Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 10
10
MORGTlWRt AfílÐ
Föstudagur 17. aprfl 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
STERKARI AÐSTAÐA HÉRAÐANNA
UTAN UR HEIMI
J^ecýCtr ^&ctvid ^li
iven
rÁiát
hvilzmyndcifeilzciri
til -JJolluwoocl LlœdcL
ómóbincf —
en
lywooc
átti ehhi
eyriói'iri
Ji...
HINNX ágætu og rök-
föstu ræðu Jóns Sig-
urðssonar alþm. á
Reynistað í útvarpsumræðunum
sl. þriðjudag minntist hann m. a.
á þá mótbáru gegn hinni fyrir-
huguðu kjördæmabreytingu, að
með henni væri verið að skerða
rétt strjálbýlisins til áhrifa á
íslenzk stjórnmál og gera að-
stöðu þeirra óhægari í barátt-
unni fyrir hagsmunamálum
þeirra. Um þetta komst hinn
reyndi þingmaður og dugmikli
bóndi að orði á þessa leið:
„Með allstórum kjördæmum
með 5—6 þingmönnum hafa hér-
uðin innan hvers kjördæmis
miklu sterkari aðstöðu að öðru
jofnu, til að koma fram áhuga-
málum sínum en með því að vera
skipt upp í einmenningskjör-
dæmi.
Þetta liggur í þvi, að í stað
eins þingmanns hefur sama kjör-
dæmi 5—6 þingmenn, sem ber
skylda til að berjast fyrir nauð-
synjamálum kjördæmis síns á
Alþingi. Auk þess verða þessir
þingmenn, eins og nú hagar til,
venjulega úr þrem flokkum á
Alþingi, og hafa því aðstöðu til
að vinna að framgangi málanna
hver i sínum flokki. — Þessu
fylgir sá stóri kostur, að engin
hætta er á, að þessi stóru kjör-
dæmi einangrist, eins og átt hef-
ur sér stað með einmenningskjör-
dæmin. Þegar þingmaður ein-
menningskjördæmis lendir í
harðri stjórnarandstöðu, er ekki
dæmalaust að hann og kjördæmi
hans sé látið gjalda þess hjá
stjórnarflokknum, þannig að
hann komi engu máli fram á
Alþingi.
Slíkum refsingum er ekki hægt
að koma fram gagnvart 5—6
þingmanna kjördæmi, sökum
þess, að þegar hlutfallskosning
er viðhöfð, mundi refsiaðgerðin
bitna jafnframt á flokksmönnum1
stjórnarflokkanna á Alþingi úr
því kjördæmi.
Þessi skipan er því að mínu
áliti mjög sterk fyrir dreif-
býlið. Styðst ég þar við 17 ára
reynslu, sem þingmaður kos-
inn hlutfallskosningu í tví-
menningskjördæmi“.
Hrakspár Framsóknar
1942
Þessi ummæli Jóns á Reyni-
stað hafa vissulega við fyllstu
rök að styðjast. Engum hugsandi
manni getur blandazt hugur um
það, að það er sterkari aðstaða
fyrir einstök héruð hinna stóru
kjördæma að geta snúið sér til
fimm þingmanna úr 2 eða 3
flokkum, heldur en til eins þing-
manns. Stækkun kjördæmanna
mun einnig leiða til þess, að
draga mun úr pólitískum deilum
um almenn hagsmunamál fólks-
ins þar. Meiri líkur skapast fyrir
því, að réttlætið verði látið ráða.
En því miður hefur oft verið
pottur brotinn í þessum efnum.
Sérstaklega hafa Framsóknar-
menn ekki hikað við það að níð-
ast á pólitískum andstæðingum
og sitja á hagsmunamálum heilla
héraða, sem ekki hafa viljað
beygja kné sín fyrir ofríki Fram-
sóknarmanna.
Þegar hlutfallskosningar voru
teknar upp í 6 tvímenningskjör-
dæmum árið 1942, vantaði ekki
hrakspár af hálfu Framsóknar-
manna. Þeir hömruðu á þeirri
fullyrðingu, að með þessu væri
verið að „skerða rétt dreifbýlis-
ins og sveitanna", til áhrifa á
þjóðmálin. Tilgangurinn væri að
draga úr fjárframlögum til vega,
brúa og annarra nauðsynlegra
framkvæmda í strjálbýlinu, og
þá einkanlega í tvímennings-
k j ör dæmunum.
