Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 9

Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 9
Laugardagur 18. apríl 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 9 Samvinna héraðanna styrkir bœtir aðstöBu þeirra Framsóknarflokkurinn reynir að leiða athygli kjósenda sinna frá allsherjar gjaldþroti sínu og esnangrun Útvarpsræða Jóns Pálmasónar aljpm. á Akri s.l. þriðjudag au og ÞAÐ er gömul saga og ný, þegar heit deilumál eru til meðferðar, að Framsóknarmenn finna upp einhver slagorð og harnra á þeim alla daga eins og þar væri sann- leikurinn allur. Nú eru þau eink- um tvö og á þessa leið: „Það á að leggja niður öll kjördæmi landsins nema Reykjavík". „Og þetta á að gera svo hægt sé að minka framkvæmdirnar í dreif- býlinu“. Hvorttveggja er ósatt. Það á að leggja niður aðeins eitt kjördæmi, Seyðisfjörð. Þetta 400 kjósenda kjördæmi. Hvergi annars staðar á landinu verða þingfulltrúar færri en nú er og víða fleiri. Ef framkvæmdir um land allt verða minni á næstunni en orðið hefur síðustu árin, þá er það ekki vegna kjördæmabreytingarinnar heldur vegna viðskilnaðar vinstri stjórnarinnar. Sú stjórn hækkaði tolla og skatta á þjóðinni frá því, sem áður var um 1200 milljónir króna og tók samtímis lán er- lendis meira en 600 milljónir kr., sem þýðir 1000 milljóna skulda- bagga með 55% viðbótargjaldinu. Það var því ekki þakka vert, þó hægt væri að hafa miklar fram kvæmdir og næga vinnu á meðan þetta var að eyðast. En allir vita að slíkri vitfirringu er ekki hægt að halda áfram. Þess vegna hrökklaðist vinstri stjórnin fiá völdum 4. desember sl. Það er alkunnugt að Fram- sóknarflokkurinn hefur alla stna tíð hagnast einn allra flokka á núverandi kjördæmaskipulagi. — Honum bar þó sérstök skylda til að vernda það. En hann gerði ann að. Hann gekk fram fyrir skjöldu í síðustu kosningnum til að brjóta það niður. Þegar svo var komið, hlutu all- ir að sjá að þá hlyti þetta gallaða skipulag að hverfa. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur lengi verið ósammála um kjördæmamálið. Nú hefur hann þjappast saman. Það er Framsókn arflokknum að þakka. Og ég vil vona að eins fari með alla kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins í landinu. Ég veit að þeirra hugarfar er þannig, að þeir vilja ekki láta bjóða sér það oft, að þrjá Sjálf- stæðiskjósendur þurfi gegn ein- um Framsóknarkjósanda, eins og nærri stappaði að meðaltali í síð- ustu kosningum. Samvinna héraffanna. Það sem gera á með þessu frum varpi er að lögleiða það, að hér- uðin hafi samvinnu í kosningum, og um þingmenn, eftir föstu skipu lagi og miðað við eðlilega lands- hætti. En samvinna er ekki sama og dauði, heldur aukinn styrkur. Og það eru meinlög örlög, að þeir, sem mest útmála ást sína á sam- vinnu, skuli nú hatast við það, að 3—4 sýslufélög kjósi þing- menn sameiginlega og í eðlileg- um hlutföllum. Það er:hafi samvinnu á áhrifamikinn hátt. Þetta eru varnarráðstfanir, en ekki hefnd. Hefndina annast ör- lögin sjálf. Og þetta er vel mögu legt nú orðið af því að samgöng- ur og samgöngutæki hafa batnað svo á síðari árum, að nú er miklu