Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 23

Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 23
Miðvikudagur 24. júní 1959 MOTtCTllVTiLAÐlÐ 23 — Útvarpsumrœður Framh. aí bls. 3 írá einmenningskjördæmum með meiri hluta kosningu og! tóku upp hlutbundna kosn- ingu í stórum kjördæmum. Ekki verður þess vart í þeim löndum, að nokkrar radd- ir séu uppi um að breyta aftur í hið'gamla horf né heldur telur nokkur að gengið hafi verið á sjálfstæði hinna fornu héraða. Andmæli athuguð En hvað veldur þessum óhemju skap Framsóknarmannr. gegn sjálfsagðri breytingu í sömu átt og Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar búa við og hefur gefizt vel þar? Við sku'.um athuga andmælin: í fyrsta lagi: Hlutfallskosningar f jölga flokk um og hafa lagt tvö lýðveldi í rústir, þýzka lýðveldið 1932 og franska lýðveldið í fyrra. Allt er þetta tilbúningur. Þýzkaland tók að vísu upp hlut- fallskosningu 1918 og bjó við þær fram til valdatöku’ nazista. En stjórnmálaflokkar í Þýzkalandi voru eins margir áður en hlut- fallskosningar voru teknar upp, og fjölgaði alls ekki við þá ráð- stöfun. Franska lýðveldið bjó sömuleiðis við einmenningskjör- dæmi að langmestu leyti í fyrra, þegar de Gaulle tók við ríkis- stjórn. Og hér á íslandi? Tökum dæmi: Hlutfallskosningar til bæjar- stjórnar í Reykjavík voru teknar upp 1908. Þá komu fram 18 listar. Nú í fyrra komu fram 5 listar, en hafa oftast verið 4. Þegar alþingiskosningar í Reykjavk voru siðast óhlut- bundnar árið 1918, voru flokk arnir 8. Allt þetta fjas Framsóknar- manna um fjölgun flokka vegna hlutfallskosninga innanlands og utan er því fleipur eitt og til- búningur. Sjálfstæði liéraðanna Þá eru önnur andmælin: Það sé verið að ráðast á sjálfstæði hér- aðanna, sýslurnar lagðar ni'ður, Hrindið áhlaupinu á sjálfstæði bæja og byggða! Þess er þá fyrst að geta, að þessi kjördæmabreyting skerðir ekki hár á höfði nokkurs sýslu- eða sveitarfélags. Öll halda þau sjálfstæði sínu óskoruðu. Hver sýsla hefur áfram sinn sýslu- mann, kýs sýslunefnd, hefur ná- kvæmlega sömu verkefni vald- svið, réttindi og skyldur eins og áður. Það er fjarstæða ein að kalla það afnám sýslu, þótt nokkrar þeirra kjósi saman til Alþingis alveg eins og t. d. kjördæmin þrjú, N-ísafjarðarsýsla, ísafjörður og V-ísafjarðarsýsla, voru öll eitt og sama kjördæmi áður og kusu Jón Sigurðsson forseta á þing saman. En er ekki rétt að hyggja nán- ara að þessum eldlega áhuga Framsóknarmanna fyrir sjálf stæði héraðanna, sem nú hefur allt í einu brotizt út í ljósum loga. Eg hef nefnilega sjálfur og ótal margir aðrir dáiitla reynslu af þessum áhuga. Grundvöllur undir sjálfstæði héraða og sveitarfélaga er f jár- hagsafkoma þeirra. Tndanfarinn áratug hafa sveitarfélögin háð harða sjálfstæðisbaráttu fyrir til- veru sinni, að fá naúðsynlega tekjustofna, t.d. hluta af sölu- skatti, til þess að standa ondir lögboðnum og óhjákvæmilegum útgjöldum sínum. Hvar hefur Framsóknarfl. stað- ið í þeirri baráttu? Flokkurinn hefur undir miskunnarlausri leið sögn Eysteins Jónssonar barið niður með harðri hendi hverja tilraun til að tryggja fjárhagslegt öryggi og sjálfstæði héraðanna, vafalaust í því skyni að gera þau sem allra háðust ríkisvaldinu. Hver getur tekið það hátíðlega, þegar menn með slíka fortíð láta helgisvip líða yfir ásjónu