Morgunblaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 10
10 MORCuyrtr4 Ðtb Laugardagur 4. Júlí 1959 latfrlðfrifr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavtk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EITT REKUR SIG Á ANNARS HORN UTAN IIR HEIMI —-----------------------/ Athyglisverf mál á döfinni i Louisiana: Fylkisstjórinn úrskurðaður í gœzlu- varðhald, að ósk eiginkonu sinnar, er áleit hann geðveikan — Hefur nú komist til valda að nýju, vegna traustrar aðstöðu i fylkinu ISKRIFUM Tímans um kjördæmamálið rekur eitt sig á annars horn, bæði fyrir og eftir kosningar. Öðrum þræði heldur blaðið því fram, að hin nýja kjördæmaskipun muni hafa í för með sér geysilega fjölg un stjórnmálaflokka, og þar með hinn mesta glundroða og upp- lausn í íslenzkum stjórnmálum, Á hinn bóginn hamra Tíma- menn svo á því, að kjördæma- breytingin muni fyrst og fremst verða stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkn- um, til hagsbóta. Minni flokkarn- ir muni molna sundur í átökun- um milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins með þeim árangri að Sjálfstæðisflokkurinn muni græða mest. Til þess að bjarga Alþýðuflokksmönnum og kommúnistum, bjóða svo Tíma- menn þeim að ganga 1 Framsókn- arflokkinn! Allir sjá, hversu andstæðu- kenndur þessi málflutningur er. Ef hin nýja kjördæmaskip- un verður fyrst og fremst stærsta stjómmálaflokknum til hagsbóta, getur hún naum- ast haft í för með sér fjölgoin flokka og aukinn glundroða í stjórnmálum þjóðarinnar. Ef litið er til þeirra landa, sem FIAMSÓKNARMENN halda áfram að bjóða Alþýðu- flokksmönnum og komm- únistum að ganga í Framsóknar- flokkinn. Segir Tíminn í forystu grein sl. fimmtudag, að sókn Sjálfstæðisflokksins verði því að- eins stöðvuð, að „vinstri menn dragi úr sundrungu sinni og þoki sér saman í sterka fylkingu. Leið in til þess er að efla flokk með frjálslyndri og þjóðlegri stefnu“. Þá vita menn það. Framsóknar flokkurinn er þá eftir allt saman „frjálslyndur og þjóðlegur". En í hverju skyldi frjálslyndi hans og þjóðlegheit birtast? Er það frjálslyndi að berjast með hnúum og hnefum gegn því, að Alþingi sé skipað nokkurn veginn í samræmi við vilja þjóð- arinnar? Er það frjálslyndi að leggja á það höfuðkapp, að ala á úlfúð milli sveita og sjávarsíðu, og reyna að fá fólkið í sveitum HVERS vegna töpuðu komm únistar svo mjög í Al- þingiskosningunum s. 1. sunnudag? Svarið við þeirri spurningu er ekki langsótt. Almenningur í landinu hefur séð í gegnum skrípaleik kommúnista. Alþýðu- bandalagsgæran er fyrir löngu orðin gegnsæ. Jafnvel harðsoðn- ir kommúnistar hafa orðið megna óbeit á þessari gæru, sem Hanni- bal Valdimarsson lagði flokknum til, þegar hann hafði brotið öll sín skip í Alþýðuflokknum. Hann er nú eins og „hafrekið sprek á annarlegri strönd“. Kommúnist- ar, sem þekkja gagnsleysi þessa spreks munu fyrr en varir kasta lengsta reynslu hafa af hlutfalls- kosningum í stórum kjördæmum, til dæmis Norðurlandanfta, ná- granna okkar, kemur það í ljós, að þetta kosningafyrirkomulag hefur þar haft í för með sér trausta og heilbrigða stjórnar- hætti. Flokkum hefur ekki fjölg- að þar óhóflega. Hins vegar hafa lýðræðissinnaðir smáflokkar lif- að þar sjálfstæðu lífi um áratugi og átt sinn þátt í því, í sumum landanna a.m.k., að móta stjórn- arstefnuna. Á þetta t.d. við um radikalaflokkinn í Danmörku og bændaflokkinn í Svíþjóð. En bæði í Noregi og Svíþjóð hafa stærstu flokkar þessara landa, þ.e. jafnaðarmannaflokk- arnir, haft hreinan meirihluta um lengri eða skemmri tíma. Allt bendir til þess, að réttlát- ari kjördæmaskipun muni hafa sömu áhrif á íslandi og meðal frændþjóða okkar á Norðurlönd- um. Með henni skapast möguleik ar á heilbrigðara stjórnarfari. Þjóðin mun bera meira traust til Alþingis, þegar hún veit, að það er nokkurn veginn rétt mynd af vilja hennar í frjálsum kosning- um. Og Alþingi og ríkisstjórn mun verða færara um að vinna störf sín til gagns fyrir land og lýð. og borgum til þess að hata hvert annað? Nei, slíkt ber ekki vott um frjálslyndi, heldur argasta aftur- hald. