Morgunblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVNJtr.AÐlÐ
Miðvikudagur 1. júlí 1959
ir og afbrot þessara manna og
setja framvegis hvern fanga upp
við vegg — og hinir raunveru-
legu ættjarðarvinir verða að
gjalda þess“.
„Viljið þér þá halda því fram,
að „Bokkarnir“ hafi ekki sett
okkar fólk upp við vegg hingað
til, heldur hafi vægt því?“ spurði
Vimécourt vantrúaður. „Við í
Lundúnum þykjumst hafa vissu
fyrir því, að SD láti alla fanga
koma fyrir herrétt eða sendi þá
í K Z“.
„Ef til vill gerir SD það“, svar
aði „herra Jean“, „en herinn og
leyniþjónustan áreiðanlega
ekki“.
De Vomécourt bandaði frá sér
með hendinni. „Eins og það sé
nokkur munur á þeim — Þjóð-
verjar eru og verða Þjóðverjar“.
„Þar farið þér villur vegar,
mon vieux“, andmælti „herra
Jean“. „Það er auðséð að þér er-
nð nýkominn hingað og eruð
ekki orðinn málunum kunnugur.
Takið þér til dæmis þennan Hugo
Bleicher frá þýzku leyniþjón-
ustunni. Við vitum með vissu, að
hann hefur sleppt aftur tugum
óbreyttra leynistarfsmanna — í
stað þess að setja þá upp við
vegg“.
„Já, það er rétt“, sagði „Læð-
an“ til samþykkis. „Og meira en
það. Hann hefur meira að segja
farið með mikilvæga njósnara
eins og stríðsfanga".
„Þér getið verið vissir um það
að þýzka leyniþjónustan hættir
1) „Hvað ég er fegin að þú
■kulir vera kominn heim, Mark-
Aa. Hvernig gengu veiðarnar?“
við þessa vægilegu meðferð á
fólki, ef farið vei’ður að fremja
venjulega glæpi í blóra við and-
spyrnuhreyfinguna", bætti
„herra Jean“ við.
Pierre de Vomécourt var hissa.
Hann hafði ekki litið þannig á
málið hingað til. Við græna
borðið í Lundúnum leit margt
allt öðru vísi út en hér á Frakk-
landi í hinu harðneskjulega raun
verulega lífi. Undrandi spprði
hann:
.,En — hvað eigum við þá að
gera? Hvernig eigum við að af-
stýra því, að glæpamenn komist
inn á meðal okkar?“
„Það er einfallt mál“, sagði
„herra Jean“, og brosti drýginda
lega, og því næst kom hann með
uppástungu sína, en hún var á
þessa leið: Allir félagar and-
spyrnuhrevfingarinnar, eldri og
yngri, verða að fylla út spurn-
ingaeyðublað. Þar sé skýrt frá
réttu nafni og fullkominni lýs-
inu og dulnefninu að auki. Þar
að auki verði að skila vegabréfs-
mynd. Spurningaeyðublöðin og
myndirnar skulu ganga til trún-
aðarmanns í lögreglustjórn
Parísar.
Þessi trúnaðarmaður, háttsett-
ur embættismaður í sakamála-
deildinni, skal vera franskur ætt
jarðarvinur, maður sem hatar
Þjóðverja en sé einnig sýnt um
reglu. Þessi embættismaður á að
fara yfir myndasafn _af afbrota-
mönnum og skrár yfir þá, sem
tekið hafa út hegningu og greina
„Prýðilega, Sirrí, en heima er
alltaf bezt“.
2) „Þarna kemur Jónas óðals-
þannig hismið frá hveitinu. Með
þessu væri hægt að slá tvær flug
ur í einu höggi. í fyrsta lagi væri
andspyrnuhreyfingin vernduð
gegn spillingu og glæpsamlegum
áhrifum og þar með gegn illri
meðferð Þjóðverja, og í öðru
lagi fengi franska lögreglan vissu
fyrir því, að vopn andspyrnu-
hreyfingarinnar lentu ekki í hönd
um atvinnuglæpamanna.
Með þessu móti á lögreglunni
að vera auðvelt að gera annað í
staðinn: Hún gæti gefið út réttar
persónulegar upplýsingar um
skökk dulnefni félaganna í and-
spyrnuhreyfingunni, og með því
væru þeir lausir við allt óþægi-
legt eftirlit.
Þetta var tillaga „herra Jean“,
og Pierre de Vomécourt var hrif
inn og grunlaus. Hann grunaði
ekki, að hann var að því kominn,
að láta Þjóðverjum í hendur full-
komna spjaldskrá yfir alla bar-
áttumennina í frönsk., and-
spyrnuhreyfingunni.Hann grun-
aði ekki heldur, að hann fékk
þessa tillögu einmitt hjá þeim
manni, Hugo Bleicher, sem var
mesti andstæðingur hans og hann
átti að afmá samkvæmt skipun
frá Lundúnum.
