Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. apríl 1959
Til sölu
Vegna llutninga er til sðlu eftirfarandi
Mahogny-borðstofuhúsgögn, StáJhúsgögn í borð-
brók, General Electríc þvottavél.
Upplýsingar í síma 13480 eða 10930.
Nýkomnar
Aluminínum allskonar svo sem Katlar, Könnur, Pott-
ar, Skaftpottar, Pönnur. Húsvogir, ásamt miklu
úrvali af ýmiskonar eldhúsáhöldum sem ómissandi
eru á hverju heimili.
Verzl. B. H. Bjarnason
Lögtaksúrskur&ur
Samkvæmt krö.fu bæjargjaldkerans í Hafnaríirði, úr-
skurðast hér með lögtak fyrir útsvörum til Hafnarfjarð-
arkaupstaðar, sem greiða ber fyrirfam árið 1959 hjá
þeim gjaldendum sem eigi hafa greitt að fullu útsvars-
hluta þá, er í gjalddaga féllu 1. marz og 1. apríl s.l.
Lögtakið verður framkv. að 8 dögum liðnum, frá dag-
setningu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir
þann tíma.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
16. apríl 1959
Björn Sveinbjörnsson settur
Ml.'IGOL"
er sérstaklega gott efni á steinsteypta húsgrunna og
annarstaðar þar sem hætt er við ágangi vatns eða raka.
fyrirliggjandi.
J. Þorláksson & Norðmann h.f.
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
N ý k o m i &
Plastic efni fjölda margar tegundir mjög fallegt lita-
úrval, sem ekki hefur sést hér áður.
Ennfremur vaxdúkur í metra tali fimmtíu mismun-
andi „munstur“. Einnig vaxdúkur afpassaður í hill-
ur fjölda margir litir.
Verzl. B. H. Bjarnason
Fyrirliggjandi
Topplyklasett með m/m máli og tommumáli, einnig
lausir toppar með sama máli.
Stjörnulyklasett fleiri stærðir, einnig mikið af öðr-
um verkfærum, sérstaklega fyrir bifvélavirkja, og
margar nýjungar á leiðinni sem munu koma bráð-
lega.
Verzl. B. H. Bjarnason
N ý k o m i ð
Allskonar verkfœri
Svo sem Hamrar, Sagir, Skrúfjárn, Sporjárn, Heflar,
Skrallskrúfjárn, Borar allskonar, einnig færanlegir
Borar, Trésmíðaþvingur fleiri stærðir, Vinklar,
Tangir allskonar, Naglbítar, Þjali og fjölda margt
annað sem of langt er upp að telja.
Verzl. B. H. Bjarnason
— Efnahagsmálin
Framhald af bls. 3
in hefur safnað, komið fyrir ai-
mennings sjónir.
Ólafur Björnsson sagði að lok
um, að það væri æskilegt, ef ein
hver af þeim fyrrverandi ráð-
herrum, sem væri þessu kunnug
ur, vildi upplýsa, hvaða störf
þessi nefnd hefði unnið.
★
Jón Pálmason tók næstur til
máls. Kvað hann sýnt, að með af-
greiðslu þessa ríkisreiknings yrði
eins og oft áður, að engar sér-
stakar ráðstafanir myndu gerðar
í tilefni af samþykkt hans. Væri
þetta að vissu leyti vorkunn. Á
hverju ári þegar ríkisreikningur-
inn hefði verið til meðferðar,
hefði blasað við annað verra.
Fjárlög hefðu hækkað með hverju
ári, sem hefði liðið og þá jafn-
framt ríkisreikningarnir. Þessi
rekningur væri svartasta plagg,
sem Alþingi hefði enn haft til
meðferðar, en von væri á öðru
verra.
Þá vék Jón Pálmason að ein-
stökum atriðum reikningsins og
skýrði frá því, að rekstrargjöld
hefðu hækkað um 141 millj. kr.
frá árinu áður. Útgjöld hefðu
hækkað um 135 millj kr. sam-
kvæmt sjóðsyfirliti, en árið 1956
hefði þó verið tekið út úr ríkis-
reikningnum það, sem varið
hefði verið til uppbóta og niður-
greiðslna og fært á framleiðslu-
sjóð, en hækkun á þeim lið hefði
numið 137 millj. kr. frá árinu
áður. Hér væri því raunverulega
um að ræða 262 millj. kr. hækkun
á útgjöldum rikissjóðs frá árinu
áður og væri það stærsta stökk,
sem enn hefði verið tekið í okk-
ar f jármálum.
Athugasemdir þær, sem gerðar
hefðu verið við ríkisreikninginn
væru einkum tvennskonar. Væru
það athugasemdir við umfram-
greiðslur og athugasemdir við ó-
innheimtar skuldir i árslok, en
sú skuldasöfnun næmi nú mörg-
um milljónatugum og væri glöggt
dæmi um óreiðu.
