Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 16
16
MORCUNTtLAfílÐ
Föstudagur 17. aprfl 1959
50NN NJOSNARSAGA UR
1SSTYR.JÓLD/NN/ S/ÐAR/
MTTIR MICHAEl GRAT SOJ.T/NOW
1, i \. '
1941. Hið eina, sem hann veit þá
stundina, er, að hann og menn
hans verða á morgun, 1. ágúst,
sendir í hergöngu til rússnesku
vígstöðvanna, ef þeir geta ekki
skýrt frá neinum árangri. En það
er líka alveg nægilegt.
„Stutt, stutt. langt, .... langt,
langt, stutt, langt. —“. „Læðan“
held-ur alltaf áfram að senda. En
HcJbe er orðið ljóst, að þetta er
tilgangslaust. Það er e-kki hægt að
staðsetja sendistöð „Læðunnar" á
þennan hátt.
Síðan er fallizt á eftirfarandi |
lausn málsins til málamiðlunar við |
Halbe undirforingja: Hermenn- i
írnir mega vei'a í borgaralegum
fötum, en þó með tveiur skilyrðum.
1 fyrra lagi /erða þeir að koma
fram gagnvart yfirboðara sínum
með stífum hermannalimaburði, á
meðan Frakkar eru ekki í augsýn.
Og í öðru lagi verða þeir að
ávarpa yfirboðara sína með því
nafni, sem hermennskustig þeirra
egir til, á meðan Frakkar ekki
heyra til.
Og síðan er byrjað á fram-
kvæmdum á þessum hjákátlegu
forsendum. Þessar forsendur eru
ástæðan til þess, að liðþjálfarnir
Winkler og Staaden ávarpa hinn
ljóshærða yfiiboðara sinn stöðugt
méð orðunum „herra unddrforingi"
og að þeir hornbeygja handleggina
og snúa höfðinu í hinni þröngu
gróf sinni. Halbe undirforingi er
ekki sá eini, sem er æði gramt í
geði.
„Tilkynni, herra undirforingi,
klukkuna vantar ennþá eina mín-
útu í níu“, segir Stadden liðþjálfi,
um ieið og hann heilsar og smellir
saman skóhælunum.
„Ef þér segið einu sinni' enn
„herra undirforingi", þá sparka ég i
í afturendann á yður“, — urrar í I
Halbe. Hann starir á armbands-
úrið sitt, og sekúnduvísirinn á því
mjakast áfram, — lamandi hægt,
að því er honum finnst. 15 — 20
— 25 — 30... .
Enn er eftir hálf mínúta!
Undirforinginn grípur heyrnar-
tólið sitt. Nákvæmur uppdráttur
af bæjarhlutanum, þar sem hann
leitar „Læðunnar", liggur á hnjám
hans. Stöðvar hinna þriggja mið-
unartækja eru merktar á hann
með rauðum blýanti. 35 — 40 —
45------
Þetta er ekki fyrsta nóttin, sem '
Halbe undirforingi er með mönn-
um sínum. Það er komin sjöunda
nóttin. 1 sjö nætur hafa sérfræð-
ingarnir reynt að uppgötva ná-
kvæmlega sendistöð „Læðunnar".
Þeim hefur ekki heppnazt það. —
Reyndar hafa þeir komizt nær og |
nær „Læðunni“ undanfarnar næt- i
ur, en alltof hægt, frá einum borg
arhluta til annars, frá einni götu
til annarrar.
50 — 55 — 60.
Sekúnduvísirinn er nú kominn
alla leið. Nákvæmlega á þessu
augnabliki heyiir Halbe fyrsta
hljóðið í heyrnartóli sínu. „I.æðan'
byrjar að senda út nákvæmlega á
selcúndunni, nákvæmlega eins og
kvöldið góða — „til hermálaráðu-
neytisins í Lundúnum, herbergi
55a stopp. Læðan tilkynnir". M-enn
irnir í tjöldunum þremur fara að
vinna í óða önn. Loftnetin hreyfast
örlítið til vinstri, til hægri.--
Blýantar þeytast yfir blöð. — Það
er reiknað með sentimetramáli og
hornamæli....... Þráðbein strik
eru dregin með reglustikum.......
„Læðan tilkynnir!"