„Mér er það fyllilega Ijóst að
við verðum að framkvæma þessa
endurskoðun, til þess að hreyf-
ing okkar fái ekki illt orð á sig
í augum frönsku þjóðarinnar og
í sögu vorri“, sagði Pierre de
Vomécourt í lok samtalsins.
bóndi aftur. Honum liggur mikið
á að tala við þig, Markús“.
3) „Hann er búinn að ganga
Schafer majór, frá leyniþjón-
ustunni í París Iagði daginn eftir
undir sig íbúðina í Boulward
Suchet nr. 31 BYS, handa undir-
foringja Hugi Bleicher. Það var
sjö herbergja íbúð. Súsanna Laur
ent gat ekki búið í öllum sjö her-
bergjunum, þótt hún fegin vildi.
Hún tók þrjú framherbergin til
afnota, en þaðan var ljómandi
útsýni yfir Bois de Boulogne. —
Brátt kom í Ijós, að eigandi þess-
arar íbúðar, herra Armand
Touche, ritstjóri Journal de
l’Exportation Fransaise. var alls
ekki flúinn. Hann dvaldi á laun
í París. Hugo Bleicher, sem var
fulltrúi útflutningsfyrirtækis
nokkurs í Hamborg fyrir styrj-
öldina, hafði þá verið áskrifandi
þessa útflutningstímarits herra
Touche. Árið 1939 hafði Bleicher
orðið að segja tímaritinu upp af
þeirri ástæðu, að hann fengi ekki
lengur yfirfærslu fyrir andvirði
þess og Touche ritstjóri hafði þá
skrifað honum og farið þess á
leit, að hann mætti auglýsa þessa
uppsögn, sem sýndi að farið var
að þrengjast um þýzkar yfir-
færslur.
Veröldin er lítil! Þessi Hugo
Bleicher fulltrúi situr nú í sjö
herbergja íbúð hins auðuga Ar-
mand Touche og gætir trúlega
húsgagna hans, silfurmuna, fatn-
aðar, márverka og ábreiðna, að
vísu ekki sjálfur, en með aðstoð
Súsönnu Laurent.
Mörgum árum síðar, árið 1945,
komu Súsanna Laurent, Hugo
Bleicher og höf. þessarar frá-
sagnar inn í húsið við Boulevard
Suchet nr. 31 BYS. Kona hús-
varðarins fór með hina þrjá
gesti í lyftunni upp á efstu hæð
— hátt upp yfir þök Parísar. —
Leigjandinn, Armand Touche var
þá staddur suður á Riviera. Hús
gögnin voru á sínum gamla stað.
Súsanna gekk um herbergin og
snerti létt húsgögnin, eitt af
öðru. 1 ytri enda herbergjarað-
arinnar settist Súsanna við eld-
húsgluggann, sem sneri út að
húsagarðinum og benti yfir reyk
háfa- og húsaþakaþyrpinguna á
húsgafl langt í burtu.
„Lítið þér á“, sagði hún við
mig, „þessi gluggi þarna er á
húsinu nr. 26 við Rue de la
Faisanderie. — Og lítið þér á,
bak við þennan glugga áttu þau
þá heima, Hugi og „Læðan“, það
var svefnherbergið þeirra. Og ég
stóð hverja nóttina eftir aðra
hérna við gluggann og beið og
beið, þangað til ljósið loksins
slokknaði. —■ Mér er óhætt að
segja, að það var helvíti, það var
í raun og veru meira en kona
getur þolað“. Hún sneri sér við
og flýtti sér inn í fremri her-
bergin.
Bleicher staldraði við andar
tak og sagði lágt við mig: „Já, —
það var meira en ég hefði átt að
fara fram á við hana. Á átta vik-
urp, til 26. febrúar 1942, dagsins,
sem við Súsanna gátum loksins
flutt saman aftur, hafði aum-
ingja stúlkan létzt um tuttugu
pund — hún hafði liðið slíkar
sálarkvalir'*.
Við fórum á eftir Súsönnu inn
í fremri hluta íbúðarinnar og
fundum hana í svefnherberginu.
„En þótt við ættum heima
svona nálægt hvort öðru, þá var
Hugo aldrei hjá mér í heimsókn
nema tvær mínútur í einu. Við
vildum það hvorugt, að þar væri
um slíka óhreina tvöfeldni að
ræða —
fram og aftur um stöðvarpallinn,
og beðið eftir lestinni þinni. Hann
hlýtur a ðeiga mikilvægt erindi
við þig“.