Þá gat Jón Pálmason um þær
sérathugasemdir, sem hann hefði
gert við ríkisreikninginn að þessu
sinni og sem sumpart stafaði af
því, að hann hefði verið veikur
um tíma meðan á endurskoðun
reikningsins stóð.
Þá gagnrýndi Jón Pólmason
það, að reikningur útflutnings-
sjóðs skyldi ekki fylgja ríkis-
reikningnum og einnig það at-
riði, að hinar ýmsu stofnanir
ríkisins skyldu ekki taka tillt
til þess hvernig fjáirlög væru og
ekki haga útgjöldum sínum i
samræmi við það, sem gert væri
ráð fyrir í fjárlögum.
Eysteinn Jónsson, fyrrv. fjár-
málaráðherra, tók næstur til
máls. Kvað hann orrustu hafa
verið háða til að koma í veg fyr-
ir umframgreiðslur. En verðbólg-
an hefði vaxið ár frá ári og því
hefðu fjárlög ekki staðizt. Verð-
bólgan hefði einnig gert erfiðara
fyrir að fylgjast með því, hvað
raunverulega færi í umframút-
gjöld.
Eysteinn Jónsson sagði að Jón
Pálmason væri mjög hlutdrægur
endurskoðandi ríkisreikninga og
hefði hann hagað athugasemdum
sínum mjög eftir því hver væri
fjármálaráðherra. Sérathuga-
semdir hans við þennan reikning
sýndu að hann ynni starf sitt
ekki til að fá heildaryfirsýn, held
ur til að geta komið með slettur
og hann vidli geta sýnt fram á
að öll umframgreiðsla væri Ey-
steini að kenna. — Að lokum vék
ræðumaður máli sínu til Ólafs
Björnssonar og kvaðst ekki fyr-
irvaralaust geta gefið upp sund-
urliðaðan kostnað á störfum
efnahagsmálanefndar fyrrver-
andi ríkisstjórnar.
Skúli Guðmundsson kvaðst
vera sammála Jóni Pálmasyni
um það, að hægt væri að gera
lagfæringar á ríkisreikningnum
til hagsbóta fyrir rikissjóð.
Jón Pálmason talaði aftur. —
Eysteinn Jónson virtist leggja á-
herzlu á að sýna að ég væri hlut-
drægur sem endurskoðandi ríkis-
reikninga, sagði hann. Meðal ann
arra er að þessari endurskoðun
hafa starfað með mér er Jörundur
Brynjólsson, flokksbróðir Ey-
steins o.fl. Við höfum alltaf gert
okkar athugasemdir sameiginlega
og það stenzt ekki að þar sé um
hlutdrægni að ræða af minni
hálfu , nema menn trúi því, að ég
hafi gert athugasemdirnar og hin
ir hafi samþykkt þær.
Eysteinn Jónsson kvaðst ekki
hafa átt við hlutdrægni Jóns
Pálmasonar í athugasemdunum
heldur þær ásakanir, sem hann
hefði borið á sig á Alþingi í sam-
bandi við umræður um ríki3-
reikningana.
Jón Pálmason gerði athuga-
semd og kvað það ekki nýtt, að
Eysteinn Jónsson væri fljótur að
snúa sinni snældu. Hann hefði i
fyrri ræðu sagt sig hlutdrægan
við störf, en nú segði hann sig
aðeins hafa verið híutdrægan i
umræðum um rikisreikningana.
Eysteinn Jónson gerði athuga-
semd og sagði að Jón Pálmason
hefði sem endurskoðandi rikis-
reikninga flutt á sig ádeiluræður
á Alþingi.
á Eyjaf jallajökul
I DAG, laugardag, gengst
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
fyrir hópferð austur að Eyjafjöll-
um, og mun verða gengið á Eyja-
fjallajökul. — Lagt verður af
stað frá ferðaskrifstofunni við
Hafnarstræti kl. 2 e. h. í dag.
Verður þá ekið austur að Selja-
völlum undir Eyjafjöllum, en það
an verður síðan gengið á jökulinn
á morgun, en komið til Reykja-
víkur aftur einhvern tíma um
kvöldið. — Að Seljavöllum
er heit laug, Seljavallalaug,
og hefir margur ferðalangurinn
notið hressandi baðs þar að lok-
inni fjallgöngu.
Ferðaskrifstofa Páls hefir oft
áður gengizt fyrir ferðum á þess-
ar slóðir, og hefir þátttaka jafn-
an verið mikil ,enda er fagurt
víða undir Eyjafjöllum, og út-
sýni er mikið og gott af jöklmum
í góðu skyggni.
skrifar úr
daqlegq lífinu
Endurnar séu betur
verndaðar
Kjartan Ólafsson, brunavörður,
skrifar:
VELVAKANDA þykir það nú
kannski ekki skemmtilegt
umræðuefni, að skrifað sé um
útileguketti í pistlum hans dag
eftir dag. En um og ég þakka J.
