Morgunblaðið - 18.04.1959, Page 8

Morgunblaðið - 18.04.1959, Page 8
8 Laugardagur 18. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ Utg.: H.f. Arvakur Reykjavílt t<'ramkvaemdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frA 'T'?ur Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. 4->k'’;ftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEIMI SKAJTHEIMTAN VIÐ BÚÐARBORÐiÐ ,W“ ’pr ‘V' ARFURINN frá vinstri stjórninni kemur fram í mörgum myndum. Etnn arfahlutinn er sú magnaða dýr- tíðaraukning, sem varð með hin. um stórfelldu álögum á vörur, sem stofnað var til í tíð V-stjórnarinnar og fyllti svo dýrtíðarmælinn að út af flóði. Fólkið fór þá að finna, að pen- ingarnir urðu eins og aska í hönd unum á því. Þegar fólk fer í búðir til að kaupa hripa peningarnir niður og hripa énn um greipar þess, þar til hendurnar eru tóm- ar. Varla er að vænta að öðru eins ófremdarástandi verði kippt í lag á skömmum tíma, þó nú hafi í fyrsta sinn um hríð verið gerð tilraun til þess að spyrna við fót- um og stöðva. Hið eiginlega mein dýrtíðarinnar er enn ólæknað og bíður styrkrar stjórnar, sem allir landsmenn óska eftir að framtíð- in færi þeim. Þegar fólkið sér peningana hripa gegnum greipar sér, verður mörgum, af gömlum vana, sem alinn er af áratuga áróðri, hugsað til kaupmannsins er tekur við pen ingunum. En það er ekki hann, sem fær þetta í sinn vasa. Bæði kaupmenn og kaupfélög eru orðin innheimtustofnanir á sköttum fyr ir ríkið. Þegar fólkið kaupir ein- hvern varning, borgar það skatta um leið, háa skatta. Hér gefst ekki færi á að taka nema örfá dæmi um skattgreiðslu neytand- ans, þegar hann stendur við búð- arborðið. Tökum dæmi um rús- ínur, sem kosta í innkaupi 20 þúsund kr. Á þær leggjast upp- hæðir, sem að langmestu leyti eru margvísleg gjöld til opinberra aðila, sem nema rúmlega 63 þús- und krónum. Munar þar mestu uná innflutningsgjaldið, sem hér nemur um 31 þús. kr. og 55% gjaldið, sem nemur 11 þúsund kr., verðtollinn, sem er um 9000 kr. og söluskatturinn, sem er um 3500 kr. Tökum stílabækur, sem kosta í innkaupi 10 þús. en á þá upphæð leggjast gjöld, sem nema tæpum 26 þús. kr. og munar hér mest um.sömu liði og áður. Tök- um þvottaduft, sem kostar í inn- kaupi 10.500,00 kr. Á þá upphæð leggjast í gjöldum um 32 þús. .r. Tökum gerduft, sem kostar um 7 þús. kr. í innkaupi. Við þessa upp hæð bætast um 24 þús. kr. í gjöld- um. Þetta gætu virzt ótrúlegar tölur, en hér er farið eftir inn- kaupareikningum, sem stimplaðir eru af verðlagseftirlitinu sjálfu og áritaðir af þvi ofan í stimpil- inn. Þær vörutegundir, sem hér hafa verið nefndar, eru teknar af handahófi, en teljast allar til venjulegra neyzlu- og notavara. Það er augljóst, að hér er farið út yfir öll takmörk. Verzlunarálagn- ingin eða sá hluti, sem seljandinn fær til að standa undir öllum dreifingarkostnaði við vöruna, er skömmtuð af hinu opinbera og skiptir engu meginmáli í sam- bandi við vöruverðið. Hér gnæfir skattheimtan við búðarborðið yfir allt. Sem dæmi um hvað gjöldin heita, má nefna innflutningsgjald, 55% gjald, tollstöðvargjald, vöru. magnstoll og verðtoll að ógleymdum söluskattinum. Öllu er þessu hrúgað ofan á vörurnar og þannig skapast svo