Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 6

Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 6
e MOROU1VBLAÐ1Ð MiðviEudagur 24. júní 1959 Lífsánœgjan mun aldrei finnast í fangelsinu Eftir Eðvald Hinriksson, eistneskan flóftamann ÞJÓÐVILjrNN hefnr frætt les- endur sína nær daglega nndan- farin ár á því, að sérlega gott sé að búa í ríkjum 'kommúnismans. Mönnnm hefnr jafnvel getað skii izt það, að í þessu sæluríki verka manna standi allir á blístri, búi í 12 herbergja íbúðum og sumar- frí verkamanna endist þeim nær allt árið á hressingarheimilum suður á Krím. Þetta er að vísu ekkert einkennilegt, þegar til- lit er tekið til þess hve verka- menn í löndum kommúnismans hafa notað verkfallsréttinn vel til þess að bæta kjör sin á undan- förnum árum. Dæmi um stórsigra verkamanna í A-Berlín, Poznan, Búdapest og víðar sanna bezt hve öflug samtök þeirra eru nú orðin. En nú segir „Rauði zarinn“, Krúsjeff, landsmönnum sínum, að með nýjustu sjö ára áætlun- inni muni Rússar framleiða jafn- mikið smjör og kjöt og Banda- ríkjamenn — og þó muni öllum líða vel. Bendir þetta til þess, að einhverrar afbrýðisemi gæti meðal Rússa vegna þess, að þeir hafi heyrt, að Bandaríkjamenn framleiði meira smjör og kjöt en þeir sjálfir, en sem kunnugt er telja Rússar sig nú standa fram- ar öllum öðrum þjóðrnn á flest- um öðrum sviðum. 40 ára gömlu loforðin Framtíðarásetlanir Rússa hafa jafnan átt að vera allra meina bót — og í 40 ár hafa kommún- istar lofað þjóðum sínum gulli og grænum skógum. Kommúnist- um hefur líka tekizt að loka lönd um sínum svo vel, að þeir geta sagt fólkinu hvað sem vera skal um frjáls ríki — og komið í veg fyrir að staðreyndirnar fái að tala sínu máli. Þegar Krúsjeff endurtekur 40 ára gömul loforð kommúnista um að bráðum verði kjör almennings í járntjaldslöndunum jafngóð kjörum manna á Vesturlöndum — og kommúnistablöðin hér berg mála lygina í þúsundasta sinn, ætlast Krúsjeff auðvitað til að fólk beggja vegna járntjaldsir.s trúi. Kommúnistar reyna að telja Vesturlandabúum trú um það, að lifið eystra sé unaðssemdum fyllt — en þar eystra, í sælurík- inu, er almenningi sagt, að á Vesturlöndum kollríði kreppan öllu þá og þegar. í lögreglurík- inu skiptir það valdhafana ekki svo miklu, hvort almenningur trúir óhróðrinum, þegar vald- hafarnir hafa styrkt aðstöðu sína svo vel, að þeir geta barið alla andstöðu niður með vopnavaldi. Það skiptir hins vegar miklu máli, að almenningur á Vestur- löndum trúi fagurgala kommún- ista. Dýrkendur valdsins Þess vegna er kommúnistafor- Ingjum frá Vesturlöndum, lika frá íslandi, boðið til fagnaða í Moskvu. Þeir fá að sjá í hvílik- um vellystingum „Nýja stéttin" lifir í ríki kommúnismans — og þessu er þeim lofað, takist þeim að svíkja föðurland sitt í hend- ur arftaka Stalíns — þess, sem nefndur hefur verið „brjálaður fjöldamorðingi“ og kommúnista- hjörðin er nú aftur farin að krjúpa í auðmýkt fýrir og ákalla sem skapara sinn. Draumurinn um valdið er þess im mönnum sterkari en föður- landsástin. Ótalmörg dæmi sanna það — og hinir kommúnisku höfuðpaurar eru allir með sama markinu brenndir, dýrkendur valdsins. Gegn betri vitund Og þessir menn koma til heima landsins úr lystiferðum sínum og byrja að básúna um ágæti komm únismans og endurtaka hver í kapp við annan hin 40 ára gömlu loforð, teljandi fólki trú um að það lifi einhverju pislarvættis - lífi hér á íslandi, þó vita þeir það sjálfir, að það er leitun á þjóð sem býr við jafngóð kjör og íslendingar hafa búið við á síðasta áratugnum. Þeir vita það líka, að hvergi innan múra hins kommúniska heimsveldis finna þeir fólk, sem lifir jafngóðu lífi og íslendingar — að undanskildri „Nýju stéttinni“, sem sífellt svíf- ur í hugskoti