S. ágæta grein hans nú nýlega,
um þessi skaðræðisdýr, langar
mig að beina málaleitun þessari
til réttra aðila.
Svoleiðis er mál með vexti, að
á grunni Búnaðarfélagsins við
Tjömina eru loftgöt, sem einu
Sinni hefur verið lokað með rist,
en hún er nú fyrir löngu brotin.
Inn um þessi göt skjótast nú villi-
kettir i stórum stíl, og hafa þarna
rúmgott og öruggt athafnasvæði.
Væri vel ef ráðamenn þessa húss
létu setja ristar í þessi loftgöt
til að fyrirbyggja þennan ófögn-
uð áður en endurnar fara að koma
með unga sina þarna á Tjöruina
og stéttina fyrir framan.
J. S. minnist ennnfremur á
þörfina fyrir fleiri hólma í Tjörn
ina, og eru áreiðanlega margir
þar honum sammála. Síðastliðinn
vetur skrifaði ég bæjarráði bréf,
Verksmiðjuvinna
Ungur maður, um tvítugt. get-
ur fengið atvinnu í Coca-Oola
verksmiðjunni. Alger reglusemi
áskilin. — Upplýsingar lijá
ve rksm ið j ust j óra. —
Vetksmiðjan Vífilfell
og bað um hólma í syðri Tjörn-
ina, vegna fjölgunar fuglategunda
og ekki sízt þar sem æðarfugl
hafði nú bætzt í hóp allra anda-
tegundanna. Bæjarráð tók þessu
vel, eins og vænta mátti og sendi
bréfið til Finns Guðmundssonar,
fuglafræðings, en hann lagði ein-
dregið á móti því að hólmi yrði
byggður þarna, en benti á vernd-
að svæði, sem varpland innan
girðingar fyrir sunnan Hring-
brautina, sem J. S. minnist á, og
þar sem fuglinn hefur auðvitað
engan frið. Síðan hef ég álitið
Finn meiri fuglafræðing en fugla
vin. En ég ætla að gera aðra til-
raun, ef ég lifi næsta vetur, og
þá fá fleiri í lið með mér, og
biðja bæjarráð um myndarlegan
hólma í syðri tjörnina til góða
fyrir fuglalífið þar“.
Göngnm við í hæfilega
þykkri skel?
EKKERT er áreiðanlegt. Sjald-
an hefur það komið betur í
ljós en á þessum síðustu framfara
og þróunartímum. Nú er ekki
hægt að reiða sig á neitt. Jörðin
er meira að segja ekki hnöttótt.
Hún kú vera í laginu eins og
pera. Með braut sinni sannaði
Vaneuard flueskeyti. sem sett var
á loft í marzmánuði sl., að sjáv-
armál Norður-Pólsins er 50 fet-
um lengra frá jarðarmiðju en áð-
ur hafði verið haldið, og að Suður
Póllinn er álika mikið nær miðju.
Ennfremur mun norðurhelmingur
jarðarinnar íhvolfur um 25 fet, en
suðurhelmingurinn bungar álíka
mikið út.
Nú getur Velvakandi ekki al-
mennilega gert sér grein fyrir
því hvort beri að gleðjast yfir
þessu eður ei — hvort þetta gef-
ur til kynna að við sitjum á ör-
þunnri skorpu utan á heitum,
vellandi „massa“ eða hvort það
bendir til þess að skelin sé held-
ur þykkari og öruggari. Einhvern
tima, þegar allir voru enn sann-
færðir um að jörðin væri hnött-
ótt og Velvakandi var í skóla,
hafði kennarinn orð á því, að
líklega væri jarðskorpan svo
þunn að hún sigi undan þungum
og miklum landsvæðum. Og er
ekki einmitt miklu meira af lönd
um á norður- en suður-helm-
ingnum. Samkvæmt þessari kenn
ingu er því ekkert eðlilegra en
að norðurhelmingurinn sé íhvolf-
ur.
Aftur á móti segja prófessor-
arnir, sem nýlega gáfu skýrslu
um lögun jarðarinnar, að þessi
nýja uppgötvun gæfi til kynna að
heita grjótið, sem styður jarð-
skorpuna, geti ekki látið mjög vel
undan, því seigfljótandi efni
mundi ekki vera nægilega sterkt
til að halda þessu í lagi á jörð-
inni.
Og sennilega verða bæði Vel-
vakandi og gamli kennarinn hans
að beygja sig fyrir vizku þeirra.
Enda er það miklu „huggulegra'*
að hugsa til þess að við göngum
á sæmilega þéttri skel.