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar gerir sér það líka ljóst, að Framsóknarflokkurinn er eini afturhaldsflokkur þessar- ar þjóðar. Hann hefur I áratugi misnotað ópólitisk verzlunarsam- tök samvinnumanna á hinn herfi- legasta hátt 1 þágu pólitískra klíkuhagsmuna sinna. f slíku framferði birtist hvorki frjáls- lyndi né þjóðlegheit. Það er mikilvægasta verk- efni íslenzkra stjórnmála í dag, næst á eftir efnahagslegri viðreisn og áframhaldandi upp byggingu bjargræðisvega þjóð arinnar að brjóta klíkuvald og afturhald Framsóknarflokks- ins á bak aftur. í baráttunni gegn þessu klíkuvaldi, verða allir frjálslyndir íslendingar að sameinast. því á haf út eða láta það verpast sandi gleymskunnar. En almenningur á íslandi er að snúa baki við kommúnistum, vegna þess að fólkið man svik þeirra og hringsnúning í vinstri stjórninni. Það hefur ekki leng- ur neina þýðingu fyrir kommún- ista að æpa um „kauprán", þegar reynt er að koma í veg fyrir að sú verðbólgualda, sem vinstri stjórnin skapaði, eyðileggi ís- lenzkt atvinnu- og efnahagslíf. Fólkið man að kömmúnistar lækk uðu kaup og skertu kaupmátt launa meðan þeir sátu í ríkis- stjórn. Þá hikuðu þeir heldur ekkí við að semja um áframhald- andi „herílandi”. Á kommúnist- um tekur þess vegna enginn hugs andi íslendingur mark lengur. SÍÐUSTU vikurnar hefur fátíð- ur atburður gerzt í Louisiana- fylki í Bandaríkjunum og er raun ar ekki enn séð fyrir endann á honum. Þeir, sem við sögu koma, eru fyrst og fremst fylkisstjórinn, Earl Kemp Long, og eiginkona hans, en samkvæmt frásögn „The New York Times“ eru málavextir í aðalatriðum þessir: Eiginkonan óskar gæzlu- varðhalds Þann 27. maí sl. réðist Long fylkisstjóri mjög heiftarlega gegn andstæðingum sínum í fylkisþing inu, en hældi sjálfum sér á hvert reipi fyrir hæfni sína og snilli í stjórnmálum. Þótti flestum nóg um. Þrem dögum síðar var hann svo, að ósk konu sinnar, fluttur með valdi í flugvél til geðveikra sjúkrahúss í Galveston í Texas. Lét eiginkona hans svo ummælt, að „fylkisstjórinn hefði gjörsam- lega ofreynt sig. Hinn 3. júní var svo, samkvæmt beiðni frú Long, úrskurðað af dómstóli í Texas, að fylkisstjórinn skyldi hafður í gæzluvarðhaldi, þar eð það v^eri „honum fyrir beztu og öðrum til verndar svo og honum sjálfum". Þegar hann hafði þannig verið í haldi í rúma viku, mæltist Long, sem kvað sig vera „fylkisstjóra í útlegð vegna brottnáms", til þess af dómstólinum í Texas, að hann yrði látinn laus. Og þann 17. júní féllst hann svo á, að ganga undir læknisskoðun í Louisiana og var þá fluttur loftleiðis til sjúkrahúss í New Orleans í fylki sínu. Fylkisstjórinn úrskurðaðWr geðveikur Þar með var hann laus að nýju, því að daginn eftir strunsaði hann út úr sjúkrahúsinu og hraðaði sér til Baton Rouge, höfuðborgar fylkisins. En það varð þó aðeins skamma stund í þetta skiptið, því að ríkislögreglan kom strax til skjalanna með handtökuskip- un, sem úrskurðuð hafði verið af dómstóli í fylkinu, enn að tilmæl- um konu hans, og var Long nú fluttur nauðugur í geðveikra-' sjúkrahús eitt í Louisiana. Þar rannsakaði geðveikralæknir fylk- isstjórann daginn eftir, og komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri kleifhugasjúklingur með hugvillur og þjáðist af ofsóknar- imyndunum, auk tilhneiginga til tilfinningasveiflna. f ávarpi ,sem útvarpað var af segulbandi i síðustu viku, ásak- aði fylkisstjórinn konu sína um að vera „eina af afbrýðusömustu konum, sem Guð hefði nokkru sinni skapað“, og lýsti því jafn- framt yfir, að heílsa sín hefði aldrei verið í betra lagi en ein- mitt nú. Frúin, sem orðin var langþreytt á málarekstrinum, gafst þá algjörlega upp á að halda málnu til streitu og yfirgaf fylk- ið. Fylkisstjórinn krafðist þegar skilnaðar að lögum, en þau hjón hafa verið gift -í aldarfjórðung. Nýir embættismenn gefa heilbrigðisvottorð Á föstudaginn í fyrri viku kom Long fylkisstjóri svo fyrir rétt vegna kröfu sinnar um endur- heimting sjálfræðis. Áður en réttarhöldin hófust, notaði fylk- isstjórinn vald sitt til þess að svipta forstjóra ríkisspítalanna embætti svo og yfirmann sjúkra- . húss