En síðan bætir Súsanna við dá-
lítið vandræðaleg:
„Það er að segja þangað til þá
einu nótt, að lokum þessum
hræðilegu átta vikum. sem Hugo
var kyrr hjá mér. Það varð þó
ekki framhald á því. En af þess-
ari einu nótt hlutust öll vandræði
— með Voméciurt og með „Læð-
una“ og málið út af eitrinu“.
Matthildi Carré duldist það
ekki að Hugo Bleicher fór oftar
út einsamall en áður, að hann
kom seinna heim en hann var
vanur og að hann var annars hug
ar og ergilegur. — Það voru
óbrigðul merki þess, að önnur
kona var komin til. „Læðan“ var
afbrýðissöm. Hún vissi, að Sús-
anna var kyrr í París — þessi
Súsanna, sem auðsjáanlega átti
mikil ítök í Hugo Bleicher. „Læ3
an“ verður af kvenlegri eðlishvöt
vör við hættuna, sem henni staf-
ar af þessari konu. Og það var
rétt — Hugo Bleicher notaði
hvert tækifæri til að hitta Sús-
önnu. Hann hitti Súsönni á kaffi
húsum og veitingastöðum, þau
fóru saman í leikhús eða þau
gengu saman um Bois de Bou-
logne.
Á aðfangadagskvöld Srið 1941
átti Súsanna erfitt með að verj-
ast gráti, þegar þau Hugo Bleie
her stóðu á brautarpallinum á
Métro-stöðinni „Concorde“ og
voru að bíða eftir lestinni. sem
átti að flytja þau heim til sín
hvort á sinn stað — Hugo Bleic-
her til Rue de la Faisanderie og
Súsönnu til íbúðar sir.nar við
Boulevard Suchet.
Hugo verður að fara til Matt-
hildar, sem er þegar orðin óþol-
inmóð að bíða hans, því hann
nefur lofað henni því statt og
stöðugt, að vera hjá henni að
minnsta kosti þetta kvöld. Hún
ætlar að halda með honum jólin
— að þýzkum sið, nákvæmlega
eins og Hugo hefur lýst því fyr-
ir henni.
„ Jæja, í dag þarf frúin ekki
að kvarta", segir Súsanna með
beiskju í rómnum. Orð hennar
köfnuðu í hávaðanum af lestinni,
sem kom þjótandi. En það var
ekki þeirra lest. Það vildi illa
til að þau þurftu að nota Métro
einmitt í dag, en bifreið Bleichers
hafði verið í viðgerð nokkra
daga.
í. huga Súsönnu brauzt nú
skyndilega fram öll sú cánægja,
sem hún hafði byrgt inni. Henni
fannst hún vera sett hjá og illa
væri farið með sig. „í dag kemur
þú víst nógu snemma heim til
þinnar kæru Matthildar", segir
hún illkvitnislega, „eins og góð-
ur broddborgari til-----“
ajtltvarpiö
Miðvikudagur 1. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,25 Veðurfregnir. — Tónleikar.
20.30 „Að tjaldabaki" (Ævar
Kvaran leikari). 20,50 Tónleikar
(plötur). 21.10 Hæstaréttarmál
(Hákon Guðmundsson hæstarétt
arritari). 21,30 Frá söngmóti
Kirkjukórasambands Mýrapró-
fastsdæmis (Hljóðritað í Borgar
nesi 26. apríl, s.l.). 22,10 Upplest-
ur: „Abraham Lincoln, uppruni
hans, bernska og æska“, ævisögu
þáttur eftir Dale Carnegie; IV.
(Þorgeir Ibsen skólastjóri). —.
22.30 I léttum tón (plötur). 23,00
Dagskrárl.k.
Fimmtudagur 2. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19,25 Veðurfregnir. —
Tónleikar. 20,30 Erindi: „Þorp-
ið“ (Ólafur Haukur Árnason
skólastjóri). 21,00 Tónleikar
(plötur). 21,30 Útvarpssagan:
„Farandsalinn" eftir Ivar Lo-
Johansson; VIII. (Hannes Sigfús
son rithöfundur). 22,10 Lpplest-
ur: „Abraham Lincoln, uppruni
hans, bernska og æska“, ævisögu
þáttur eftir Dale Carnegie; V. og
síðasti lestur (Þorgeir Ibsen
skólastjóri). 2230 Frá tónleikum
tékkneska útvarpsins í Prag í
okt. s.l. 23,05 Dagskrárlok.
LJÚFFENGUR
MORGUNMATU
Quaker Corn Flakes glóðarristaðir í sykri
Eftirlœtisréffur allrar
fjölskyldunnar
n
a
r
L
ú
6