Morgunblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 9
Miðvik'udagur 1. júlí 1959 MORcrnvnT aðið 9 Að kenna gdðum nemendum og þýða góða bók — það hefir mér þótt skemmtilegast um dagana, segir Frey- steinn Gunnarsson, sem d 30 dra skólastjórnarafmæli um þessar mundir EINN af kunnustu og mikilhæf- ustu skólamönnum þessa lands, Freysteinn Gunnarsson, á 30 ára skólastjórnarafmæli á þessu ári. — Allan þennan tíma hefir hann stjórnað sama skólanum, Kenn- araskóla íslands, og sleit honum í þrítugasta sinn nú í vor. Hann var skipaður skólastjóri Kennara skólans haustið 1929, en hafði áður gegnt þar kennarastöðu um margra ára skeið, eða frá árinU 1921. Tíðindamaður Mbl. notaði þetta tilefni til þess að ganga á fund Freysteins Gunnarssonar og eiga við hann viðtal. — En áður en snúið er að viðtalinu, þykir hlýða að rekja hér í örstuttu máli að- draganda stofnunar Kennaraskól ans, enda er nafn skólans og skólastjórans svo nátengt í hug- um flestra, að vart verður svo á annan minnzt, að hins sé ekki um leið getið. ★ Árið 1907 voru hin fyrstu, al- mennu fræðslulög sett hér á landi og þar með komið á skóla- skyldu barna á aldrinum 10—14 ára. Svo skemmtilega vill til, að á sama þingi, eða 14. september, 1907, voru samþykkt lög um stofnun Kennaraskóla íslands í Reykjavík. Hvor tveggja þessi lög voru svo staðfest sama dag, 22. nóvember 1907. — Fyrir þenn an tíma voru flestir þeir, sem við barnakennslu fengust, ýmist sjálfmenntaðir eði. gagnfræðing- ar frá gagnfræðaskólunum tveim ur, á Möðruvöllum í Hörgárdal og í Flensborg í Hafnarfirði, en hinn fyrrnefndi tók til starfa ár- ið 1880 og sá síðarnefndi 1882. Einnig var nokkuð um það, að nemendur úr búnaðarskólunum og kvennaskólunum, svo og stúd entar og guðfræðingar, stunduðu kennslu um lengri eða skemmri tíma. — En eftir því sem skólum fjölgaði og námskröfur jukust, gerðist sú þörf æ brýnni, að þeir, sem kennslu vildu stunda, ættu kost sérmenntunar á því sviði. ★ Forvígismenn þess máls, að komið yrði á fót sérstakri mennta stofnun fyrir kennaraefni, gerð- ust þeir feðgar, séra Þórarinn sson, prófastur i Görðum á Zilftan:.ri og Jón sonur hans, sem var si.iiastjóri í Flensborg 1882—1908 og síðan fræðslumála- stjóri. — Þeir feðgar báru fram á Alþingi árið 1887 (áttu þá báðir sæti á þingi) frumvarp að mikl- um lagabálki, í 15. kapiíulum, um menntun alþýðu. Var þar t. d. fjallað um fræðsluskyldu barna og héraðsskóla, svo að nokkuð sé nefnt, en 10. kapítuli frum- varpsins var um stofnun kenn- araskóla. — Miklar umræður urðu um frumvarpið, en svo fór, að það var fellt frá annarri um- ræðu, með 11 atkvæðum gegn 10. Þrátt fyrir þessi úrslit, hélt Jón Þórarinsson áfram að vinna Ötullega að því að bæta mennt- unarskilyrði kennara. Það var t. d. fyrst og fremst fyrir for- göngu hans, að efnt var til sér- staks námskeiðs fyrir kennara við Flensborgarskóla vorið 1892. Voru námskeið þessi sðan haldin um nokkurt skeið, 1 Vz mánuð á ári hverju, en aldrei urðu þau fjölsótt. Nokkrum árum síðar tók svo sérstök kennaradeild til starfa við skólann — var það eins vetrar nám. — Þegar Kennara- skóli íslands tók til starfa 1908, hafði 121 kennari útskrifazt frá Flensborg á því 17 ára tímabili, sem kennaranám hafði farið þar fram. ★ Á meðan þessu fór fram, var kennaraskólamálið tíðum á dag- skrá Alþingis. Var það flutt í mismunandi myndum á sjö þing- um, en náði ekki fram að ganga fyrr en á þinginu 1907, eins og fyrr greinir. Var það þá stjórnar frumvarp, lítið eitt breytt frá frumvarpi því, er stjórnin