þægilegra víðast hvar að ferðast um hin stóru kjördæmi en var -25 um þau, sem n árum. Það er óhætt að segja að fólkið í Sjálfstæðiskjördæmunum og tví menningskjördæmunum, sem hafa sinn þingmann af hvorum flokki, þekki ekki nema beztu hliðina á núverandi skipulagi Fyrir því var greitt eftir föngum. En það er öðru máli að gegna með minni hlutann í sumum Fram sóknarkjcrdæmunum. Og það er engin tilviljun, að sú rödd komi af Austurlandi, sem birtist í hinni ágætu grein Páls hreppstjóra á Gilsárstekk fyrir skömmu. Þar talar maður, sem þekkir kúgun- arvaldið. Því er ekki að leyna, að sumir Sjálfstæðismenn í Fram sóknarkjördæmunum hafa sagt við mig: Við vildrm heldur að okkar sýsla hefði engan þing- mann en að hafa þenna sem er. Þingmenn úr fleiri flokkum. Nú má ætla eftir breytinguna að hvert kjördæmi hafi þingmenn úr 2 eða 3 flokkum og hver kjós- andi geti valið um 5 eða 6 þing- menn síns kjördæmis til að greiða fyrir sínum málum. Það þýðir aukið frelsi, aukinn styrk. Ég hef í 26 ár haft greinda og heið- arlega kjósendur og svo er enn. Þeir hafa alltaf skilið mig rétt og staðið með mér hiklaust í bar- áttu fyrir réttum málstað. En ég hefði haft enn sterkari að- stöðu, ef ég hefði haft að baki mér kjósendur í þremur sýslum heldur en einni. Og þetta sama gætu fleiri sagt, og svo mun verða. Það munu líka fáir trúa því, að ég væri nokkuð verri full- trúi fyrir mína kæru Húnvetn- inga, þó ég væri líka kosinn af vinum mínum í Vestur-Húnvatns sýslu, Skagafjarðarsýslu og Siglu firði. Því rugli trúir enginn greindur maður, að heiðarlegir alþingismenn sinni síður vanda- málum sinna kjósenda, þó að þeir séu kosnir hlutfallskosningu. .— Dæmin úr tvímenningskjördæm- unum eru þar til sönnunar. Vilja forðast jöfnuðinn. Af smáu kjördæmunum er held ur ekki svo glæsileg reynzla. Má þar til sönnunar nefna 9 fámenn kjördæmi úr síðustu kosningum, þar sem þó er eitt tvímennings- kjördæmi. í þeim öllum til sam. ans koma fram 7520 gild atkvæði. Fékk Framsóknarflokkurinn af þeom 4100 atkvæði og alla þing- mennina, 10 að tölu. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 2500 atkvæði og engan þingmann kosinn. Og að minnsta kosti 400 af atkvæðum Framsóknar í þessum kjördæm- um voru lánuð frá Alþýðuflokkn- um. Mundi nú ekki þessum 2500 kjósendum Sjálfstæðisflokksins í þessum kjördæmum finnast eðli- legra, að þeir fengju einhverja þingmenn, þó dreifðir séu. En Framsóknarmenn vilja svo gott sem taka atkvæðisréttinn af minni hlutanum. Þeir vilja skipta landinu í einmenningskjördæmi, þar sem þeir hafa von um fylgi. En hafa hlutfallskosningu þar, sem þeir hafa minnst traust. Og uppbótarþingmenn vilja þeir enga til að forðast jöfnuðinn. En er það nú víst, að þessum mönnum sé eins mikil alvara og þeir láta? Ég er ekki viss um það. Öll þeira æsing og læti í þessu máli er skiljanlegt. Það er mann- legt eðli, að grípa hvert hálrn- strá þegar voði er framundan. Allur hamagangurinn gegn kjördæmabreytingunni er til þess gerður, að leiða athygli fyrri kjósenda Framsóknarflokksins frá því allsherjar gjaldþroti og einangrun, sem flokkurinn hefur leitt yfir sig síðustu 3 