1 kvöld símar hún á svonefndum
,,Semi-Code“, að hálfu leyti í orð
og að hálfu leyti í tölustöfum. —
Það eru aðeins nöfn og staðaheiti
og stundum hálf setning, sem eru
á_ lykil-máli.
„Fari það bölvað", tautar Staa-
den liðþjálfi hálfboginn yfir tæki
sínu. Hann svitnar, svo að svitinn
rennur ofan á jakkakragann.
„Hvað er að, Staaden?“
„Það sama og ávallt endranær.
Við fáum ekki ákveðna dspilinn",
stynur Staaden og gleymir að bæta
við setningun-a hinum kaldhæðni-
legu orðum „tilkynni virðingar-
fyllst, herra undirforingi".
„Það er enginn árangur af mið-
uninni, sem við getum notað“, seg-
ir Winkler, sem er í sambandi við
hin tvö tjöldin. „Það er eins og
ávallt endranær. Gei-slarnir sker-
ast í litlum þríhyrningi, en ekki í
einum depli“.
„Og -hvar er þríhyrningurinn?“
Winkler sýnir það á uppdrætt-
inum. Það er þrihyrningurinn, sem
umlýkur húsin 9 til 17 við Rue du
Colonel Moll.
„Bölvað óhræsið", segir hinn ljós
hærði Hal-be undirforingi frá Ham
borg, hátt og skýrt og ævareiður.
Stutt, stutt, langt — langt, stutt
langt, stutt. — „Læðan“ símar
áfram og áfram. Er þá í raun og
veru ekki hægt að ná í hana?
Mun það aldrei takast að ná í
hana?
Halbe undirforingi skilur ekki í
þessu. Liggur það í því, að menn
hans hafi ekki næga reynsl-u? Á
tveim fyrstu stríðsárunum hefur
varla verið um skeytanjósnir að
ræða frá hlið óvinanna. Þær hafa
ekki byrjað fyrr en með Rússlands
styrjöldinni, en,þá líka ofsalega og
gegndarlaust. Eða liggur það í
miðunartækjunum?
Halbe undirforingi finnst ein«s
og taugar hans hljóti að rifna
sund-ur á hverri stundu. Hann
væri áreiðanlega rólegri, ef hann
vissi það nú þegar, sem mun koma
í Ijós löngu síðar, að hann og
menn hans eiga enga sök á því, að
framkvæmdin misheppnaðist. -— í
sambandi við Monstre-málaferlin
árið 1942 gegn „Rauðu Kapel'l-
unni“, hinum óhugnanlegu sov-
étsku njósnasamtökum, fannst or-
sökin til þess, að miðanirnar mis-
heppnuðust. Dulibúnir samstarfs-
menn „Rauðu Kapellunnar" höfðu
stillt miðunartækin skakkt, er þeir
unnu tæknistörf í þýzku fram-
leiðslustöðvunum, til þess að gera
það ókleift, að finna og miða
skeytasendingar njósnara!
Allt þetta er hinum unga undir-
foringja Halbc ókunnugt þessa
sumarnótt, aðfaranótt 31. júlí
„Búið“, segir ‘hann. „Hættið“.
„Gott og vel“, segir Staaden lið-
þjálfi og tekur heyrnartó'lið af sér. í
„En hvað á nú að gera “
„Nú er nóg komið". Halbe kast-|
ar uppdrættinum frá sér. „Við
rannsökum þessi níu hús í Rue
du Colonel Moll neðan úr kjallara,
upp undir þak“. ,
„Nóg að gera á einni nóttu“,
nöldrar Winkler liðþjálfi.
„Við erum ekki einir", segir.
Halbe. „Ég hef heilan hóp af j
leynilögreglumönnum hersins
(G. F. P.) til umráða. Þeir verða j
nú látnir taka til starfa".
„Jæja, það er gott‘, segir
Winkler.
Staaden tilkynnir hinum tjöld-
unum báðum í skeyti: „Fram-
kvæmd hætt“.
Klukkan er orðin 23 mínútur yf-
ir níu.
Klukkurnar í kirkjuturaunum í
kring slá tíu að kvöldinu, þegar
Halbe undirforingi fer úr húsinu
nr. 9 við Rue du Colonel Moll. Það
er fyrsta húsið, sem hann hefur
rannsakað, og hann hefur kannað
það rækilega, allt neðan úr kjall-
ara upp undir þak. En hann hefur
ekki fundið neitt.