sína, spenna greipar og ákalla drottin allsherj ar um að vernda nú sjálf stæði sveitarfélaganna og blessa helgi héraðanna. Mikið m í gistihú STALHEIM, 23. júní. — Talið er, að allt að 30 manns hafi farizt, er gistihús fullt af ferðafólki brann hér í nótt sem leið. Vitað er með vissu um 7 menn, sem farizt hafa, og 35 slasaða, suma lífshættulega, en 17 manns var saknað, þegar síðast fréttist og bentu líkur til að margir anntjón ssbruna þeirra hefðu einnig farizt. Eldurinn er talinn hafa kvikn- að af vindlingi eins hinna u.þ.b. 150 hótelgesta, sem flestir voru bandarískir ferðamenn, Eldsins varð fyrst vart um 3-leytið í nótt og fengu slökkviliðsmenn ekki við neitt ráðið. 250 þús. i stolið frá v INNBROTSÞJÓFNAÐUR hefur verið framinn í vörugeymslu, sem varnarliðið hefur í Hafnar- húsinu, og stolið þar 250.000 sígar- ettum. Þjófurinn hefur farið inn um glugga á litlu skrifstofuherbergi vörugeymslunnar, en hurð úr því er að vörugeymslunni, og sprengdi þjófurinn hana upp. Timburskilrúm er á milli þessar- ar geymslu og geymslu Ríkis- skip. Sá veggur var brotinn og farið inn í geymsluna. Úr henni er stór hurð út á götu, það breið að aka má bíl þar inn, og hefur hurðin verið opnuð og bíl ekið Ypar ina. Sjá mátti hjólför á skemmugólfinu eftir lítinn bíl. Þjófurinn, eða þjófarnir, því vera má að þarna hafi verið að verki fleiri en einn maður, hafa svo flutt úr skemmu varnarliðs- ins 25 kassa af sigarettum, og voru í hverjum kassa 10.000 stk. Er því um að ræða alls 250 þús- und sigarettur. iigarettum arnarliðinu Ekki er enn vitað hvort fleiru hafi verið stolið í þessari vöru- 1 geymslu varnarliðsins, og stend- ur yfir nánari athugun á því. íslandsmet í GÆRKVÖLDI tókst Kristleifi Guðbjörnssyni, KR, að bæta fs- landsmetið I 5 km hlaupi um 17 sekúndur, í harðri keppni við Danann T. Thögersen og Svíann Kjallevágh. Varð Daninn fyrstur, Svíinn annar. Kristleifur hafði haldið forystunni unz aðeins voru eftir nokkrir tugir metra að markinu. Rann hann skeiðið á 14:33,0 mínútum. Þá haði Jón Pétursson betur í hástökkskeppninni við Svíann Anderson. Stökk Jón 1,95 m og Svíinn 1,85. — Uísánægjan Framh. af bls. 6 Arnold Veimer. Hinir hafa annað hvort flúið land, verið fluttir nauðugir í þrælabúðir í Síberíu, eða hreinlega verið skotnir sam- kvæmt fyrirmælum hinna ágætu vina þeirra í Kreml. Forystu- menn eistneska „alþýðulýðveld- isins“ eru allir Rússar. Ég hef stundum hlustað á eistneska út- varpið — og, þegar þessir menn koma fram fyrir þjóðina við há- tíðleg tækifæri, þá kemur það í ljós, að fæstir þeirra kunna meira að segja eistnesku. Byssur, þungaiðnaður, rakett- ur og atomsprengjur eru enginn mælikvarði á lífskjör fólksins, miklu fremur benzínstöðvar, brauðbúðir og bíóhús. Og æðstu- prestar hinnar íslenzku komm- únistahjarðar, sem flatmaga í „hvíldarheimilum verkamanna“ suður á Krím á hverju sumri, eiga eftir að syngja 40 ára lof- orðin í mörg ár enn — og þetta er ekki síðasta sjö ára áætlunin, sem allan vanda á að leysa. Brauðið verður aldrei bakað í stálbræðslunni og lífsánægjuna mun aldrei að finna í fangelsinu. Edvald Hinriksson. Svtu til Buldois jT Oskoissonu MAÐUR að nafni Baldur Óskars- son skrifaði um braggabúa 1 Tím- ann 16. júní, og gerði ég nokkrar athugasemdir við orð hans hér í blaðinu á sunnudaginn. Af "því tilefni