árin. Ef til vill tekst þetta að ein- hverju leyti, en mikil undur mega það teljast, ef þessi flokkur getur haldið öllu sína fyrra fylgi eftir allt það, sem saga hans sýnir á þessum tíma. Tækifæri Framsóknar. En nú hafa Framsóknarmenn upplagt tækifæri til að ílytja til- lögu um sína meiri hluta kosning araðferð. Landinu verður skipt í 8 kjördæmi. Að hafa meirihluta- kosningu í þeim öllum væri sann arlega áhættuminna, en hafa meirihluta kosningu, uppbótar- lausa í t. d. 52 einmennings-kjör dæmum. Setjum svo að þetta hefði gerzt í síðustu kosningum. Þá hefði Framsóknarflokkurinn fengið alla þingmennina í 2 þess- ara kjördæma, en Sjálfstæðis- flokkurinn í 6. Það væri sama reglan um fulltrúakjör, sem gild- ir í verkalýðsfélögunum og flest- um kaupfélögum hér á landi. Og sama reglan sem gildir í miklu stærri kjördæmum í Bandaríkj- unum við undirbúning forseta- kjörs. En þessu hefði fylgt það, að tveir núverandi þingflokkar, Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda. iangið, hefðu engan þingmann fengið. Þessir flokkar fengu þó full 31 þúsund atkvæði alls. — Framsóknarmenn vilja ef til vill hafa þetta svo, en við Sjálfstæð- ismenn erum ekki svona dráps- gjarnir. Við teljum meirihiuta- kosningu uppbótalausa ekki sann giarna. Við viljum vinna okkar sigra á málefnalegum grundvelli eins og hingað til. í þeim löngu umræðum flokka, sem að stjórnarskrárfrumvarpinu standa hefur enginn ágreiningur verið um hlutfallskosninguna og ekki heldur kjördæmaskipting- una, en það eru tvö aðalatriði málsins. Það sem tafið hefur, er eðlileg deila um þingmannatölu, uppbótarþingsæti og úthlutun þeirra og fleiri smærri atriði. Þegar margir ólíkir aðilar þurfa að semja um svo viðkvæmt vanda mál sem kjördæmamálið er, þá er engin furða þó ekki séu allir ánægðir með hvert atriði. Það ættu þeir bezt að skilja, sem aldrei koma sér saman um neir.a frambærilega tillögu, og sem þess vegna hafa alveg einangrað sig. En málið verður að afgreiða. Það má ekki lengur standa í vegi fyrir heilbrigðu stjórnarfari. Og nú er líka ætlazt til, að þetta mikla vandamál sé afgreitt til lengri framtíðar. Má telja mikilsvert, að sú deila sé úr sögunni á næstu áratugum. Vantraust á sveitunum. Menn tala sumir um það, að með hinu nýja skipulagi verði val frambjóðenda alveg á valdi flokksstjórna. Þeir verði allir kaupstaðarmenn s. s. frv. Ég sé ekki að þetta þurfi að vera frekar en er. Allt það tal er vantraust á sveitirnar og á hæfileikum bændastéttarinnar, því auðvitað hafa þeir mesta möguleika til framboðs, sem hafa almennast traust á hverju svæði. Ekki fer þetta tal heldur vel Jón Pálmason, forseti sameinaðs Alþingis. í munni Framsóknarmanna, þó oft séu þeir að lýsa bændavináttu sinni. Af 17 þingmönnum þeirra eru 6 búsettir Reykvíkingar, 7 í öðrum kaupstöðum og kauptún um en aðeins 4 í sveitum. Sumir þessir menn hafa reynzt vel en aðrir illa, eins og gengur. Hitt er víst að enginn flokkur á íslandi hefur gengið eins langt og Fram- s.fl. í yfirgangi um kjósendur í sambandi við framboð og fleira. Meðal margs annars hafa þeir fyr irskipað kjósendum sínum í heil- um héruðum