Morgunblaðið - 18.04.1959, Síða 2
2
MORGVNBLAÐ1Ð
Laugarclagur 18 apríl 1959
Fólkið á skipinu var búið
að vera matarlaust í
2 daga
VESTMANNAEYJUM, 17. apríl.
■— í kvölu lauk hrakningum Hol-
lendinganna á frystiskipinu
Henry Denny, er verið hefur svo
mjög í fréttum undanfarna daga.
Kom skipið hingað inn á höfnina
um klukkan 6,30 Fólkið var allt
tekið í land úr skipinu, og voru
í hópnum fjögur börn og tvær
konur. Var fólkið þreytulegt og
voru krakkarnir fatalitlir, því öll
þeirra föt voru sjóblaut. Fólkið
hafið verið matarlaust í 2 sólar-
BLINDRAFÉLAGIÐ hefir undan
farið leitað eftir að fá erlenda
skemmtikrafta til tekjuöflunar
fyrir félagið, einkum til ágóða
fyrir byggingarsjóð hins nýja
blindraheimilis við Hamrahlíð.
Hefur nú verið fenginn til lands-
ins amerískur söngkvintett, sem
mun halda hijómleika á vegum
félagsins í byrjun maí.
Söngkvintett sá, er hér um ræð
ir, ber nafnið Five Keys og er
skipaður fimm ungum negrum.
Syngja þeir jöfnum höndum sí-
gild dægurlög og lög í rokkstíl
og eru mjög vinsælir í Banda-
ríkjunum. Þykja þeir hafa sérlega
skemmtilega sviðframkomu. Af
tilviljun voru þeir félagar lausir
Dagskrá Alþingis
I DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis á venjuleg-
um tíma. — Á dagskrá efri -ieild-
ar eru þrjú mál.
1. ítala, frv. — 1. umr.
2. Gjaldeyrissjóður og alþjóða
banki, frv. — 1. umr.
3. Gjaldeyrissamningur Ev-
rópu, frv. — 1. umr.
Fimm mál eru á dagskrá neðri
deildar.
1. Ríkisreikningurinn 1956,
frv. — 3. umr.
2. Tekjuskattur og eignarskatt
ur, frv. — Frh. 3. umr.
3. Fasteignagjöld til sveita-
sjóða, frv. — 3. umr.
4. Almannatryggingar, frv. —
3. umr.
5. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
frv. — 2. umr.
hringa eða þar um bil. Eigi að
síður voru börnin furðu spræk.
í íbúðum skipverja var allt á
rúfi og stúfi og skemmt af sjó
Á skipinu sjálfu voru ekki miklar
skemmdir að sjá, brotnir gluggar
sem neglt var fyrir, var helzt á-
berandi. ömuglegt hafði verið að
koma í íbúð skipstjórans, því hún
hafði fyllst af sjó.
Einnig hafði mikill sjór komist
í vélarúmið og höfðu vélstjórarn-
ir staðið í sjó upp í hné þegar
verst lét.
fyrstu vikuna í maí, samkomu-
húsið sem þeir voru ráðnir til að
syngja í þá viku brann og gátu
þeir því skotizt til fslands.
Hljómleikar Five Keys hér á
landi hefjast í Austurbæjarbíói
föstudaginn 1. maí og verða þe:r
kl. 7 og 11,15 á hverju kvöldi
næstu daga á eftir. Hefur Blindra
félagið fengið þá Svavar Gests
og Kristján Kristjánsson til að
sjá um hljómleikana. Forsala að-
göngumiða hefst í Austurbæjar-
bíói nokkrum dögum fyrir hljóm-
leikana.
„Horfðu reiður um
öxl i siðasta sinn
LEIKRITIÐ „Horfðu reiður um
öxl“ verður sýnt í allra síðasta
sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Gunnar Eyjólfsson, sem leikur
aðalhlutverkið í þessu leikriti er
á förum til Ameríku og verður
þetta síðásta sýning hans hér-
lendis að sinni.
SAMÞYKKT hafa verið sem lög
frá Alþingi frumvarp þau er dr.
Gunnlaugur Þórðarson bar á
þingi í vetur um að fyrirtæki og
veitingahús beri íslenzk nöfn eða
nöfn, sem samrýmist islenzku
málkerfi. Ef ágreiningur rís um
nafn á slíku fyrirtæki gistihúsi
Kona iéll oian
af svölum
4. hæðar
ÞaS lá sannarlega viff al-
varlegu slysi síffdegis í gær,
hér í bænum. Kona féll ofan
af svöhim á fjórffu hæff, en
vegna þess hvemig húsiff er
byggt, bjargaði þaff lífi henn-
ar.