þeirra. Vitnisburður milljónanna En íslenzkir farmenn, sem sigla til rússneskra hafna, segja aðra sögu. Milljónir ílóttamanna frá þessum löndum segja líka aðra sögu — þá sögu, sem komm- únistar óttast mest og reyna að breiða yfir með milljónaáróðri sínum. Það vill svo til, að mér hafa borizt í hendur tveir bæklingar, „Tallinna juht“, sem er upplýs- ingabók um Tallinn, höfuðborg Eistlands, og „Narodnoje Hosja- istva SSSR za 1956“, sem er rúss neskt „statistik“-kver frá sama ári, 1956. í þessum bæklingum hef ég fundið margar upplýsing- ar, sem varpa dálitlu Ijósi á lífið í kommúnistaríkjunum. Þessar upplýsingar styðja frásagnir ís- lenzkra farmanna, sem komið hafa til Eystrasltsríkjanna og Rússlands — og þær styðja líka frásagnir milljóna flóttamanna. Rússar koma í stað þeirra, sem verið hafa drepnir, hraktir, eða fluttir í brott Tallinn er höfuðborg Eistlands — og áður en Stalin lagði Eystra- saltsríkin undir sig var mikil vel- megun í Tallinn sem öðrum bæj- um Eistlands. Samkvæmt upplýs- ingum, sem er að finna í kverun- um fyrrgreindu, eru íbúar Tall- inn nú 257 þúsundir. Þar af eru aðeins 150 þúsundir Eistlendinga, en Rússar eru 107 þús., eða um 40%. Árið 1940, þegar sveitir Stalíns ruddust yfir Eistland voru 160 þús. íbúar í Tallinn. Þar af voru 14 þús. útlendingar (Þjóðverjar, Svíar, Gyðingar o. fl.). Árið 1939 voru taldir 1.133.940 íbúar í Eistlandi — og hlutfallstala útlendinga var þá mjög lág. Árið 1956 eru þeir sam- kvæmt rússneskum heimildurn 1.149.000. fbúunum hefur á tæp- um tveimur áratugum fjölgað um 15 þúsundir, enda þótt hundruð þúsunda Rússa hafi verið fluttar til landsins. Hvar eru Eistlendingarnir? Þnsundir bafa flúið föðnrland- ið, þúsundir haía verið fluttar nauðugar til Síberíu, þúsundir hafa hreint og beint verið myrt- ar af kommúnistum. Persónuiega hef ég haft náin kynni af vinnu- brögðum Rússa í leppríkjunum. Og hvílíkt áfall fyrir mannkyn- ið, að til skuli vera menn, sem keppast um að syngja þessum böðlum lof og dýrð! Talandi tölur um „velmegtun" Samkvæmt upplýsingabókinni um Tallinn voru 1956 tvær benz- ínstöðvar í borginni. Það þætti okkur lítið í 257 þús. manna borg hér á Vesturlöndum. En ástæðan er sú, að einungis háttsettir flokks gæðingar haía ráð á því að eiga bíl í löndum kommúnismans — og bílar eru það miklu færri þar en hér, að tvær benzínafgreiðsl- ur nægja. Þá segir í upplýsingakverinu: Skóbúðir eru 8 í Tallinn (ein búð fyrir liðlega 30 þús. manns). 7 búðir verzla með heimilisáhöld og járnvörur. Matvörubúðir eru 55, þar af selja 33 líka brauð, sem er ein aðalfæða Eistlendinga. Kemisk fatahreinsun er aðeins ein í borginni — og bilaverk- stæði sömuliðis eitt. Hins vegar eru þar tvær viðgerðarstofur fyr- ir botna úr jámrúmum. Lög- fræðiskrifstofur eru tvær, hótel 6 — og þau eru öll frá árunum fyrir stríð, er Eistland var frjálst. Kvikmyndahús eru 9, 7 þeirra síðan fyrir stríð. Þeir, sem rífa niður Samkvæmt þessum upplýsing- um og öðrum, sem ég hef í hönd- um hafa kommúnistar byggt tvær smáverksmiðjur í Tallinn. Það er allt og sumt, en meginþorri eistneskra íbúa borgarinnar vinn ur við stóriðju í húsakynnum, sem reíst voru á frelsisárunum. Stóriðjan er sem sé aðalatvínnu- vegurinn — og framleiðslan fer til Rússlands. Af framangreindu sést, að þrátt fyrir fagurgalann og orða- flauminn — þá þurfa kommún- istaríkin meira en eina sjö ára áætlun til þess að komast með tærnar þar sem Vesturlandaþjóð- irnar hafa hælana nú. Ætlast Krúsjeff til þess að við stöndum í stað I sjö ár? Og auðvitað gera kommúnistar alit, sem þeir geta til þess að rífa niður það, sem við byggjum upp „Byltingarhetjumar" eru horfnar Efnalega eru Eistlendingar miklu ver stæðir en þeir voru fyrir stríð — og um samanburð við Vesturlönd