Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 22
22
MOnCVlSBLAÐlÐ
Miðvilíudapur 24. júní 1959
Fjórir nýliðar í landsliði
íslands gegn Dönum
Dómarinn er norskur
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS tilkynnti I gær lið það er
leika á 23. landsleik íslands í knattspyrnu. Leikurinn er sem kunn-
ugt er gegn Dönum og verður á Laugardalsleikvanginum á föstu-
dagskvöldið kl. 8.30. Dómari í leiknum verður norskur, Birger. —
Lið það er landsliðsmenn KSÍ hefur valið er þannig skipað:
l'órður Jónsson (lA) Þórólfur Beck (KR) Örn Steinsen (KR)
Sveinn Jónsson (KR) Ríkharður Jónsson (ÍA)
Sveinn Teitsson (ÍA) Hörður Felixson (KR) Garðar Árnason (KR)
Rúnar Guðmannsson (Fram) Hreiðar Ársælsson (KR)
Heimir Guðjónsson (KR)
Varamenn eru valdir Helgi liðsins vegna margra keppnis-
Daníelsson, ÍA, Árni Njálsson,
Val, Guðjón Jónsson, Fram, Helgi
Jónsson, KR, og Ellert Schram,
KR. —
„Vel undirbúið lið“!
Á liðinu er sem sagt gerð ein
breyting frá leik „tilraunalands-
liðsins" sl. föstudag við blaðalið,
Bveinn Jónsson kemur inn í stað
Ellerts Schram.
í þessu liði eru fjórir nýliðar,
þeir Heimir, Garðar Árnason,
Öm Steinsen og Þórólfur Beck.
Heimir og Þórólfur hafa áður
einu sinni verið varamenn í lands
iiði.
Björgvin Schram, formaður
KSÍ, hafði orð fyrir stjórn KSÍ
er hún tilkynnti blaðamönnum
liðið í gærdag. Sagði hann, að
liðsmenn væru „vel undir leik-
inn búnir“, þeir hefðu leikið
mikið að undanförnu, þó að ekki
hefði gefizt tækifæri til séræfinga
O’Brien setur
heimsmet
í kúluvarpi
BANDARÍSKI kúluvarparinn
Parry O’Brien setti á þriðjudags-
kvöldið nýtt heimsmet í kúlu-
varpi á íþróttamóti i Pomona í
Kaliforníu. O’Brien, sem hafði
tvívegis utan keppni varpað kúl-
unni lengra en gildandi heimsmet
náði um síðustu helgi, í þetta
skipti við löglegar aðstæður 19,40
metrum.
Gamla metið átti hann sjálfur,
það var 19,25 og sett 1956.
Áhorfendur voru aðeins um 100-!
daga. En hann bætti því við, að
liðið væri allsterk heild, þar sem
7 væru frá sama félagi og mætti
því líta
lagslið“.
á liðið sem „styrkt fé-
Danska liðið
Björgvin sagði að danska liðið
væri væntanlegt með Flugfélagi
Islands kl. 10.45 annað kvöld.
Koma hingað 15 leikmenn og auk
þess formaður danska knatt-
spyrnusambandsins, framkvstj.,
tveir úr stjórn sambandsins, tveir
úr dönsku landsliðsnefndinni og
auk þess þjálfari liðsins, alls 22
menn.
Á föstudag eftir leikinn býður
stjórn KSÍ liðsmönnum til snittu-
áts í litla sal Sjálfstæðishússins,
en skemmtun með dansi verður
haldin í stóra salnum. Á laugar-
dag býður ríkisstjórnin gestunum
til hádegisverðar að Þingvöllum
og ekinn verður hringurinn um
Sog og Hveragerði.
Leikurinn
Liðið leikur aðeins þennan
eina leik, því heim heldur það á
morgni kosningadagsins á sunnu-
daginn. Þeir, sem vilja því sjá
danska liðið eiga aðeins tækifæri
til þess á föstudag. Verð aðgöngu
miða er lægra en áður. Um liðin
og leikinn verður nánar rætt á
föstudaginn hér í blaðinu.
