Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. apríl 1959
MORGUNBLAÐIÐ
3
Það verður erfitt að reka
okkur í sjóinn
Nasser sjálfur á mesta
sök á ástandinu í írak
Samtal við sendiherra ísraels á Íslandi
Chaim Yahil
MBL. hitti í gær að máli
sendiherra ísraels hér á landi,
Chaim Yahil. Hann hefur ver-
ið sendiherra í Svíþjóð og á ís
landi síðan 1956 með búsetu
í Stokkhólmi. Hann lætur af
sendiherraembætti í næsta
mánuði og fer þá heim til
ísraels, þar sem hann tekur
við mjög mikilvægu embætti.
Hann hefur verið skipaður
aðstoðarskrifstofustjóri utan-
ríkisráðuneytisins.
Chaim Yahil kom til Palestínu
fyrir um 30 árum frá Tékkó-
slóvakíu. Þá bjuggu álíka margir
Gyðingar í landinu og íbúar ís-
lands eru nú, eða um 170 þús., en
nú er íbúatala fsraels komin upp í
2 milljónir. Sendiherrann sagði,
að sérfræðingar gerðu ráð fyrir
því, að um 4 milljónir manna
gætu búið í ísrael með nútíma-
tækni, og eins og kunnugt er,
vinna landnemarnir að því myrkr
anna á milli að byggja upp sitt
nýja land. Þá minntist hann á þeirra, ef svo mætti segja. Inn-
hlutverki hjá okkur og Heims-
kringla í Noregi og íslendinga-
bók, Landnáma og fslendingasög
ur hjá ykkur. Þið látið lesa upp
úr fornsögunum í útvarpið. Við
höfum biblíulestur í okkar út-
varpi á hverju einasta kvöldi í
stundarfjórðung. Það er auðvit-
að rétt, að ísraelsmenn trúa ekki
allir á biblíuna og þó þeir trúi
á hana, brjóta margir siðareglur
hennar.
— Er nokkur andúð á kristn-
um mönnum í ísrael?
— Nei, það held ég ekki. Við
gerum okkur grein fyrir því, að
land okkar er ekki síður mikil-
vægt fyrir sumar aðrar þjóðir
t. d. þær sem játa kristna trú og
múhameðstrú. Annars má geta
þess, að ríkiskirkja er ekki í
ísr.ael og trúarbragðafrelsi al-
gert. En 90% landmanna eru
Gyðingar og játa Gyðingatrú.
Nokkrir eru kristnir og svo býr
arabískur minnihluti í landinu,
sem hefur fullkomin mannrétt-
indi.
— Hebreskan er ríkismál.
— Já, hebresku verða helzt
allir að kunna. Það er auðvelt
fyrir börnin að læra hebresku,
enda er hún að verða móðurmál
sendiherraembættið og sagði, að
hann væri mjög ánægður með
samskipti fslands og ísrael. Hann
hefði ekki komið til Norðurálfu
fyrr en hann hefði tekið við
sendiherraembættinu, en hann
kvaðst ekki hafa orðið fyrir von-
brigðum af þeim kynnum. Það
væri góður grundvöllur undir
fjölbreytt samstarf milli Norður-
landa og fsraels. — Ég er mjög
ánægður með verzlunarviðskiptin
milli íslands og ísraels, sagði
sendiherrann, en auðvitað má
auka þau talsvert frá því sem nú
er. Hann gat þess einnig, að gott
samstarf hefði verið á menningar
sviðinu Inilli þessara landa og
minntist sérstaklega í því sam-
bapdi á myndlistarsýningu Ferrós
í ísrael. Hún hefði hlotið góðar
viðtökur. Menntamálaráðherra
fslands hefði verið á ferðalagi um
ísrael fyrir ekki alllöngu og hann
hefði verið ánægður með það,
hversu margir virtust kunna góð
skil á málefnum íslands.
Sendiherrann sagði ennfremur:
— Auðvitað er margt ólíkt með
þjóðum okkar, en margt er líka
ákaflega líkt. Báðar þjóðirnar
eiga sér merkilega sögu um harð
rétti, kúgun og jafnvel ofsóknir,
en þær hafa haldið trú sinni á
landið og menningu sina, þjóð-
erni sitt og framtíð. Báðar þjóð-
irnar eiga sér merkilegar bók-
menntaerfðir og þurfa að leýsa
margvísleg vandamál, sem upp
koma, þegar nýr tími og þessar
gömlu erfðir mætast. Svonefnd-
ur módernismi í ljóðlist hefur t.d.
sótt bæði löndin heim og leyst að
nokkru leyti af hólmi aldagamlar
skáldskaparvenjur. Biblían er
okkar íslendingasögur, sagði
sendiherrann ennfremur og bætti
við: — Báðar þjóðirnar hafa orð-
ið að berjast við eyðimerkur, þó
ólíkar hafi verið, og samt hefur
þeim tekizt að lifa þroskuðu
menningarlífi í löndum sínum.