Hann gengur hröðum skrefum
að útidyrum hússins nr. 10. Stræt-
ið er allt frá dögum Napóleons. Á
húsunum eru mjóir gluggar, sem j
ná al-veg niður að gólfi í herbergj- i
unum. Þau bera enn vott um auð-
ævi og skraut löngu liðins tíma, !
þau eru traust og sóma sér vel í
hinu virðulega umhverfi Sigurbog !
ans. Siðan Halhe undiiíoringi hef
ur skipað fyrir um útboðið, standa
tveir menn úr leynilögreglu hers-
ins við hverjar útidyr. Þeir valda
nokkru ósamræmi í útlitinu. Þeim
hefUr að vísu. verið leyft að vera
í borgaralegum fötum, en það þarf
enga skarpskyggni til þess að sjá
það á löngu færi, að þeir eru lög-
regluþjónar. Og með slíkum náung
um á ég að klófesta „Læðuna“,
hugsar Halbe undirforingi gram-
ur í. skapi. Þreyttur og i-eiður
gengur hann inn í húsið nr. 10,
þegar önugur dyravörður hefur
opnað hliðið fyrir honum. Hliðið
lokast á eftir honum. Ein mínúta
líður. Þá opnast hliðið við húsið
nr. 14 og kvenmaður gengur út á
strætið.
„Líttu á, maður“, hvíslar Wil-
helm Beiss.
,Hann er annar GFP hermann-
anna, sem ranglar fyrir framan
húsið nr. 14 „svo að ekkert ber
á“, með hendurnar í buxnavösun-
um og franskan „Gauloise“-vindI-
ing milli varanna.
Starfsbróðir hans Óskar Prange
blístrar. Hann er sama sinnis. —
Þeir horfa báðir á eftir hinni lag-
legu, ungu konu, sem fer nú niður
eftir strætinu. Hún er í mesta
lagi tuttugu og fimm ára gömul.
Hún er með rauðan hatt, með
langri, blaktandi fjöður, og göngu
laf hennar er líka f jaðurmagnað.!
„Maður“, segir Óskar Prange
líka. Hann segir það í þessum virð
ingarróm, sem karlmenn viðhafa,
HEILDVERZL. HEKLA, Hverfisgötu 103. — Sími 11275
r
l
/
u
á
NOW VOU’RE SETTING
IT/...THAT'S TEN “PIGEONS'
VOU'VE BRÖKEN WITH-
OUT A MISS/ F"
SAV, HOW ABOUT SEEING
A MOVIE WITH ME
. ~. TONIGHT? r''^I'D
like to,
Wl\ J // SCOTTY/
CHRIS, WILU VOU ANO SCOTTV
PLEASE DRIVE DOWN TO THE
STATION TO PICK UP LYNPA?
^ THAT'S MY COUSIN,
SCOTTV... SHE'S ©OING
TO SPEND A FEW
T DAYS WITH US/ Tg
' GEE, CHRIS, YOUVE
REALLY IMPROVED MV
SHOOTING/ r
1) „Nú er þetta að koma hjá
þér! Þetta er tíunda skotmarkið,
sem nú molar í fyrsta skoti!“
„Þú hefur svei mér bætt skot-
fimi mína, Stína“.
2) „Hvað segirðu um að koma
„Það vil ég gjarnan, Siggi“.
3) „Ileyrðu Stína, viljið þið
Siggi aka niður á stöð og sækja
mín, Siggi“, segir Stína. „Hún
ætlar að vera nokkra daga hér j
hjá okkur.“
segir Stína.
með mér 1 bíó í kvöld?“
Lindu“. — „Linda er frænka
þegar þeir ræða um mál, sem lítið
eiga skylt við herþjónustu, starf
og þess konar alvarleg vandamál.
„Maður, þessa hefði ég löngun til
að elta“.
Á meðan hefur kvenmaðurinn
fjarlægzt þá töluverðan spöl. Hún
gengur eins og sýningarstúlka,
hún veit, að hún hefur töluvert
mikið til sýnis. Og hún sýnir það.
Ilún er í svartri, þröngri kápu.
„Að því er mig varðar, þá er ég
í hamingjusömu hjónabandi", seg-
ir Wilhelm Beiss. „En þú ert pip-
arsveinn. í þínum sporum myndi
ég fara á eftir henni og láta hana
sýna mér skilríki sín. Þegar þú hef
ur fengið að vita heimilisfang-
ið — — “.
