Morgunblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 15
Miðvik'vidagur 1. jölt 1959 MORCVWBLAÐ1Ð 13 Bíll veltur í Kömbum HVERAGERÐI, 30. júní. — Stór bíll sunnan af Suðurnesjum fór út af veginum efst í Kömbum í gærkvöldi og valt þar niður, sem brattinn er mestur. Ekki varð slys á þeim eina manni, sem 1 bílnum var, sjálfum bílstjór- anum. Hann hafði komizt hjálp- arlaust út úr blnum og í bíl á leið til Reykjavíkur Héðan sást, er bílinn fór út af. Var hann að fara upp brekk- una, er menn sáu að hann tók skyndilega að renna aftur á bak og var bíllinn kominn á talsverða ferð, er hann stakkst fram af vegbrúninni. Ekki mun bílinn hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og hann var horfinn úr Kömbum í morgun snemma. Bry^hi811 1 Ólafs- vík len%A verulega ÓLAFSVÍK, 30. júní: — Það er mikið af starfa hér í kauptúninu um þessar mundir. Víða er verið að byggja íbúðarhús. í höfninni er verið að dæla upp sandi við enda bryggjunnar, því fyrirhug- uð er veruleg stækkun hennar nú í sumar. Verða sett niður 2 ker og við það lengist athafna- svæði bátanna um 40 metra. í sumar munu 6—7 bátar vera á reknetjaveiðum héðan. Eins og stendur eru 3 bátar á veiðum, og verið tregt hjá þeim Mikil síld virðist þó vera um allan sjó út af Jökli og vona menn, að brátt muni úr rætast. —B. Enn ócirðir í Kerala NÝJU DELHÍ, 30. Júní. — Enn kom til óeirða í dag í eina fylk- ina í Indlandi, sem kommúnistar ráða — Kerala. Voru 1300 menn handteknir og fluttir í fangelsi. I gær voru 1000 menn handteknir og er tala þein.., sem handteknir hafa verið í fylkinu, komin upp i 20 þús. manns. Eins og kunnugt er af frétt- nm, er kommúnistastjórnin illa þokkuð af íbúunum, sem hafa nndanfarna daga reynt að þvinga hana til að fara frá með þvi að hafa í frammi óspekktir. Hús til sölu. 120 ferm. hús í Vogahverfi 5 herb. og eldhús á I. hæð. Tvö herb. og eldhús í kjallara. Óinnréttað ris. Ræktuð og girt lóð. 1. veðréttur laus. EIGNASALAN Ingólfsstræti 9 B. Sími 19540. opið alla virka daga frá kl. &—7 eftir kl. 8 símar 32410 og 36191. Fokhelt raðhús Höfum til sölu fokhelt raðhús á mjög skemmtilegum stað. Húsið, sem er rúmir 70 ferm. að grunnfl. er tvær hæðir og kjallari, 2.50 undir loft. Miðstöð og vatn er innlagt. Á annari hæð eru 4 herb. og bað. Á lfyrstu hæð eru tvær stofur, eldhús, rúmgóður skáli og snyrtiherb. I kjallara ,sem hefur fulla lofthæð, eru 2 herb., eldhús, miðstöðvarherb., þvottahús og geymslur. TKYGGINGAR & FASTEIGNIR, Austurstræti 10, 5. hæð, sími 13428 og eftir kl. 7, sími 33983. íbúð í Norðurmýri Höfum til sölu 4ra herb. íbúð í Norðurmýri. Stærð 110 ferm. íbúðin er á fyrstu hæð, með sér inngangi og sér hita( hitaveita). Fallegur ræktaður garður og nýr bíl- skúr. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR, Austurstræti 10, 5. hæð, sími 13428 og eftir kl. 7, sími 33983. ÓDfRT - ÓDfRT Kven- og unglingaskór með lágum hælum verð frá kr. 90.00. Töflur kr. 58.00. Inniskór verð frá kr. 45.00 og margt Macmillan bjartsýnn LONDON, 30. júní. — Macmillan sagði á fundi í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að hann væri vongóður um að samkomu- lag tækist á Genfar-ráðstefnu þrí veldanna um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Hann sagði meðal annars, að stöðugt miðaði áfram á ráðstefnunni, þótt hægt gengi og ástæða væri til að ætla, að samkomulag næðist. Ekki svifflup;a AÐ GEFNU tilefni skal þess get- ið, að í frétt af flugslysinu í Borgarfirði á