Danmörk sigra&i
ísland í 4. sæti
Söguleg endatok Norðurlandamóts í
kvennahandknattleik
ÞÓ íslenzka landsliðið í hand-
knattleik kvenna ynni glæsilegan
og athyglisverðan sigur yfir
Norðmönnum, nægði það ekki til
þriðja sætis í Norðurlandamót-
inu. Síðasta daginn urðu úrslit
allóvænt og raunar daginn áður
líka. Fóru Danir með sigur af
hólmi og unnu á hagstæðara
markahlutfalli en Svíar.
Sama daginn (laugardaginn)
og Island lék við Noreg mættust
Danmörk og Svíþjóð í raunveru-
legum úrslitaleik mótsins. Danir
voru Norðurlandameistarar og
tóku forystuna með 2:0. En þá
tóku sænsku stúlkurnar upp á
því að halda hinum dönsku og
missti norski dómarinn öll tök
leiknum, sem lauk eiginlega
með hreinum slagsmálum — og
sigri Svía. Voru Danir sárreiðir
eftir og hótuðu meðal annars að
slíta samvinnu við Svía á þessu
sviði íþrótta. Sænsku stúlkurnar
voru himinlifandi yfir sigrinum.
Á sunnudag mættust Danir og
Islendingar. Varð þar mesta
„burst“ mótsins, því Danir unnu
með 12 gegn 1. I leik Noregs og
Svíþjóðar urðu þau óvæntu úr-
sTit að Noregur vann með 6 gegn
4. Voru þá Svíar og Danir með
4 stig og Norðmenn og íslending-
ar með 2 stig. Markahlutfall réði
því úrslitum og endanleg staða
mótsins varð þessi:
Danmörk 4 stig 24 gegn 11
Svíþjóð 4 stig 18 gegn 12
Noregur 2 stig 15 gegn 20
ísland 2 stig 11 gegn 25
/ fyrsfa skipti í 30 árer ísland
að eignast langhlaupara
Glæsilegur sigur Kristleifs Guð-
björnssonar i 3 km hlaupi
AFMÆLISMÓT KR í frjálsíþrótt um Svía og Dana. Hefur þessi sig-
um hófst, eins og áður hefur ver
ið skýrt frá, sl. mánudag. Mesta
athygli vakti þá hinn glæsilegi
sigur Kristleifs Guðbjörnssonar,
KR, í 3000 m hiaupinu, en þar
sigraði hann á giæsilegum enda-
spretti tvo af beztu langhlaupur-
Bandariska meistaramötið:
Cutowski fimmti í stöng
BANDARÍSKA meistaramótið í
frjálsum íþróttum fór fram í
bænum Boulder í Colorado, um
síðustu helgi. Meðal óvæntra úr-
slita urðu að Olympiumeistarinn
í 100 og 200 metra hlaupi,
Bobby Morrow var „sleginn út“
í undanúrslitum 100 m. hlaupsins.
Ungur blökkumaður Ray Norton
að nafni varð meistari í báðum
spretthlaupunum, hljóp 100 m.
á 10,5. sek. og 200 m. á 20,8 sek.,
(keppt var í metra hlaupum).
Sigurvegari í 400 m. var Eddie
Southern á 46,1 sek. 800 m. hlaup:
Tom Murphy á 1.47,9. 1500 m.
sigraði Dyrol Burleson á 3:47,5
Fram-Þróftur jafntefli
k SUNNUD AGSK V ÖLDIÐ fór
fram leikur íslandsmótsins milli
Fram og Þróttar á Melavellinum.
Var þessi leikur langlélegastur
þeirra þriggja, sem fram fóru
þennan dag. Úrslitin urðu þau,
að félögin skilau jöfn, 2 mörk
gegn 2, svo að engin uppreisn
varð þessi leikur fyrir hið lán-
snauða Fram-lið.
Fram kaus að leika undan
allsterkum vindi, og á áttundu
mínútu skoraði Skúli Nielsen
fyrir Fram. Það mark má hins
vegar þakka Guðjóni Jónssyni,
sem náði knettinum eftir návigi
við markmann Þróttar. Þrátt
fyrir ótal tækifæri urðu mörk
hálfleiksins ekki fleiri af hálfu
Fram, og var átakanlegt að sjá
hve illa þeir fóru með tækifær-
in. Mörkin hefðu vel getað verið
3—5 í þessum hálfleik.