dýrtíðin. Dýrtíðarflóðið verður að stöðva og það verður að skapa eðlilega verzlun í landinu. Menn mega sizt af öllu einblína á hina gömlu skatta og útsvör. Fólkið þarf að gera sér Ijóst, hvernig það er skattlagt af ríkinu við búðarborð- ið. Fólkið stendur þar raunveru- lega ekki lengur fyrir framan venjulegan kaupmann, heldur mann, sem með lögum er þving- aður til þess að vera skattheimtu- maður þess opinbera. í þessum línum er aðeins hægt að draga upp mynd í fáum dráttum, en þá verða myndirnar líka oft skýrari, og þessi mynd þarf að vera öllum Ijós. LJNDANFARIÐ hafa verið birtar í brezka blaðinu Daily Express frásagnir allmargs ■fefthsfrægs fólks, þar sem það lítur í eigin barm og reynir að gefa lesendum sem ljósasta mynd af persónuleika sínum — eins og hann kem- ur þeim sjálfum fyrir sjónir. — í hinum síðasta þessara þátta er það hin fræga óperu- söngkona, Maria Meneghini Callas, sem „opnar hjarta sitt“ og ræðir um sjálfa sig og ýmislegt, sem um hana hefir verið sagt, en eins og kunnugt er hafa fáir verið umræddari og umdeildari í seinni tíð en hún. — Birtist útdráttur úr frásögn hennar hér á eftir í lauslegri þýð- ingu. DÓTTURFÉLÖG SÍS BÍÐA DÓMS I-y INS og áður hefur verið | getið um, hefur átt sér -i stað stórfelt misferli af hálfu Olíufélagsins hf. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags í sambandi við viðskipti þess og varnarliðsins og fleira í því sam- bandi. Mjög umfangsmikil rann- sókn hefur farið fram í málinu og er ætlandi að dómur gangi í því innan ekki langs tíma og sést þá hverjar eru sakir og hverjir sökudólgar. Tíminn reyndi á dögunum á sinn venjulega hátt, að koma því inn hjá almenningi að það væru sjálfar félagsstjórnir þessara tveggja félaga, sem hér bæru hina raunverulegu ábyrgð, enda væri meirihluti þessara stjórnarmanna ekki úr Tímaflokknum. Þegar um er að ræða völd í hlutafélögum, skiptir það vitaskuld öllu máli hver ræður yfir meirihluta hlr.ta- fjárins, en SÍS og kaupfélögin eiga 55,7% hlutafjárins í félögum þessum, eða meira en helming þess alls. Hér er raunverulega um að ræða dótturfyrirtæki SÍS, en þau eru nú orðin mörg Yfir þá staðreynd að SÍS ræður þessum tveim félögum þýðir ekki að reyna að draga nokkra fjöður. Varðandi daglegan rekstur slíkra félaga, þá er hann í höndum fram kvæmdastjórans og manna hans, en sjálfir stjórnarmennirnir koma sjaldan nálægt slíku, það er því út í hött, ef að venju lætur, ef að Tíminn dróttar því óbeint að stjórnarmönnum félaganna að þeir beri hér ábyrgð. í þessu sam- bandi má benda á, að það af þessum tveimur félögum, sem segara mun vera í þessu sambandi I er Hið íslenzka steinolíuhlutafé- j lag enda annaðist það olíudreif- j inguna á Keflavíkurflugvelli og ■ allt þar að lútandi. Formaður 1 þess félags er Helgi Þorsteinsson, sem er einn af framkvæmda- stjórnum SÍS og mætti spyrja Tímann að því, hvort hann vilji í alvöru drótta því að H. Þ., að honum hafi verið kunnugt um það misferli, sem hér hefur átt sér stað. Það er ekki í fyrsta sinn, sem þessi dótturfélög SÍS lenda í kasti við þá, sem halda eiga uppi lög- um og n.innast menn þá hinna frægu olíumála á árunum. Nú sýnist annað mál vera í uppsigl- ingum hjá þessum dótturfélögum SÍS, og trúlega er það