Það er því ekki undarlegt, þó ég
hafi orðið var við mikinn áhuga
og góðan skilning á högum okkar
ísraelsmanna hér á landi og öfugt.
:— Þér talið um biblíuna sem
bókmenntir.
— Já, og hún er meira: hún
er miðdepill allra bókmennta okk
«r. Hún er ekki síður lesin af
þeim, sem „trúa ekki á hana“. í
augum okkar er biblían saga fsra
els. Hún er það fyrsta, sem öll
börn lesa. Hún gegnir svipuðu
flytjendum reynist erfiðara að
læra hebreskuna, en gera það
samt flestir.
Chaim Yahil sendiherra skýrði
nú frá kommúnunum, sem rekn-
ar eru í ísrael. Þær eru mjög
frábrugðnar kommúnum kín-
versku kommúnistanna, sagði
hann, og þá fyrst og fremst í því,
að mönnum er í sjálfsvald sett,
hvort þeir ganga í þær. Nú eru
um 80 þúsundir ísraelsmanna í
kommúnum og það er ekki hægt
að segja annað en þetta fyrir-
komulag hafi gefizt allvel og í
sumum tilfellum er það alls ekki
lakara form en einkafyrirtæki. f
kommúnunum er sameign á öll
um hlutum. Þær eru sennilega
líkastar „klausturkommúnunum"
fyrr á öldum. Kommúnurnar
komu að góðu gagni fyrr á árum,
þegar uppbygging fsraels var
hvað erfiðust, en nú hafa þær
misst gildi sitt dálítið og flestir
innflytjendur, sem nú koma til
landsins, taka einkareksturinn
fram yfir kommúnurnar.
Að lokum var sendiherrann
spurður um ástandið í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann
sagði:
— Þar ríkir enginn friður og
maður veit aldrei, hvað gerist,
þégar friður ríkir ekki. En ástand
ið hefur batnað undanfarin tvö
ár. Egyptar eru farnir að sjá, að
Chaim Yahil sendiherra
það verður erfitt að reka okkur
í sjóinn. En þeir hafa ekki látið
af óvináttunni við okkur, þó
þeir séu orðnir varkárari, enda
eiga þeir nú í brösum við frændur
sína í frak. Það er trúa mín, að
þess verði ekki langt að bíða, að
Egyptar sjái, að það er ekki síður
í þeirra þágu en okkar, að friður
haldizt á þessu svæði og raunar
eru margir menntaðir Egyptar
farnir að gera sér þetta ljóst, en
enginn þorir að segja þetta fyrst-
ur og vera kallaður svikari. Enn
þá er Nasser í efnahagsstríði við
okkur og hann hefur, eins og
kunnugt er, lagt bann við því,
að skip okkar sigli um Súezskurð,
en það er brot á alþjóðalögum. En
ástandið hefur batnað, held ég
megi segja.
— Hverjum augum lítið þið
fsraelsmenn á Kassem og stjórn
hans?
— Við álítum, að byltingin í
frak hafi í upphafi verið þjóð-
leg bylting og skyldi markmið
hennar fyrst og fremst vera að
afnema lénsskipulagið í landinu
og taka upp hlutleysisstefnu. En
vegna deilunnar við Nasser hefur
Kassem orðið að leita stuðnings
kommúnista og gæti það leitt til
þess, að landið verði kommúnist-
um að bráð. En það er þó engan
veginn víst, að þróunin taki þá
stefnu. Annars má benda á, að
ef hægt er að skella skuldinni á
einhvern vegna ástandsins í frak,
þá er það Nasser. Hann er höf-
undur þessa ástands, ef svo mætti
segja. Það eru afskipti hans af
innanríkismálum fraks, sem hafa
valdið mestu um þessa þróun.
— Hvernig er afstaða írak-
stjórnar til fsraels?
— Hún er auðvitað andstæð
okkur, en löndin hafa engin sam
eiginleg landamæri, svo Kassem
er okkur ekki hættuleguj sem
stendur.
Ég vil geta þess hér, að Araba
löndin hafa alltaf reyiit að kenna
fsrael um það hættuástand, sem
skapazt hefur við botn Miðjarðar
hafs og menn hafa sagt, að for-
sendur ókyrrðarinnar við Mið-
jarðarhafsbotn séu deilur Araba
og ísraelsmanna. En atburðir
síðustu tveggja ára hafa afsann
að þetta. ísraelsmenn hafa ekki
átt neinn þátt í hættulegustu
deilumálunum á þessu tímabili,
deilunum um Líbanon, Jórdaníu
og frak. ísrael er engan veginn sá
stríðsvaldur, sem Nasser hefur
klifað á. Við viljum lifa í friði og
fá næði til að byggja upp land
okkar og nýta auðlindir þess.