kemur önnur grein eftir Baldur í dag. Ég vil aðeins segja: Vill Baldur meina, að við, sem í bröggum búum höfum ekkert leyfi til að bera hönd fyrir höfuð } okkar? Byggir þú í bragga, Baldur Óskarsson, og ættir þú börn, sem þú teldir ekki eftir- báta þeirra, sem í betri húsum sitja, vona ég, að þér þætti ástæða til að láta til þín heyra, ef þér væri tjáð á opinberum vettvangi, að vegna braggadval- arinnar væru börnin dæmd sem hætta fyrir þjóðfélagið, þegar þau vaxa upp. 23. júní Samúel Haraldsson. Innilega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér vinsemd á 60 ára afmæli mínu 12. júní s.L Karl Vilhjálmsson, Dunhaga 17. Lokað ■ dag eftir kl. 12 vegna jarðarfarar. Kveldúlfur hf. Þökkum hjartanlega samúð og vinarhug vegna andláts MAGNÚSAR PÉTURSSONAR læknis. Kristín Guðlaugsdóttir og fjölskylda. Hjartkær eiginkona mín, móðir og dóttir AGLA EGILSDÚTTIK lézt í Landsspítalanum að kvöldi 21. júní. Marteinn Jónasson, Agla Marta Marteinsdóttir, Jóhanna Lárusdóttir. Hjartkær móðir okkar FKIÐBORG FRBÐRIKSDÖTTIR Borgarnesi. andaðist að Sólvangi Hafnarfirði mánudaginn 22. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR vélstjóra, frá Siglufirði, er Iézt á sjúkrahúsinu að Kleppi þann 15. júní s.I. verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 29. júní kl. 3 síðdegis. F. h. aðstandenda. Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri, á Siglufirði. Útför mannsins míns ÞORSTEINS JOHNSONS stórkaupmanns, frá Vestmannaeyjum, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. þ.m. klukkan 13,30. Kirkjuathöfninni verður ú(#arpað. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðrún Johnson pt. Laugaveg 98. Útför móður minnar og fósturmóður okkar HERDÍSAR SÍMONARDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 26. júní kl. 1,30 e.h. Jarðsett verður í Gamla kirkjugarðinum. Margrét Guðjónsdóttir og fósturbörnin. Jarðarför ÁSDÍSAR 0. TH. JÓNSDÓTTUR Suðurlandsbraut 3, er andaðist 18. þessa mánaðar fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 25. þessa mánaðar kl. 10,30. Fyrir hönd vandamanna. Ólafur Ó. Guðmundsson. Móðir mín og tengdamóðir KRISTlN BJÖRNSDÓTTIR andaðist 4. þ.m. að heimili okkar Sogamýrarbletti 41. Greftrunin hefur farið fram. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Systrafélagið Alfa, minningar- spjöld fást í skrifstofu S.D.A. Ingólfsstræti 19. Fyrir hönd fjarstaddra sytkina minna og annarra vandamanna. Þórunn Einarsdóttir, Reiniar Þórðarson. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð í veikindum og við andlát og jarðarför ÞORBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR frá Brekku í Núpasveit. Böm, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför MATTHILDAR HELGADÓTTUR Vífilsgötu 23. Eysteinn Jakobsson, börn og tengdaböm. Innilega þökkum við þeJm, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR HERMANNSDÓTTUR frá Breiðabólsstað. Ingunn Eggertsd. Thorarensen og aðrir aðstandendur. Öllum þeim, sem sýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför AÐALBJARGAR HALLGRlMSDÓTTUR og heiðruðu minnigu hennar þökkum við innilega. Þórdís Haraldsdóttir, Brynjólfur Sveinsson, Þóra Ifaraldsdóttir, Hjörtur Björnsson, Hróðný Stefánsdóttir, Sigurður llaraldsson, Ólöf Björnsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.