sízt betra en hin fyrrL Flest, sem um mig er sagt, er ýkjusögur og ósannindi D/laria Callcs litur i eigin barm og segir af sjálfri sér FLEST það, sem um mig er sagt opinberlega, er á misskiln- ingi byggt, meira og minna. Margt fólk vill hafa það, að ég sé sífellt „að leika“, hvað sem það kostar — vill að ég sé einn allsherjar sýningargripur fyrir almenning. Sennilega verður þesu breytt, hvað svo sem ég segi eða geri. Ég hefi verið nefnd „tígrisdýr- ið“. Það er svo sem ekki að öllu leyti slæmt viðurnefni. Það lítur rödd. Örlögin sát» um hitt. Ég byrjaði að syngja opinberlega, þegar ég var 13 ára. Og ég hefi aldrei tekið að mér auka- hlutverk í • óperu — einungis vegna þess, að mér hefur aldrei verið boðið slíkt. Ég veit ekki hvað það er, sem gerir mig svo frábrugðna öðrum. Það kemur e. t- v. undarlega fyrir sjónir, en það er sannleikurinn. — að ég hefi alls ekki getað gert mér fyllilega grein fyrir því, hvað ég er orðin, eða hvert ég hefi náð. Ég gríp það ekki — sé það ekki. Og það versta er, að verð víst aldrei fær um að gera mér fulla grein fyrir raunverulegum ár- angri erfiðis míns. Aðeins einstaka sinnum þykist ég þess fullviss, að mér hafi tek- izt verulega vel upp á leiksvið- inu — en þá kemur kannski í ljós að áheyrendur mínir virðast ekk ert hrifnir. Aftur á móti hefur það stundum hent, að áheyrend- urnir virðast bókstaflega hafa ætlað að springa af hrifningu, þegar mér sjálfri fannst frammi- staða mín ekki eins góð og skyldi. Þetta er mér sífelld ráðgáta, sem aldrei lætur mig í friði. Er það kannski þannig, að hið fullkomna sé ekki hin hæsta list? Er þetta ekki eins og með mál- verk, sem virðist fágað og „full- komnað“ öllum atriðum, að Callas — drottning óperusviðsíns. vel út á prenti og vekur athygli. Og tígrisdýrið er vissulega fail- egt og tilkomumikið dýr. — En hvers vegna nefna mig tígrisdýr? Ég held, að tilefnið til nafngift- arinnar hafi upphaflega verið það, 1 hvernig ég hreyfði mig á leik- sviðinu — menn hafi þótzt sjá einhverja líkingu við hreyfingar tígrisdýrisns. En nú er viðurnefnið bara farið að þýða dálítið annað. — Það er farið að líkja framkomu minni allri við villidýrið, og svo virðist sem verið sé að klína á mig öll- um heimsins löstum. ★ ★ Ég minnist ekki neinnar sér- stakrar stundar í lífi mínu, að mér hafi orðið það Ijóst að ég mundi verða heimsfræg „príma donna“. Tónlistin hefur verið mitt líf og yndi, allt frá því ég man eftir mér — og þegar sem barn ól ég í brjósti vonir um að verða fræg söngkona. En dreymir ekki öll börn um frægð og frama? — Ég vissi alltaf, að ég hafði góða manni finnst það á einhvert hátt „kalt“? — Slík fullkomnun er ekki mannleg. Ég er fyrst og fremst mannleg — og svo er um persónur þær, sem ég skapa á leiksviðinu. ★ ★ Með mér búa allar mannlegar tilfinningar — í ríkum mæli. Ég er hannast sagna ósköp venjuleg og heilbrigð 35 ára gömul kona, og lifi í hamingjusömu hjóna- bandi. Ég gæti svo sem tamið mér að koma fram sem hinn fullkomni meinleysingi og gæðablóð! — Slíkt væri bara fölsun á per- sónuleika mínum. Ég er lista- maður — enginn engill. Að eðlisfari er ég gædd ríkum tilfinningum og jafnvel tilfinn- ingasemi, sem kallað er, en mér er ekkert um það gefið að láta