Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn". En einnig hinir ójarðbundnu tónar eru hon- um tamir, t. d. þegar hann syng- ur um kærleikann í lok siðasta lagsins: „Þótt ég talaði tungum engla og manna". Kristinn Hallsson söng lögin af mikilli prýði með snilldarlegum imdirleik Árna Kristjánssonar. Talaði Árni og um lögin áður en þau voru flutt, en Kristinn las textana. Fyrir mitt leyti hefði ég Hjartanlegar þakkir færi ég öllum fjær og nær, sem minntust mín með gjöfum, heimsóknum og hlýjum kveðjum á níræðisafmæli mínu þann 20. marz s.l. og gerðu mér daginn gleðiríkan. Með kærri kveðju og þökk fyrir liðnar stundir. Kristrún Ketilsdóttir frá Hausthúsum. Innilega þakka ég vinum mínum og kunningjum fjær og nær, sem sýndu mér hlýhug með heimsóknum, gjöf- um og skeytum á 85 ára afmælisdegi mínum 19. marz. Guð blessi ykkur öll. Friðgerður Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir til ættingja minna félaga og vina sem heimsóttu mig, færðu mér gjafir og sendu mér kveðjur sínar I bundnu og óbundnu máli á 70 ára af- mæli mínu 21. marz s.l. og gerðu mér þann dag ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðbjartur Ólafsson, Framnesvegi 17. betur í ljós „tragik" tónskáldsins sjálfs, en einmitt í þessu verki. Tríóið var flutt af þeim Árna Kristjánssyni, Birni Ólafssyni og Einari Vigfússyni og var það leik ið af næmum skilningi og inn- sæi í tónaheim Tsjaikowskis. Áheyrendur voru margir og fögnuðu þeir listamönnunum hjartanlega að loknum tónleik- unum. P. I Lokað á morgun vegna jarðarfarar. G. Ólafsson & Sandholt Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma SIGKlÐUK GlSLADÓTTIR andaðist að Heilsuverndarstöðinni 27. marz. Jarðar- förin ákveðin frá Fossvogskirkju föstud. 3. apríl kl. 10,30. Blóm afbeðin. En þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Finnbogi Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn JÓN BJÖRN ELlASSON skipstjóri, andaðist á Landsspítalanum aðfaranótt 27. þ.m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jóhanna Stefánsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar PÁLL JÓHANNESSON Sigtúni Stöðvarfirði, andaðist í Landsspítalanum 28. marz. Þorbjörg Magnúsdóttir og börn. Faðir minn, afi og langafi SIGURÐUR ÓLAFSSON trésmiður Brekkustíg 7, andaðist 28. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstud. 3. apríl kl. 1,30. Guðrún Sigurðardóttir, Sóiveig Axelsdóttir, Sigurður Gunnarsson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir SIGRlÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Kirkjuteig 21, andaðist 30. þ.m. á Landsspítalanum. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Eiginmaður minn JÓN BALDVIN GUÐMU NDSSON veitingamaður, Laugaveg 64, andaðist i Landakotsspítala 28. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og móður hins látna. Guðný Jóhannsdóttir. Jarðarför sonar okkar KRISTJÁNS stefáns snæbjörnssonar sem lézt 26 þ.m. fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala- sjóð Hringsins Marie Kristjánsson, Snæbjörn Kristjánsson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma JENNÝ SANDHOLT sem andaðist að heimili sínu, Laugaveg 36 25. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. apríl n.k. kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðið, en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Kristniboðið í Konsó. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.