Kona þessi sem heitir Hans
ína Hannesdóttir Skúlagötu 56
var úti á svölum ibúffar sinnar
þar í húsinu eitthvaff aff sýsla.
Þá vildi svo slysalega til aff
hún féll út af svölunum. Sval-
ir þriffju hæffar hússins eru
breiffari en 4. hæffar og skall
konan niffur á þær.
Var þetta nokkurt fall og
kvartaffi konan um þrautir í
baki er hún var flutt til rann-
sóknar í slysavarffstofuna.
Viff falliff hafffi Hansína
hlotiff skrámur á höndum og
fótum.
Frú Hansína hafffi veriff aff
þvo glugga af svölum íbúffar
sinnar og veriff ein heima er
óhappið vildi tU. Hún mun
hafa verið að þvo af lausum
glugga og haldið um hann er
hún féll, því hann tók hún
með sér í fallinu. Ekki mun
frúin hafa misst meðvitund
viff falliff ofaná steynsteypt
gólf svalanna á III. hæff. Virff
is sem henni hafi skrikaff
fótur er hún hafi veriff aff
teygja sig út yfir svalirnar meff
eða aff lausa glugganum. Ann
ar skórinn af fótum hennar lá
uppi á svölumim sem hún hafffi
falliff af, en meff hinn var hún.
f gærkvöldi var frú Hansína
flutt í Landsspítalann og hafði
líffan hennar veriff slæm vegna
þrauta í baki.
Annar fyrirlestur
Jóns Helgasonar
PRÓF. dr. Jón Helgason flytur
síðari fyrirlestur sinn við Há-
skóla íslands í dag, laugardaginn
18. apríl, kl. 5 e. h., og fjallar
hann um brúðkaupssiðabækur.
Fyrirlesturinn verður fluttur í há
tíðasal háskólans og er öllum
heimill aðgangur.
Dánarfregn
SÖREN R. Kampmann, er lengi
var lyfsali í Hafnarfirði, lézt að
morgni föstudags, 17. apríl, á 75.
aldursári.
Var Sören fæddur 13. desem-
ber 1884 í Herning á Jótlandi;
nam til lyfjasveins í Sorö, en
varð síðan cand. pharm. frá
lyfjafræðiskólanum í Kaup-
mannahöfn 1911.
Hann var lyfjafræðingur í
Reykjavíkurapóteki 1911—12, í
Kaupmannahöfn 1912—15, en síð-
an aftur í Reykjavíkurapóteki
1915—17, er hann fékk konungs-
leyfi fyrir að mega reka lyfjabúð I
í Hafnarfirði. Rak hann Hafnar-1
fjarðarapótek til 1945, er hann
fluttist til Danmerkur.
Kvæntur var Sören Kamp-
mann Lenu, dóttur Guðmundar
Olsen, kaupm. og slökkviliðsstj.
í Reykjavík, og konu hans,
Francisku Olsen, f. Bernhöft.
Sören Kampmann hafði legið
í sjúkrahúsi í nær hálfan mánuð
áður en hann lézt.
eða veitingastað, má skjóta hon-
um til nefndar, sem starfar sam-
kvæmt lögum nr. 33/1953.
Lög þessi verka ekki aftur fyrir
sig og*rerður því fyrirtækjum og
veitingahúsum, sem bera erlend
nöfn, ekki gert að taka upp nýtt
nafn við gildístöku laganna.
— Bj. Guðm.
Bandarískur negrakvint-
etf kemur hingað á veg-
um BSindrafélagsins
SoHþykb! lög um að fyi'rtæki og
ve'tinguhús beri ís eitzk nöfn
Bertolt Brecht, höfundur „Túskildingsóperunnar“
félag Reykjavíkur frumsýnir annaff kvöld.
sem Leik-
Merkjasala til styrktar
þjóðkirkjunni
UM aldarfjórðungsskeið hefur
þjóðkirkjan stutt starfsemi
barnaheimilisins Sólheimar og
nýlega var minnzt 25 ára af-
mælis þess. Á meðal safnaða
landsins hafa árlega verið seld
merki þessu og öðru barnastarfi
kirkjunnar til eflingar. Hefur
stjórn barnaheimilissjóðsins séð
um sölu þessara merkja, en nú
tekið upp samvinnu við æsku-
lýðsnefnd þjóðkirkjunnar um
þessi mál.
Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunn-
ar var skipuð af biskupi Islands
vorið 1957 og skyldi hún vinna
í samráði við biskup landsins að
æskulýðsmálum kirkjunnar. —
Nefndin hefur þegar beitt sér
fyrir ýmsum málum, t. d. safnað
gögnum og upplýsingum um
þessi mál, heimsótt presta og
söfnuði, hafið útgáfu æskulýðs-
blaðs, unnið er að útgáfu söng-
bókar fyrir æskufólk, efnt til
æskulýðsmóta og æskulýðsdags
meðal skólaæskunnar, efnt til
jólasöngva. Þá hafa sumarbúðir
starfað að Löngumýri í Skaga-
firði og nú er unnið að byggingu
sumarbúða og skóla í Skálholti,
þar sem börnum og unglingum
verður í framtíðinni búinn stað-
ur til náms, sumardvalar og
móta á kristilegum grundvelli.
Er þetta hið þarfasta málefni og
þegar mikill áhugi á því meðal
ýmissa áhugamanna og er þess
að vænta, að það hljóti almenn-
an stuðning.
I vor munu þessi merki verða
seld víðs vegar um landið, en nk.
sunnudag verður efnt til merkja-
sölu sérstaklega í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði máli
þessu til stuðnings. Kvenfélög í
hinum ýmsu söfnuðum þessara
bæja hafa veitt ötulan stuðning
við sölu merkjanna og verða
merkin afhent börnum á eftir-
töldum stöðum:
Reykjavík: Að Hólatorgi 2,
sunnudag, kl. 10—12; að Lindar-
götu 50, sunnudag, kl. 10—12; í
félagsheimili Neskirkju, laugar-
dag, kl. 6—8 e. h.; í Melaskólan-
um, sunnudag, kl. 10—12 f. h.; í
Sjómannaskólanum, sunnudag,
kl. 9—12 f. h.; í Eskihlíðarskóla,
sunnudag, kl. 9—12 f. h.; í Háa-
gerðisskóla, sunnudag, kl. 10—12
f. h.; í húsi UMFR við Holtaveg,
sunnudag, kl. 10—12 f. h. og í
húsi KFUM, Kirkjuteigi 33,
sunnudag, kl. 10—12 f. h.
Kópavogur: I báðum barna-
skólunum, sunnudag, kL 9—11
fyrir hádegi.
Hafnarfjörður: í skátaskólan-
um, laugardag, kl. 5—7 e. h.
Auk sölulauna verða þeim
börnum, sem mest selja veitt sér-
stök söluverðlaun.
Vetrarlegt
SIGLUFIRÐI, 17. apríl. Hér er
vetrarlegt um að litast í dag,
snjór yfir öllu, og bílar á keðjum
um allar götur. Veðrið er bjart í
dag og ólíkt því sem verið hefur.
I fyrrinótt var hið mesta óveður,
svo að þakplötur tók af þrem
húsum. Þá nótt gekk á með dimm
um éljum.
Spenningurinn og tvísýn-
an eykst að Hálogalandi
I KVÖLD fara fram 4 leikir að
Hálogalandi og er sá fyrsti raun-
verulegur úrslitaleikur en tveir
þeir síðustu hafa mikil áhrif á
úrslit Mfl. 1. deild.
Fyrsti leikurinn sem er milli
K. R. og Þróttar í 1. fl. kvenna er
úrslitaleikur voru ekki fleiri lið
með í þessum flokki.
Annar leikurinn sem er milli
Víkings og Ármanns í 3. flokki
B-riðils hefur ekki áhrif á úrslit
in þar sem Ármann hefur þegar
unnið riðilinn.
Þriðji leikur kvöldsins er milli
Fram og K. R. í Mfl. karla 1. deild
og verður þessi leikur væntan-
lega mjög spennandi því Fram
mun nú ekki fá annað tækifæri
í þessu móti að ná í 2 stig til að
halda sér í 1. deild. Ef Fram
vinnur K. R. verður það leikur-
inn milli Vals og Ármanns á
fimmtudag sem sker úr um hvaða
lið fellur niður í 2 deild. Valur
Benediktsson á að dæma leikinn.
Síðasti leikur kvöldsins verður
væntanlega einnig spennandi, þá
mætast FH og ÍR. Þessi lið hafa
bæði sýnt léttan og hraðan leik.
Ekki var ákveðið þegar síðast
fréttist hver á að dæma leikinn
en vonandi verður vandað til
valsins.
Á sunnudagskvöld fara svo
fram þessir 4 leikir að Háloga-
landi, í 2. fl. kvenna leika K. R.
og Fram, 3. fl. karla I.B.K. og
Valur, 2. fl. karla Vík. Ármann,
Mfl. kdrla II. deild ÍBK Aftur-
elding.
f íþróttahúsi Vals verður leikin
síðasta umférð í B-mótinu. Þar
er því miður ekki hægt að leyfa
áhorfendum aðgang en áhorfend
ur munu væntanlega fjölmenna á
handknattleiksmótið um helgina.