flutti á þingi 1905. Samkvæmt hinum nýju lögum var reist hús fyrir kennaraskól- ann þegar næsta sumar, 1908 — og skólinn settur fyrsta sinni hinn 1. október þá um haustið. í þessu sama húsi, Kennaraskól- anum við Laufásveg, eins og það er oftast nefnt, hefir skólinn starfað allt til þessa dags. Er húsnæðið að sjálfsögðu löngu orðið of þröngt fyrir skólann og ófullnægjandi að öðru leyti, en nú hillir undir það, að nýtt og fullkomið skólahús rísi og kenn- araskóli íslands fái loks fullnægj- andi starfsskilyrði til þess að gegna sínu mikilvæga hlutverki. ★ Stjórn Kennaraskólans hefir aðeins verið í höndum tveggja manna þau rúm 50 ár, sem hann hefir starfað — fyrst séra Magn- úsar Helgasonar frá Birtinga- holti, frá stofnun skólans til haustsins 1929, og síðan Frey- steins Gunnarssonar, eins og fyrr segir. Blaðamaður hafði orð á því í upphafi viðtalsins, að Kennara- skólinn hlyti að vera óvenju- fastmótuð stofnun, þar sem að- eins tveir menn hefðu um stjórn hans fjallað um hálfrar aldar skeið. — Já, ég býst við, að það megi með nokkrum sanni segja, svar- aði Freysteinn Gunnarsson. — Raunar var skólinn þegar full- mótaður í flestum greinum, þá er ég tók við stjórn hans — og vel mótaður, er mér óhætt að segja. Það var vissulega gott að taka við stofnuninni úr hendi séra Magnúsar, en jafnframt mik ill vandi. — Því fylgir ávallt mik ill vandi og ábyrgð að taka við starfi, sem afburðamaður hefir áður gegnt — og séra Magnús Helgason var einmitt slíkur. Hann var, að mínum dómi, einn af allra fremstu skólamönnum íslenzkum á þesari ölc' ★ Eftirfarandi orð séra Magnús- ar, sem hann skrifaði, þegar skól- inn var fimm ára, tel ég lýsa vel bæði honum sjálfum sem skóla- stjóra og þeim skólabrag, sem honum tókst að mynda þegar í bernsku stofnunarinnar og hún býr að enn í dag: „Engar höfum vér „skólaregl ur“ prentaðar né skrifaðar, og hefur vel dugað. Það eru óskráð lög, að hver sýni öðrum kurteisi og góðvilja, og verður brátt að þegjandi samkomulagi. Eigi höf- um vér heldur neinar refsingar,- Vér tölum um það, sem áfátt verður, annaðhvort í heyranda hljóði eða einslega, eftir því sem betur þykir hlýða. Sá, er eitthvað verður á, biður afsökunar, sá, er skemmir, borgar Ef vér gæt- um ekki tælt um einhvern með þessu móti, mundi hann verða að fara, en því fer fjarri, að til þess hafi þurft að koma þau fimm ár, sem skólinn hefur nú starfað." Það var andi góðvilja og ein- drægni, sem fyrst og fremst ein- kenndi stjórn séra Magnúsar Helgasonar, og sem betur fer hef- ir yfirleitt tekizt að halda þeim anda í skólalífinu síðan. ★ — Ef við snúum okkur nú að hinum ytri aðstæðum skólans fyrr og síðar — hvað viljið þér um það efni segja? — Að líkindum má segja, að þá er kennaraskólahúsið var reist Freysteinn Gunnarsson hafi það verið fullnægjandi fyrir alla almenna kennslustarfsemi skólans. Ýmislegt skorti þó á — en eitt alveg sérstaklega. — það hefir einhvern tíma verið sagt, að kennaraskóh án æfingaskóla sé eins og læknaskóli án sjúkra- húss, og hygg ég það ekki of- mælt. En það verður að segja þá sögu ei.is og hún er, að æfinga- skólann vantaði frá upphafi — og vantar enn í dag. Þrátt fyrir það hefir æfingakennslu verið haldið uppi frá því fyrsta, og enda þótt sú starfsemi hafi verið á sífelldum hrakhólum, hefir hún smátt og smátt verið aukin, svo sem framast hafa verið tök á. — í upphafi var það ráð tekið að innrétta geymsluherbergi í kjall- ara skólahússins, og hefir æfinga kennsla síðan farið þar fram nær allan þann tíma, sem skólinn hef- ir