Morgunblaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 16
16
MUKGUIV BLAÐIÐ
Laugardagur 4. júlí 1959
Bleicher kreppir hnefann um
skammbyssuna. Hann er staðráð
inn í að selja líf sitt svo dýrt sem
unnt er.
í>á gerist hið óvænta.
„Þér komið mér til að biygð-
ast mín, herra CoUin", sagði
„Læðan“ lágt. Hún dirfðist varla
að horfa framan í hann. „Ég hef
ekki verðskuldað gleði yðar yfir
þvi að sjá mig aftur“.
„Vitleysa, væna mín — hvern
ig getið þér sagt þetta eftir allt
þao, sem þér hafið gert fyrir föð
urland okkar?“
Matthildur fékk sting í hjart-
að. „Það sem ég hef gert, herra
Collin, það ætla ég að segja yð-
ur — ti'. þess er ég hingað kom-
in“, sagði hún hikandi. „Sannleik
urinn er þessi: Matthildur Carré,
„Læðan“ er ekkert annað en
venjulegur svikari".
Collin brá í brún og setti glas
sitt á borðið. Hann starði vantrú
aður á .,Læðuna“. Því næst
reyndi hann að brosa.
„Þér eruð að gera að gamni
yðar, Matthildur — þetta er ekki
alvara yðar?“
„Mér er fúlasta alvara, herra
Collin", sagði „Læðan“ áköf. Og
svo ruddi hún úr sér öllu, sem
hafði verið að búa um sig í henni
síðustu vikurnar. Hún talaði um
ofur-ást sína á Hugo Bleicher, um
handtöku sína, um sína dauðans
angist í fangelsinu, um „samning
inn“, sem hún hafði gert við þenn
an Þjóðverja, samningir.n, sem
tryggði einnig öllum öðrum félög
um í „Interalliée" líf og sóma-
samlega meðferð. Hún dró enga
dul á neitt og fegraði ekkert —
og henni létti verulega við að
geta sagt frá því öllu hreinskiln-
islega.
Þegar Matthildur hafði lokið
ir.áli sinu og beið dóms síns niður
lút, þajði Collin langa stund. —
Hvað fór þá fram í huga þessa
manns? Hafði ættjarðarást hans
\g þjóðernistilfinning verið særð
djúpu sári? Leit hann nú á þessa
konu með hatri og fyrirlitningu,
þennan svikara, þessa konu, sem
til skamms tíma hafði verið
ímynd hinnar hugprúðu mót-
spyrnu gegn Þjóðverjum?
„Læðan“ varð frá sér af undr-
un, þegar það gerðist, sem henni
var óskiljanlegt, að Henri C°Hin
greip skyndilega hönd hennar og
þessi forystumaður Ar.narrar
skrifstofunnar sagði við hana
lágt, nærri hlýlegri röddu:
„Þjóðverjar eru góðir við yð-
ur, barnið mitt, þeir láta yður fá
allt, sem þér þurfið. Hvers óskið
þér frekar? Verið þér því skyn-
söm. Farið þér ekki til Vichy —
verið kyrr hérna, farið þér aftur
til Hugo Bleichers yðar, sem þér
elskið svo mjög....“ Það var
mikill dapurleiki í rödd þessa
manns, sem hafði misst trúna á
sigur lands síns, að því er bezt
varð séð. ,
Þannig varð „Læðan“ að
minnsta kosti að skilja ráðlegg-
hans.
Síðar, eftir fall Þýzkalands,
kannaðist Henri Collin við þessa
ráðleggingu fyrir rannsóknardóm
aranum, þar sem í gerðabókinni
er skráð það, sem hann þá réði
„Læðunni":
„Les allemands sont bons avec
vous; il re vors manque rien“. Je
lui ai conseillé d’étre prudente..
(„Þjóðverjar eru góðir við yð-
ur; yður. skortir ekkert". Ég
réði henni að vera hyggin).
Achard ofursti, foringi njósna-
deildar de Gaulle hershöfðingja
í Vichy meðan á stríðinu stóð gaf
rannsóknadómaranum síðar skýr
ingu á því, hvers vegna Henri
Collin hefði gefið þessa óskiljan-
legu ráðleggingu:
„Henri Collin er maður sem
óhætt er að treysta, en hann er
ákaflega kjarklaus, og því hefur
hann gefið „Læðunni" þetta
óheyrilega ráð“.
Þetta ráð Henri Collins og
framburður Achard ofursta áttu
eftir að hafa áhrif á örlög Matt-
hildar síðar, mörgum árum eftir
styrjöldina.
Þegar Hugo Bleicher kom heim
til sín í Rue de la Faisanderie
síðla morguns hinn 25. desember
1941, var fuglinn floginn. „Læð-
an“ var farin — með allan far-
angur sinn.
Hún hafði þá gert alvöru úr
hótun sinni, var farin burt og
hafði sennilega aðvarað Vomé-
curt og Lundúni — og allt var
tapað.