þýðir ekki að ræða. Eistlendingar hafa verið settir til vinnu við þungaiðnað- arframleiðslu Rússa — og rúss- neskir verkamenn fluttir til landsins til þess að binda enda- hnút á innlimun Eistlands í Rússland. En af gömlu eistnesku „bylt- ingarhetjunum", sem 1940 hróp- uðu hvað hæst um hina komm- únisku verkamannaparadís, er nú aðeins einn eftir. Hann heitir Framh. á bls. 23. Nú eru 40% íbúa í Tallinn Rússar. Myndin er tekin á götu í Tallinn af tveimur „innfluttum“. Annar er hermaður (t. h.), en hinn er óbreyttur. skrifar úr cSagiega iifiny j Garðamir illa famir. ÞAÐ er hryggilegt að sjá hvernig óveðrin í síðustu viku hafa farið með gróður í görðum í Reykjavík. Fyrst kom norðan rok og jós sjávarseltu inn yfir bæinn og eyðilagði það sem fyrir varð, síðan kom suðvestan rok og skemmdi þær jurtir, sem verið höfðu í skjóli fyrir fyrra veðrinu. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri bæjarins, segir mér að bærinn hafi misst nær 15000 plöntur af þessum sökum. Það var búið að planta út mjög miklu til að hafa garðana sem bezt út- lítandi 17. júní, eins og venja er. Reynt var að planta strax aftur í nokkur beð á Austurvelli, og verður því haldið áfram næstu daga. En Hafliði sagði, að búið væri að eyða svo miklu af plönt- um aftur, að ekki yrði lengur hægt að binda sig við þá áætlun, sem upphaflega hafði verið gerð. Verða því bæjargarðarnir ekki eins fallegir í sumar og t. d. í fyrrasumar. Trén hafa einnig misst mjög blæ. Grenitrén stóðu bezt af sér veðrið, að undan- skildu lerki. Ýmislegt var þó búið að gera til að fegra bæinn, sem ekki hefur farið forgörðum í illviðr- unum. T. d. var búið að mála austurvegginn á gamla kirkju- garðinum og planta blómum með fram honum, sem stóðu nokkurn vegin í skjóli fyrir veðrinu. Þar og á Austurvelli hefur líka verið komið fyrir nýjum rusla- körfum með loki, sem skellur aftur. Sú eyðilegging, sem orðið hef- ur á blómagróðri í Reykjavík í sumar af völdum veðurs, minnir okkur enn einu sinni á, að við getum ekki ætlazt til þess að hér séu skrautgarðar eins og við sjá um þá í suðlægari löndum. Ekki er hægt að gera við þvx, þó að hin óstöðuga veðrátja hér norður frá eyðileggi gróður, en það eru fleiri skemmdarvargar á ferli en óveðrið. T. d. voru blómin, sem búið var að koma fyrir við innganginn að nýja leik vanginum í Laugadalnum, illa út leikin eftir 17. júní. Þau höfðu verið tröðkuð niður. Sama var að segja um blómin á bíla- stæðinu hér rétt á móti Morgun. blaðshúsinu. Þau þurfti öll að fjarlægja og setja önnur í stað- inn eftir þjóðhátíðardaginn. — Þannig juku bæjarbúar enn á erf iðleika þeirra, sem eru að feyna fegra bæinn með blómaskrúði yfir sumarið. Gæta verður varúðar við úðun. OG fyrst garðar eru til um- ræðu, vil ég minnast á eitt atriði, sem ég held að sé þess virði að því sé gefinn gaumur. Á mörgum garðshliðum má lesa aðvaranir frá garðyrkju- mönnum, vegna þess að trén í görðunum hafa verið úðuð. Virð- ist ekki vera hættlaust að koma of nærri trjágróðrinum í ákveð- inn tíma á eftir. En svo ber það við, að þegar garðyrkjumennirn- ir úða trén, að þá sprauta þeir yfir í næsa garð eða a. m. k. trén þeim megin sem að næsta garði snýr. Og þar er engin aðvörun. Veit ég dæmi til þess, að úðað var þannig yfir ieiksvæði bama, án þess að foreldrar þeirra eða nokkur annar væri varaður við. Enginn hefur á móti því, að maðki sé eytt úr trjánum, en ef þetta er eina leiðin til þess, verð- ur að gæta fyllstu varúðar. Allir sem ganga um eða koma í ná- munda víð umrædd tré, verða að sjálfsögðu að vita hvað um er að vera, ekki sízt ef börn ganga þar um. Og sjálfsagt er að biðja fólk leyfis, áður en sprautað er eitri yfir lóðir þess.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.