— En hvað segið þér um Jórd-
aniu. Hún á lönd að ísrael.
— Já. Það er undarlegt, að
Jórdanía skuli enn vera við lýði.
Það er engu að þakka nema hug-
rekki hins unga konungs. Landið
á í miklum efnahagsörðugleikum,
enda hefur það upp á lítið að
bjóða og enn ganga frumstæðir
bedúínar um sandana með hjarðir
sínar. Iðnaður er lítill og land-
búnaður frumbýlingslegur. í land
inu býr um 1% milljón íbúa og
er það of margt fólk, enda er þjóð
in ákaflega fátæk. Meðan Feisal
írakskóngur var enn á lífi gekk
þróunin í þá átt, að löndin sam
einuðust í eitt ríki og hefði það
orðið bezta lausnin. En nú er
það mál úr sögunni í bili. Okkur
fsraelsmönnum þykir það líka
bezt, eins og nú horfir. Við vilj-
um engar breytingar, meðan
friður er jafn ótryggur og raun er.
öll bandalög Arabaríkjanna eru
okkur hættuleg.
Söngskemmtun Karla-
kórs Reykjavíkur
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR j lenda, en auk þess söng Sigur-
heldur um þessar mundir 5—6 veíg Hjaltested aríur eftir Verdi
söngskemmtanir fyrir sinn stóra °g Mascagni. Það er lofsvert að
skipta efmsskranm þannig, að
hóp áheyrenda. Undirritaður
hlustaði á þriðju tónleika kórs-
ins í fyrrakvöld, og var söngur-
inn hinn prýðilegasti, vel æfð-
ur, hreinn og hressilegur, svo að
ég minnist varla að hafa heyrt
kórinn syngja betur. Á söng-
skránni voru karlakórslög eftir
sex íslenzka höfunda og sex er-
Vísnakver Fornólfs
gefið út í tilefni aldarafmælis dr. Jóns
Þorkelssonar
f TILEFNI af aldarminningu dr.
Jóns Þorkelssonar, þjóðskjalavarð-
ar, hefir Bókfellsútgáfan gefið út
endurútgáfu á Fornólfskveri á-
samt endurminningum Jóns sjálfs.
Auk þess er í bókinni æviágrip dr.
Jóns eftir Hannes Þorsteinsson og
ritgerð eftir Pál Sveinsson yfir-
kennara, er hann nefnir: Vísna-
kver Fornólfs og Minning dr. Jóns
Þorkelssonar.
Dr. Þorkell Jóhannesson há-
skólarektor, ritar formálsorð. Þar
segir m. a. í upphafi: „Bóik þesssi
er út gefin í aldarminningu dr.
Jóns Þorkelssonar, þjóðskjalavarð-
ar. Eru hér að upphafi prentaðir
þættir nokkrir um dr. Jón sjálf-
an, ævi hans og störf. En megin
þáttur bókarinnar er kvæði hans,
Vísnakverið, sem upphaflega var
prentað 1923, að viðbættum nokkr
um kvæðum og vísum, sem afgangi
sættu þá.“
Og formála sínum lýkur dr. Þor
kell á þessa leið: „Nú skal elcki
frekar rætt um aldur kvæðanna í
Vísnakveri Fornólfs. Um kvæðin
sjálf mætti hins vegar margt rita,
þó hér verði ekki gert. Þegar
Vísnalkverið kom út, 1923, vakti
það að vonum mikla athygli og
þótti stinga allmjög í sbúf við þá
kvæðagerð, sem þá var efst á
baugi. Nú, þegar Vísnakverið birt-
ist í 2. útg., er svo ástatt um nýj-
ustu tízku í íslenzkri ljóðagerð, að
Frh. á bls. 19.
íslenzkri tónlist sé svo mikill
sómi sýndur. Voru hér nokkur
áður óþekkt, — eða lítt þekkt
lög, sem fróðlegt var að heyra.
Einsöngvarar voru auk Sigurveig-
ar Hjaltested þeir Guðmundur
Guðjónsson og Guðmundur Jóns-
son. öll skiluðu þau viðfangsefn
um sínum af mikilli prýði: Hefur
rödd Sigurveigar færzt mjög mik
ið í aukana og hefur söngkonan
tekið miklum framförum í list
sinni.