að kjósa frambjóð- anda annars flokks og fengið það samþykkt löngu áður en kjósend- urnir vissu hver frambjóðandinn yrði. Þegar svo slíkir menn eru að ógna með flokksvaldi annarra, þá er það skoplegra en flest ann. að. Það er samt víst, að um vald- beitingu flokksstjórnar mun Sjálf stæðisflokkurinn aldrei ganga þvílíkar Tímamannagötur á með an núverandi leiðtogar þess flokks eru lifandi. Rakalausar ásakanir. Háttv. þingmaður Norður-Þing eyinga var með ýmsar ásakanir á Sjálfstæðismenn, einkum á for- mann flokksins, Ólaf Thors, og varaformann flokksins Bjarna Benediktsson, fyrir skoðanabreyt ingu o. fl. Því er til að svara, sem ég hef áður nefnt að við Sjálfstæðismenn höfum hreyft ýmsum leiðum til úrlausnar þessu | vandamáli. en Framsóknarmenn verið á móti öllum breytingum. i Þó þeir séu að ásaka sijórnar- skrárnefnd og einkum formann hennar,Bjarna Benediktsson.hafa þeir allra manna minnsta ástæðu til þess, því það voru einkum þeir, sem þvældust fyrrr stavfi þeirrar nefndar. Og ég vil spyrja: Hvers vegna hafa þeir aldrei beðið um fund í þessari nefnd á margra ára tímabili? Sennilega er þetta af því, að þessir menn töldu nefndina svo gott sem úr sögunni. Og það er það, sem þeir vildu. Ásakanir þm. N. Þingeyinga eru því til- efnislausar. Skoðanir manna breytast á skemmri tíma en 15 —20 árum og þegar um fleiri kosti er að velja taka menn ævinlega þann bezta, og þann sem er fram- kvæmanlegur. Afgert á þessu þingi. Varðandi sjálfan mig er það að segja, að afstaða mín þarf eng- um að koma á óvart, því fyrir rúmum 6 árum þann 3. marz 1953 birti ég grein í ísafold um kjör- dæmamálið og lagði til þá sömu kjördæmaskiptingu, sem nú er ákveðin, að öðru leyti en því, að ég lagði til að Reykjavík væri skipt í 3 kjördæmi. Ég varð þess hvergi var í kosn- ingunum fáum vikum síðar vorið 1953 að nokkurrar óánægju gætti í minu kjördæmi vegna skoðana minna á þessu vandamáli. Þetta vandasama stórmál verð ur nú afgreitt hér á Alþingi eins og vera ber. Annað hvort eins cg það liggur fyrir eða lítið breytt. Að því standa þrír fjölmenn- ustu stjórnmálaflokkar landsins. Þeir fengu samtals í síðustu kosn ingum yfir 66 þúsund atkvæði. Málið verður því raunvermega afgert á þessu þingi. Kosningarn- ar í vor verða eins og áður hefur verið um flokkastefnur og menn Afgreiðslu þessa máls geta þær ekki breytt. Það er af því, að svo margir frambjóðendur þriggja flokkanna eru öruggir í þessum kosningun, að úrslit kosninganna í vafakjördærnum geta engu breytt um afgreiðslu þessa máls. í haust verður svo kosið aftur og þá eftir hinu nýja skipulagi. Þá fær hver flokkur þingmann í réttum hlutföllum við kjörfylgi sitt. Við skulum vona að það gefist þjóðinni vel. Norðíirlandsmót í körfuknattleik AKUREYRI, 15. apríl. —Norður landsmót í körfuknattleik fór fram á Akureyri dagana 11.—13. apríl. Keppt var um veglegan grip, er Körfuknattleiksfélag Rvíkur gaf. Norðurlandsmeistari varð A-lið Knattspyrnufélags Ak- ureyrar, er vann Þór með 52:40 og B-lið KA með 100:56 önnur úr- slit urðu, að Þór vann B-lið KA með 64:32. — mag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.