Það verður að virða báðum
þessum mönnum til vorkunhar, að
þeim leiddist mjög þetta kvöld og
að þeir höfðu fengið ónóga vitn-
eskju. Þeim hafði verið sagt, að
þeir ættu að hjálpa til að hafa upp
á leynilegum skeytasendi. Það hef-
ur þeim verið sagt, en annað ekki
Þeir hafa staðið þarna í hálftíma
og beðið eftir því, að þessi Halbe
ur.dirforingi kallaði á þá. — Þá
myndu þeir gera það, sem þeir
höfðu lært, þ. e. a. s. ráðast inn í
ókunnugt hús, segja „upp með
hendurnar". taka nokkra menn
fasta, setja á þá handjárn og fara
burt með þá. Þetta hafa þeir lært,
það kunna þeir. En þar fyrir utan
fer ekki mikið fyrir þjónustu-
áhuga og hugmyndaflugi þeirra
Prange og Beiss. Síðar munu þeir
afsaka mistök sín með þessari
reiðilegu abhugasemd: „Það hefur
elcki nokkur maður sagt okkur, að
við ættum að gefa gætur að konu,
og taka hvern og einn fastan").
Hin æsandi unga kona með
rauða hattinn er nú einmitt kom-
in að horninu á Rue des Acacias.
Wilhelm Beiss, sá í hamingjusama
hjónabandinu, segir:
„Farðu, félagi, af stað. Ég verð
kyrr hérna. Ef undirforinginn
kemur og spyr, hvar þú sért, þá
segi ég honum, að það hafi verið
kona, sem okkur hafi virzt grun-
samleg, að hún væri njósnari, og
þú hafir farið á eftir renni“.
3|Utvarpiö
Fösludagur 17. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Barnatími: Afi talar við
Stúf litla; — sjöunda og síðasta
samtal (Guðmundur M. Þorláks-
son kennari flytur). 18,50 Fram-
burðarkennsla í spænsku. 19,00
Þingfréttir. -— Tónleikar. 20,30
Daglegt mál (Árni Böðvarsson
kand. mag.). 20,35 Kórsöngur: ís-
lei.zkir kvennakórar syngja inn-
lend lög (plötur). 21,00 Kvöldvaka
á vegum Landssambands hesta-
mannafélaga: a) Ávarp (Steinþór
Gestsson bóndi á Hæli, formaður
sambandsins). b) Frásaga: Ævin-
týr undir Ármannsfelli (Sigurður
Bjarnason alþm.). c) Einsöngur
(Guðmundur Jónsson óperusöngv-
ari). d) Erindi: Á skoprugangi
um Landeyjar (Karólína Einars-
dóttir kand. mag.). e) Frásögu-
þáttur: Fjarða-Þytur (Karl
Kristjánsson alþm.). 22,10 Á förn-
um vegi. 22,20 Lög unga fólksiní
(Haukur Hauksson). 23,15 Dag-
skrárlok.
Laugardagur 18. april:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 íþrótta-
fræðsla (Benedikt Jakotosson). —
14.15 „Lauigardagslögin". — 16,30
Veðurfregnir. — Miðdegisfónninn.
17.15 Skákþáttur (Guðmundur
Arnlaugsson). 18,00 Tómstunda-
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). 18,30 Útvarpsisaga barn-
anna: „Flökkusveinninn" eftir
Hektor Malot; XI. (Hannes J.
Magnússon skólastjóri). 18,55 Tón-
leikar af plötum. 20,20 Á förnum
vegi. — 20,30 Leikrit: „Dagbók
skáldsins" eftir Aleksandr Ostrov
sky, í þýðingu Hjartar Halldórs-
sonar. — Leikstjóri: Indriði,
Waage. Leikendur: Róbert Arn-
finnsson, Gestur Pálsson, Herdía
Þorvaldsdóttir, Jón Aðils, Inga
Þórðardóttir, Anna Guðmundsdótt
ir, Helgi Skúlason, Bryndís Pét-
ursdóttir, Nína Sveinsdóttir, Bene
dikt Árnason, Klemens Jónsson og
Indriði Waage. 22,10 Danslög (plöt
ur). — 24,00 Dagskrárlok.