Það er erfitt að gera upp á milli
einstakra laga hvað meðferð
snertir. Söngurinn var mjög jafn
og gildir það um sterkan og veik
an söng. Þýður söngur hefur jafn
an verið mjög góður hjá kórnum,
en kórinn býr einnig yfir miklum
þrótti og krafti og komu þessi
„registur“ vel í ljós í hinum ólíku
viðfangsefnum sem flutt voru nú.
Fritz Weisshappel lék ágætlega
undir bæði með kórnum svo og
með söngkonunni.
Söngstjórinn, Sigurður Þórðar-
son tónskáld, hefur ekki frekar en
fyrri daginn legið á liði sínu við
æfingarnar. Á hann sannarlega
miklar þakkir skildar fyrir mikil
störf í þájfu söngsins um 35 ára
bil. Aðeins þeir sem sjálfir hafa
reynslu í þeim efnum kunna að
meta slik störf að verðleikum.
P. t
STAKSTEIIMAR
„Framsóknarf lokkurinn
býðu<r“
Sú var tíðin, að Framsóknar-
menn voru ekki að bjóða eitt né
neitt í kjördæmamálinu, heldur
töldu sig hafa það í sinni hendi að
halda þar öllu i sama horfinu,
sama óréttlætishorfinu, eins og
verið hefur. En nú er svo komið,
að „Framsóknarflokkurinn býð-
ur“ eitt og annað í þessu máli,
eins og Timinn orðar það, og eins
og kom fram í ræðu Gísla Guð-
mundssonar í útvarpsumræðun-
um á dögunum. Þeir „bjóða“ til
dæmis fjölgun á þingmönnum
Reykjavíkur, fjölgun einstakra
kjördæma á Suð-vesturlandi.
Þetta fer algjörlega í bága við
fyrri stefnuyfirlýsingar Fram-
sóknarmanna og er þá skemmst
að minnast þings þeirra í vor, en
þetta hefur allt verið rakið ítar-
lega hér í blaðinu áður.
Ný vonarsæti
En bak við þessi boð Framsókn-
arflokksins kann að leynast ýmis-
legt, sem ýmsir sjá ekki við
fyrstu sýn. Alþýðublaðið fer um
þetta svofelldum orðum í forystu-
grein sinni í gær:
„Ef fjölgað er um fjóra i
Reykjavík, má telja líklegt, að
Framsókn fái þar kjörinn þing-
mann. Ef kosnir eru tveir á Ak-
ureyri, er líklegt að annar verði
Framsóknarmaður. Ef Akranes
er skilið frá Borgarfjarðarsýslu
og Kjósarsýsla frá Gullbringu-
sýslu, skapast tvö vonarsæti fyrir
Framsókn í þessum sveitum.
Þannig ætla Framsóknarmenn
að halda öllum þeim kjördæmum,
sem fyrir eru, og þar með sínum
þingmannahóp. Þessi flokkur,
sem hefur haft langfæsta kjós-
endur á bak við hvern þingmann,
ætlar að auka „réttlætið“ með
því að tryggja sér enn meiri hlut!
Þessi síðasta „málamiðlunartil-
laga“ sýnir, hvernig Framsóknar.
menn hugsa um kjördæmamálið.
j Þeir eru ekki að velta vöngum
yfir, hvernig koma megi á rétt-
látri kjördæmaskipan. Hlutfalls-
kosningar eru ágætar, ef líkur
eru á að Framsókn græði á þeim,
j eins og á Akureyri og í Reykja-
vík. Þeir eru fyrst og fremst að
spekúlera i því, hvernig þeir geti
komið sinni eigin ár bezt fyrir
borð“.
„Komið aftan að“
f ræðu Eysteins Jónssonar í út-
varpsumræðunum er komizt svo
að orði, að Alþýðuflokkurinn hafi
„komið aftan að“ kjósendum sín-
um með því að standa með breyt-
ingu á kosningalögunum. Segir
E. J., að í síðustu kosningum hafi
alls ekki verið á kjördæmabreyt-
ingu minnzt. Hins getur E. J. svo
ekki, að Framsóknarflokkurinn,
Alþýðuflokkurinn og kommúnist-
ar settu það allir í stjórnarsátt-
mála sinn árið 1956, þegar hin
margfræga vinstri-stjórn var
stofnuð, að nú skyldi snúa sér -að
þessu máli en Framsókn hafði
ekki neina tilburði í þá átt allt
fram til stjórnarslita, eftir því
sem samstarfsflokkarnir upplýsa
nú. En úr því E. J. telur að við
síðustu kosningar hafi verið geng.
ið út frá því að kjördæmabreyt-
ingar lægju algerlega í láginni og
kjósendur ætlist til þess, af
hverju settu Framsóknarmenn þá
sjálfir ásamt hinum flokkunum
fyrrgreint ákvæði í stjórnarsátt-
I málann? Voru þeir með því að
1 koma aftan að einhverjum?