Þróttur hóx kraftmikla en ekki
að sama skapi yfirvegaða sókn er
þeir fengu vindinn í bakið.
Frammarar reyndu enn samleik-
inn með þeim árangri, að á átt-
undu mínútu skoraði Guðmund-
ur Óskarsson fallegt og óverjandi
mark. En Þróttarar voru enn
ekki af baki dottnh' og um miðj-
an hálfleikinn fær vinstri út-
herji Þróttar skorað eftir árekst-
ur við markvörð Fram, með þeim
afleiðingum að markvörðurinn
varð að yfirgefa völlinn. (Síðar
kom í ljós að hann hafði fengið
snert af heilahristing.) Við þetta
mark féll Frömmurum allur ketill
í eld. Þeir gleymdu samleiknum
og leiku-i - varð skipulagslaus
barátta um knttinn, háspyrnur
tíðar, og m-nnti leikurinn á stund
um helzt á leik 5. flokks, þar sem
allir, hópast utan um knöttinn og
elta hann hvert, sem hann fer.
Upp úr þessari hringiðu fékk
Þróttur skorað annað mark. Var
þar miðherjinn að verki eftir ein-
leikliðsupphlaup og vinstra út-
herja. Eftir þetta áttu bæði lið
tækifæri og Þróttur öllu opnari.
Bezt er að hafa sem fæst orð
um leik ei-stakra liðsmanna, þvx
að hann getur varla talizt til
knattspyrnu, nema einstakir kafl-
ar leiksins. — A. St.
mín. Greg Bell sigraði í lang-
stökki, stökk 7.95 metra. Hástökk
vann Charlie Dumas 2.04. Stang-
arstökkið var skemmtilegasta
greinin, en þar varð heimsmethaf
inn Bob Gutowski að sætta sig
við fimmta sætið. Gutowski stökk
„aðeins" 4.57 metra. Fjórir fyrstu
menn fóru allir yfir 4.64, en eng-
inn hærra. Don Bragg varð meist-
ari að þessu sinn, en næstir
urðu Ron Morris, Jim Graham og
Mel Schwartz. í þrístökki sigraði
Ria Davis með 15.40 metra stökki.
Kúluvarpstitilinn hreppti heims-
methafinn Parry O’Brien í sjö-
unda sinnið í röð. O’Brien varp-
aði 18.94. í kringlukasti setti A1
Oerter nýtt meistaramótsmet,
kastaði 56.80 metra. Spjótið vann
heimsmethafinn A1 Cantelio
75.20 og Harold Connolly þeytti
sleggjunni 66.08 metra.
23 ára gamall stúdent Dick
Howard sigraði heimsmethafann
Glenn Dawis í 400 m. grinda-
hlaupi á 50.7 sek.
Getur haít álirif
á handritamálið ?
KAUPMANNAHÖFN, 23. júni. —
Kvöldberlingur segir, að gríska
utanríkisráðuneytið hugleiði það
nú að snúa sér til UNESCO og
fara þess á leit, að stofnunin
beiti sér fyrir því, að öllum forn
leifum grískum verði skilað til
heimalandsins.
Blaðið segir, að þetta geti haft
áhrif á handritamál íslendinga
og Dana og svo geti farið, ef
Grikkjum verður vel ágengt að
einungis verði leyft, að hin
ýmsu ríki varðveiti sína eigin
þjóðargripi.
ur Kristleifs vakið verðskuldaða
athygli.
ENDASPRETTURINN
Keppnin í 3000 m hlaupinu
var hápunktur keppninnar
þetta kvöld. Framan af var
hraðinn lítill í hlaupinu og gaf
ekki tilefni til sérstaks árang-
urs hvað tíma snertir. Hafði
Kristleifur forystuna lengi vel
en er á leið fóru bæði Kelle-
vaag og Thögersen fram fyrir
hann og svo hélzt röðin þar
til á síðasta hring. Þegar um
200 m voru eftir ætlaði Thög-
ersen að komast fram fyrir
Kellevaag en það tókst ekki
og Daninn hljóp „utan á“ alla
beygjuna. Á meðan nálgaðist
Kristleifur erlendu gestina og
þegar úr beygjunni kom hófst
æðisgengin barátta um fyrsta
sætið. Henni lauk með glæsi-
legum sigri Kristleifs.