tilfinningar mínar í ljós við hvern sem er. Sjálfsagt má oft misskilja slíkt. En það er þá aðeins það gjald, sem ég verð að greiða fyrir að vera ég sjálf. Ég get ekki neitað því, að stundum rennur mér í skap vegna hinna fjarstæðukenndu flugu. fregna og sögusagna, sem um mig ganga. Til dæmis er búið að koma þeirri trú«inn hjá fólki, að æska mín hafi verið ákaflega öm- urleg. Það er fjarri sannleikan- um. — Sagt er að foreldrar mín- or hafi lítið annað gert en rífast allt sitt líf. Sennilega hefi ég einhvern tíma verið spurð að því, hvort ég hafi heyrt foreldra mína deila, og ef til vill hefi ég svarað því játandi. Hvaða barn hefur ekki einhvern tíma heyrt foreldr- um sínum verða sundurorða? — Úlfaldi úr mýflugu! — Sannleik- urinn er sá, að æska mín leið rétt eins og æska flestra annarra barna, ósköp hversdagsleg og venjuleg — því miður fyrip þann, sem kannski vildi skrifa ævisögu mína! ★ ★ Beztu stundir mínar eru í raun og veru kvöldin heima. Ég finn kyrrláta ánægju í því að ráfa fram og aftur um húsið og gera upp í huga mínum liðinn dag — mínar eigin hugsanir og ytri at- burði. — í kyrrð kvöldsins gefst tóm til að hugsa og læra. Á dag- inn er aldrei friður — síminn allt af hringjandi, þótt ekki væri ann- að. Ég nota síðkvöldin til þess að fara yfir óperuhlutverkin. Þá kem ég auga á ýmislegt, sem far- ið hefur fram hjá mér. Oftast læri ég ný hlutverk eftir að ég er hátt- uð, þegar maðurinn minn er sofn. aður svefni hinna réttlátu við hlið mína —• og loðhundarnir mínir tveir, Théa og Toy, liggja sofandi fram á lappir sínar hvor í sínu horni. Ýmsir smáatburðir hafa orðið til þess, að ég hefi fengið hin miklu tækifæri lífs míns. Og oft- ast hefur það verið hreint hug- boð — eða eigum við að segja örlögin — sem hefur valdið því, að ég hefi gripið þessi tækifæri. Ég geri hverju sinni það, sem mín innri rödd segir mér að gera. Með nokkrum rétti má segja, að gerðir mínar séu ósjálfráðar — með sérstökum hætti. Ákvarð- anirnar hrúgast upp innra með mér, ef svo mætti segja — stund- um í beinni andstöðu við það, sem ég raunverulega hugsa og ætla mér. — Hvort sem mér líkar betur eða verr, er ég og verð forlagatrúar. — Ég vil ekki vita, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Enginn gæti nokkru sinni fengið mig til að láta spá fyrir mér. Ég vll vera frjáls og ekki binda mig neinum órjúfandi böndum — neins staðar. Og ég vil ekki láta segja mér skilyrðislaust fyrir verkum eða fela öðrum að segja mér, hvaða skyldum ég hefi að gegna. — Aldrei skal ég ganga á mála hjá meðalmennskunni. Þess vegna eru það engir per- sónulegir duttlungar, þegar ég krefst fleiri æfinga á óperum mínum en ráðgerðar hafa verið, ef mér finnst ég ekki tilbúin að ganga fram fyrir áheyrendur mína. En einmitt *>essar lágmarks kröfur, sem ég geri, eru oft not- aðar til ,sönnunar“ því, hve duttl ungfull og einþykk ég sé. Ég verð því miður að segja það hér, að margir óperustjórar virðast nota aðstöðu sína sér til persónulegs framdráttar fyrst og fremst — og láta tilfinningar sín- ar og einkaskoðanir oft hlaupa með sig í gönur, sér og öðrum til skaða. — En það er frumkrafa mín, að mér sé sýnd tilhlýðileg Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.