starfað. Að öðru leyti hefir verið leigt húsnæði til þessarar kennslu víðs vegar um bæinn, lengst í Grænuborg, þar til nú í vetur, að skólinn fékk inni fyrir þesa starfsemi í Valsheimilinu Frá árinu 1935 hafa allar æfingar í smábarnakennslu farið fram í skóla ísaks Jónssonar, fyrst í Grænuborg, en nú síðustu árin í hinum nýja ísaksskóla við Skafta hlíð. Segja má því, að tiltölulega vel hafi verið fyrir þessari grein æfingakennslunnar séð, þótt nú sé raunar nokkuð langt að sækja hana héðan frá skólanum. ★ „Barnið vex, en brókin ekki“ má viða til sanns vegar færa. Svo er og um Kennaraskólann. Hann er löngu vaxinn upp Ur þeim stakk, sem honum var í upphafi skorinn. Sem dæmi út- þenslunnar í starfi skólans má nefna það, að í fyrstu starfaði hann aðeins sex mánuði á ári þrem bekkjardeildum, þ. e. kenn aranámið tók þá 18 mánuði. Nú er það hins vegar 32 mánaða nám — skólinn er 4 ársdeildir og starf ar 8 mánuði ár hvert. Auk þess starfar nú árlega stúdentadeild, þar sem stúdentum er gefinn kost ur á að ljúka kennaranámi á ein um vetri. Þá er handavinnudeild- in, sem útskrifar handavinnu- kennara, stúlkur og pilta, eftir tveggja vetra nám, og loks er svo söngkennaradeild, sem nú hefir starfað þrjá vetur, en er enn á bernskuskeiði, lítt mótuð og býr við alls ófullnægjandi skil yrði. Þessi mikla útþensla skólans hefir leitt til þess, að hann verð- ur nú orðið að starfa á mörgum stöðum í bænum. Sl. vetur hafði skólinn i. d. „útibú“ á fjórum stöðum. Æfingakennsla fór fram á tveim stöðum utan skólans, eins og fyrr segir, fimleika- kennslan í húsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu og handa- vinnukenslan í handávinnudeild- unum að Laugavegi 148. — Eins og nærri má geta, háir þessi hrak hólabúskapur mjög eðlilegri starfsemi skólans, og af honum leiðir margs konar vandkvæði. En það versta er þó e. t. v. það, að hér í sjálfu skólahúsinu er ranuverulega ekkert nema sjálf- ar kennslustofumar — vantar flest það, kennslutæki og annað, sem víðast hvar er sjálfsagt talið í fullkomnum nútímaskóla. ★ — En er nú ekki tekið að birta yfir í þessum efnum, eða hvað um skólahúsið nýja? — Jú, nú má segja, að loks hilli undir það mark, að Kennaraskóli Islands fái fyllilega viðunandi starfsskilyrði. — Síðan fram- kvæmdir voru hafnar við nýja skólahúsið við Stakkahlíð hafa þær gengið allrösklega. f fyrra- sumar var lokið við grunn húss- ins og kjallara, og nú er verið að steypa fyrsta áfanga sjálfs skólahússins, en í honum verða 8 kennslustofur, álma fyrir kenn arastofu, skrifstofur o. fl. og all- rúmgóður skáli, sem m. a. er ætl- aður fyrir minni háttar sam- kvæmi nemenda. Verður áfangi þessi vonandi steyptur til fulls í sumar, eða jafnvel gerður fok- heldur. — Og hvenær gerið þér ráð fyrir, að skólinn geti flutt í hið nýja húsnæði? — Ef ekki stendur á fé eða nauðsynlegum leyfum, ætti að mega leyfa sér þá bjartsýni, að unnt verði að hefja þar starf að einhverju leyti veturinn 1960— ’61. Að vísu verður þá, þótt vel gangi, geysimikið starf óunnið, því að á sömu Jóð og skólahúsið eiga að rísa æfingaskóli, fim- leikahús og síðar heimavist fyrir nemendur. — Ég vil gjarna nota þetta tækifæri til þess að þakka yfirstjórn menntamála góðan skilning og stuðning við þetta nauðsynjamál Kennaraskólans. ★ — Hvernig hefir skólanum tek- izt að fullnægja kröfum um aukna menntun kennara? — Þrátt fyrir þröngan stakk, hefir Kennaraskólinn verið í sí- felldri þróun, eins og ég drap á áðan. Námsgreinum hefir verið fjölgað frá því, sen, var í upphafi, og nám verið