GÓÐUR ÁRANGUR
Kristleifur er kornungur hlaup
ari, aðeins 20 ára, en mjög efni-
legur. Hann hefur um árabil ver-
ið meðal okkar fremstu hlaupara
og æft sérstaklega dyggilega. Ár-
angur þess er nú að koma í ljós,
en hann skipar sér nú á bekk
með svo reyndum hlaupurum.
Hann á unglingamet Norðurlanda
á þessari vegalengd, 8.23.0, og
getur án efa stórum bætt þann
árangur við hagstæð skilyrði, sem
vart gefast hér heima, þar sem
oftast er of kalt til árangurs í
slíkum þolraunum sem langhlaup
eru.
Thögersen er einn bezti lang-
hlaupari Norðurlanda og er að
vísu enn betri á 5 km og 10 km
vegalengdum en 3000 m. En eigi
að síður er athyglisverður sigur
Kristleifs yfir honum og einnig
yfir Kellevaag, sem náð hefur
frábærum afrekum einmitt á 3000
m vegalengd.
HÁSTÖKKIÐ
Þriðji gestur mótsins var
sænski hástökkvarinn Stig And-
ersen, sem sigraði með glæsibrag.
Stökk hann 1.95 metra og var
mjög nálægt 2 metrum í fyrstu
tilraun sinni við þá hæð. Jón
Pétursson stökk 1.90 m, sem telj-
ast má ágætt, svo snemma smn-
ars, hjá okkuf.
SLEGGJUKASTIÐ
Cederquist sigraði í sleggju-
kastinu með yfirburðum og 50
metrarnir virðast ætla að „standa
í“ Þórði enn sem komið er á þessu
sumri. En þeir ætluðu að reyna
aftur í gærkvöldi.
Deyfð var allmikil yfir öðrum
greinum, en þar létu iR-ingar
mikið til sín taka, og kræktu í
flest fyrstu verðlaunin. Keppend-
ur voru of fáir og þyrfti þar stór-
um úr að bæta.
Árangur fyrri dags var birtur
í blaðinu í gær.
Heimsmeistara-
keppnin
í þungav igt
NEW YORK, 23. júní. — Nú
bíða hnefaleika-unnendur um
heim allan eftir einvígi þeirra
Floyds Pattersons heimsmeistara
í þungavigt og Evrópumeistarans,
Svians Ingimars Jóhannssons,
sem fram fer í nótt. Er keppn-
inni t.d. líkt við heimsmeistara-
keppnina 1955, þegar Rockey
Marciano vann titilinn, — og eru
úrslit talin mjög tvísýn. — Báðir
hafa heitið rothöggum.
Norskt met
1 sleggjukasti
Á ÍÞRÓTTAMÓTI í Osló um síð-
ustu helgi setti Oddvar Krogh
nýtt met í sleggjukasti. Krogh —-
sem er 21 árs kastaði 63.35 metra,
en það er 39 sm. lengra en met
Strandlies. Egil Danielsen sigraði
í spjótkasti, 76.33. Englendingur-
inn Brian Hewson, sem var fyrst-
ur í 800 m. hlaupi, fékk tímann
1.49.1 mín., annar varð Norðmað-
urinn Arne Stammes á 1.52.1.
Svíarnir Dan Waern og Stig
Petterson nóðu góðum árangrum
á íþróttamóti í Alfredshem, í
Svíþjóð s.l. sunnudag. Waern
hljóp 800 m. á 1.50.0 og Peterson
stökk 2.05 í hástökki. •
Vestur-Þjóðverjinn ArminHary
sigraði í 100 m. hlaupi á 10.4 sek.
á íþróttamóti í V-Berlín um helg-
ina. V-Þjóðverjinn Lauer og ítal-
inn Berutti hlupu á 10.5. Lauer
— sem er Evrópumethafi — sigr
aði glæsilega í 110 m. grinda-
hlaupi á afbrags tíma, 13.7 sek.
ítalinn Mazza var í öðru sæti á
14.2 og Þjóðverjinn Lorger þriðji
á 14.3.