þess, er hann hafði verið til 1 rannsóknar á. Samtímis skipaði hann eftirmenn þeirra að sínu skapi, og þegar rétturinn var settur lagði hann fram skriflega yfirlýsingu frá þessum nýju em- bættismönnum um að hann hefði verið látinn laus, þar eð „ekkert væri við hann að athuga“. Og dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu, að enginn grundvöllur væri fyrir frekara gæzluvarð- haldi. Æstir áheyrendur létu hins vegar í Ijós andúð sína á fylkis- stjóranum: „Auðvitað er hann brjálaður", hrópaði einn þeirra. „Bandbrjálaður“. Hyggst tryggja áframhald- andi völd Fylkisstjórinn lét ekki uppi að svo stöddu, hvenær hann mundi snúa aftur til Baton Rouge; lækn- ar höfðu ráðlagt honum að halda kyrru fyrir. Um síðustu helgi brá hann sér til sveitaseturs sins í nánd við Winnfield í Norður- Louisiana. En Ijóst þykir, að hann hafi í hyggju að ná sér niðri á þeim embættismönnum og stjórn- málamönnum, sem hann telur hafa lagzt gegn sér í málinu.— Fyrsta ráðstöfun hans eftir rétt- arsigurinn var að setja lögreglu- stjóra fylkisins af. Kjörtímabil Longs fylkisstjóra rénnur út í lok næsta árs. Og sam kvæmt lögum fylkisins er honum HONG KONG 28. júní. (Reuter). Útvarpsstöð og blöð kínverskra kommúnista hafa að undanförnu birt miklar frásagnir af neyðar ástandi í Suður Kína, sem stafi af úrhellisrigningum. Einkum er sagt, að ástandið sé slæmt í borg inni Kanton og er því lýst með fjálgum orðum í frásögn komm- únista, að þarna hafi komið mestu rigningar og mestu flóð sem um getur í sögunni. Sagt er að minnsta kosti 300 manns hafi drukknað en að 2 milljónir manna séu heimilislausir, upp- skeran ónýt á stórum svæðum og megi því vænta matvælaskorts í Kína. Þeir sem til þekkja segja, að frásagnir kommúnista af þess- um náttúruhamförum séu mjög óheimilt að gegna því enn eitt kjörtímabil. Hann hefur hins veg- ar lýst yfir áformum um að draga sig í hlé, áður en kjörtíma- bil hans er á enda og skapa þann- ig aðstöðu til að öðlast útnefningu demókrata, sem í desember n.k. munu velja frambjóðanda sinn. við næstu fylkisstjórakosningar. Þá hefur Long látið orð falla um að hann muni ef til vill leita úr- skurðar lækna sinna um það, hvort rétt sé af sér, að leita eftir endurkjöri, en- hann bætti við: „Ef ég er sjálfur þeirrar skoðun- ar, að þeim skjátlist, þá áskil ég mér allan rétt til að fara ekki að ráðum þeirra“. Lög Louisiana fylkis heimila löggjafarsamkund unni einnig að svipta fylkisstjóra völdum vegna valdníðslu, en fram til þessa hefur ekki orðið vart neinnar tilhneigingar af hennar hálfu til þess að grípa til þessarar heimildar. Áhrifamaður um árabil Þess skal að lokum getð, að Earl Long hefur verið mjög mik- ils ráðandi í stjórnmálum fylkis síns, allt frá því er eldri bróðir hans, Huey P. Long, öldunga- deildarmaður, var myrtur árið 1935, en hann hafði þá um all langt skeið haft flesta þræði í hendi sér. Earl fæddist hinn 26. ágúst 1895 í snauðu landbúnaðar- héraði í Louisiana, lauk embætt- isprófi í lögum árið 1926 og snéri sér að stjórnmálum tveim árum síðar. Hann hefur gegnt fylkis- stjóraembætti nokkrum sinnum og var síðast kjörinn árið 1956. ýktar. Það er að vísu rétt að rigningar og illviðri hafa gengið yfir Hong Kong og Kanton að undaníörnu, en ekki að ráði verri en oft áður á þessum tíma. Öruggar fregnir frá Kanton herma líka að ástandið sé ekki nærri eins ljótt, eins og kommún ísku fréttastofurnar lýsa. En hversvegna búa kommúnist ar til þessar sögur eða ýkja erfið leikana. Það þykir ljóst hver sé ástæðan til þess. Undanfarna mánuði hafa þeir mjög haldið á lofti tölum um aukningu mat- vælaframleiðslu í hinu nýja kommúnuskipulagi. Reyndin mun þó vera allt önnur en að matvælaframleiðsla hafi aukizt og hefur gætt matvælaskorts í Kína síðan um áramót. Nú er hinn kommúníski áróður kominn í óefni og á að af--..a matvæla- skortinn með ýktum sögum um náttúruhamfarir. ÞJÓÐLEGUR OG FRJÁLSLYNDUR FÖLKIÐ SÉR GEGNUM SKRÍPA LEIKINN Earl K. Long, fylkisstjóri, á leið úr réttarsalnum. Kommúnu-mistökin af sökuð með náttúru- hamförum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.