Fólkið í þessum héruðum hef-
ur nú fengið reynslu af hlutfalls-
kosningunni. Afleiðing þeirra
hefur orðið sú, að í 4 tvímenn-
ingskjördæmum af 6 hafa Sjálf-
stæðismaður og Framsóknarmað-
ur verið kosnir saman á þing.
★
En engum, ekki einum ein-
asta íbúa þessara kjördæma
dettur í hug að' halda því
fram, að af þessu hafi leitt
verri aðstöðu til þess að koma
hagsmunamálum héraðanna
fram. Þvert á móti hefur þeim
aldrei gengið betur en síðan
þessi breyting varð að koma
málum sínum fram og fá litið
á þau af sanngirni og réttlæti.
Sama sagan myndi
gerast í stóru kjör-
dæmunum
Nákvæmlega sama sagan mun
gerast í stóru kjördæmunum,
þegar hin nýja kjördæmaskipan
hefur verið samþykkt. Þingmenn
hinna ýmsu flokka, sem þar
fengju fulltrúa myndu hafa með
sér nóið samstarf um mál hérað-
anna. Flokkar þeirra mundu
áfram hafa hagsmuna að gæta í
því að láta fólkið finna að mál-
um þess væri sinnt, ekki síður
eftir kjördæmabreytinguna en
áður. Sá flokkur eða þingmaður,
sem drægi sig í hlé og einangr-
aði sig frá fólkinu í kjördæminu
í heild eða í einstökum byggðar-
lögum þess, hlyti að tapa kjör-
fylgi, á nákvæmlega sama hátt
og þingmaður í einmennings-
kjördæmi, sem vanrækir hags-
muni kjördæmis síns.
Allt leiðir þetta af eðli máls-
ins og liggur öllum hugsandi
mönnum í augum uppi.
Tengslin við þingmanninn
myndi heldur ekki rofna. Leiðir
það af þvi sem þegar er sagt, að
fylgi flokkanna í stórum kjör-
dæmum fer eins og áður í litlu
kjördæmunum eftir því, hvernig
þeir og málsvarar þeirra halda
á málum fólksins.
★
Þegar á allt þetta er litið,
verður það auðsætt, að strjál-
býlið þarf síður en svo að ótt-
ast hina nýju kjördæmabreyt-
ingu. Hún treystir samvinnu
héraðanna, sameinar krafta
þeirra og hvetur til aukinnar
víðsýni og réttsýni gagnvart
hagsmunamálum fólksins
„ÉG var klæddur smóking — en
átti ekki svo mikið sem eitt cent
í vasanum. . . .“
Þannig hefir kvikmyndaleikar-
arinn David Niven lýst fyrstu
fundum sínum við Hollywood. —
Fyrir nokkrum dögum skartaði
hann einnig í smóking í kvik-
David Niven vann mér miklar
vinsældir með leik sínum i
„Rauðu akurliljunni“. *
myndaborginni, en þá voru að-
stæður breyttar. Við mikil fagn-
aðarlæti tók hann þá á móti
Óskarsverðlaununum fyrir leik
sinn í hlutverki ofurstans í kvik-
myndinni „Separate Tables“.
★
Fyrir 25 árum var David
Niven í skiprúmi á japönsku
flutningaskipi. Siglt var suður
með vesturströnd Bandarikjanna,
og var ferðinni heitið til Panama.
Komið var við í San Fransisco og
nokkru af farminum skipað þar á
land. Skipshöfnin fékk land-
gönguleyfi, og voru margir orðn-
ir dálítið hifaðir. þegar þeir
gengu frá borði, þar á meðal
Skotinn ungi, David Niven. Og
hann kom ekki til skips aftur. —
í einni af kránum, sem hann heim
sótti við þetta tækifæri, hitti
hann nefnilega nokkra góða vini
sína, yfirmenn á brezkum tund-
urspilli, sem lá í höfninni í San
Fransisco. Þeir skemmtu sér sam
an langt fram á kvöld og um
nóttina var gleðskapnum haldið
áfram um borð í tundurspillin-
um. — Næsta dag vaknaði ungi
Skotinn þar um borð — og þar
sem timburmennirnir létu óspart
til sín taka, var hann nokkuð
lengi að átta sig á umhverfinu,
en þegar hann loks rankaði til
fulls úr rotinu, gaf honum held
ur en ekki á að líta. Hann var
kominn út á rúmsjó!
★
Skipherrann var allt annað en
hrifinn af hinum smókingklædda
laumufarþega sínum. — Skammt
frá tundurspillinum var um
þetta leyti myndarleg freigáta,
sem leit út fyrir að vera frá því
um 1700. Skipherrann mælti svo
fyrir, að róið skyldi með þann
smókingklædda yfir í freigátuna.