aukið í ýmsum greinum. Til dæmis má geta þess, að í fyrstu var danska kennd eifc erlendra tungumála, en nú er auk þess kennd enska og þýzka. — Þegar skólinn var stofnaður, vor» inntökuskilyrði svo sem engin. Inntökupróf í fyrsta bekk var viS það miðað, að hver sæmilega greindur unglingur gæti staðizt það án sérstakrar skólagöngu að loknum fermingarundirbúningú Nú er inntökuskilyrði í Kennara- skólann það, að umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi, svonefndu landsprófi, þótt raunar hafi verið veittar nokkrar undanþágur frá því skilyrði. — Já, vel á minnzt — lands- prófið. Hvað segið þér um það umdeilda, próf? — Ég fel, að grundvöllur land* prófanna sé skynsamlegur, en vafalaust mætti ýmsu í því fyrir- komulagi breyta til batnaðar. Er ekki ólíklegt, að einhverjar slíkar breytingar verði gerðar í sam- bandi við þá allsherjar-endur- skoðun skólamála, sem sérstök nefnd fjallar nú um. — Það er ábyrgðarmikið og vandasamt verk að semja slíkt heildarpróf, sem landsprófið er, og þess engan veginn að vænta, að allir verði þar á einu máli. En, sem sagt, ég tel grundvöllinn skynsamlegan, þótt ég geti hins vegar ekki neit- að því, að mér hefir þótt full- mikillar smámunasemi gæta i sumum þessum prófum ★ — Hvernig hefir aðsókn að Kennaraskólanum verið á undan förnum árum? — Hún er og hefir verið ærið misjöfn. Nægir í því sambandi að benda é. það, að fæstir hafa út- skrifazt 6 kennarar frá skólanum (1920), en flestir 66 (1934) — og að fyrsta árið útskrifuðust 29, en á sl. vori 13. — Yfirleitt hefir aðsókn verið fremur dauí undan- farið, þar til nú 2—3 síðustu árin, að hún virðist heldur vera að glæðast á ný, t. d. er nú útlit fyrir, að a. m. lc. 25 kennarar Ijúki prófi úr 4. bekk á næsta vori. — Veitir sízt af, því að sífelldur hörgull er á menntuð- um kennurum víðs vegar um land. -— Segið mér, Freysteinn, hafið þér nokkia tölu á því, hve margir hafa lokið kennaraprófi í skóla- stjórnartíð yðar? — Já, ég mun hafa brautskráð alls 1080 kennara frá skólanum, og eru þá þar með taldir þeir, sem tekið hafa próf í sérgreinum. En samtals hafa útskrifazt frá skólanum frá upphafi 1437. ★ — Hvaða námsgrein hefir yðut þótt ánægjulegast að kenna? — Mér hefir alltaf látið bezt að kenna íslenzku, enda hefir hún verið mér hugstæðust kennslu- greina, og hefi ég ávallt kennt hana frá upphafi starfs míns hér við skólann, lengi vel einn, en nú síðustu árin ásamt Bjarna Vil- hjálmssyni síðan 1947 og Óskari Halldórssyni sem tók við af Bjarna síðastliðið haust. — Margir gerast nú til að gagn- rýna íslenzkukennslu í skólum landsins, tala gjarna um ófrjótt. málfræðistagl og stafsetningar- þvarg. Hvað viljið þér til þeirra mála leggja? — Það er fljótsagt, að ég tel gagnrýni á móðurmálskennslu, eins og sú kennsla gerist nú al- mennt, hafa gengið út í öfgar. Þeir postular, se~i hæst hafa tal- að um þessi efni og fundið þar öllu allt til foráttu, virðast bein- línis gera ráð fyrir því í mál- flutningi sínum, að þeir, sem fást við móðurmálskennslu á ís- landi, séu upp til hópa hreinir -fábjánar. Og verst er, að mér vitanlega hafa þessir menn aldrei getað vísað veginn með neinum frambærilegum tillögum um það, hverju og hvernig ætti að breyta í þessum efnum. — Með þessu er ég ekki að halda því fram, að engar breytingar megi gera á ís- lenzkukennslunni. Þar má efa- laust margt færa til betri vegar; til dæmis hygg ég, að gera mætti stafsetningu mun einfaldari en nú er. en slíkt krefst rækilegrar Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.