Bleicher hugsaði sig ekki lengi
um. Hann sótti bifreið sína á við-
gerðarverkstæðið og ók til
reynslu til Avenue des Gobelins,
til foreldrí. „Læðunnar". — Þar
bjóst hann við að finna hana, ef
hún fyndist á annað borð.
Frú Bélard tók mjög kuldalega
á móti honum í dyrunum og gerði
sif ekki líklega til að bjóða hon-
um inn. Hún sagði, að dóttir sín
væri farin burt, í þann hluta
landsins, sem ekki væri herset-
inn.
„En hún hefur engin ferðaskír
teini til þess að komast yfir
markalínuna", sagði Bleicher og
horfði hvasst á frú Bélard. En
gamla frúin lét ekki blekkjast.
„Þér skuluð láta hana um
það!“ sagði hún kuldalega. „Hún
mun útvega sér nauðsynleg
skjöl“.
Saumaborbin
komin aftur
örtá stykki óseld
Skóbúð Reykjavíkur h.f.
Aðalstræti 8.
nýkomnar kventöflur
með teygju yfir ristina.
0UL5TPUN
HaB£AR PET|jr5S0naP
LAUGA VEG58 (Bak við Drangey) Sími/3896
IVfl ó t a v í r
H. Benediktsson hf.
Sími 11228 — Reykjavík.
1) „Þó Bettý Lane og flugmað-
urinn séu enn á lífi, þá lifa þau
ekki lengi á Brattahnjúk úr
þessu, Tómas. Einhver verður að
I fara þangað upp fljótlega." „Veit
j ég vel, Markús. Littu á myndirn-
ar. Flugvélin er alveg sundur-
tætt."
2) „í birtingu í morgun lagði
leitarflokkur af stað, en varð að
snúa við vegna snjóskriðu."
3) „Leitarmennirnir segja að
það sé of hættulegt, en þessar
tvær manneskjur geta verið á lífi
og ég ætla sjálfur að fara þang-
að“.
Hún horfði á eftir Bieicher,
sem þegar var hlaupinn niður
stigann. Hann er alveg vitlaus,
þessi Þjóðverji!
Bleicher brýtur nú heilann um
það í óða önn, hjá hverjum
„Læðan“ geti fengið skjölin.
Hjá Vomécourt? Tæplega. Hann
var ekki búinn að koma sér
þannig fyrir. Hjá einhverjum
fyrrverandi njósnara „Inter-
alliée“? Það var ósennilegt, því
allir mikilsverðir menn samtak-
anna voru fangar. Hinir voru lít-
ilsháttar fylgjendur, sem áreiðan
lega höfðu engin tök á að útvega
fölsk vegabréf. En það var mað-
ur, sem ,,Læðan“ hafði sagt hon-
um frá, einn hinna fyrrverandi
kennara hennar frá Vichy. Það
var maður frá Annarri skrifstofu
sem nú dvaldi í París og þóttist
vera forstjóri fyrir efnasmiðju.
Það var Henri Collin nokkur.
Leyniþjónustuan hafði lengi
vitað um hann, en hann hafði
ekki ennþá verið tekinn fastur.
Það var ætlunin að hafa gætur
á bústað hans fyrst um sinn, til
þess að ná í fleiri njósnara. Þessi
Ccllin gæti líklega hjálpað „Læð
unni“.
Bleicher ók til þessa Collins,
og hann íafði aftur heppnina
með sér. Hann sá, langt tilsýnd-
ar, að hinn litli bíll Matthildar
stóð fyrir framan húsið, og um
leið og hann ók þar að, komu þau
út, „Læðan“ og Collin.
„Nei — en hve þetta var
óvænt! Frú Carré sjálf!“ Bleic-
her gekk til þeirra, en þau voru
lömuð af ótta. „Og þér — þér
eruð herra Collin, ef mér skjátl-
ast ekki. En sú ánægja að kynn-
ast yður“.
Henri Collin opnaði munninn
og ætlaði að segja eitthvað, en
hann kom ekki upp nokkru orði.
„Mér þykir leitt að ég gat ekki
komið í gær“, sagði Bleicher
kuldalega við Matthildi. „Ég ætl
aði að síma, en það var stöðugt
SHtltvarpiö
Laugardagur 4. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,00 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laugar-
dagslögin“. 16,15 Veðurfregnir.
Frá vígslumóti Laugardalsleik-
vangsins: Knattspvrnukeppni
milli Reykvíkinga og annarra
landsmanna (Sigurður Sigurðs-
son lýsir síðari hálfleik). 19,30
Samsöngur: The Revellers
syngja (plötur). 20,30 Tónleikar:
(plötur). 20,45 Leikrit: „Með
fullu ráði“ eftir Patrick Ander-
son. Þýðandi: Bjarni Benedikts-
son frá Hofteigi. 21,15 Tónleikar
(plötur). 21,40 Frá vígslumóti
Laugardalsleikvangsins; Sigurð-
ur Sigurðsson lýsir frjálsíþrótta-
keppni Reykvíkinga við utan-
bæjarmenn og sænska íþrótta-
menn . 22,10 Danslög (plötur).
24,00 Dagskrárlok.