sunnudagskvöldið í Mbl. í gær misritaðist, að þetta væri fjórða „svifflugvélin“, sem færist á skömmum tíma. Standa átti „litla flugvélm" — enda var hér um vélflugu en ekki svifflugu að ræða, svo sem að öðru leyti kom greinilega fram í fréttinni. annað á lágu verði. Athugið, þér getið gert mjög hagkvæm skókaup hjá okkur. Sendum í póstkröfu um land allt. CðOIN Spítalastíg 10. Chevrolet station '55 keyrður aðeins 60 þús km. Hefur alltaf verið í einka- eign. Til sölu og sýnis í dag. Skipti hugsanleg á eldri bil. Bifreiðasalan Njálsgötu 40 Sími 11420. Samkomur Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30, í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Gunnar Sigurjóns sin talar. Allir hjartanlega vel- komnir. Almennar samkomur Boðun fagnaðurerindi.sins, Hörgshlíð 12, Reykjavík, í kvöld kl. 8. BRAGI HANNETSON héraðsdómslögmaður. Freyjugötu 26. — Sími 23295. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar í verzl. Olympía. Þarf helzt að vera vön afgreiðslu. Gott kaup. Framtíðaratvinna. Komið til viðtals í verzl. Vestu Laugaveg 40 kl. 10—12 á morgun. OUgmpia PILTAR ef þfí efQfí tinnnsfuna p'a a éq hrinqaria. , /cý<srr<M áswwt'í, /f<t<fterr<*r/ S ALLT 1 RAFKERFIB Bilaraftækjaverzlun Ilalldórs Ólatssonar Rauðarárstíg 20. — Simi 1477S. BEZT AB AVGL'ÍSA t MORGUHBLAÐUW Þakka ykkur öllum: Nemendum mínum, ættingjum, vinum og góðkunningjum, sem glöddu mig með gjöfum og góðum kveðjum á sjÖtugsafmæli mínu. Þakka einnig hreppsnefnd Flateyrarhrepps heiður mér sýndan. Sveinn Gunnlaugsson. Öllum vinum mínum og vandamönnum, sem heiðruðu mig með heimsókn og skeytum á 70 ára afmæli mínu þakka ég innilega og bið" guð að blessa ykkur öll. Magnús Jónsson, Hlaðseyri. Móðir okkar og tengdamóðir KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum aðafaranótt 30. júní. Hulda Jónsdóttir, Markús Stefánsson, Helga Jónsdóttir, Magnús Gíslason, Dísa Pétursdóttir, Guðjón Jónsson. Maðurinn minn og faðir okkar STEINDÓR GUÐMUNDSSON Baldursheimi, Stokkseyri, andaðist að heimili sínu 29. júní s.l. Regína Stefánsdóttir og böro. JÓN BERGSSON bifreiðastjóri, lézt að Hjúkrunarheimilinu SóTvangi 21. þ.m. Bálför hefur farið fram. Börn hins l&tna. Jarðarför mannsins míns HARALDAR KRUGER Skúlagötu 55, sem lézt 25. júní á fjórðungssjúkrahúsinu, á Akureyri fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. júlí kl. 10,30 árdegis. Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Konkordía Krúger. Hjartkær dóttir mín og systir FRlÐA HALLGRlMS verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. júK kl. 3 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Ögmundsdóttir, Haraldur Guðmundsson. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för systur minnar SIGRlÐAR JAKOBSDÓTTUR Ránargötu 12. Guðrún Jakobsdóttir. Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu vina nær og fjasr, sem vottuðu okkur samúð og ógleymanlega vinsemd við andlát og útför JÓHANNS KR. BRIEM Guð blessi ykkur öll. Ingbjörg Briem, CamiUa og Ólöf Briem, Sigríðiir og Steindór Briem, Soffía og Sigurður Briem, Elín St. Briem, Jón G. Briera. Hugheilar hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinsemd, og veittu aðstoð við andlát og jarðarför eiginmanns míns EGGERTS JÓNSSONAR kaupmanns. Sigurbjörg Pálsdóttir og aðstandendur. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORSTEINS JOHNSON stórkaupmanns frá Vestmannaeyjum. Guðrún Johnson og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.