— Var svo gert, og enn minnist
Niven þess, er hann steig þar um
borð eins og það hefði gerzt í
gær. — Sjóliðsforingjarnir í ensk
um einkennisbúningum „módel“
1787 stóðu í skipulegri röð á þil-
farinu. — Charles Laughton og
Clark Gable höfðu á hendi stjórn
skipsins, en nafn þess var „HMS
Bounty". — Það var gert hlé á
töku myndarinnar, þegar David
Niven steig um borð. Þetta ein-
stæða atvik varð svo óbeint til
þess, að hann gerðist kvikmynda
leikari.
★
Hann varð fljótlega góður vin-
ur leikaranna um borð í
„Bounty". Oð árangurinn varð til
raunakvikmyndun í Hollywood.
Þar fékk Niven enn ástæðu til að
troða upp í sínum fína smóking.
— Það, sem hann gerði fyrir
framan kvikmyndavélina við
þessi fyrstu kynni sín af henni,
var að lesa klúra smásögu — og
hefir sennilega þótt gera það all-
vel, a.m.k. fékk hann fljótlega
nokkur smáhlutverk. Hægt og
bítandi, en öruggt jók hann hróð-
ur sinn sem leikari, unz hann var
orðinn hin „enska týpa nr. 2008“,
eins og hann hefir kallað sjálfan
sig. — Satt að segja vissi hann
þó varla sjálfur, hvað hann var
að gera fyrstu árin í Hollywood.
Hann hefir sjálfur lýst því svo,
að hann hafi ekki haft hugmynd
um, hvers efnis kvikmyndir þær
voru, sem hann var ráðinn til að
koma fram í — og varla vitað,
hvers konar persónu hann var að
leika hverju sinni.
Og það er ekki svo undarlegt,
þó að hann væri ekki strax eins
og heima hjá sér í kvikmynda-
borginni, því að hann hafði ekki
á nokkurn hátt búið sig undir
þetta starf. — Menntun sína
hafði hann hlotið í skozkum her-
skóla. Hann hafði hlotið offisers-
nafnbót, en yfirgaf herdeild sína
eftir þriggja ára þjónustu. —
Hann gefur þá skýringu á því,
að sér hafi verið meinilla við að
þurfa að fara snemma á fætur á
morgnana. — Á árunum 1932—
’35 flæktist hann um Kanada,
Bandaríkin og Kúbu og vann fyr-
ir sér á hinn margvíslegasta hátt.
Heimildarritið „Who’s Who“ læt
ur þess t.d. getið, að hann hafi
um skeið starfað sem blaðamað-
ur og síðan sem viskísali. — Þá
er það kunnugt, þótt hljótt hafi
farið, að hann tók eitt sinn þátt
í uppreisn á Kúbu. Var hann
þar foringi í skotliðasveit upp-
reisnarmanna.
En þótt David Niven vekti ekki
á sér neina almenna athygli
fyrstu árin eftir komu sína til
Hollywood, var a.m.k. einn mað-
ur í kvikmyndaborginni, sem
trúði statt og stöðugt á hæfileika
hans. Og sá var enginn annar en
sjálfur Samuel Goldwyn. Hann
lokaði augunum fyrir öllum mis-
tökum og víxlsporum Skotans
unga, en Niven var helzt þekkt-
ur í Hollywood á árunum fyrir
1940 sem einn mesti spjátrungur
og drabbari borgarinnar, ásamt
Errol Flynn, en það sannaðist á
þeim, að líkur sækir líkan heim,
því að þeir bjuggu einmitt saman
um skeið.
★
En svo kom stríðið — og alvara
þess truflaði Niven mitt I öllum
gleðskapnum og gljálífinu. Hann
fékk samvizkubit vegna gá-
lausra lifnaðarhátta sinna, og
varð alvarlega hugsandi — víst
í fyrsta skipti á ævinni. Hann
gekk í herinn og gegndi herþjón
ustu til stríðsloka. Þar sýndi
hann loks, hvað raunverulega bjó
í honum. Þótti hann dugandi
stjórnandi og ganga vasklega
fram. Meðal annars var honum
falið að stjórna litlum flokki
manna, sem oft var sendur að
baki víglínu fjadmannanna til
rjósna og skæruhernaðar. Niven
Framh. á bls. 13.
Hamingjusamt hjónaband í Hollywood. — David Niven og hin
„ sænska kona hans, Hjördis Genberg-Tersmeden.